Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Stjórnmál og hugmyndafræði 2. grein Trúarleg viðhojrf til stjórn- málafræði eni svo aigeng ;að þau standa stjórnmálabaráttu fyrir þrifum. Hugmyndafræði er, rétt eins og önnur afkvæmi mannsand- ans, fyrirbæri sem breytist fyrir áhrif einstaklinga og hópa, fyrir áhrif umhverfsins og fyrir áhrif reynslunnar sem af hugmynda- fræðinni hlýst. Þess vegna er leitt til þess að vita að margir ýmist taka Pallborð | Ari Trausti Guðmundsson skrifar hugmyndafræðina sem geirneglda kreddu eða velja úr mótsagna- kenndu ferli það sem hentar til að styðja stefnu eða vinna gegn henni. Jafn leitt er að vita til þess að marg- ir skuli reyna að gera hlut hugmyndafræði sent minnstan í stjórnmálum og boða að þau séu „bara praktískar leiðbeinigar um lausnir á daglegum vandamálum” eða „spurning um vilja”. I þessu umhverfi er auðvelt að umgangast stjórnmál eins og menn gerðu með öll sín veraldlegu mál á miðöldum: Grípa stefnuskrár eins og forskriftir að öllum lausnum, aðhyllast ein- hvern „ismann” sem lífsstíl og boðorð og taka mótsagnakennd ritverk stjórnmálaforingja og lesa úr þeim hvað eina sem vantar til lasts eða lofs, eftir hentugleikum. Loks kemur hið trúarlega viðhorf fram þegar menn veita sjálfum sér “aflausn” eða fyrirskipa öðrum slík siðferðileg uppgjör í nafni sam- áb.yrgðar (áem reyndar fær svo. ekki að' éiga við' um sjálf trúarbrögðin og sögu þerra). Talsverð eftirvænting ríkir nú meðal starfsmanna tímaritaútgáfunnar Fróða hvort farið verið útí tvöfalda útgerð á flaggskipi fyrirtækis- ins, Séð og heyrt. Margir muna eflaust þegar hinir ví- greifu ritstjórar blaðsins, Krisrtján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson, lýstu því yfir áður en fyrsta blaðið kom út að takmarkið hlyti að vera að gefa blaðið út viku- lega. Siðan þá hafa mörg vötn runnið til Dýrafjarðar og blaðið hefur sannarlega fest sig í sessi á þeim markaði sem ætl- að var. Á Fróðaheimilinu mun nú vera grannskoðað hvort vikuleg útgáfa sé möguleg - ekki síst hvorttæknilegir ann- markar kunni að vera á. Bæði á ritstjórn og skrifstofu telja menn ekkert því til fyrirstöðu. Þetta ættu að vera uggvænleg tíðindi fyrir Helgarpóstinn og jafnvel helgarútgáfu dv en tal- ið er að Séð og heyrt hafi helst stolið lesendum þaðan... Stjórnmál með trúarlega ballest eða stjórnmál þar sem hugmynda- fræðin er látin skipa botnsæti starf- anna eru uppskrift að lýðræðisdoða, gagnrýni, nöldri án aðgerða og stjórnmálaöngþveiti. Til dæmis hefur íslenskri verka- lýðshreyfingu gengið best í baráttu fyrir kjörum, réttindum og þóðfélagsvöldum þegar deilt hefur verið um hugmyndafræði eða hún látin skipa veglegan sess í starfinu. Vegferð skyndiframboða og klofn- ingsframboða sýnir hvernig léleg hugmyndafræðiundirstaða dregur flokka fljótt til dauða. Pattstaða íslenskrar, sósíalískrar og sósíal- demókratískrar hreyfingar núna er skýranleg með þessum atriðum. I stjórnmálafræði eru til skýr- ingar á því hvernig stjórnmálakenn- ingar þróast með blómlegum frumsmíðum, jafnvel áratugum saman, uns tekst að reyna þær í eldi raunveruleikans; sem hagfræði og stjórnlist í samfélagi eða með stjórnarþátttöku. Þá kvíslast kenn- ingarnar og átök harðna, ekki hvað síst innan þeirrar hreyfingar sem ber uppi tiltekna stjórnmálastefnu. Svona stigskipt saga sést glögglega af sögu hinna launuðu stétta, frá öndverðri 19. öld fram að deilum stórvelda sem kenndu sig við sósíalisma, 1960-1970, Harður skóli reynslunnar og margvísleg misnotkun valdsins, rangar hug- myndir meðal sósíalista og ófyrit- séð þróun kapítalismans; allt hefur þetta margklofið og tvístrað þeirri tiltölulega breiðu samfylkingu sem komst á skrið í kringum síðustu aldamót. Margir telja sig þess umkomna að vinsa úr þessari