Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Að drepa Nú heyrir maður að það eigi að fara að leggja niður Alþýðublaðið. Það hefur komið út í rúm sjötíu og sjö ár og má muna tímana tvenna. Það hefur átt sína stórveldistíma og verið brautryðjandi í íslenskri blaða- mennsku og það hefur sokkið niður í hyldýpisdjúp og verið eins og heila- dauður sjúklingur í öndunarvél, en alltaf hefur því samt tekist að lifna við að nýju. Undanfarin misseri hefur blaðið átt nokkuð góða spretti, þó ýmsir hafi ekki alltaf verið sáttir við Pallborð I efnistökin, eins og gengur. Það breytir því ekki að það hefur verið best skrif- aða blað á landinu og andstæðingar Alþýðuflokksins hafa óttast það, eða að minnsta kosti kveinkað sér veru- lega undan því. Því sá er munurinn á því að gefa út dagblað og því að gefa út héraðsfréttablað, eða flokkstímarit, sem kemur út endrum og eins, að í því er samfelld umræða sem, ef hún er rétt formúleruð, vekur athygli allra ann- arra fjölmiðla landsins. Alþýðublaðið er alltaf inni í umræðunni. Fyrir kosningar hefur Alþýðuflokk- urinn beitt blaðinu miskunnarlaust fyr- ir sig. ÞaíRtefur- reynst flokknum dijúgt að háfa tilbúna áróðursstassjón sem hefur getað þjónað landsbyggðar- kjördæmunum með mun minni til- kostnaði, en ef hvert kjördæmi fyrir sig sæi alfarið um sín útgáfumál. Flokkurinn hefur einnig getað nýtt sér það í útsendingar á alla flokksmenn með litlum aukatilkostnaði, ef á hefur þurft að halda. Nú verður þetta allt úr sögunni. Nú mjin Alþýðuflokksfófk þurfa að leita í Tfmanum að flokksauglýsingum. Alþýðublaðið Á síðasta flokksþingi kusum við Alþýðuflokksmenn okkur nýja forystu. Til þeirrar forystu voru miklar væntingar gerðar. Á flokkssfjórnarfundinum kemur í Ijós hvort hún var kosin til þess ömurlega hlutskiptis að drepa Alþýðublaðið. Ósigur og' niðurlæging Alþýðuflokks- ins og Alþýðubiaðsins er afger. Það kann að vera að menn telji að flokksblöð eigi að heyra sögunni til. Það kann að vera að menn telji að um- ræðan í fjölmiðlum dagsins í dag sé svo hlutlæg orðin að það sé rétt að raddir stjómmáiaf.okkanna, sem eru farvegur hins aimenna borgara til að hafa áhrif á stjóm samféiagsins með lýðræðislegum hætti, séu óþarfar. Það sé nóg að fá línuna frá Boga Ágústs- syni, Jóni Ólafssyni, Jónasi Kristjáns- syni og Styrmi. Ef menn em á þeirri skoðun, þá er tímabært að leggja Af- þýðubiaðið niður því þá eru menn einnig á þeirri skoðun að tímabært sé að óritskoðuð rödd jafnaðarmanna í íslensku þjóðféiagi þagni. Síðustu helgi urðu ákveðin vatna- skil í íslenskum stjórnmálum. Ungt fólk krafðist uppstokkunar á flokka- kerfinu á svo róttækan hátt að það hlýtur að eiga sér eftirmála. Gríðarleg vinna og umræða er if amundan ef það á að sigla þessu máli í höfn. Það er deginum ljósara að sú umræða er ekki fram á síðum Moggans, sem varla nennti að segja ffá stofnfundi Grósku, eða á síðum Dagblaðsins, sem sagði frá honum eins og ungir Alþýðu- flokksmenn hefðu verið að stofna með sér samtök tæpum sjötíu áram eftir stofnun SUJ. Við verðum að eiga okk- ur umræðuvettvang í formi dagblaðs og er Alþýðublaðið sjálfsagður vett- vangur í þeim efnum. Önnur hugmynd er sú að taka upp nánara samstarf við Vikublaðið, sem Alþýðubandalagið gefur út. Það er helgarblað og því þyrfti formið á út- gáfu hvors blaðs fyrir sig að breytast til að hægt væri að samræma kraftana. Það væri skref í anda dagsins í dag og nú þegar hafa áhrifamenn í Alþýðu- bandalaginu, útgáfustjóm Vikublaðs- ins og ritstjóri þess lýst áhuga á þess- ari leið. Á síðasta flokksþingi kusum við Alþýðuflokksmenn okkur nýja forystu. Til þeirrar forystu vora mildar væntingar gerðar. Á flokksstjórnar- fundinum kemur í ljós hvort hún var kosin til þess ömurlega hlutskiptis að drepa Alþýðublaðið. ■ Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokksins. Blaðamannafundur var hald- inn í Rúgbrauðsgerðinni í gær þar sem kynnt voru mark- mið í tóbaksvörnum. Fjölmiðlar fengu tvö boð um þennan fund. Fyrst kom tilkynning um að tób- - aksvarnárnefnd boðaði til , bjaðamannafundar og tekið fram að Ingíbjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra yrði á fundinum ásamt aðstoðar- manni sínum. Daginn eftir barst tilkynning um að það væri Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem boðaði til fundarins og aðstoð- armaður hennar yrði á fundin- um. Báðar voru tilkynningar þessar undirritaðar af Þorgrími Þráinssyni, framkvæmdastjóra tóbaksvarnarnefndar. Það er greinilega ekki sama hver það er sem