Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 s k o ð a n i r Kvotinn og y eir sem vilja af ýmsum ^^^^ástæðum að fslendinear Þeir sem vilja af ýmsum ástæðum að íslendingar gangi f ESB verða að benda á raunhæfan samnings- grundvöll um fiskveiðirétt- inn. Engar líkur eru á að núverandi form óðalsréttar til sjvávaraflans fáist samþykkt innan ESB. Um er að ræða úthlutun á kostnaðarlausum tekju- stofni án endurgjalds, fyrirtæki hafa veiðiréttinn að léni. Baráttan gegn lénsréttinum er jafn gömul iðnaðar- samfélaginu í Evrópu og þar eru engin öfl lengur sem gætu sætt sig við svo frumstæða úthlutun lénsréttar. Við verðum líka að hafa það í huga að veiðirétturinn er í höndum hlutafélaga og hagnaðurinn er því hlutaíjárhagn- aður alveg óháður uppruna sínum. Hagnaðinum af þessu hlutafé er ekk- ert frekar ráðstafað í íslenskan sjávar- útveg heldur en til fjárfestinga í al- þjóðlegum fjárfestingasjóðum eða til útlána til hæstbjóðenda hvar sem er í heiminum. Peningar eru nú alþjóðleg- ir og leita sér ávöxtunar þar sem hún er mest. Hvers vegna í ósköpunum ætti ESB að sætta sig við lénsveiðirétt innan sinna vébanda, og það á grund- velli hagsmuna íslensku þjóðarinnar? Pallborð I Sigurður Gunnarsson skrifar Réttlæting af þeim toga er einungis á færi óðalsherranna og hún blekkir engan nema íslenskan almenning. En hvemig stendur á því að Islend- ingar sætta sig við og styðja ókeypis úthlutun á 12-15 milljarða króna (12- 15.000.000.000 kr.) veiðirétti árlega. Ef þessar tekjur rynnu til samfélagsins eins og eignarhaldið gefur ástæðu til að réttlæta þá mætti til dæmis sleppa öllum tekjuskatti í landinu. ímyndið þið ykkur hamingjumagnið sem þá væri leyst úr læðingi, mínus yrði þá á mörgum heimilum plús. Til saman- burðar má nefna að sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu, sem verið hefur helsta hagstjómarmál þjóðarinnar síð- ustu árin og sem hefur haft spillandi áhrif á siðferði þjóðarinnar, hann skil- ar ekki nema 10 prósent af þessari upphæð árlega. Blindan hlýtur að eiga sér djúpar rætur, svo gegnsær er vef- urinn. Ef sjávarbyggðunum á íslandi væri hins vegar tryggt jafnræði innan ESB til nýtingar íslenskra veiðistofna þá ættu sjávarbyggðirnar við ströndina miklu meiri möguleika en nú þegar aðgangurinn er einokaður af stórum verksmiðjuskipum og allur gróði er soginn burt úr greininni gegnum veiðirétt- inn. Fastgengisverðbólgan Til að skilja blinduna gagnvart kvótalénum verðum við að gera okkur grein fyrir því hvemig sjávarútvegur- inn og fískvinnslan vom rænd ofur- gróðanum áður en kvótakerfið kom til skjalanna. Ofurhagnaður af fiskveið- um við íslandsstrendur er miklu eldri en kvótakerfið. Það sem nú hverfur úr greininni sem kvótaleiga var áður tek- ið með gengisstefnunni, það er verð- bólgunni. Allt frá tímum Viðreisnar á 7. áratugnum og fram til 1990 var verðbólga eitt helsta einkenni íslensks efnahagslífs. Ríkið þrýsti á eftirspum- ina með seðlaprentun og gengisstefn- an fólst í því að lækka gengið í hvert sinn sem neysla landsmanna var orðin fiskiðnaðinum ofviða. Þetta vom að Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Almennur félagsfundur verður haldinn þriðju- daginn 11. febrúar að Garðaflöt 16-18, Garða- bæ kl. 20.30. Gestur: Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins. Allir velkomnir. Jafnaðarkonur Annar „súpufundur" vetrarins verður haldinn 13. febrúar kl. 19.00-21.00 í Vínkjallaranum á Hótel Borg. Marita Petersen, þingmaður jafnaðarmanna í Færeyjum flytur erindi um stöðu mála í heima- landinu. Allir fyrri „súpufélagar“ hvattir tii að mæta og taka með sér nýja félaga. Allar konur velkomnar! sjálfsögðu afleitar aðstæður íyrir allan útflutningsiðnað því verðlag innan- lands ákvarðaði kostnaðinn en gengið tekjumar. Þannig að ef verðbólga var 30 prósent en gengið fast, þá lækkuðu tekjur útflutningsfyrirtækja í raun um þessi 30 prósent þó svo allt væri óbreytt á mörkuðunum erlendis. Þess- um eiginleikum verðbólgunnar var aldrei haldið frammi og í Reykjavík var spumingin um hver tapaði á verð- bólgunni óleysanleg. Þetta er samt ástæðan fyrir því að allur útflutnings- iðnaður