Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 1
MMÐIMHÐID Fimmtudagur 9. janúar 1997 Stofnað 1919 3. tölublað - 78. árgangur ■ Yfirráð yfir 3.400 tonna kvóta frá ísfirði til Akureyrar með sameiningu Hrannar og Samherja Fólkið sem skapaði afla- reynslu ræður engu - segir Sighvatur Björgvins- son alþingismaður. „Þetta þýðir það að útgerð stærsta og öflugasta fiskiskips þjóð- arinnar með yfirráð yfir 3.400 tonna kvóta eru farin úr höndum Is- firðinga," sagði Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið. Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Hrannar hf. á ísafirði, sem gerir út frystitogar- ann Guðbjörgu, og Samherja á Ak- ureyri um sameiningu fyrirtækj- anna. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Guðbjörgin verði áfram gerð út frá ísafirði. „Ástæðurnar fyrir þessu eru tví- þættar. í fyrsta lagi er þetta afleið- ing af þvr fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur sett í hendur örfárra ein- staklinga aflakvóta sem byggist á aflareynslu sem sköpuð var af hundruðum sjómanna og fiskverka- fólks. Fólkið sem átti mestan hlut í að skapa þessa aflareynslu sem er grundvöllur kvótans hefur engin áhrif á ráðstöfun hans. Hin skýring- in á þessu samkomulagi er að stjórnendur Hrannar tóku ákvörðun um kaup á mjög dýru skipi sem ekki er rekstrargrundvöllur fyrir eins og komið hefur í ljós, miðað við þær fiskveiðiheimildir sem skipið hafði. Þetta er því bæði af- leiðing af fiskveiðikerfi sem búið hefur verið til og ákvarðana eig- enda og stjórnenda fyrirtækisins," sagði Sighvatur. Erfiðleikar sjávarútvegsfyrir- tækja á Vestfjörðum og sala á kvóta þaðan hefur verið mjög í fréttum. Sighvatur var spurður hvort hætta væri á að Vestfirðingar misstu meg- inhluta aflaheimilda sinna. „Nei, ég held að það komi ekki til þess. Þeir hafa byggt allt sitt á þorskveiðum og ekki haft annað til að styðjast við eins og loðnu eða síld. Því hefur þessi mikli samdrátt- ur í aflaheimildum á þorskveiðum komið mjög illa við þá þar sem þeir hafa ekki getað stutt sinn rekstur með öðru. En Vestfirðingar hafa gripið til þess ráðs að sameina fyr- irtæki og fengið fjársterka aðila í lið með sér. Þeir komast því út á hlutabréfamarkaðinn og jafnhliða því að allar líkur benda til að afla- Sigvatur Björgvinsson: Aflakvóti í hendur örfárra einstaklinga. heimildir aukist í þorskveiðum þá held ég að menn séu komnir gegn- um brimskaflinn,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. ■ ÁTVR opnar útibú í Kópavogi í lok mars og á Patreksfirði í lok maí Sex bæjarfélög bíða brennivínsins Óvíst hvenær vínbúð opnar í Mosfellsbæ, Garðabæ, Grinda- vík, Dalvík, Eskifjörð, Hvera- gerði þó að samþykkt íbúa sé fyrirliggjandi „Þau sveitarfélög sem hafa sam- þykkt opnun vínbúðar en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort og hvenær verður eru Mosfellsbær, Garðabær, Grindavík, Dalvík, Eski- fjörður og Hveragerði. Þórshafnar- hreppur hefur samþykkt þetta í al- Sósíalistar og dirrindí „Þetta var hugmynd sem kvikn- aði í félaginu, það var cins og geng- ur þegar einhver fær hugmynd sem slær í gegn. Það er ómögulegt að segja um viðbrögðin,“ segir Anna Hrefnudóttir gjaldkeri stjórnarinn- ar en Sósíalistafélagið efndi til keppni um verkalýðssöng í tilefni að tveggja ára afmæli sínu í október síðastliðnum. Nú dregur nær því að skilafrestur renni út, en það gerist þann fyrsta febrúar. Verðlaunin nema 80.000 krónum og söngvum má skila hvort heldur sem er á snældu eða nótum. Sé sent lag við eldra