Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 ■ Haraldur Jóhannsson hitti Benedikt Davíðsson og for- vitnaðist um sviptingasamt íWam lífshlaup hans og störf Dagarnir h afa oft oröiö langir Snemma í júlí 1995 átti ég viðtal þetta við Benedikt Davíðsson, þá for- seta Alþýðusambands Islands, og það hóf ég á þessum orðum: Benedikt, þú ert af vestfirskum œtt- um, efég man rétt. Já, ég er fæddur á Patreksfirði 1927 og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Þaðan og úr nærsveitunum er ég ættaður. f marga ættliði hafði fólk mitt búið í Rauðasandshreppi og víðar í Barða- strandasýslu. Hvað segir þú mér af foreldrum þínum? Þau voru alþýðufólk í litlu sjávar- þorpi og bjuggu við kjör sem ég trúi að hafi verið nokkuð algeng hjá slíku fólki á millistríðsárunum. Móðir mín hét Sigurhría Benedikts- dóttir, hún var verkakona, vann á reit og víðar. Hún var ein úr ellefu systk- ina hópi, bama Elínar Sveinbjamar- dóttur og Benedikts Sigurðssonar. Hún var fædd árið 1900 en dó úr berklaveiki 1941. Faðir minn hét Davíð Davíðsson, fæddur 1903 en dó 1981. Hann var fyrirhjónabandsbarn þeirra Elínar Ebeneserdóttur og Davíðs Jónssonar, síðar bónda og smiðs að Kóngsengi og Hænuvík við Patreksijörð. En þau eignuðust síðar böm hvort í sínu lagi. Föður mfnum var komið í fóstur ung- um en tengdist síðar mjög náið föður sínum og hans fjölskyldu, þar sem hann eignaðist sjö hálfsystkini. Fram- an af ævi var faðir minn sjómaður lengst af á togumrn en einnig stundaði hann ýmsa vinnu í landi meðal annars við trésmíðar en hann var mikill hag- leiksmaður. Hann var einnig mjög áhugasamur félagsmálamaður. Tók virkan þátt í störfum verkalýðshreyf- ingarinnar og Alþýðuflokksins á kreppuárunum. Hann var og um skeið formaður verkalýðsfélagsins á staðn- um og sótti þá meðal annars Alþýðu- sambandsþing. Við vorum þrír synir Sigurlínu og Davíðs, ég elstur fæddur 1927, Ólafur rennismiður og nú sjó- maður í Sandgerði fæddur 1929, og Davíð Jóhannes áður sjómaður, nú sundlaugarvörður í Kópavogi, fæddur 1933. Eftir að móðir mín féll frá 1941, tók faðir minn upp sambúð við Guð- rúnu Einarsdóttur, unga ekkju með fjögur börn, búsetta að Sellátrum í Tálknafirði. Þau gengu síðar í hjóna- band og hófu búskap að Sellátrum og eignuðust fjögur böm saman. I þessu nýja umhverfi hélt faðir minn fljótlega áfram sínu félagsmála stússi. Bæði sá hann um og stýrði rekstri ræktunar- sambands sýslunnar og sá um útgerð véla og tækja. En einnig blandaðist hann fljótlega í sveitastjómarmálin í Tálknafirði eins og verið hafði á Pat- reksfirði og hafði meðal annars á hendi starf sveitarstjóra í Tálknafjarð- arhreppi í þó nokkur ár. Þú sagðist hafa alist upp til 10 ára aldurs á Patreksfirði, en hvert fórstu þá? Þá, tíu ára gamall, veiktist ég af beinberklum og þurfti að leita með mig til lækna í Reykjavík. Var ég sett- ur til meðferðar hjá Matthíasi Einars- syni og lagður inn á Landakotsspítala. Þar lá ég í fjögur ár, ffá 1937 ffam til 1941. Hvemig var vistin á Landakotsspít- ala? Hún var stundum erfið. En samvist við félaga var góð á Landakotsspítala og var hann minn barnaskóli, ekki hefðbundinn, heldur reynsluskóli. All- an tímann var ég á stofu með fullorðn- um, tíu manna stofu. Flestir þeirra voru langlegusjúklingar, margir þeirra ungir menn til dæmis í langlegu í bakgifsi eins