Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 7
1
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Tómas Gunnarsson lögfræðingur hefur sent fjölmiðlum bréf þar sem hann óskar eftir því
að þeir athugi og upplýsi um hvort brotið sé gegn meginreglum lýðræðislegra stjórnarhátta
með þögn og aðgerðarleysi stjórnvalda og réttarkerfisstofnana um mistökog eða vanrækslu
opinberra aðila
Islenskir valdamenn sjaldan
spurðir um viðkvæm mál
Til skýringar, að minnsta kosti að
hluta, á þessu erindi mínu vil upplýsa
að fyrir tveimur mánuðum leitaði ég
til eins af dagblöðunum og óskaði
birtingar á grein, sem ég hafði skrifað.
Blaðið hefur ekki neitað birtingu
greinarinnar, en mér hafa verið gerðir
ljósir erfiðleikar þess. Greinin er talin
í lengra lagi, þijár vélritaðar A-4 síð-
ur, sennilega um 3/4 hlutar síðu í dag-
blaðinu. Þá hefur ritstjómarmönnum
blaðsins haldist illa á greininni, en ég
hef að höfðu samráði við þá sent hana
þrívegis. Alveg er ljóst og hefur ætíð
verið að blaðinu er ekki skylt að birta
þessa grein mína eða aðrar. Og nú á
birting greinarinnar í heild sinni tæp-
ast við.
Oft er léttir að hætta verki, en þrjú
viðfangsefni blaðagreinarinnar að
minnsta kosti, leyfa ekki þá léttúðugu
afstöðu. Ekki mér, sem samfélagið
hefur kostað til sérmenntunar í stjóm-
arháttum og réttarfari, og ég hef notið
trúnaðar í störfum sem hefiir eflt sýn
mína á þessa hætti.
Hlutverk tjölmiðla er að upplýsa og
koma hreyfingu á mál, ekki síst fjöl-
miðla ykkar, virðulegu rit-og frétta-
stjórar, sem eru „þjóðarfjölmiðlar“.
Ekki aðeins í þeim skilningi að þeir
njóti fjárframlaga, sérleyfa eða mikils-
verðra viðskipta við opinbera aðila.
Heldur fremur vegna þess að frétta-
stofur fjölmiðlanna og þeir sjálfir leit-
ast við að láta li'ta svo út að þeir flytji
íslendingum, sem þess vilja njóta, al-
mennar og jafnframt stundum sér-
hæfðar íféttir, af öllum sviðum þjóð-
lífsins. Ekki aðeins innlendar fréttir
heldur einnig af erlendum vettvangi.
Fréttir sem látið er í skína að standist
alþjóðlegar gæðakröfur, sem taka til
allra þátta, svo sem upplýsingaöflunar,
úrvinnslu og framsetningar fréttar og
gildi ekki aðeins gagnvart rit- og
fréttastjórum, heldur einnig gagnvart
öllum sem vinna að fréttinni.
Sjóndepurð og heyrnarleysi
Viðfangsefnin þrjú úr óbirtu blaða-
greininni eru um þunga refsidóma í
Guðmundar- og Geirfmnsmálum, rétt-
arstaða íslenskra bama erlendis með
sérstakri tilvísun til máls Soffíu Han-
sen og rannsókn á snjóflóðahættu með
vísun til snjóflóðsins í Súðavfk. Vissu-
lega hafa þessi mál oft borið á góma í
fjölmiðlum ykkar, virðulegu rit- og
fréttastjórar. En ekki hefur verið fjall-
að um mögulega þætti þagnar og að-
gerðarleysis stjómvalda- og réttarfars-
stofnana samfélagsins í ófamaði þeirra
sem tengjast málunum.
Sjóndepurð og heymarleysi virðist
vera ráðandi einkenni á fréttamönnum
fjölmiðla ykkar þegar kemur að um-
fjöllun um starfshætti æðstu opinberru
stofnana og embættismanna lýðveldis-
ins. Undantekningar em til, svo sem
þegar stöðu og kjömm hátt setts emb-
ættismanns er raskað, en það á ekki
við um þá lægra settu. Og athyglinni
er ekki beint að mögulegum lögbrot-
um æðstu embættismannanna, rétt
eins og sjálfsagt sé og eðlilegt að þeir
brjóti lög. íslenskir valdamenn eru
sjaldan spurðir um viðkvæm mál.
Því miður fer því fjarri að möguleg
mistok eða lögbrot æðstu embættis-
manna séu bundin við ofangreind þijú
viðfangsefni. Til að mynda tel ég mig,
þrátt fyrir þögn fjölmiðla, vita um all-
nokkur til viðbótar, sum hver augljós
og sannanlega staðfest. Reynsla mín
af störfum opinberra stofnana sem um
þessi mál eiga að fjalla er sú að lítið
þýðir að benda á slík meint lögbrot.
Fátt er gert til að upplýsa viðkvæm
mál æðstu embætta. Sumir mögulegir
Athyglinni er ekki beint að mögulegum logbrotum æðstu
embættismannanna, rétt eins og sjálfsagt sé og eðlilegt
að þeir brjóti lög. íslenskir valdamenn eru sjaldan spurð-
ir um viðkvæm mál.
kærendur óttast helst hefndaraðgerðir.
