Alþýðublaðið - 12.12.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.12.1996, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ b æ E U r ■ Gunnar Smári Egilsson hefur kært Launasjóð rithöfunda til samkeppnisstofnunnar. Hér getur að líta hluta úr greinagerð sem hann sendi með kærunni Styrkirnir leiða tii einhæfni Skattpeningar eru blóðpeningar, þeir eru teknir af fólki með valdi og það ber að ráðstafa þeim með virðingu. Vond saga okkar hefur kennt okkur að skattpeningar eru ekki tíund sem síðan er ráðstafað af guðlegri forsjón. Fjármunir sem teknir eru af fólki með valdboði ber að útdeila með réttlæti. Ríkisvaldið getur ekki tekið af mér helming tekna minna og ráðstafað þeim til náunga mrns sem síðan notar þá til að kippa fótunum undan lífs- viðurværi mínu. II. Um Launasjóð rithöfunda Rithöfundar eru stétt þeirra er skrifa bækur. Um þá verða að gilda sömu reglur og um aðrar stéttir. Þeim sem þykir mikið til starfa þeirra koma gerir þeim ekki greiða með því að telja þá hafna yfir þær almennu leikreglur sem við setjum samfélagi okkar. Leikreglumar byg- gja á siðferðisgrundvelli sam- félagsiits. Það sem er yfir þær hafið er.fyjn'r ritan -,en þó.fyrst og fremst fyrir neðan - samfélagið. 'ftf áðfgefá -húgmynd um áhrif úthlutunar úr Launasjóði rithöfunda á samkeppnisstöðu rithöfunda hef ég tekið saman eftirfarandi töflu. Hún dregur fram hversu háir styrkir liggja að baki skáldsögum er koma út á þessu ári og hversu þungt þessir styrkja vega í samanburði við höfundalaun þeirra sem skrifa sögurnar. Nafn höfundar er í fremsta dálki, þá nafn bókar, þá fjöldi mánaða er höfundur hefur fengið í styrk frá síðustu bók sinni, þá heildarupphæð styrks og loks hversu margar bækur höfun&ur ýrði. að selja til að fá jafn háa upþhæð í höfundarlaun samkvæmt taxta Rithöfundasambandsins, en það eru 16 prósent af útsöluverði bókar að frádregnum virðisaukaskatti. Eins og sjá má af töflunni stjórn- ast vægi styrksins miðað við sölu annars vegar af styrktarupphæð og hins vegar útsöluverði. Þannig vegur styrkur því þyngra sem bókin er ódýrari. Þá er barnabók Vigdísar Grímsdóttur, Gauti vinur minn, reiknuð með í töflunni þar sem ómögulegt er að vita hvort styrkurinn var veittur vegna skáld- sögunnar, barnbókarinnar eða þeirra beggja. Þá er og rétt að taka fram að engar tilraunir hafa verið gerðar til að meta mikilvægi bóka. I tölfunni geta því verið hliðarverkefni höf- unda er fengu styrk til að skrifa aðrar bækur og á sama hátt geta hliðarverkefni er komu út í fyrra dregið úr mikilvægi styrksins í ár. Allar upplýsingar eru um styrki eru fengnar frá menntamálaráðuneytinu og um bókaútgáfu úr Bókatíðindum þessa árs og liðinna ára. Af töflunni er augljóst að í upphafi bókavertíðar standa höfund- ar toisjaínlega. Á meðan ríkið hefur þegar 4ryggt sumum höfundanna tekjúr ‘er jafngilda metsölu þá hafa aðrir ehgra styrkja notið. Við hliði- na á þessum þrettán höfundum keppa 19 aðrir skáldsagnahöfundar við að brauðfæða sig og sína með skrifum sínum. Ég veit ekki til að úttekt hafi verið gerð á sölu skáldsagna á ís- landi en sú kenning hefur verið sett fram að árlega seljist um 20 þúsund eintök af skáldsögum. Styrkirnir í töflunni hér að ofan jafngilda hins vegar höfundalaunum af rétt tæp- lega 38 þúsund eintökum og segir það allt sem segja þarf um hversu gífurlega umfangsmikil inngrip rík- isins í starfsumhverfi rithöfunda eru. Ef peningar væru allt, mætti draga þá ályktun að ríkisvaldið stjórnaði