Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 v i ð t a I HÚSAFRIÐUNARSJÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. FIMMTUDAGINN 21. NOVEMBER KL. 20.00 Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunar- nefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1997 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsókna- reyðublöðum sem þarfást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12.00 virka Ffní$s.krá Dmitri Shostakovich: Roai áskríftor- kortgilda Sergei Prokofiev: Jean Sibelius: Hugleiðing um rússneskt og kirgískt þjóðlag Píanókonsert nr. 1 Sinfónía nr. 3 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSl.ANDS V ; Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN á 500 g jólasmjörstyk Áður 1.7o kr. Nú 132 kr. Notadu tækifæríð otj njóttu smjörbragdsms! Þú sparar 88 lcr. á lcíló ■ Um daginn tók GunnarEgilsson, margreyndur blaðamaður og ritstjóri, hús á Smára Egilssyni, sem sendir frá sér sína fyrstu bókfyrir þessi jól; Málsvörn mannorðsmorðingja. Þeir ræddu stuttlega um lífið og listina, bókmenntirnar og böl hins skrifandi manns A U S i ð í b o t n I a u s a t u n n u að var eitt þessara vetrarkvölda. Frostið hékk í loftinu eins og ill tíðindi og beið þess að liðast sem gufuslæðingur út á milli varanna á einfara sem gekk upp eftir Túngötunni. Undir fótum hans mar- raði snjórinn. Frostið náði að kæla svo snjóinn að hann rak upp vein við hvert skref; eins og skip sem sar- gaðist upp við bryggju; eins og leikhljóð úr Sögu af sjónum. Fyrst kom marr, svo ískur, síðan gufu- strókur. Engin hljóð önnur, enginn annar maður. Hljóð berast illa í frosti. Þau detta dauð niður. Þessi maður sem gengur upp Túngötuna er ég á leið í mitt síðasta viðtal. Ég er kominn á botninn. Ég hugsa til endurskoðandans míns sem lá í rúminu veturinn sem hann varð þrettán ára vegna þess að fjölskyldan flutti norður lil Akureyrar og hann þoldi ekki að ganga á svona snjó. Þessi skerandi hljóð og þessi kitlandi tilfinning undir skónum var meira en hans reykvíska unglingssál gat staðið undir. Hann lá f rúminu og las bækur. Nú situr hann við borð og fer yfir bókhald. Ótti hans við snjóinn hefur haldið honum frá lífinu. Hann verður að láta sér skýrslur um það duga. Ég er exbjútí úr blaðamannastétt. Ég er þijátíu og fimm ára og vinn á Alþýðublaðinu. Það er ekki bytjunar- reiturinn minn heldur endastöðin. Framundan er ekkert nema Vikublaðið eða dauðinn. Ef ég hafði ekki gert mér það ljóst fýrr þá rann það upp fyrir mér þegar Hráfn kallaði mig inn á skrifstofu og sagði mér að fara vestur í bæ að tala við einhvem fyrstu bókar höfund - einhvem Smára. „Getur Kolla ekki gert það?“ spurði ég en áttaði mig strax á að ég gæti ekki hrist þetta verkefni af mér. „Er þetta ekki meira hennar deild?“ bætti ég við án sannfæringar. Hrafn horfði á mig og ég sá í augunum á honum að hann var að velta fyrir sér í hvaða deild ég væri; hvort ég hefði ekki fallið svo oft að ég spilaði orðið utandeildar. Ég stóð upp og gekk fram, settist við skrif- borðið mitt og íhugaði að leita guðs til að biðja hann að hjálpa mér. Það var ekki svo langt síðan ég var rit- stjóri og réð Hrafn til að sjá um menninguna á Pressunni. Enn styttra síðan ég réð Kollu til að gera slíkt hið sama á Morgunpóstinum. Og nú sendu þau mig til að lepja upp brenglaða sjálfsmynd einhverrar viðkvæmrar listaspím sem telur sér trú um að hann sé að gefa eitthvað af sér með því að frussa yfir okkur komplexunum úr sér. Ég stoppa og er að því kominn að snúa við. Til hvers er ég að niður- lægja mig við þetta? Afhverju segi ég ekki Hrafni að troða þessum fyrstu bókar höfundi upp í sinn ljóðelska rass? Djöfulsins drusla er maður orðinn! Ég stend þama á gangstéttinni með kirkjuna á aðra hönd og spítalann á hina. Þeir hafa fjarlægt skiltið sem sagði að þetta væri Landakotsspítali. Eftir nokkur ár verður það öllum gleymt. Fólk mun telja að þama standi Sjúkrahús Reykjavíkur. Afhverju fær ekkert að vera í friði? Næst þegar ég segi leigubílstjóra að keyra mig í Austurbæjarbíó og hann spyr hvar það sé; þá skýt ég mig. Sá sem man lengra aftur en leigubílstjóri tilheyrir ekki þessum heimi. Ég geng af stað. Ég held áfram. Ekki vegna þess að ég vilji það held- ur vegna þess að mér er kalt. Þannig hef ég farið í gegnum þetta líf; ég hef ekki ætlað mér neitt sérstakt; ég hef bara brugðist við aðstæðunum hverju sinni. Og ofitast er það einhvers konar kuldi sem rekur mig áfram. Ég kem við í vídeósjoppunni á horninu á Bræðraborgarstíg og Holtsgötu. Einu sinni réð þar ríkjum maður sem geymdi öxi undir afgreiðsluborðinu. Hann hafði hana til taks ef Friðbert Pálsson í Háskóla- bíói ræki inn nefið. Þetta var vídeó- maður með hugsjón sem hann var tilbúinn að myrða fyrir. En nú ráku einhveijir krakkar sjoppuna. Ég panta Camel og tvo hálfa lítra af kók. Ég ætla að eiga kókið upp á að hlaupa ef skáldið bíður mér ekki upp á annað en te. „Viltu poka?