sögu, og þar með hinni fjölþættu hug- myndafræði, nýtilega stefnu í nú- tímanum. Væntanlega er slíkt í samræmi við meginhugmyndir þes- sara fræða. Aðrir telja sig þess umkomna að afskrifa „isma” , dæma lifendur og dauða og heimta Femínisminn hefur sýnt sig sem of einhæfan sjónarhól og Framsóknarflokkurinn er í raun þjóðlegur umbótaflokkur sem hefur látið hugsjónir Ifða fyrir dægurmál. syndaaflausnir þeirra sem halda fast við grunngildi frelsis, jafnréttis og bræðralags. I stað þeirra trúarlegu viðhorfa færi betur á því að rökræða um höfuðatriðin og setja fram þéttriðna grunnstefnu; nokkuð sem ekki er gert. Þar í liggur dauf- leiki og pattstaða íslenskra stjórn- mála. í 20-30 ár hafa íslenskir stjórn- málaflokkar haft stöðugt fylgi ef frá eru taldar skammlífar sveiflur og einn nýr flokkur sem legið hefur á bilinu 5-10% í kjörfylgi. Mjög mörgum finnst ærlega að eitthvert hugmyndafræðiblaður sé allsendis til óþurftar í þessari stöðu; nóg sé að blása til samfylkingar um „brýnustu verkefnin”. Því miður er staða launamanna hvergi nærri viðunandi á Islandi; hvað varðar launakjör, vinnutíma, menntun, félagsþjónustu, lýðræði, völd og vegsemd. Ríkjandi hag- fræði innan hreyfingar þeirra er kapítalísk. í stað minnkandi vinnu- tíma og v-evrópskra launa horfir til atvinnuleysis og æ meira vinnu- álags, samhjálp í sjúkra- og félagsþjónustu er á undanhaldi, menntun er víða á fallanda fæti og valdabi) vex á milli þeirra sem bara kjósa á 4 ára frest og hinna sem valda ákvörðununum. Þá er mest um vert að koma af stað og halda uppi hugmyndasmíðum, stefnumót- um og hugsjónaboðun er meitla aðalatriðin í nýrri heimsmynd þeir- ra sem í raun eiga mest í allri verðmætasmíð og umsýslu: Hins vinnandi fjölda. Upphaflega spratt jafnaðarmennska úr hugmyndum um frelsi launamannsins frá því að vera háður til lífs hverjum þeim sem eignaðist fjölþætt framleiðslu- eða þjónustutæki. Hún boðaði jafn- an rétt allra til að smíða sér framtíð án þess að lifa af öðrum. Hún boðaði samstöðu þegna um grun- nþarfir og grunngildi og samhjálp yfir landamæri. Þegar þessu er snúið vandlega upp á marþætt nútí- maþjóðfélag verður úr viðamikil stefna sem mótast og breytist hratt; eins konar tilbrigði við nokkur grunnstef. Flokkarnir hafa vanrækt þessa mótum; vanrækt rökræðurnar, fræðsluna og deilurnar og faglega hreyfingin hefur úthýst slíku, nema praktískustu atriðunum. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa helst deilt urn fáein en stórvaxin framkvæmdaatriði. Báðir hafa flokkarnir hunsað eða kæft alla nýsköpun til vinstri við sig. Femínisminn hefur sýnt sig sem of einhæfan sjónarhól og Framsóknarflokkurinn er í raun þjóðlegur umbótaflokkur sem hefur látið hugsjónir líða fyrir dægurmál. Við svona aðstæður hefst gerjun; einmitt á sviði hugmyndafræði. ■ n i n u m e g i n "FarSide” eftir Gary Larson Likt og önnur héraðsfrétta- blöð, sem og reyndar aðrir fjölmiðlar, hafa VíkrErédir stundum þurft að glíma við fremur tíðindalítinn veruleika. Oft og tíðum hefur stór hluti þess verið lagður undir ritdeil- ur við hitt fréttablað þeirra Suðurnesjamanna, frásagnir af brúðkaupum og barnsfæð- ingum. Á fyrsta tölublaði þessa árs státar blaðið státar þó af forsíðu sem hvert erlent stórblað gæti verið stolt af. Annars vegar er frétt um morð að morgni nýjársdags og hins- vegar stórbruna í trésmiðjunni Víkurás. Á innsíðum er síðan sagt frá grófu hnífsstungumáli í Keflavík og innbrotafaraldri í Grindavík. Nú spyrja menn sig hvort það ríki skálmöld á Suð- urnesjum?... Nú er kröfulýsingafrestur í þrotabú Miðils hf, sem gaf út Helgarpóstinn útrunninn, en hann rann út þann 20. desem- ber. Stærsti kröfuhafinn er Gjaldheimtan en eignir búsins samanstanda aðallega af ógreiddum auglýsingum og einhverjum