boðar til fundar af þessu •;tat|i..; Listasöfn kvarta gjarnan und- an fjárskorti og bágum hag, en það á ekki við um Listasafn ASÍ. Rekstur safnsins var erfiður f mörg ár og það safnaði skuld- um við Alþýðusambandið. Síð- ustu ár hefur hins vegar allt snúist að betri veg og hagnaður af rekstri safnsins nemur millj- ónum króna á ári. Þar skipta svokallaðar vinnustaðasýningar miklu máli. Má nefna sem dæmi að á næst síðasta ári hafði Listasafn ASÍ um þrjár milljónir króna í tekjur umfram gjöld af vinnustaðasýningum... Málgagn Alþýðubandalags- ins, Vikublaðið, hefur ekki verið víðlesið blað til þessa, enda þótt heldur þurrpumpuleg lesning. Nú eru hins vegar uppi áætlanir um að stokka upp efni blaðsins og hefja markaðssókn. Vikublaðið kemur út á föstudög- um, en áformað er að breyta um útgáfudag og gefa blaðið út á mánudögum þegar ekki kem- ur út annaö blað en DV. Jafn- framt er í undirbúningi að hefja auglýsingaherferð til að kynna blaðið og efni þess. Ekki er vitað hvort nafni blaðsins verði jafn- fram breytt og það látið heita Mánudagsblaðið... r Asunnudagskvöldið verður afmælishátíð í Digranes- kirkju í Kópavogi vegna 90 ára afmælis Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds á Kirkju- bóli. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Karla- kór Reykjavíkur, kvartettinn Vestan fjögur og Skólakór Kárs- ness. Þá verður flutt dagskrá um líf og Ijóð Guðmundar Inga sem Kristján G. Guðmunds- son tók saman... Fyrir skömmu var opnuð ný hverfisstöð lögreglunnar í Breiðholti með pompi og prakt. Myndir birtust af starfsmönnum stöðvarinnar ásamt æðstu yfir- mönnum lögreglunnar í Reykja- vík, þeim Böðvari Bragasyni lögreglustjóra og Haraldi Jo- hannessen nýskipuðum vara- lögreglustjóra. í framhaldi af þessu hafa menn verið að velta því fyrir sér hver hafi tekið við af Haraldi sem fangelsismála- stjóri ríkisins... fimm á förnum vegi Borðar þú þorramat? Lilja Kristín Óiafsdóttir hárgreiðslukona: Já, en ég er ekki hriftn af þessu súra. En ég fer alltaf á þorrablót. Guðrún Sigurðardóttir sellóleikari: Nei, yfirleitt ekki. Hins vegar borða ég svið og rófustöppu og stöku sinn- um hákarl. Sigurður Ásbergsson arkitekt: Já, en þetta er nú misgott á bragðið. Snorri Valsson nemi: Nei, flest af þessu er mjög vont. Guðni Guðmundsson nemi: Nei. En ég smakka samt stundum hákarl og finnst hann mjög góður. v i t i m e n n 90 fermetra íbúð á Bræðraborgarstíg til leigu. Losnar 1 mars til 1. apríl. Leiga 78 þúsund krónur á mán- uði. Svör sendist DV, merkt K 7797. Aldeilis kostaboð í húsnæðisauglýsingum DV á miðvikudag. í hléinu er boðið til sölu alls konar sælgæti, þar með , talið poppkorn og látum það vera. Ekki gat Víkverji betur séð en fólk hafi verið að nærast á frönskum kartöflum og kokteilsósu í kvik- myndahúsinu sem hann heimsótti í vikunni. Víkverji brá undir sig betri fætinum og skellti sér í bíó. Mogginn í gær. Ef til vill mætti bæta einni spurningu í könnun um álit útlendinga á ferðamanna- landinu: - How do You like Ferða- mannaráð og þau gróðasjónar- mið sem það stendur fyrir. Oddur Ólafsson, snarpur aö vanda, í Degi-Tímanum. Linna þarf þráhyggju í stóriðju. Fá þarf færa menn til að reikna fjárhagsdæmi hennar á nýjan leik með nýjum breytum, einkum nátt- úruauði og ferðaþjónustu. Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Það má segja að hægri slagsíða og vond hagfræði standi upp úr öllum flokkum og fram að þessum tíma hafi jafnað- armaðurinn fundið sig betur kominn í Sjálfstæðisflokknum en Aiþýðuflokknum, svo dæmi séu tekin. Guðni Ágústsson í Helgarpóstinum aðspurður um hugsanlega sameiningu vinstri flokkanna. Háalvarleg viðureign þeirra um meistaratitilinn í umhyggju fyrir aumingjans leiklistinni er að verða árviss uppákoma. Þorgeir Þorgeirson um orðaskak Stefáns Baldurssonar og Jóns Viðars Jónssonar. Og þótt það komi þessu máli ekkert við langar mig að geta þess að ég setti heims- met í hástökki í gær. Ég stökk þrjá og áttatíu. Benedikt Axelsson kennari í kjallaragrein í DV. Greinin fjallar ekki um hið nýja heims- met heldur um keppnisáráttu íslendinga. fréttaskot úr fortíð Jón Baldvin í fram- boð á Austurlandi? Á tveimur stjómmálafundum, sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur haldið á Aust- urlandi; Á Seyðisfirði og Eskifirði, hefur hann látið að því liggja að hon- um væri ekki á móti skapi að fara f framboð í Austurlandskjördæmi í næstu þingkosningum. Alþýðublaðið 4. september 1986.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.