Alþýðublaðið - 29.11.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 29.11.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n i r MUBIIDID 21221. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Utgefandi Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Jakob Bjarnar Grétarsson Ámundi Ámundason Gagarín ehf. Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Böðullinn í Belgrad Slobodan Milosevic forseti Serbíu hefur af illa dulinni ánægju dregið leiðtoga voldugustu ríkja heims á asnaeyrum í mörg ár. Hann er sá maður sem öðrum ffemur ber ábyrgð á helför Júgó- slavíu og ætti vitanlega að vera sakbomingur númer eitt fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Dáðhtlir leiðtogar heimsins töldu sig hinsvegar þurfa að kaupa frið með því að versla við böðulinn, og því var Milosevic skyndilega dubbaður upp í hlutverk friðar- boða. En nú era teikn á lofti um að almermingi í Serbíu sé loks nóg boðið, og því hefur staða Milosevic ekki í annan tíma verið tæpari. Meðan Josip Broz Tito réði ríkjum í Júgóslavíu var Slobodan Milosevic dæmigert möppudýr sem kleif metorðastiga flokksins hægt og bítandi. Hann fæddist á stríðsáranum og getur því ekki státað af að hafa barist gegn nasistum, einsog Franjo Tudjman, fasistinn sem situr á forsetastóli í Króatíu. Milosevic var af- sprengi hins kommúníska samfélags: litlaus tæknimaður, hug- sjónalaus og vaifærinn tækifærissinni, og í alla staði ólíklegur til afreka. Jafníramt mótaðist persónuleiki hans af tíðum sjálfsmorð- um í fjölskyldunni, og nægir að nefna að bæði faðir hans og móðir bundu endi á líf sitt. Við fráfall Titos árið 1980 skapaðist pólitískt tómarúm í Júgó- slavíu, enda hafði hann haldið lýðveldunum sex í einni ríkisheild með samblandi af stjómvisku og hörku sem enginn annar bjó yf- ir. Allan níunda áratuginn stefndi Júgóslavía á vit glötunar, án þess að nokkuð væri gert til að afstýra fyrirsjáanlegum harmleik. A sama tíma reis Milosevic til metorða í kommúnistaflokki Serb- íu. Kommúnisminn var Milosevic aldrei heilög trúarbrögð, og því kom ekki á óvart þótt hann kastaði trúnni næsta auðveldlega, þegar jámtjaldið féll. Einsog svo margir foringjar kommúnista í Austur-Evrópu gerðist hann skyndilega ófyrirleitinn þjóðernis- sinni og lýðskramari: boðaði fagnaðarerindi Stór-Serbíu óg ól á andúð og ótta við aðrar þjóðir Júgóslavíu. Eftir honum era höfð orðin: „Serbía nær þangað sem einn einasti Serbi býr.“ Þegar Sló- vem'a og Króatía sögðu skilið við ríkjasamband Júgóslavíu árið 1991 sýndi Milosevic að honum var alvara: í Króatíu bjuggu um 600 þúsund Serbar - og því náði Serbía Milosevic vitanlega þangað. Örlög Bosníu-Herzegóvinu vora einnig ráðin þegar þar- lendir Króatar og múslimar lýstu yfír sjálfstæði í kosningum á hlaupársdag 1992: þriðjungur íbúanna vora Serbar, og því var stríð óhjákvæmilegt. Serbneskir íbúar Króatíu hemámu um fjórðung landsins fyrir fimm árum með hjálp Alþýðuhers Júgóslavíu, sem var fjarstýrt af Milosevic. Þegar stríðið barst til Bosníu tæpu ári síðar lögðu Serbar undir sig tvo þriðja hluta landsins í krafti yfirburða á víg- vellinum. Utsendarar Milosevic í Bosníu frömdu hryllilegri glæpi en dæmi era um í Evrópu í hálfa öld. Tvöhundrað þúsund manns liggja í valnum. Það er ægilegur blóðtollur í landi þarsem bjó hálf fimmta milljón. Flóttamenn vora á þriðju milljón: fómarlömb „þjóðarhreinsana“. Slobodan Milosevic er leikstjóri þessa hryllings. Á dögunum vora haldnar kosningar í Serbíu og þar fór flokkur hans loks hall- oka. Serbar era nefnilega ekki upp til hópa blóðþyrstir villimenn, þótt Milosevic og nótar hans hafi farið langt með að eyðileggja orðstír þessarar merku og sögufrægu þjóðar. Milosevic gat vitan- lega ekki sætt sig við úrslit kosninganna og lét endurtaka þær, í því skyni að hagræða úrslitunum einsog hann er vanur. En serb- nesku þjóðinni er nóg boðið. Síðustu tólf daga hafa tugþúsundir safnast saman í Belgrad og fleiri borgum Serbíu og krafist rétt- lætis og