og þá var títt. Em þeir þér minnisstœðir? Margir þeirra, og með ýmsum þeirra fylgdist ég árum saman eftir að ég fór af Landakoti. Einn þeirra varð raunar eins konar tákn Landakotsspít- ala um áratugi, Eyjólfur Sveinbjöms- son frá Snorrastöðum í Laugardal, en hann starfaði síðar í mörg ár á síman- um á spítalanum. Hann var lagður inn, þegar ég hafði verið þar í eitt ár. Lág- um við hlið við hlið í þijú ár. Annar mér minnisstæður er Kristján Guð- mundsson, sem síðar varð bakari og ötull í félagsmálum fyrir austan fjall. Hlaustu tilsögn á spítalanum? Enga beinlíns, að veita formlega ffæðslu var þá ekki til siðs á spítölum. Maður reyndi að bjarga sér sjálfur og félagamir leiðbeindu manni. Lastu mikið? Já, ég las fljótlega mikið, og þá líka þær bækur sem félagarnir voru að lesa, því að bækur gengu þeirra á milli og vom ræddar og maður vildi geta tekið þátt í umræðunni. Og margt hefur borið á góma á stofunni? Auðvitað, flestir þar vom ekki sár- þjáðir, þótt einn og einn slíkur slædd- ist inn. Þama myndaðist góður félags- skapur. Hvert lá síðan leið þín? Af spítalanum fór ég vestur á Pat- reksfjörð í mars 1941. En þar var margt öðmvísi umhorfs en verið hafði fjómm ámm áður þegar ég fór á spít- alann. Móðir mín hafði einnig veikst af berklum og verið á Vífilstaðahæli, mikið veik, síðustu misserin áður en ég kom heim. Hún kom svo heim nokkmm dögum á eftir mér en bara til að deyja. Okkar heimili var að leysast upp. Mín dvöl varð því ekki löng á Patreksfirði að þessu sinni. Um haust- ið fluttist ég að Sellátmm í Tálknafirði þar sem faðir minn var að stofna nýtt heimili. Þar var ég hins vegar aðeins tæpt ár. Þann vetur, sem ég var þar, gekk ég í svokallaðan farskóla, þar var kennt tvær vikur í senn og síðan var frí í næstu tvær, því að þá kenndi kennar- inn í hinum hluta byggðarlagsins. Úr þessum farskóla tók ég síðan hið svokallaða fúllnaðarpróf vorið ’42. Ég fór síðan aftur þá um vorið til Patreks- fjarðar og dvaldist þar í skjóli móður- bróður imrís, Viggós Benediktssonar og annars frændfólks. Viggó átti þá, og gerði út og var formaður á ellefu tonna báti. Með honum og á ýmsum öðmm bátum frá Patreksfirði var ég svo næstu misserin. Gjaman á línu á vetuma, en dragnót á sumrin. Þú berð nokkur ummerki berkla, stingur við. Hefur það háð þér við störf? Já, nokkuð, ég fann fljótt að ég mundi illa endast á sjónum vegna þeirrar fötlunar. Aðalútgerðarfyrirtæk- ið á Patreksfirði rak bæði jámsmiðju og trésmiðju. Ég leitaði því eftir að komast þar í iðnnám. Forsvarsmaður fyrirtækisins, sem ég talaði við, benti mér á að hjá þeim væri trésmíði mjög einhæf, en á henni hafði ég fremur hug en járnsmíði, og væri fyrst og fremst þjónusta við skip og viðhald bygginga. Taldi hann að mér mundi betur henta að sækja á mið þar sem betrí möguleikar væm til náms. Þá var frændfólk mitt í föðurætt flutt suður, stjúpa föður míns og hennar böm upp- kominn. Komu þau mér í nám hjá tré- smíðameistara í Reykjavík, Snorra Halldórssyni, sem síðar stofnaði Húsasmiðjuna, það mikla fyrirtæki. Var ég einn af hans fyrstu nemum. Hvaða ár hófstuþað nám? Það var 1945, og gekk ég þá líka í Iðnskólann. Námi í trésmíði, húsa- smíði, lauk ég 1949. Viltu geta einhverra sem voru þér samtíða íIðnskólanum? Það mætti vissulega marga nefna, því að það vom stórir árgangar að fara í gegnum