Alþýðublaðið - 08.01.1997, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.01.1997, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐD MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 s k o ð a n iimnun 21235. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 mA/sk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Samningar úr gildi Allir almennir kjarasamningar runnu út um áramótin en þó virðast viðræður um gerð nýrra samninga skammt á veg komnar. Breytir þar engu þótt Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafi sett ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur á síðasta ári. Þar er meðal annars ákvæði þess efnis að atvinnurekendur og stéttarfélög skuli gera áætlun um skipulag viðræðna um endumýjun kjarasamn- ings. Viðræðuáætlun skuli gerð í síðasta lagi tíu vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus. Að öðrum kosti skuli sáttasemj- ari gefa út viðræðuáætlun fyrir samningsaðila í síðasta lagi átta vikum áður en kjarasamningur rennur út. Þetta átti meðal annars að verða til þess að samningaviðræður hæfust fyrr en ella og koma á skipulagðari vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Ekki er unnt að merkja að þetta markmið laganna hafí náð fram því allt er komið í sama gamla farið. Viðræðuáætlanir samkvæmt lögum Páls hafa engu breytt. Að vísu settust menn niður í októ- ber til að ræða nýja kjarasamninga en þær viðræður höfðu engu skilað þegar hlé var gert á þeim um miðjan desember. Nú er ætl- unin að taka upp þráðinn á nýjan leik, en hins vegar eru engar lík- ur á að samið verði á næstunni. Þvert á móti bendir margt til þess að erfiðlega muni ganga að ná saman og einstakir verkalýðsleið- togar famir að spá verkföllum í næsta mánuði. Það er margt sem veldur því að samningaviðræður hafa verið árangurslausar til þessa. Vinnuveitendur leggja áherslu á að ekki verði samið um meiri launahækkanir en eigi sér stað í nágranna- löndunum. Að öðru kosti fari verðbólguhjólið á fulla ferð og allur stöðugleiki hverfi út í veður og vind. Fulltrúar launþega benda hins vegar á að launataxtar séu almennt mun lægri hér á landi en í nágrannalöndunum og það sé út í hött að bjóða aðeins 2-3 pró- sent hækkun launa. Markmiðið hljóti að vera það að ná sama kaupmætti í áföngum og er á öðrum Norðurlöndum. Til þess að það takist verði að stíga stærri skref en vinnuveitendur hafa verið tilbúnir til ffam að þessu. Þá fer það ekki milli mála að aukinn mismunur lífeyrisréttinda hefur hleypt illu blóði í verkalýðshreyf- inguna. Sama má segja um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að hækka ekki persónuafsláttinn við gerð fjárlaga. Við gerð kjarasamninga undanfarinna ára hefur þjóðarsáttin margumtala verið höfð að leiðarljósi. Launþegar hafa sæst á mjög hóflegar kauphækkanir og tekið á sig auknar byrðar til að takast mætti að ná niður verðbólgu og komast upp úr öldudal efnahagskreppunnar. Nú þegar betur árar er því eðlilegt að laun- þegar vilji að þeim sé umbunað og kjör þeirra bætt. Nú þarf að ná nýrri þjóðarsátt um að auka kaupmátt þeirra sem minnst bera úr býtum og semja um launataxta sem taka mið af raunverulegum framfærslukostnaði. Það er til háborinnar skammar að hafa áfram í gildi launataxta sem em undir viðmiðunarmörkum félagsmála- stofnana um kostnað við að draga fram lífíð. Launþegar munu ekki sætta sig við slíkt og engin von um samninga án átaka ef ekki verður tekið mið af þessu. Atvinnurekendur verða því að bjóða betur en þeir hafa gert hingað til svo raunverulegar samn- ingaviðræður geti hafíst án tafar. Það á svo eftir að koma í ljós á hvem hátt ríkisvaldið hyggst stuðla að samningum. Þótt gerð nýrra kjarasamninga sé í orði kveðnu á höndum fulltrúa launþega og atvinnurekenda er Ijóst að þar getur ríkið ekki setið hjá sem hlutlaus áhorfandi. Áframhaldandi stöðugleiki getur ekki lengur byggst að mestu leyti á því að halda niðri launum og lífskjömm í landinu. ■ ■ Hljómdiskaflóran var með meira móti á árinu sem er að liða. Gæðin voru auðvitað upp og ofan einsog gengur og tónlistar- deild Alþýðublaðsins valdi, með hjálp góðra manna, 10 diska sem standa uppúr Diskar ársins Dægurlagadeildin Klassíska deildin Skífan, risinn á dægurmarkaðinum, hefur Alþýðublaðið leitaði til Jónasar Sen og bað dregið vemlega saman seglin í útgáfú tónlistar. hann um að nefna það sem uppúr stendur í klass- Enþaðvirðistekkihafahaftönn- „ , „ íkinni á því ári sem er að líða. ur áhrif en þau diskaútgáfa hefur DlSKðSPJ 011 I Jónas er ekki viss en telur vel sjaldan eða aldrei verið meiri. ■-------■ hugsanlegt að um metár sé að Það færist stöðugt í vöxt að ræða í útgáfu klassískra diska. hljómlistarmenn gefi sína diska út sjálfir sem vissulega eykur á fjölbreytnina: Tónlistin fer ekki í gegnum dauðhreinsaða síu sölumannanna. Þessir diskar komu fyrst upp í hugann þegar bestu diskamir