áskriftartekjum. Á þessu stigi málsins er ólíklegt að málið verði sent ríkissak- sóknara. Þeir sem vilja hitta fyrrum framkvæmdastjóra þrotabúsins, Þorbjörn Tjörva Stefánsson þurfa þó ekki á miðilsfund, sá er orðinn úra- sölumaður í Kringlunni og þykir vel til þess fallinn að selja klukkur... r Iblaðinu í gær sögðum við frá kveðjuhófi sem haldið var fyrir Þórunni Stefánsdóttur ritara Rásar 2. Þar slæddist inn sú villa að þeir félagar Ingólf- ur Margeirsson og Árni Þór- arinsson hefðu sviðsett þátt- inn Á elleftu stundu í hófinu. Hið rétta er að þeir brugðu upp atriði úr hinum vinsæla þriðja manni sem var á dag- skrá Rásar 2 á stnum tíma. Þórunn var þeim jafnan til að- stoðar við þá þætti og því gjarnan nefnd fjórði maður- inn... „Hey, bíðum nú aðeins hægar. höfum verið að éta gras!" Þetta er gras! Systur! Við Fanney Long Einarsdóttir símavörður: Já, ég fór að sjá Stone Free. Siggeir Hafsteinsson geimfari: Nei, og ætla ekki. Eg er of upptekinn í öðrum heimum. Helga Kjartansdóttir nemi: Nei, en ég ætla að ftu-a að sjá Stone Free. Árni Ólafsson nemi: Nei. Ég átti ntiða á Svaninn en komst ekki. Lillý Oddsdóttir skrif- stofumaður: Nei, en ég hef hugsað mér að fara einhvern tíma í vetur. m e n n Fylgifiskar foringjans sjá ekki svikamylluna því eins og blindir kettlingar liggja þeir á spenanum. Ástþór Magnússon rekur hornin Kolkrabbann og Bubba foringja - og hikar ekki viö það. DV í gær. Þegar forsætisráðherra skipar nefnd, sem beinlínis er falið að gera tillögur um lækkun fram- færslukostnaðar, hljóta það að vera mikil vonbrigði fyrir hann eins og marga aðra, að nefndin skyldi hlaupa frá verkinu af ótta við að trufla valdamikla aðila í þjóðfélaginu. Jónas Kristjánsson verölaunapenni bregöur fyrir sig háði í leiöara sínum. DV í gær. í þessum músagangi gerðist sá sjaldgæfi atburður að mús tók sár bólfestu í kind. Frétt í DV um músafaraldur í Fljótum. Það er líklega aldrei of varlega farið í baráttunni við flensuskrattann. Víkverji Moggans í gær Ekki er hægt að mæla gegn því að Winterson sé einstaklega hæfileikaríkur rithöfundur. Hún hefur sjálf lýst því yfir og margir mætir menn hafa tekið undir þau orð hennar. Breski rithöfundurinn Jeanette Winterson hlýtur lítið lof fyrir nýjustu bók sína Gut Symmetries. Mogginn í gær. En svona er ísiand í dag, fullt af skringilegum uppákomum í fjölmiðlum. Dýrlingar og píslar- vottar skiptast á athyglinni, einn er hafinn upp til skýjanna, annar tekinn af lífi, kannski kona sem lendir í drekkingarhyl af því hún var ekki herrunum þóknanleg. Hlín Agnarsdóttir lætur móðan mása í Degi Tímanum um afmæli LR og almenna stööu leiklistar í landinu, hún laumar smá femín- isma aö til að undirstrika hvar hún stendur. Getur einlæg meining legið að baki texta sem er fjöldaframleidd- ur a< kortaútgáfum. Prentaður með maskínubleki í jólakort sem keypt eru í pökkum og send nöfn- um sem lafa á fornum lista yfir vini og vandamenn? Nú eftir átiö og pakka og kortaflóðið taka aukakílóin og yfirdrátturinn á heftinu yfir sálarlífið. Þá er ekki úr vegi að gefa skít í þetta allt. Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar í DT. smáa letrið Janúar Bjartasta reikistjaman Venus er morgunstjama, en nærri sól og lágt á lofti. í byijun mánaðar er hún 4° yfir sjónbaug á suðurhimni við sólampp- rás í Reykjavík, en í mánaðarlok rís hún með sól. Satúmus er kvöld- stjama, allhátt á suðurhintni við myrkur og sest fyrir miðnætti. Hann er í fiskamerki. Mars kemur upp fyrir miðnættið og sest best síðari hluta nætur. Hann er í meyjarmerki og ein- kennist að rauða litnum. Kafli úr mánaðarlegu yfirliti um stöðu björtustu reikistjarnanna eins og þær munu sjást frá íslandi árið 1997. Úr Almanaki Þjóðvinafélagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.