Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 s k o ð u n ■ Garðar Bjorgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður skrifar um forréttindahópa í sjávarútvegi og auðhringa- myndun þeirra Sér enginn hvert stefnir? Sjávarútvegurinn hefur verið mitt áhugamál frá æsku og 36 ár í eigin rekstri hafa skilað mér þjálfun í að sjá fyrir um það sem er að gerast í atvinnu- og fjármálum. Nú er stað- an þannig að þjóðin er með yfir 60 einstaklinga hátt launaða á Alþingi. Margt af þessu fólki er skynsamt og hinir ágætustu einstaklingar, sem dæmi má nefna Sighvat Björg- vinsson sem sagði í hópviðtali á Rás 2 á gamlársdag: „Við höfum gleymt hinum mannlega þætti í okkar blinda kapphlaupi í átt að ímynduðum hagvexti." En því miður er það svo augljóst núna að íslensk stjórnvöld hafa far- ið offari gegn almenningi á Islandi og beitt fólk mannréttindabrotum í því augnamiði að aðstoða forrétt- indahópana í sjávarútvegi og flutn- ingaþjónustu við skipulagða auð- hringamyndun þeirra. Afleiðing þess er sú að þjóðfélagið er að lið- ast í sundur, þjóðinni hefur verið skipt upp í tvo hópa, sem eru ef til vill 80 prósent öreigar og 20 pró- sent eigendur fjármagns og auð- linda. Þessari grein minni er ætlað að vara ykkur við þeim lævísu leyniráðum sem öll völd virðast hafa í sjávarútvegsmálum, hún er einnig ákall um dóm þjóðarinnar á þeirri meðferð sem smábátaeigend- ur hafa mátt þola. Það er orðið dag- ljóst að stjórnsýslan í sjávarútvegi er í höndum harðsvíraðs glæpa- hrings. Já, ég segi glæpahrings því ég ætla það engum mönnum með óskerta siðferðiskennd að vinna vísvitandi svo sem gert er í daglegri stjórnsýslu og mótun heildarstefnu í sjávarútvegsmálum. Alþingi ræð- ur ekki við þetta afl! Hér á eftir fylgja nokkur sýnishorn og dæmi af atburðarásinni máli mínu til stuðn- ings. Það sem kemur fram hér á eft- ir er sannleikur en þó aðeins hluti þess, sem hefur áður gerst og er enn að gerast af sífellt meiri þunga. Fyrsta dæmið um annarleg vinnubrögð Nú nefni ég nærtækasta dæmið um ofbeldi gegn smáútgerð og sennilega það harðsvíraðasta. Síð- astliðið vor lauk Alþingi störfum sínum með stuttlífu lögunum svo- nefndu. Það er orðinn siður þar á bæ að afgreiða á léttúðarfullan hátt mikilvægustu málefni samfélagsins með eins konar flýtimeðferð. Lögin hljóðuðu upp á 84 daga frjálst val fyrir handfæri og línubáta. Ég sá strax að þetta gæti ekki gengið upp og hafði orð á því, en einn ræður engu. Hinir bláeygu vinir mínir Örn og Arthúr í Landssambandi smá- bátaeigenda virðast vera komnir út í horn. Stuttlífu lögin stóðu í rétta 47 daga. Hinn 17. júlí var það gefið út á prenti frá fílabeinsturni fiski- mála, sjávarútvegsráðuneytinu, að dagarnir skyldu fara í 26, líklega áður en fiskveiðiárið væri á enda runnið! Er þetta hægt! Er hægt að bera virðingu fyrir löggjafa sem kemur þannig aftan að frjálsbornum þjóðfélagsþegnum og gerir þá nauðuga að verkefnalausum áhorf- endum daglegs lífs samborgaranna? Þarna er verið að leika með lífsaf- komu og framtíð allrar landsbyggð- arinnar. Það er kominn tími til að stöðva slík vinnubrögð og að því hafa verið lögð drög nú þegar. Annað dæmið: Dulbúin eignaupptaka undir for- merkjum þróunar Nokkrum dögum síðar, eða um miðjan ágúst, var þróunarsjóði gert að bjóða smábátaeigendum að greiða þeim 80 prósent af matsverði báta þeirra, væru þeir fáanlegir til að skila inn atvinnuleyfum báta sinna. Þarna var það sem fyrr, að smábátaeigendur eru taldir annars flokks þegnar því þessi 80 prósent eru um það bil helmingur þeirrar viðmiðunar sem LIU notar á sölu aflaheimilda. Auk þess var það ekki gefið upp í tilboðinu að nærri helm- ingur fjárins væri svo tekið í skatt- heimtu innan tveggja ára. Hvað eru svona vinnubrögð annað en eigna- upptaka? Hvað á svo að gera við 9 milljón króna báta sem má ekki nota? Og svo bætast hótanir við Þetta ætlaði ekki að virka. Þegar tilboð þetta virtist ekki ætla að bera árangur þá kom hótunarbréf sem lýsti mikilli mannfyrirlitningu, hroka og hatri. Þar var tilkynnt að væru menn ekki búnir að skrá sig til aftökunnar fyrir 15. september þá færi styrkurinn niður í 20 pró- sent. Hvað er þetta annað en mann- réttindabrot