því að tveimur þriðju hverskyns skáldsögur væru skri- faðar á fslandi en allur almenningur aðeins að einum þriðja parti. En hafa þessir styrkir áhrif á markaðinn? Ég ætla ekki að svara því hvort þeir letði til betti 'Sða verrí "bók- mennta. Ég tel mig hins vegar geta sannað að þeir leiði til einhæfari bókmennta. Að þeir, eins og aðrir ríkisstyrkir, auki ekki fjölbreytni heldur verði smátt og smátt til þess að þeir sem styrkjanna njóta haga störfum sínum til að þóknast þeim er veitir styrkina. Áður en ég tek dæmi af þessari einhæfni vil ég benda á þá staðreynd að af þeim tæplega 38 þúsund eintökum sem ríkið hefur í raun keypt af höfundunum fyrirfram eru 68 prósent samin af höfundum sömu útgáfusamsteypunnar - Máls og menningar og Forlagsins. Það eitt ætti að benda til ákveðinnar ein- hæfni. Önnur dæmi um hvernig styrkir leiða til einhæfni: Frá því að lög um listamannalaun voru sett hefur fimrn sinnum verið úthlutað úr Launasjóði rithöfunda. Sjö höfundar hafa fengið full árslaun öll fimrn árin: Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Sex af þessum sjö gáfu síðast út hjá ofangreindri útgáfusamsteypu - Máli og menningu og Forlaginu. Sex af þessum sjö eru í dag á Fimm- tugsaldri. Ef starfslaun þeirra höfunda sem hafa að jafnaði verið í hálfdags vinnu hjá ríkinu eða meira undan- farin fimrn ár er skipt eftir sömu flokkun kemur í ljós að 66 prósent af laununum renna til höfunda margnefndrar útgáfusamsteypu. 56 pósent af laununum renna til fólks sem er í dag á fimmtugsaldri (og var þar af leiðandi á aldrinum 35 til 45 ára fyrir fimm árum). Á meðfylgjandi lista yfir styrkveitingar undanfarinna fimm ára má sömuleiðis sjá ákveðna til- hneigingu úthlutunarnefndar Rithöfundasjóðs til að veita hefðbundnum skáldsagnahöfundum fremur styrki en höfundum annars konar bókmennta þrátt fyrir að skáldsagan sé aðeins einn hluti af margþættri flóru bókmenntanna. Þær staðreyndir sem ég hef dregið hér fram sýna að það er verðugt verkefni samkeppnis- stofnunar að kanna hvort lög um listamannalaun og framkvæmd þeir- ra stangist ekki á við anda samkepp- nislaga. Þessar staðreyndir benda til að með afskiptum sínum sé rík- isvaldið ekki aðeins að mismuna höfundum freklega heldur að beina þróun íslenskra bókmennta inn í ákveðinn farveg. Með því sviptir ríkisvaldið höfunda því að geta þroskast og þróast með óhindruðu tali við almenning í landinu og ekki síður fólkið í landinu því að geta haft áhrif á bókmenntirnar. í raun má segja að þeir þrír einstaklingar sem veljast hverju sinni til að úthlu- ta styrkjum úr sjóðnum hafi fengið vægi á rúma hálfa milljón Islendin- ga - eins ólíkindalega og það nú hljómar. III. Um reglugerð um listaman- nalaun Ég vil í lokin benda Sam- keppnisráði á eina setningu í reglugerð um listamannalaun en í henhi eru éínu leiðbeiningarnar sem þeir er veljast í úthlutunarnefnd hafa til að ráðstafa fjármunum Rithöfundasjóðs. Setningin er svo hljóðandi: Við ákvörðun framlaga úr sjóðum þessum skal miða við það að þau verði til þess að stuðla að eflingu listsköpunar í landinu og skapa lista- mönnum, sern starfs- laun hljóta grundvöll til þess að geta helgað sig óskiptir listsköpun sinni. Starfslaun lista- manna miðast við laun lektora við Háskóla íslands. Sá sem nýtur 12 mánaða launa úr sjóðnum er því á lektorslaunum það árið. Sá sem fær tólf mánaða styrk ár eftir ár er þannig á lektorslaunum ár eftir ár. Það vekur þvf nokkra furðu að þeir höfundar sem einna