Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 s k o ð a n MífDUBUBIB 21236. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Braskað með sameignina Kaup Samherja á frystitogaranum Guðbjörgu frá ísafirði er í samræmi við það sem hefur verið að gerast undanfarin ár undir núverandi fiskveiðistjómunarkerfi. Kvótinn heldur áfram að safn- ast á fáar hendur. Nokkur stór útgerðarfyrirtæki eflast enn og stækka en hin minni eiga sífellt meira í vök að verjast. Þótt afla- heimildir uppá milljarða króna færist milli fyrirtækja er því enn haldið fram að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. I Al- þýðublaðinu í dag segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður að aflakvótinn sé settur í hendur örfárra einstaklinga. Þessi kvóti byggi á aflareynslu sem sköpuð hafi verið af hundmðum sjó- manna og landverkafólks. Fólkið sem skóp þessa aflareynslu sem er grundvöllur kvótans hafi hins vegar engin áhrif á ráðstöfun hans. Þetta er sú staðreynd sem blasir við fólki í sjávarplássum út um land allt. Það getur hvaða dag sem er vaknað upp við það að búið sé að selja helsta atvinnutæki staðarins í annan landshluta. Og það er ekki bara togari sem er seldur, heldur allar þær aflaheim- ildir sem hann hefur og em oft undirstaða atvinnulífs á staðnum. Þar með er búið að selja hlut fólksins í þeim sjávarafla sem því hefur verið úthlutað, en það fær bara ekkert í sinni hlut af söl- unni. Það hefur verið búið svo um hnútana að aflakvótar upp á milljarða og aftur milljarða færast milli útgerðarfyrirtækja án þess að aðrir hafi þar nokkuð um að segja nema hinir svokölluðu eigendur fyrirtækjanna. Þeir hafa fullt frelsi til að selja kvóta eða leigja hvenær sem þeim sýnist, burtséð frá þjóðareign á fiskimið- unum. Það er því ekki að undra þótt þeim fari sífellt fjölgandi sem vilja að handhafar aflaheimilda greiði nokkum skatt fyrir afnot af þeirri auðlind sem þeim hefur verið afhent ókeypis. Kvóti hefur hækkað geysilega í verði síðustu ár og þar með hefur eignamynd- um stóm útgerðarfyrirtækjanna vaxið gríðarlega. Þar er vélað með stærri upphæðir og meiri hagsmuni en almenningur gerir sér grein fyrir. En þrátt fyrir þessa miklu eignamyndun vegna verð- hækkunar kvóta mega forystumenn Sjálfstæðisflokks og útvegs- mannaklíkan sem þar ræður ríkjum ekki heyra minnst á veiði- leyfagjald í einu né öðm formi. Það er sama sagan hvaða forystu- sauðúr úr þeim herbúðum tekur til máls. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra eða sjálfur Kristján Ragnarsson allsheijarformaður: Allt tal um veiðileyfa- gjald eða auðlindaskatt er óráðshjal og mgl sem ekki þarf að ræða. Þessir menn segja að útgerðin hafi enga burði til að borga frekari skatta í einu né öðm formi. Á sama tíma hafa útgerðarfyr- irtæki samt efni á að kaupa kvóta fyrir nánast hvaða upphæðir sem er. Þrátt fyrir forystuhollustu þingmanna Sjálfstæðisflokksins er svo komið að nokkrir þingmenn hans hafa risið upp gegn foringj- unum og krefjast breytinga á núverandi fiskveiðistjómunarkerfi. Þau sjónarmið fengust að sjálfsögðu ekki rædd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. En síðustu stórviðskipti með kvóta, þar sem aflaheimildir upp á tvo milljarða króna vom seldar milli fyrir- tækja hljóta að verða til þess að krafan um breytingar á kvóta- kerfinu verða enn háværari og kröftugri en hingað til. Réttlætis- kennd þjóðarinnar er löngu ofboðið í þessum efnum. ■ A gatslitnum bítlaskóm Við eigum kannski eftir að komast að raun um að Por- stein Pálsson hefur alla tíð upplifað sjáifan sig f sjón- varpssal sem bassalausan Paul McCartney með horn- spangargleraugu? s Ursögn Jóns Baldvins úr ís- lenskri pólitík verður að telja með sviplegri atburðum ársins 1996. Eða er það ekki sorgleg nið- urstaða fyrir íslenskan stjórnmála- mann að setjast £ helgan stein þegar hann hefur náð því að komast á spjöld sögunnar? Reyndar var Jón Baldvin dæmigerður