Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 1
MMMBLMÐ Föstudagur 10. janúar 1997 Stofnað 1919 4. tölublað - 78. árgangur ¦ Fínasta nefnd Islands hefur ákveðið dagsetningu hátíðarhalda um aldamótin Átta milljónir í undirbúning á þessu ári - segir Júlíus Hafstein fram- kvæmdastjóri Kristnihátíðar- nefndarinnar en hana skipa: Ólafur Ragnar Grímsson, Dav- íð Oddsson, Ólafur G. Einars- son, Haraldur Henrýsson og Ólafur Skúlason biskup. „Ég er konlinn í hálft starf við undirbúning og reikna með því að fara á fiillt á miðju þessu ári. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun vegna hátíðahaldanna á þessu ári verði uppá átta milljónir króna," segir Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri Kristnihátíðarnefndarinnar í samtali við Alþýðublaðið. Að sögn Júlíusar er ýmis kostnaður þar inní svo sem ¦ Verkalýðsleiðtogar líta á tilboð um þriggja pró- senta launahækkun sem hreina og klára móðgun Nú hafa þeir geng- iö of langt - segir Ragna Bergmann hjá Framsókn. Kristján Gunnarsson: „Þeir sem halda að hægt sé að lifa á 55 þúsundum hér á landi eru haldnir ranghugmyndum." „Æðstu menn þjóðfélagsins hækkuðu sig um heil mánaðarlaun í fyrra og fannst það í góðu lagi. Þegar við krefj- umst þess að fá eitthvað í áttina við það sem þeir fengu til viðbótar við launin sín þá segja þeir að þjóðfélagið fari um koll? Eg held að fólk þoli ekki við öllu lengur," segir Ragna Bergmann formað- ur verkakvennafélagsins Framsóknar í samtali við Alþýðublaðið. Hljóðið í þeim verkalýðsleiðtogum sem blaðið hafði samband við í gær voru öll á eina lund: Tilboð VSÍ um 3 pró- senta launahækkun þykir nánast hlægi- legt. Ragna segir fólk fleyta sér frá degi til dags og safni skuldum. „Nú held ég að þeir hafi gengið of langt." Kristján Gunnarsson formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur seg- ir kröfur settar á 70 þúsund króna lág- markslaun og ekki sé mikil ánægja með það innan sinna vébanda - menn vildu setja markið ofar. „Ég var ekki sendur af stað á eftir einhverjum þremur prósent- um. Þrátt fyrir að þessar tölur séu stórar í prósentum eru þær ekki háar í krónum talið, varla hálfdrættingar á við þing- menn og ráðherra sem sóttu sér 60 þús- und króna hækkun á mánuði fyrir skömmu. Það er alveg ljóst að launin þurfa að hækka verulega og þeir sem halda að það gangi að vera hér með þjóðfélag með kauptaxta uppá einhver 52 þúsund eru haldnir verulegum rang- hugmyndum um hvað kostar að lifa hér á landi." Eiríkur Stefánsson formaður verka- lýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar hafði þetta að segja: „Á sama tíma og þingmenn taka sér launahækkanir, glott- andi framan í lýðinn, segja þeir: Þið megið ekki riðla efnahagsstefnunni með því að fara fram á óraunhæfar launa- hækkanir! Fólk veit að það á inni hækk- anir uppá miklu meira en þrjú prósent og víst sama hvort það drepst í dag eða eftir mánuð eða ár. Fólk er alveg að kikna." samkeppni um merki hátíðarhald- anna, útgáfa kynningarbæklings fyrir ferðaþjónustu, útgáfa náms- efnis fyrir skóla auk skrifstofu- kostnaðar og launa Júlíusar sem hann vildi ekki gefa upp hver væru á þessu stigi málsins. „Nefndin er ekki af verri endan- um og það er mjög ánægjulegt að fá að starfa með þessum forsvars- mönnum þjóðarinnar að jafn skemmtilegu verkefni og þýðinga- miklu," segir Júlíus en ásamt hon- um sitja í nefndinni: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólafur G. Einarsson forseti alþingis, Har- aldur Henrýsson forseti hæstaréttar og Ólafur Skúlason biskup sem jafnframt er formaður. Búið er að ákveða hvenær hátíð- arhöldin verða: 30. júní, 1. júlí og 2. júlí. en það er á svipuðum tíma ársins og stóra ákvörðunin um kristnihald á íslandi var tekin þegar hið forna alþingi stóð. Júlíus vildi ekki kannast við sögusagnir þess efnis að nefndin hefði verið búin að taka ákvörðun um að hátíðarhöldin yrðu haldin viku fyrr en komist að Óiafur Ragnar Grímsson forseti. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Ólafur G. Einarsson forseti alþing- is. Haraldur Henrýsson forseti hæstaréttar. Ólafur Skúlason bisk- up. því síðar að þá er lögskipaður kosn- ingadagur til embættis forseta Is- lands. „Nei, það hefur ekkert komið inní þessa umræðu. Ekki í nefnd- inni og ekki hjá mér. Ef eitthvað þarf að gera í því þá hlýtur þessi ágæta nefnd að taka það að sér. Þetta er nú æðsta stjórn ríkisins." Að sögn Júlíusar hefur verið skipuð nefnd á vegum forsætisráð- herra til að fara yfir samgöngumál. „Einmitt til að fara yfir samgöngur Júlíus Hafstein: Nefndin er ekki af verri endanum og það er mjög ánægju- legt að fá að starfa með þessum forsvarsmönnum þjóðarinnar. og aðstæður á Þingvöllum með hliðsjón af stórum hátíðarhöldum á Þingvöllum. í þeirri nefnd sitja