ljóð, eða Ijóð við eldra lag skal höfundar þess getið sérstaklega. Úr- slit verða kynnt þann fyrsta maí næstkomandi. Anna segir að félagið sé virkt en fundir þess séu þó ekki reglulegir. „í haust héldum við æfmælisfund og fund um velferðarmál. Anna seg- ir að félagar telji innan við hundrað manns, aðallega fólk úr Alþýðu- bandalaginu en ekki séu þó allir fé- lagar Sósíalistaflokksins flokks- bundnir. „Við vitum að einhverjir sýna þessari keppni áhuga. Þessi tónlistarfélög sem eiga sæti í dóm- nefnd tóku vel í hugmyndina. Ef það kemur mikið og gott efni er vel hugsanleg útgáfa á þeim lögum sem berast inn.“ mennri atkvæðagreiðslu en íbúðatala þess sveitafélags nær ekki því lág- marki sem lög setja sem eru þúsund manns verða að vera,“ segir Höskuld- ur Jónsson forstjóri ÁTVR í samtali við Alþýðublaðið. í lok mars opnar ÁTVR 300 fer- metra áfengisverslun í Kópavogi og í lok maí bætist Patreksfjörður í hóp þeirra sveitarfélaga sem státa af vín- búð. Nú þegar eru 24 áfengisverslanir reknar. Að sögn Höskuldar er ómögu- legt að segja hvar og hvenær næsta vínbúð verður opnuð. „Stjóm ÁTVR hefur mælt með að opnuð verði áfengisverslun á Dalvík en ákvörðun er í höndum fjármála- ráðuneytisins. Um annað hefur ekki verið Qallað. Kílómetramælistika hef- ur verið notuð, það er hvað er langt í næstu vínbúð og hvernig viðrar hjá viðkomandi. Þó að Patreksfjörður væri ekki fyrstur í röð þessara sveita- félaga sem sótt hafa um var nánast sjálfgefið að huga að því. Eins er með N-Austurland. Eg hygg að ekki væri vafi að mælt yrði með Þórshöfn ef Þórshöfn væri á annað borð hæft til umsóknar vegna fólksfjölda," segir Höskuldur. ■ Beiðni Borgarleikhúss afgreidd hjá borgarráði Allt er betra en ekkert - segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri en leikhúsið bað um fimmtán milljónir, fékk fimm. Beiðni Borgarleikhúss um auka- fjárveitingu vegna afmælisárs var tekin fyrir á fundi borgarráðs í fyrradag. Þar kom fram tillaga um fimm milljón króna aukafjárveit- ingu sem var samþykkt. Framlög til Borgarleikhúss voru skert um fimm milljónir á fjárhags- áætlun fyrir árið 1997, úr 140 millj- ónum í 135 milljónir og nemur samþykktin því þeim mun. f greinargerð Þórhildar Þorleifs- dóttur með beiðninni segir meðal annars að í fjárveitingu borgarinnar fyrir árið 1997 hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum aukakostnaði vegna afmælis leikfélagsins. Þar segir ennfremur að auglýsinga- kostnaður vegna afmælisins geti hlaupið á nokkrum milljónum og eins sé verið að gera breytingar á útliti leikhússins. Húsið og aðkoma þess verði auðkennd með viðeig- andi merkingum, settur upp mikill auglýsingaturn og húsið lýst upp að hluta til. Þá var ákveðið að frum- sýna einungis verk eftir íslenska höfunda á árinu og ef sú ákvörðun nær fram að ganga verða þau alls tíu talsins. Höfundaréttur og þýðing á erlendu verki kostar að jafnaði um fimmhundruð þúsund krónur en þegar keyptur er réttur á íslensku verki kostar það um 1.1 milljón. Þessu tii viðbótar hækkar almermur rekstrarkostnaður á næsta ári vegna nýrra skatta og hækkunar annarra, auk þess sem búast megi við launa- hækkunum eftir áramót. Alþýðu- blaðið hafði samband við Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra sem sagði að þetta ylli auðvitað nokkr- um vonbrigðum, en allt væri betra en ekkert. „Það er þó bót í máli að fjárveiting lækkar ekki milli ára,“ sagði Þórhildur. ■ Samningur milli íslands og Græn- lands Grænlend- ingar kaupa heilbrigð- isþjónustu