og fjöldaaftaka? Nú eru bátarnir að verða 300 sem verið er að afskrá og þar með missa 2000 manns atvinnuna. Ég lít svo á að beinast liggi við að stefna Alþingi sem ábyrgðaraðila á framansögðu og krefjast þess að fé það sem menn hafa tekið við verði litið á sem biðlaun og skaðabætur og unn- in verði bráður bugur á því að finna rekstrargrundvöll fyrir þessa báta því þeir eru ómissandi atvinnutæki fyrir þjóðarbúið. Vænti ég þess enn að skynsemin fái að ráða á Alþingi og það setji aflatoppa á þessa báta, 10 tonn á stærðartonnið. Með því væri öllu atvinnuleysi á lands- byggðinni vísað frá. Hvað er til ráða? Væri ekki tími til kominn að nota aflatoppstillöguna mína sem gerir ráð fyrir 10 tonnum en stærðartonn- ið til handa bátum upp að 12 tonn- um til að byrja með og mundi það vera um 40 þúsund tonn í heildina. Aflatopp tel ég framtíðarlausn fyrir allan ilotann. Því best er að viður- kenna að kvótakerfið núverandi er óþolandi. Aflatoppstillagan hlaut sigur á fundi Landssambands smá- bátaeigenda 14. október 1995. Til- lagan felur í sér 10 prósent afla- gjald til ríkissjóðs sem þýðir 5,9 milljarða miðað við að gjaldið ver- ið tekið af öllum flotanum. Fyrir fé væri hægt að endurreisa hið hrunda heilbrigðiskerfi og stöðva skulda- söfnun heimilanna. Varðandi heil- brigðiskerfið. Hugsið ykkur, það er kvótakerfinu að kenna að það er hrunið. Höfum við efni á því að missa úr landi okkar færustu lækna vegna þess að ekki er unnt að borga þeim mannsæmandi laun og láta þá fá viðunandi vinnuskilyrði? Islend- ingar hafa búið við ónýta verka- lýðsforystu í 30 ár sem sést best á því að hún hefur horft aðgerðalaus á kvótakerfið vaxa okkur yfir höf- uð. Takið eftir. Einföld lög eru góð lög. Ef menn vilja stjórnsýslu í sjávarútvegi sem skilar hagsæld til almennings þá nota menn eitthvað í líkingu við eftirfarandi: 1. Þjóðin á fiskinn í sjónum, því ber mönnum að borga 10 prósent aflagjald af öllum uppvigtuðum afla úr bátum og skipum. Þarna var það sem fyrr, að smábátaeigendur eru taldir annars flokks þegnar því þessi 80 prósent eru um það bil helmingur þeirrar viðmiðunar sem LIÚ notar á sölu aflaheimilda. Auk þess var það ekki gefið upp í tilboðinu að nærri helmingur fjárins væri svo tekið í skattheimtu innan tveggja ára. 2. Setja þarf aflatopp á hvern bát og hvert skip, allan afla sem veidd- ur er innan 200 mílna lögsögunnar. 3. Öllum afla skal landað hér- lendis og úr honum unnin hágæða matvæli. 4. Fast fiskverð þarf að koma á allar tegundir fiskjar. Hver tegund fyrir sig þarf að hafa sama kílóverð, stórt og smátt, stóran fisk og smá- fisk sama verð, því það er eina leið- in til að fyrirbyggja að nokkrum fiski sé hent. 5. Stofnaður verði jöfnunarsjóður til að mæta verðsveiflum erlendis. í aflatoppstillögum mínum reikna ég með því að hvorki sala né leiga á aflatoppnum sé leyfð, en allt í lagi er að skiptast á tegundum milli skipa til hagræðingar. Lævísir þjófar læðast að auðtrúa fólki Þeir bjóða hlutafé í svínaríinu. Þeir eru orðnir auðtrúa. Þeir eru skynsamir og því hættulegir. Þeir hafa flutt Stórar fjárfúlgur úr landi. Þeir vita hvað et að gerast. Þeir hirða leigutekjur fyrir óveiddan fisk úti í sjó, fé sem löggjafinn hefur leyft þeim að stela frá samfélaginu, já tölum bara íslensku. Kynnið ykk- ur fyrsta kafla laga nr. 38 um stjórn fiskveiða. Þeir neita að borga auð- lindagjald. Þeir hafa valdið at- vinnuleysi og því á atvinnuleysis- tryggingasjóður hjá þeim stórar fjárfúlgur. Þeir hafa sjálftekið fé frá óbreyttum hásetum til kvótakaupa. Já, svona er útgerðin rekin um þessar mundir. Krefjumst auðlindagjalds Krefjumst tafarlausrar stöðvunar á sölu og leigu aflaheimilda. Krefj- umst auðlindagjalds. Athugið! Smáútgerðarmenn eru tilbúnir að borga 10 prósent auðlindagjald með bros á vör því smáútgerð er sú út- gerðareining sem skilur margfalt meira eftir sig, það er ódýrt að stofnsetja smáútgerð, það er ódýrt að reka hana, það þarf aðeins að fá aflatopp svo það sé fast land undir fótum, þá gengur reksturinn upp. Náttúruverndarsamtök grípa til aðgerða Nú er hafinn sterkur áróður fyrir stöðvun á notkun þungra trollvirkja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.