mest hafa selt á jólabóka- markaði skuli skipa sér í flokk þeir- ra er hæstra styrkja njóta. Ef hlutverk sjóðsins er að tryggja sem flestum rithöfundum grundvöll til að helga sig listsköpun sinni ætti hann því ekki að styrkja þá sem hafa sjálfir náð að selja ritverk sín það vel að höfundarlaun af þeim ættu að skapa þeim grundvöll til að geta helgað sig óskipta listsköpun sinni. Það má spyrja: Til hvers að styrkja þá sem þarf ekki að styrkja? Og eru þeir sem hafa lektorslaun af ritstörfum sínum en þiggja eftir sem áður styrki ekki að taka styrkina frá þeim sem þyrftu á þeim að halda til að geta snúið sér að listsköpuninni? Og er úthlutunarnefnd ekki þar með hætt að stuðla að eflingu list- sköpunar í landinu og farin að festa enn frekar í sessi þá listsköpun sem þegar er fyrir hendi og vernda hana fyrir utanaðkomandi? Allt eru þetta spurningar sem þeir sem sitja í Samkeppnisráði eru betur til þess fallnir að svara en ég. Ég læt því hér staðar numið. Gunnar Sniári Egilsson, höfundur tveggja bóka á jólamarkaði. Styrkja- Styrkja- Jafngildi Nafn Bók mánuðir upphæð söiu Ólafur Gunnarsson Blóðakur 28 2.660.000 4.880 Þórarinn Eldjárn Brotahöfuð 24 2.280.000 4.660 Elísabet Jökulsdóttir Lúðrasveit Ellu Stínu 12 1.140.000 4.310 Eysteinn Björnsson Snæljós 6 570.000 3.150 Guðmundur Andri Thorson íslandsförin 16 1.520.000 3.100 Vigdís Grímsdóltir Z - ástarsaga 24 2.280.000 2.720 Bjarni Bjarnason Boðun Marfu 12 1.140.000 2.540 Ólafur Haukitr-Sínionarson Rigning með köflum 12 1.140.000 2.400 Einar Kárason Pættir af einkennilegum... 12 1.140.000 2.330 Böðvar Guðmundsson Lífsins tré 12 1.140.000 2.200 Hallgrímur Helgason 101 Reykjavík 12 1.140.000 2.200 Gerður Kristný Regnbogi í póstinum 6 570.000 2.050 Bragi Ólafsson Nöfnin á útidyrahurðinni 6 570.000 1.360 7 ★ ..KOI.APOKTm*| Opið um helgar kl. 11-17 Qpið VlRKADAGAkL 12»! 8 * Gott verð ..í jólapakkann Ifff-1 TiH-FH hennar mömmu -k Thailenskar nœlur kr, 450,- aeisladiskar kr. 399,- Dömuskór kr. 990,- kasmírtreflar kr. 600,- Guilhúðuð armbönd kr, 900,- peysur kr, 1200,- sjálflýsandi hálsmen kr. 500,- og varalitir kr. 350,- . Gottverð ;.i jolapakkann hans pabba Van Gils, Blaser og Jamison jakkaföt nr. 48-54 á kr. 4900,- og stakir jakkar á kr. 3200,- Herrabuxur á kr. 1990,- og smokingskyrtur á kr. 2100,- Einnig herraskór kr. 990,- inniskór kr. 500,- 2 pólóskyrfur kr. 2500,- og geisladiskar kr, 399,- Gott verð ..í jólapakkann hja ömmu og afa Kertaiólaenqlar sem snúast kr. 550,- Mikið úrval af kertaskreytingum, servéttum, kertum og kertastjökum frá kertagalleríinu Flóru þar sem þú kaupir fjóra eins hluti og fœrð þann fimmta frían. Kertaiólaseríur kr. 490,- borðklukkur kr. 1500,- og borðspeqiar frá kr. 1500,- i ,, Gottverð * ..i jolapakkann hja krokkunum Lion King inniskór kr, 650,-, fallegir jólakjólar frá kr. 1200,- bílabraut kr. 999,- Blur drengjahúfur á kr, 990,- tölvuúr kr 600,-mikið úrval af spilum, leikföngum og geisladiskum frá kr. 399,-. .... . * Gottverð ..i jolamatmn handa öllum Lambakjöt, svínakjöt, hangikjöt, síld, reyktur og grafinn lax, humar. rœkjur, kartöflur, laufabrauð, jólakökur, tertur, ný og kœst skata, hákarl, saltfiskur, harðfiskur og margt, margt fleira. ..og þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvalinu. Einnig antikvara og antikhúsgögn á frábæru verði -þar sem allt fæst í jólapakkann og jólamatinn á góðuverði * ^ JðJLA ^ «2 KOIAPORTIÐ ^ iola

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.