Iðnskólann þá og margir þeirra sem þar vom unglingar þá urðu síðar þjóðþekktir menn. En nokkrir skólafélaga minna urðu síðan sam- ferðamenn mínir á ýmsum félags- málasviðum eins og til dæmis Jón Snorri Þorleifsson, Sturla Sæmunds- son, Hallvarður Guðlaugsson, Sigurð- ur Guðgeirsson, Eggert Þorsteinsson og fleiri og fleiri. Hvemig féll þér húsasmíðin? Mér féll hún ágætlega. Fóturinn bagaði mig að vísu svolítið, einkum í klifri og á þökum. Á námsárunum vann ég mikið í húsum á háskólalóð- inni, við íþróttahúsið, Þjóðminjasafnið og í aðalbyggingu Háskólans. Við all- mörg íbúðarhús vann ég einnig, Snorri hafði alltaf mikið umleikis, meðal annars var hann þá þegar farinn að smíða einingahús úr timbri og að setja upp víða um land. Að loknu námi vann ég nokkur ár með Snorra og hans mönnum. Lést þú félagsmál tilþín taka? Ég starfaði lítillega í skólafélagi Iðnskólans en var ekki virkur í sam- tökum iðnnema að öðru leyti. En meðan ég var í iðnnámi fór ég nokkr- um sinnum á togara, ég vildi ekki slitna alveg frá sjómennsku og þá var ég virkur í sjómannafélagi Reykjavík- ur. Strax að loknu sveinsprófi í nóv- ember 1949 gerðist ég félagsmaður í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og er það enn. Fékkstu snemma áhuga á stjórn- málum? Stjómmál voru auðvitað allmikið rædd á mínu æskuheimili, þar sem faðir minn var forystumaður í verka- lýðshreyfingunni og þar með Alþýðu- flokknum á staðnum. Og flest nánustu skyldmenni mín voru einnig áhuga- söm þar um og virkir þátttakendur í verkalýðsbaráttu. Slíkt samfélag vakti auðvitað nokkra forvitni mína. En að- allega held ég að sá áhugi minn hafi vaknað meðan ég var á Landakoti. Á stofu minni þar voru stjómmál. mikið rædd og öll blöð lesin og skrifin kruf- in, ég ólst þannig upp við allmikla stjómmálalega umræðu. Og vitaskuld var það svo á Landakoti, í svo stómm hópi, að þar áttu flest pólitísk sjónar- mið sína talsmenn. Veittist þér erfitt að gera upp á milli flokkanna? Nei, það veittist mér ekki erfitt. Þegar að því kom hjá mér, þá fannst mér Alþýðuflokkurinn sem ég hafði helst hallast að, þegar ég var barn, vera orðin svo hægri sinnaður að Sósí- alistaflokkurinn varð sjálfsagður kost- ur fyrir mig. Ég gekk í þann flokk strax eftir 30. mars 1949 og var virkur í félagsstarfi þar meðan þeim flokki entist aldur. Síðan hef ég verið virkur félagi í Alþýðubandalaginu og oft set- ið þar í miðstjóm og framkvæmda- stjóm. I Sósíalistaflokknum, og raunar í Alþýðubandalaginu líka, vom á fyrri árum mjög virk verkalýðsmálaráð, sem höfðu veruleg afskipti af hinni pólitísku kjarabaráttu og í því starfi var ég einnig virkur. En þinn félagslegi vettvangur hefur samt fyrst og fremst verið í samtökum byggingamanna og Alþýðusamband- inu eða er ekki svo? Jú, þegar ég gekk í Trésmiðafélagið var það blandað félag sveina og meist- ara. Hliðstæð félög manna í öðrum iðngreinum svo sem múrara, málara og málmiðnaðarmanna, voru hins vegar þá hrein sveinafélög. Atvinnu-. rekendur í þeim greinum höfðu sín sérfélög sem voru sveinafélögunum gagnaðilar við kjarasamningagerðir. Margir sveinar í Trésmiðafélaginu voru óánægðir með þetta samkrull. Þeir vildu gera félagið að einu stéttar- félagi launamanna. Hvenœr var svo fyrir alvöru farið að hreyfaþeim málum ífélaginu?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.