em annars vegar: 1. Rúnar Gunnarsson - undarlegt með unga menn. Sjaldan hefur Jónatani Garðarssyni tekist betur upp í endurútgáfu sinni. Þama eru svo gott sem öll lög Rúnars saman komin á einum diski auk fjölda annarra laga sem Rúnar syngur með hljómsveitinni Dátum og Sextett Ólafs Gauks. Rúnar var hjartað í hinum íslenska bítli, sem er furðu rismikið þegar allt kemur til alls. 2. Kolrassa krókríðandi - Köld eru kvennaráð. Það er helst að vaxtarbrodd sé að finna hjá þessari frísku kvennahljómsveit. Á disknum má finna skemmtilegar laga- smíðar í flutningi sem er blessunarlega laus við stæla og rembing. Þær hafa vit á því að hætta á réttu augnabliki og gera ekki nema það sem hljómsveitin ræður við með góðu móti, sem er ekki eins sjálfgefið og ætla mætti í fyrstu. 3. Djöfleyjan - Tónlist úr kvikmyndinni. Bjöggi Halldórs er potturinn og pannan á þessum diski og sýnir eftirminnilega að hann er hvergi nærri dauður úr öllum æðum - hljómsveit Billa Bö grúvar svo um munar. Það er kannski svolítið súrt að diskur sem byggir að mestu á erlendum lögum frá rokkabilly-tímanum skuli ná inná topp 5 en það sýnir kannski betur en margt annað að það má eitthvað fara að gerast í þessari deild. 4. Bubbi Morthens - Allar áttir. Bubbi bregst ekki. Nýi diskurinn hans er einkar vandaður og kraftmikill, fínar tónsmíðar og textamir fara batnandi með árunum. Bubbi er breiða bakið í íslenskri dægurlaga- gerð og virðist svo sem ekki kveinka sér undan þeirri byrgði. Það er auðvitað ekki honum að kenna að þurfa axla þetta nánast einn en einhvem veginn er það nú svo að það er kalt á toppnum og einmanalegt, einkum ef menn dvelja þar svo lengi sem raun ber vitni. 5. Stuna. Alþýðublaðið er fákunnandi um það hvaða tónlistarmenn em þama á ferðinni en ekki vantar kraftinn. Hljómsveitin lofar góðu en er í mótun. Tónlistin á plötunni er undir áhrif- um frá ýmsum erlendum straumum og stefnum í rokkinu og ef tekst að tengja það til dæmis íslensku sultarvæli frá miðöldum, Æra- Tobba og Hljómum má búast við ein- hveiju úr þessari áttinni. Þeim tilmælum ásamt nöldri vegna ensku textanna er hér með komið á ffamfæri. Hann nefnir nýtt útgáfufyrirtæki, Skref, sem gef- ur út geisladiska með ungum einleikurum. „Það munar um það og svo er Smekkleysa byrjuð að gefa út klassíska diska. Ég veit ekki til þess að þeir hafi gert það áður,“ segir Jónas. Japis er stöðugt að sækja í sig veðrið í útgáfu klassískra diska og einnig má nefna Isdiska, útgáfufyrir- tæki undir stjóm Péturs Grétarssonar, sem er að hasla sér völl með útgáfu jass og klassískrar tón- listar. En diskarnir sem Jónas Sen nefndi eru þessir: 1. Píanókonsert nr. 2 og „Tilbrigði við stef eftir Pag- anini“ eftir Rachmaninoff. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur á píanó með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þorsteinn Gauti Sigurðsson er hreint út sagt frábær. Hann lifir sig inn í þessi verk að unaður er á að hlýða. Túlkunin er rómantísk og myrk sem hentar Rachmaninoff fullkom- lega. Svo er tæknin fúllkomin og leikur Sinfóníunnar prýði- legur. 2. Trúarleg tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í flutningi kammerkórsins Hljómeyki. Þorkell Sigurbjörnsson er hér í essinu sínu. Hann er greinilega snillingur í að semja trúarlega tónlist. Andrúms- loftið er stundum svo annarsheimslegt að maður hálfdettur út úr líkamanum við hlustunina. Og kápan sem Jón Óskar gerði er æði. 3. Einleiksdiskur með Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara, verk eftir Bach, Pál ísólfsson, Hafliða Hallgrímsson og fleiri. Bjöm Steinar Sólbergsson er frábær orgelleikari. Diskur hans er þó fyrst og fremst áhugaverður fyrir verkið’ sem hann leikur eftir Hafliða Hallgrímsson, en það heitir Hug- leiðing um ummyndun Krists á fjallinu. Það er samið í fyrra. Stórfengleg tónlist; hinir ómstríðu, sterku orgelhljóm- ar em hálfóhugnanlegir - stemmningin er einsog í gömlum hryllingsmyndum með Drakúla greifa að spila af fingmm fram á rykfallið, ryðgað og ormétið orgel. 4. Píanólögin okkar Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari leikur verk fyrir pí- anónemendur. Þetta er einn fmmlegasti klassíski geisladiskurinn í ár, því á efnisskránni em 49 smáverk sem ætluð em píanónem- endum á lægri stigum. Þetta em þó engar leiðinda fingraæf- ingar heldur alvöru tónlist eftir Mozart, Beethoven, Tchaikovsky, Schumann og fleiri. Flutningurinn er músík- alskur, listrænn og til íyrirmyndar fyrir öll litlu bömin við slaghörpuna sem alltof mikið er af. 5. Kristínn Árnason gítarleikari Verk eftir Femando Sor og Manuel Ponce. Flutningur Kristins er yfirleitt frábær. Sérstaklega á verk- um eftir Sor. Kristinn er lýrískur gítarleikari og tæknin er pottþétt. En tónlistin eftir Ponce er hálfleiðinleg; betra hefði verið að hafa bara Sor á diskinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.