lýðræðis. Dagar blekkingameistarans mikla era senn taldir. ■ Alzheimer-kynslóðin Spjallað við "Fulltrúa ungu kynslóðarinnar '96" að eru farnar að slæðast inn á barina dömur fæddar '78. Dömur fæddar eftir lit. Lið sem aldrei hefur séð svarthvítt sjón- varp. Gerist maður þá nokkuð aldurhniginn, yfir bjórglasinu: „Ég skal nú bara segja þér það, að ég man þá tíð þegar ekki var sjónvarp á fimmtudögum.” „Nú? Hvað gerðuði þá? Horfðuði bara á vídeó?” Það er viss kúnst að spjalla við æskuna. Skólakerfið er greinilega hrunið fyrir nokkru. Minnisleysið er allsráðandi. Við erum að tala um og tala við Alzheimer-kynslóðina. „Og ekki nóg með það vina mín. Þegar ég var á þínum aldri, þá voru engir barir í Reykjavík.” „Nú? Enginn kranabjór?” „E...Sko. Sjáðu nú til. í þá tíð var enginn bjór. Hann var ban- naður.” Vikupiltur Hallgrímur Helgason skrifar „Nú? Útaf hverju?” „Bara. Hann var bannaður. Rétt eins og hundar voru bannaðir.” „Já, ég man, Mamma hefur sagt mér frá rauðu hundunum. Hvernig voru þeir eiginlega? Voru þeir mjög hættulegir?” Hér gefst upp gamall maður og hverfur á klósett, mígur sínum þrjátíu og eitthvað árum í skál. Og í gulum boganum bjarmar fyrir barnæsku manns. Þegar ekki einu sinni var kanasjónvarp. Þegar Heimir Steinsson var enn í guðfræði og jafn langt frá því að vera sjónvarpsstjóri og ég er frá því að skilja þessa tattúveruðu kynslóð þarna frammi. En svo kom varpið og: Ég man þá tíð þegar helsta skemmtun vikunnar voru tuttugu mínútna langir þættir með Savanna-tríóinu að syngja um Brúðarskóna hans Davíðs. Kvæði frá 1918. Ég man þá tíð þegar maður hlakkaði til þess eins og party-zone-partýs í Tetriz að horfa á „Munir og minjar”: Kristján Eldjárn að kynna þjóðmuni, líkt og síðar Þorgeir Astvaldsson að kynna myndbönd. En unga kynslóðin er búin að gleyma þessu öllu og öllu öðru líka. Halldór Laxness hvað? Kristján Eldjárn? Jú...Er hann ekki gítarleikari? Þegar ég kem aftur fram er ein- hver leikur í gangi við borðið. Ungstúlkan spyr mig: „En þú? Hvenær ert þú fæddur?” Ég er allur með hugann við minn mikla aldur og svara: „'59.” Einhvernveginn hljómar það samt hér eins og á síðustu öld. Ég sit þarna eins og hver annar Lúðvík Kristjánsson fullur af íslenzkum sjávarháttum. Setan undir mér verður að zetu. Þetta hljómar jafn- vel svo far-át að hún spyr: ,,Hvað meinaru '59?” Ég átta mig. Þau eru að spyrja um stjörnumerki. Ég er nú samt nógu áhugasamur um þennan „Fulltrúa ungu kynslóðarinnar” til að fara með henni heim. Hún býr í einhverju sjónvarpsstúdíói í miðbænum, ásamt heppilega fjarverandi vinkonu. Ég hlamma mér niður í stól sem breytist skyndilega í hjólastól þegar hún spyr: „Varstu búinn að taka pillurnar?” Ég horfi í gaupnir mér. Allt í einu er ég með ullarteppi yfir mér. Og ég tek eftir því að ég er t flókainniskóm. Var ég búinn að taka pillurnar mínar? Það getur ekki verið, því gigtarverkurinn læsist nú upp eftir bakinu á mér. Ég ranka samt loks við mér og spyr: „Pillurnar?” „Já. E og F. Það er ógeðslega gott saman. Það verður svona algjört EF. Svona EF-pilla. Kvöldið verður algjört EF. Þú veist svona allt-getur-gerst-dæmi. Alveg þvílíkt þokkalegt. Hérna. Prófaðu” segir hún og réttir mér tvær litlar pillur og skellir í sig tveimur sjálf. Ég læt þær vera. Ég á alveg nóg með að innbyrða þessa tónlist sem hún lætur yfir mig ganga. Það mun vera eitthvað teknó-brjálað- Chemical-dæmi. „Þvílíkt flott lag, finnst þér það ekki?” spyr hún. Ja, lag. Sama stefið hefur nú hljómað í bráðum sautján mínútur. Lag? I mínum huga er lag...ja...