stjórnmála- maður að því leyti að hann kom allt of oft fram í sjónvarpi. En þetta má reyndar segja um þá flesta og því vaknar spurningin hvað fyrrum samverkamenn Jóns Baldvins í rík- isstjórn voru að hugsa þegar hann ræddi sitt uppgjör. Eða voru þeir kannski ekkert sérstakt að hugsa? Einhver af ráðherrunum hefði nú átt að stíga fram og hrósa Jóni þó fyrir það að forða ungu fólki hóp- um saman frá því að skrifa langan sérhljóða á undan ng og nk. Það Pallborð I Trausti Einarsson skrifar starf sitt vann Jón Baldvin af stakri samviskusemi og verður ekki séð að hann hafi farið í manngreinarálit í þeim efnum. I þessari sífelldu mælskukeppni andspænis sjónvarpsmyndavélun- um getur það vart talist slæg frammistaða. En samverkamennirn- ir létu sig vanta sem gefur tilefni til að ætla að þeim finnist eins og svo mörgum öðrum að eins manns dauði sé annars manns brauð. Hér er reyndar ætlunin að staldra við sjónvarpsviðtalið þar sem fyrrum ritstjórar Helgarpóstsins þeir Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirs- son gáfu Jóni Baldvin tækifæri til þess að ræða sitt good-bye! Fyrir þann sem þetta skrifar kom það mjög á óvart í þessu viðtali hve bítlavinafélagið virðist áhrifamikill félagsskapur í okkar þjóðfélagi. Þarna var sjálfur kraftaverkamaður- inn £ samskiptum austurs og vesturs að ræða sinn stormasama feril og alveg var það lýsandi hvernig þess- um tveim bi'tlavinum tókst að leiða hjá sér samskipti Jóns Baldvins við rokkstjörnuna Keith Richards. Þar fór það ekki á milli mála að bi'tla- vinafélagið hefur alla ti'ð talið sig hafa þarfari hluti að gera en sinna aðdáendum Rolling Stones. Þvi verður sjálfsagt ekki breytt. En fyrst við erum að staldra við þenn- an vestfirska talsmáta Jóns Bald- vins er kannski rétt að geta þess að núverandi arftaki þeirra Hannesar Hafstein og Skúla Thoroddsen á Isafirði er einhver vi'ðlesnasti mað- ur f sögu Rolling Stones norðan Alpa. Hvernig stendur nú á þvf að þessi undirmaður dómsmálaráð- herra i Isafjarðarsýslu greip ekki boltann á lofti i lok sjónvarpsþáttar- ins og sparkaði honum enn hærra? a I I e r Eða gæti það kannski stafað af því að þessi óþverrafélagsskapur - bítlavinafélagið - á sér dygga stuðningsmenn í núverandi ríkis- stjórn? Tökum aftur dæmi af núverandi dómsmálaráðherra sem kynnti sig fyrst fyrir landslýð sem óvenju glaðbeittur forgöngumaður lágra launa meðal almúgafólks. Við eig- um kannski eftir að komast að raun um að Þorstein Pálsson hefur alla tíð upplifað sjálfan sig í sjónvarps- sal sem bassalausan Paul McCartn- ey með hornspangargleraugu? Hin eftirminnilega Hendrix-hárgreiðsla forætisráðherra er horfin og fyrst hann er hættur að ávarpa þjóð sína með hárið túperað út í loftið væri kannski rétt hjá honum að fá Þor- stein Pálsson til þess að hætta því að skakklappast þetta svona á gat- slitnum bítlaskóm. Sú var tíðin að ungliðar í hreyf- ingu jafnaðarmanna voru ákaft var- aðir við hinu engilsaxneska tónlist- argargi. Þetta var sagð versl.unar- vara en ekki ■ alþýðumenning.. S.já]f- sagt endurspeglar það viðhörf- að kaupahéðnar líkt og stjórnuðu rápi ungs fólks í plötuverslanir og svo til útlanda til þess að nálgast þessa tónlist. Nú er kominn vísir að slíku safnií Gerðubergi og vart við öðru að búast en þeir sem ólust upp við þessa tíma komi til með að óska eftir slíkum tónlistarsöfnum víðar. Þannig fari því að tónlist þessi verði jafn auðfundin fyrir ungliða jafnarðarmanna og alþýðumenning- in sem siglir sinn sjó undir gunn- fána þjóðháttafræðinnar. Því allt heyrir á endanum sögunni til og það á jafnt við um bítlagargið sem annað en hér var ætlunin að vekja athygli á því að Rolling Stones lifa enn og vonandi tekst ungum jafnað- armönnum að hrista ærlega upp í Jóni Baldvin að leggja ekki árar í bát því Keith Richards hefur enn ekki spilað á íslandi. Það ættu bítla- vinirnir að vita! ■ e i n a r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.