Blettur íslensks stjórnkerfis
Hvað varðar Guðmundar- og Geir-
finnsmál bendi ég á að fyrrverandi
fangavörður, fyrrverandi fangaprestur
og fyrrverandi yfirlögregluþjónn hafa
opinberlega, hver um sig, látið í ljós
efasemdir um að réttum og löglegum
aðferðum hafi verið beitt við upplýs-
ingu málsins. Atbeini Hæstaréttar fs-
lands að útvegun hæstaréttarlögmanns
handa einum dómþolanna, þeim sem
fékk saustján ára fangelsisdóm,
snemma í síðasta ári, bendir til athug-
unarverðra atriða, svo og ný lög um
nýja skipan rannsókna opinberra mála.
Öll þessi atriði sem tengjast opinber-
um aðilum svo og mörg önnur, bæði
ffá dómþolum í málinu, mönnum sem
voru kærðir og sættu hörðum rann-
sóknaraðgerðum, svo og atvik málsins
sjálfs, kalla á athugun á opinberum
aðgerðum og starfsháttum sem tengj-
ast refsimálum. Það er ekkert einka-
mál dómþola þegar þeir em dæmdir í
margra ára fangelsi og enn síður ef
þeir em ranglega dæmdir.
Mál Soffíu Hansen og dætra hennar
er enn einn blettur íslensks stjómkerfis
og samfélags. Blettur vegna þess að
íslensk stjómvöld og fjölmiðlar hafa
þagað um mikilsvert atriði, sem jafnan
er illa gengið frá hér á landi og tengist
forræði foreldris við barn sitt eftir
skilnað. Dómstólar í flestum þjóðríkj-
um gera jafnan mun á því hvort for-
ræði foreldris yfir bami er staðfest af
stjómvaldi eða dómstóli. Staðfestingu
dómstóls á forræði verður síður vikið
til hliðar. Það er því algeng aðferð
víða erlendis. Hér á landi hefúr verið
látið nægja að Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið, sem er stjórnvald, fjalli
um forræðistengsl bama við foreldri.
íslensk böm sem fara út í heim em því
jafnan verr tengd foreldri sínu og
heimalandi en böm annarra þjóða.
Um stórmæli að ræða
Fyrir nokkm birtu fjölmiðlar fréttir
um að lengi hafi legið fyrir, að snjó-
flóðahætta víða á landinu hafi verið
verulega víðtækari en skipulags- og
byggingaryfirvöld hafi vitað um og
gert ráð fyrir. Ég á hér annars vegar
við frétt um að íslenskur starfsmaður
Veðurstofu íslands sem vann að
hættumati vegna snjóflóða um tíma á
ámnum 1980 til 1985, hafi komist að
þessari niðurstöðu. Einnig fjölmiðla-
frétt um að norskur snjóflóðasérffæð-
ingur hafi komist að svipaðri niður-
stöðu um sama leyti. Aðalfréttin var
þó að þessar upplýsingar sérfræðing-
anna virtust ekki hafa verið staðreynd-
ar eða upplýsingum komið formlega
til íslenskra opinberra aðila eða al-
mennings. Ekkert hefur frést um að
opinberar stofnanir, sem málið varðar
sérstaklega, hafi athugað réttmæti
þessara frétta og grafist fyrir um skýr-
ingar á því hvers vegna sérfræðiálitin
um snjóflóðahættumar vom ekki fyrr
kynntar opinberam aðilum og almenn-
ingi. Séu framgreind atriði, sem ég hef
rakið, rétt, er um stórmæli að ræða.
Vafasamt er að álitlegt samfélag
standist til lengdar sé þagað í fjölmiðl-
um um möguleg mistök og eða lög-
brot æðstu embættismanna. Síðan er
hlutur einstaklinga eftir. Ég hlýt því að
skora á ykkur, virðulegu rit- og frétta-
stjórar, að þið látið athuga þessi mál
ítarlega og kynnið almenningi niður-
stöðumar. I því tilviki að ég fari rangt
með, eða aðrar mögulegar skýringar
séu á þögninni, svo sem að íslenskum
fjölmiðlum sé ekki skylt að sinna
verkum af þessu tagi eða málin nái
ekki upp í fréttamat íslenskra fjöl-
miðla, væri gott að fá sannanlega upp-
lýst um það. Það gæti jafnvel sparað
síðari fyrirhöfn og leiðindi.
Millifyrirsagnir eru blaösins
Sambandsstjórn SUJ
Ákveðið hefur verið að halda sambandsstjórnarfund SUJ laugardaginn 11. janúar. Fundurinn verð-
ur haldinn í aðstöðu Alþýðuflokksins í Kópavogi, Hamraborg 14a, og hefst hann klukkan 14.00,
stundvíslega. Fulltrúar skulu mæta eða boða forföll ella. Seturétt eiga framkvæmdastjórn, formenn
félaga, auk eins fulltrúa félags fyrir hverja 50 félagsmenn auk þeirra er starfa í málstofum sam-
bandsins.
Dagskrá:
1. Venjuleg fundarstörf.
2. Stofnfundur Grósku.
3. Önnur mál.
Að fundi loknum mun Knattspyrnumót SUJ hefjast klukkan 16.00. Við hvetjum öll aðildarfélög til að
senda í það minnsta eitt lið sem skipað skal þremur leikmönnum. Nánari upplýsingar verða veittar
á skrifstofu SUJ á milli 10-14.00 alla virka daga og 20-22.00 á kvöldin.
Að lokum munu ungir jafnaðarmenn í Kópavogi standa fyrir
einhverri skemmtun um kvöldið.
Kolbeinn H. Stefánsscn
Framkvaiidastjóri SUJ