í heila mínum situr bara gamli góði Ingimar Eydal við hljómborð og nikkar kurteislega til trommarans áður en þeir byrja á „Paloma blanca”. Hvað er ég að gera hér? Ég er Sjallinn. Sjallinn á sautjándu öld. Þegar fólk dansaði saman. Fornir hjúskaparhættir. „Viltu sjá snákinn minn?” spyr hún, „Kínú...” „Kínú?” „Já finnst þér hann ekki ótrúlega líkur Keanu Reeves? Þvílíkt sætur finnst þér ekki?” heldur hún áfram og fyrr en varði horfist ég í augu við skriðdýr. Kínú kallinn ullar á mig. Og EF-pillan hefur nú greini- lega tekið völdin í höfði stúlk- unnar: „Kysstu hann. Það er þvflíkt gott að kyssa hann. Prófaðu.” Góðan daginn. Það sem maður leggur á sig til að kynnast þessari þjóð. Ég bakka aftur í stólnum, skíthræddur en...Hún rekur upp í mig snákinn. Ég er kominn í sleik við snák! Hey hey. Og jæja. „Er þetta ekki gött?” Ja, ég veit það nú ekki. Að kyssa snák? Tungan f honum er full lítil fyrir minn smekk. Þetta er eins og að kyssa Þumalínu. Og Þumalína er frekar treg, eða fremur óákveðin f sínum kossum. Rekur sína klofnu tungu ótt og títt inn og út. „Leyfðu honum að ferðast. Láttu hann fara hringinn. Það er þvílíkt þokkalegt” segir stúlkan og ég hvái með augunum. Ferðast? Hringinn? Hún tekur snákinn og býst til að læða honum niður í hálsmálið hjá mér. Ég meina. Þó maður sé rithöf- undur og leggi sig í líma við að kanna þjóðarþelið þá set ég mörkin hér. Ég læt ekki misnota mig. Og það allra síst af snáki. Þó hann heiti Keanu Reeves. Ég stend upp og segist þurfa að fara. Ég sýð saman fullkomna afsökun: Ég er að fara til London, bara á eftir, með morgunvélinni. Að skemmta íslendingum, á Íslendingahátíð. „Nú? Eitthvað Þorrablót.” Hér kemur gamli barnakennarinn aftur upp í mér: „Nei Þorrablót: Þú veist hvað Þorrablótef?” ■ „Já ér það ékkí bára éitthvað að blóta einhverjúhí-Þorra? Ég þekkti sko einu sinni eihh Þbrra, og hann var alltaf að bló'ta...'”' Ég gefst upp á menningar- arfleifðar-útskýringum. „Nei. Þetta er fyrsti des.” „Ó já? Hann er að koma.” „Já. Þú veist hvað hann er, er það ekki?” „Já. Er það ekki bara fyrsti desember, jólin að koma og svona...?” „Nei. Svona nú...l918...” „Já já? Var það þá sém fyrsti desemberinn kom til landsins?” ■ a g a t a 1 29. nóvember Atburðir dagsins 1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti lést, 56 ára. Steinkista hans fannst árið 1954. 1641 Fyrsta enska fféttablaðið kem- ur út. 1780 María Theresa keis- araynja Austurríkis og drottn- ing Ungverjalands og Bæheims deyr. Hún lék lykilhlutverk í pólitískri refskák 18. aldar. 1909 Rússneski rithöfundurinn Maxim Gorkí rekinn úr Bylt- ingarflokknum fyrir borgara- legan lífsstíl. 1924 ftalska tón- skáldið Giacomo Puccini deyr. 1930 Kommúnistaflokkur Is- lands stofnaður við klofning úr Alþýðuflokknum. 1943 Leið- togar Bandamanna, Stalín, Ro- osevelt og Churchill, hittast í Tehran í fyrsta skipti. 1974 Þýski borgarskæruliðinn Ulrike Meinhof dæmd í átta ára fang- elsi. 1986 Breski leikarinn Cary Grant deyr. 1986 Dregið í fyrsta sinn í lottóinu. Fyrsti vinningur, 1,2 milljónir króna, gekk ekki út. Tölumar voru 2, 7, 8, 23 og 29.1989 Rúmenska fimleikastjarnan Nadia Co- maneci sækir um pólitískt hæli í Ungveijalandi. Afmælisbörn dagsins Gaetano Donizetti 1797, ítalskt tónskáld, samdi 75 óper- ur. Louisa May Alcott 1832, bandarískur rithöfundur. C.S. Lewis 1898, írskt skáld og fræðimaður. Annálsbrot dagsins Giptist Daði Jónsson sýslu- maður Kjósarsýslu einni danskri drós, þjónustustúlku Matthíasar á Stapa, eður hans kokkapíku. Vatnsfjaröarannáll yngri 1670. Tapað/fundið dagsins Það sem aðrir söknuðu fundu þeir hjá honum. Séra Bjarni Jónsson; úr líkræöu yfir þjófóttum manni. Málsháttur dagsins Latur biður latan, en latur nennir hvergi. Orð dagsins Hættu að grdta hringand, hryggð ei lát á bera; þó að bjáti eitthvað & áttu kát að vera. Gömul vísa. Skák dagsins Svarta staðan er býsna furðu- leg: allir menn nema drottning- in standa á upphafsrcitum þótt komið sé í miðtafl. Þetta skýr- ist af því að Bretinn Basman stýrír svarta liðinu, cn hann er einhver frumlegasti og óvenju- legasti skákmaður heims. Og hann lumar náttúrlega á vinn- ingsleik í stöðunni, þótt ekki láti hann mikið yfir sér. Bibby hefur hvítt og á sér einskis ills von. Svartur leikur og vinnur. 1. ... a4! 2. Bc4 d5! og hvítur er í vondum málum: hörfi bisk- upinn leikur svartur Bg4 og vinnur drottninguna. Góða helgi!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.