Samningur sem kveður á um kaup Grænlend- inga á heilbrigðisþjón- ustu verður undirritaður í dag. Þær Marianne Jensen og Ingibjörg Pálmadóttir undirrita samning þess efnis í dag að styrkja og þróa enn frekar faglegt samstarf á sviði heil- brigðisþjónustu. I samningnum felst ennfremur að komið verði á form- legri samstarfsnefnd sem hefur með- al annars því hlutverki að gegna að ganga ffá samningi um kaup Græn- lendinga á heilbrigðisþjónustu frá Is- landi. Á undanfömu hafa Grænlendin^- ar í vaxandi mæli notið þjónustu Is- lenska heilbrigðiskerfisins, sérstak- lega þegar um slys eða bráðatilfelli er að ræða. Með þessum samningi verða þessi samskipti fest í sessi. I samningnum er jafnframt gert ráð fyrir að samstarfsnefndin þrói, und- irbúi og geri samninga á öðrunt sviðum meðal annars á sviði bráða- þjónustu og skurðstofuþjónustu. Einnig er áhugi á að þróa frekara samstarf á sviði forvama, heilsuefl- ingar og rannsókna. Grænlendingar hafa sýnt mikinn áhuga á að sækja þekkingu hingað til lands fyrir starfsfólk sitt í heilbrigðisþjónustu. Káta ekkjan í óperunni íslenska óperan hefur hafið æfingar á Kátu ekkjunni eftir Franz Lehár við texta þeirra Viktor Léon og Leo Stein. Káta ekkjan er Islendingum að góðu kunn en óperettan var frumsýnd í Vínarborg árið 1904 og hefur um langa hríð verið önnur af tveimur vinsælustu óperettum allra tíma. Aðal- hlutverk verða í höndum Signýjar Sæmundsdóttir og Garðars Cortes. Frumsýnt verður laugardaginn 8. febrúar. Söngtextar eru í þýðingu Þor- steins Gylfasonar en um leiktexta og leikgerð sér Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson og Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni ■ Kristín Guðnadóttir með yfirlitssýningu á Kjarval Síkvikt og lifandi land „Kjarval kemur alltaf á óvart,“ segir Kristín Guðnadóttir listfræðingur, en hún hefur tekið saman sýningu á verk- um meistarans sem nefnist Lifandi land. Sýningin fjallar um tímabilið 1931 til 1945 á ævi listamannsins en hluti af starfi Kristínar á Kjarvalstöð- um er að fást við rannsóknir á ferli listamannsins. .Jóhannes Kjarval var ótrúlega hug- myndauðaugur og frjór og því dýpra sem maður kafar þeim mun meira kemur upp á yfirborðið. Á sýningunni eru fjörutíu verk, unnin með olíu og vatnslitum. Árið 1930 fór hann að mála landslag og var þá úti í náttúr- unni við störf sín. Hann hófst handa á Þingvöllum og málaði mest þar og í Svínahrauninu og við Esju og víðar í kringum Reykjavík. Alls varði hann átta til níu árum í þetta tímabil sem er eitt það merkilegasta á hans ferli. Samtímis hélt hann áfram að vinna kúbísk verk og einnig í anda þess symbólisma sem hann byrjaði með um 1911 til 12, en þá vann hann mikið með álfa og huldufólk og þróaði per- sónulegt táknmál. í kringum 1940 fór hami að mála víðar um landið og gerði til dæmis mjög merkileg verk vestur á Snæfellsnesi. Það verður mjög merki- leg þróun á þessum tíma þegar hann fer að mála fígúratívar verur inn í landslagið sem varð kvikt af dular- fullu líft. Mér fannst merkilegt að uppgötva hvað hann vann margar myndraðir af sama mótívinu og myndin eru nýjar og ferskar þótt hann máli af sama staðnum frá ári til árs. Hann var mjög meðvitaður um áhrif veðurfars og árs- tíðabreytinga á landslag og þetta var þvi meðvituð vinnuaðferð enda var landið síkvikt. Hann sagði sjálfur í viðtali að hann gæti aldrei klárað að mála umhverfi Reykjavíkur," sagði Kristín Guðnadóttir Sýningin verður opnuð á laugardaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.