vegamálastjóri, lögreglustjóri og fulltrúi þingvallanefndar. Svo það er búið að vera í vinnslu í rúmt hálft ár og ég geri ráð fyrir því að það komi tillögur fram um hvað þurfi að bæta til að óhöpp hendi ekki aftur hvað varðar umferðar- öngþveiti. Svo menn eru með það í huga enda er algjört grundvallarat- riði að það sé í lagi," segir Júlíus Hafstein. ¦ Ellilífeyrisþegum á eftir að fjölga um 70% Verða 50 þúsund á árinu 2030 -Fáir skilja orðið lög og reglur um lífeyristryggingar Samkvæmt framreikningi um mannfjölda á íslandi 67 ára og eldri til ársins 2030 mun fjölga um 70% í þeim hópi á þessu tímabili. íslending- ar eru nú yngstir þjóða á Norðurlönd- um en árið 2030 verða ellilífeyrisþeg- ar meira en helmingi fleiri en í dag. Þetta kemur fram í Staðtölum al- mannatrygginga sem Tryggingastofn- un ríkisins hefur gefið út. Þar er minnt á að það komi fljótlega að því að það þurfi að undirbúa þessa framtíð. Út- gjöld lífeyristrygginga aukast ár frá ári og aukinn fjöldi ellilífeyrisþega oft nefndur í því sambandi. Árið 1995 voru greiddir tíu og hálfur milljarðar króna í ellilífeyri. Það er 61,8% af heildargreiðslum lífeyristrygginga það ár. Þegar bornar eru saman tölur um lífeyrisgreiðslur árið 1994 og 1995 kemur í ljós að á sama tíma og heild- arfjárhæð ellilífeyris og tengdra bóta hefur hækkað um 5% hafa útgjöld vegna örorkubóta hækkað um tæp 10%. I Staðtölum segir ljóst að félags- legar ástæður skýra hluta hins aukna fjölda örorkulífeyrisþega hér á landi. Spyrja megi hvort hér sé dulbúið at- vinnuleysi á ferðinni. f ritinu kemur fram að það eru ekki eingöngu lífeyrisgreiðslur sem færast í vöxt. Skilnaðartíðni hér á landi sé um 40%. Meðlagsgreiðslur aukist stöðugt og yfir 10 þúsund einstaklingar fái greidd meðlög með börnum sfnum. Orðrétt segir: „Svonefndir málamyndaskilnaðir gera það að verkum að fólk fær hærri greiðslur vegna barna sinna en for- eldrar sem eru giftir eða í sambúð. Sumir kalla þetta sjálfsbjargarviðleitni og að „kerfið" bjóði upp á þetta. Þetta er að mörgu leyti rétt og er út af fyrir sig áhyggjuefni. Flestir geta þó verið sammála um að slíkt bitnar harðast á þeim sem með réttu eiga tilkall til greiðslna sem ætlaðar eru einstæðum foreldrum, en það eru oft á tíðum þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu." Þá segir að lífeyriskerfi okkar sé margslungið og reglur verði sífellt flóknari. Stöðugt sé stagað og stoppað í gildandi lög og reglugerðir og svo sé komið að fáir skilji eða þekkja þær reglur sem í gildi séu á hverjum tíma. Menn eigi því í erfiðleikum með að standa vörð um réttindi sín. Slíkt sé í andstöðu við réttarvitund almennings og úrbóta því þörf. ¦ Þingflokkur jafnaðarmanna Fagnar Grósku „Þingflokkur jafnaðannanna fagnar því frumkvæði sem ungt fólk sem vill vinna á grundvelli jafnaðarstefnu sýnir , með stofnun Grósku - samtaka jafnaðar- manna," segir í ályktun sem Þingflokkur jafnaðarmanna samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar. „Með þessu frumkvæði er fólkið sem kemur meðal annars úr ungliðahreyfingum stjórnmála- flokka að sýna viðhorf sem þau ætl- ast til að verði öðrum til eftir- breytni. Þingflokkurinn lýsir stuðn- ingi sínum við baráttu þessara nýju samtaka fyrir eflingu jafnaðarstefn- unnar á Islandi." Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur, Auður Laxness og Þórhildur Þorleifsdóttir borgarleikhússtjóri og Sigurður Karlsson formaður leikhúsráðs. ¦ Afmælishátíð í Borgarleikhúsinu um helgina Leikfélag- iö hundr- aö ára Elsta menningarfélag Reykjavíkur- borgar, Leikfélag Reykjavíkur, verður hundrað ára um helgina og heldur upp á afmæli sitt með margvíslegum hætti. í gærkvöldi var frumsýnt leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson og á laugardag verður frumsýnt nýtt ís- lenskt leikverk eftir Karl Ágúst Úlfs- son sem nefnist Fagra Veröld. Titill- inn er sóttur í nafn einnar frægustu ljóðabókar Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Á sunnu- daginn verður svo afmælisdagskrá fyrir gesti leikfélagsins og hefst hún klukkan sex. Leikfélag Reykjavíkur var formlega stofnað þann 11. janúar árið 1897. Fé- lagið, sem varð til við samruna tveggja leikflokka sem höfðu haldið uppi starfsemi í Góðtemplarahúsinu annars vegar og Fjalakettinum hins- vegar, hafði frá upphafi aðsetur í Iðn- aðarmannahúsinu, (Gamla Iðnó) en bygging þess varð helsti hvatinn að stofnun leikfélagsins. Árið 1963 urðu þáttaskil í sögu leikhússins en þá var skipað leikhúsráð og ráðinn sérstakur leikhússtjóri og ári síðan starfaði hóp- ur fastráðinna leikara við húsið. Árið 1989 rættist gamall draumur leikfé- lagsmanna og annars leikhúsáhuga- fólks þegar Borgarleikhúsið var opnað með pompi og pragt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.