“ spyr afgreiðslu- strákurinn og horfir á mig eins og hann sé að vonast til að ég segi nei. Já, takk,“ segi ég. ,Ja, ég á ekki nema notaðan poka,“ segir strákurinn og er búinn að mála sig út í hom. ,.Notaðan poka, hvað meinarðu? Hvemig notaðan? Mér er alveg sama svo framarlega sem þetta er ekki notaður ælupoki," segi ég. Hann réttir mér krumpaðan plast- poka og reynir að afsaka tvö lítil göt á botninum á honum. „Þetta er allt í lagi, hann heldur,“ segi ég og geng út. Þessi dagur er ekki í lagi. Plastpokamir komast ekki einu sinni óskaddaðir í gegnum hann. Skáldið býr við Vesturvallagötu. Lítil gata sem sést varla. Góð fyrir lítil skáld sem þekkjast varla. Nafnið hans er ekki á bjöllunni. Það er ekkert nafn á bjöllunni. Sjálfsagt þykir honum ekki taka því að líma það á bjölluna. Hann er að bíða eftir skildinum: Hér bjó skáldið Smári frá því hann skrifaði sína fyrstu bók og þar til hann varð öllurn gleymdur; fyrst af öllum sjálfum sér. Ég hringi bjöllunni og hann svarar með hávæm urri og hurðin opnast. Ég geng inn í dimman undirgang. Ljósrák berst innan úr íbúð gegnum hálfopnar dyr. „Kom inn,“ er hrópað að innan. Allt frekar frjálslegt eitthvað; öngvar sveitalegar móttökur á hlaðinu; allt opið og ekkert að fela. Ég drep hann ef hann er í slopp. Omári Egilsson er hávaxinn maður; eða öllu heldur langur vegna þess hversu mjór hann er; hann er enn of ungur til að vera hokinn í baki en það á auðsjáanlega fyrir honum að liggja; hann hefur óvenjulangar hendur sem hann ber fyrir sig þegar hann útskýrir mál sitt og er því líkari myllunni en Don Kíkóta. Þegar hann þegir geymir hann hendurnar í andlitinu eins og hann kunni ekki við að leggja þær frá sér annars staðar. Hann greiðir hárið frá enni sem hvorki nógu hátt til að teljast upplitsdjarft né nógu stutt til að bera vott um þrjósku. Augun er stór og útstæð en letileg og rata sjald- an á þann sem hann talar við heldur staðnæmast við punkt sem hangir á loftinu á milli hans og viðmæland- ans; ellegar leita að orðum í gaupn- um eiganda síns. Munnurinn er smár og viðkvæmnislegur; hann er með smátt ör á efri vör; skarð í hökunni; og húðin í andlitinu virðist vera hálfu númeri of stór. Nefið setur þó mestan svip á andlitið; það byijar leið sína niður andlitið milli augnanna; breytir um stefnu á miðri leið og rennur loks einhvem veginn út í sandinn fyrir ofan munninn. Það er stórt og fyrir- ferðamikið í þessu stefnuleysi sínu. Smári klæðir sig hversdagslegum fötum og ekki litsterkum. Hann er þvalur í lófanum þegar hann heilsar. „Má bjóða þér te eða kaffi?“ spyr hann og bandar hendinni að stól sem hann bíður með að setjast í. Við hliðina á stólnum er borð og ofan á borðinu er fuglabúr. Það er fugl í búrinu sem tístir og skrækir af ánægju af að sjá mig. Hann hefur beðið þess lengi að trúa nýjum eymm fyrir ættarsögu sinni og byrjar strax að rekja sig í gegnum hana með flókinni samfléttu innskots- og aukasetninga í ýmsum tóntegundum. „Kaffi, takk, svart og með miklum sykri,“ hrópa ég fram í eldhúsið til að yfirgnæfa fuglinn sem hikar eitt augnablik, mglar saman nöfnum á tveimur frændum sínum en ákveður að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann vonast til að ég hafi ekki áttað mig á feilnum. Ég læt ekkert uppi. „Jæja, og um hvað viltu svo spyrja?“ spyr Smári og réttir mér kaffikrús. Ég vil einskis spyija. Helst af öllu vildi ég ekki vera hér. Af öllum stöðum á jarðríki vildi ég helst liggja í rúminu mínu með öskubakka á bringunni; draga að mér reyk úr Camel, blása honum frá mér og reyna að hugsa ekki neitt. Og ef eitt- hvað leitaði á hugann myndi ég lík- lega ekki leita svara hjá skáldi vestur í bæ. Ég fæ mér sopa til að vinna tíma. Kaffið er dýsætt. Ef maður biður um sykur finnur maður varla sykurbragð. Ef maður biður um mikinrt sykur sturtar fólk úr hálfum poka í bollann. „Til hvers ertu að skrifa?" spyr ég til að spyija einhvers.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.