annar en fiskiðnaður varð gjaldþrota á 8. og 9. áratugnum, en ekki óraunhæfar glómlausar fjárfest- ingar eins og einfeldningar frétta- mennskunnar predikuðu yfir þjóðinni. Samvinnuhreyfmgin hmndi vegna þess að langstærstur hluti framleiðslu fyrir alþjóðlegan markað var á hennar herðum. Kaupfélagsverslanimar fóm á hausinn vegna þess að veltuhraði skiptir sköpum í verslun þegar næsta sending kostar meira en sú síðasta. I hægfara veltu landsbyggðarverslunar- innar dugði álagningin oft ekki til að borga hækkunina á heildsöluverði næstu sendingar. Það er þó viðtekin fásinna að yfirburðir einkarekstrar hafi opinberast í þessum hamfömm. Árið 1985 gerði ég í samvinnu við Gunnar Geirsson, viðskipta- og fisk- iðnfræðing á Fáskrúðsfirði, tilraun til að meta hver áhrif efnahagsaðgerð- anna 1983 vom á hag þessa litla út- flutningssamfélags. A miðju því ári var ákveðið að festa gengi og laun, en gefa verðlag frjálst og láta vextina fylgja verðlaginu! Ekkert var dregið úr seðlaprentun, verðbólgan grasser- aði, en gengið var ekki fellt fyrr en níu mánuðum síðar. Þá hafði verðlag hækkað um 40 prósent, eingöngu vegna aukinnar álagningar! Okkur reiknaðist til að hagkerfi þorpsins hefði tapað um 400 millj. kr. að nú- virði miðað við heilt ár. En með ferska gulrót, kvótakerfið, í munninum sætti fiskiðnaðurinn sig við ránsherferðina og bankakerfið lánaði fyrir tapinu með veði í kvótanum nýja. Enda var það Tekjur svo hér eins og í Færeyjum síðar að krafan um framseljanlegar aflaheim- ildir kom ffá bankakerfinu. Það hafði lánað fiskiðnfyrirtækjum langt; um- fram raunverulegar eignir þeirra. þama urðu til veð úr engu. í Færeyj- um stóð útgerðin hins vegar á móti, hún var gjaldþrota hvort sem var og það af sérfæreyskum ástæðum. Athafnasemi undir óðalsrétti Það er svo fyrst með hjöðnun verð- bólgunnar í lok síðasta áratugar að raunverulegur hagnaður fiskiðnaðar- ins kemur í Ijós innan greinarinnar. Og hvílík hörmung fyrir sjávarbyggðir landsins. Spariféð, sem margfaldast í sama takti og álagningin á tímum fast- gengisverðbólgunnar, streymdi nú til íjárfestinga í veiðirétti þannig að nú er stærstur hluti kvótans kominn í eigu fjársterkustu aðila landsins. Þetta sví- virðilega rán á lífsviðurværi og við- gangi sjávarbyggðanna hefur sáralitla athygli fengið frá fjölmiðlum og það er eins og menn veigri sér við að horf- ast í augu við aðstæðumar. Tökum sem dæmi að við rekum saltfiskverkun við suðvestur hornið. Við kaupum stóran netaþorsk á mark- aði og við erum með vertíðarbáta í föstum viðskiptum. Vertfðarbátarnir em kvótalitlir nú til dags og snemma á vertfð þurfa þeir að leigja sér kvóta. Kaupverð okkar á hráefni ákvarðast á fiskmarkaðnum, þannig að við leigj- um handa viðskiptabátunum kvóta og greiðum útgerðunum mismuninn upp að markaðsverði. Markaðsverðþorskur...: 120kr./kg. Leiguverð þorskkvóta...: 70kr./kg. Netto til útgerðar: 50 kr./kg. Þar af til hlutaskipta: 15 kr./kg. Niðurstaðan er sú að kvótaleigusal- inn fær næstum fimm sinnum meira en öll áhöfnin til samans. Pr.kg. Pr. viku Saltf. 3 kg + komið í skip Bein, lifur, hrogn og fés 400 kr 8.600.000 200.000 21,5 tonn/viku Gjöld Hráefniskostnaður... 280 kr 6.000.000 kr. 50 tonn/viku Launakostnaður... 200.000 kr 2,3 prósent af tekjum Annar kostnaður... 120 kr 2,600.000 kr 30,2 prósent af tekjum Og þá kemur að vinnslunni. Við vinnum 50 tonn af stórþorski á viku og höfum sex kunnáttukaria á gólfinu. Nýfingiti er 43'prósent. Sjá!töflu neðst á síðu. . Launakostnaðurinn er jafnt auka- tekjunum og „annar kostnaður" er þrettán sinnum hærri en launin. Þá er kvótaleigan 58 prósent af hráefnis- kostnaðinum, alls 3,5 millj. kr. á viku eða næstum fjórum sinnum meira en áhöfn og launamenn kosta samtals. Það veldur því engum bráðadauða greinarinnar þó launin tvöfaldist. Og hvaðan kemur svo þessi kvóti. Sumt kemur frá stærri útgerðum sem veiða ffekar utan landhelginnar, sumt kemur frá kvótafjárfestum, en tölu- verður hluti hefur komið ffá byggðum sem dæmd hafa verið úr leik með kvótakerfinu. Verð á kvóta miðast nefnilega við það verð sem fæst fyrir stóran netaþorsk við suður- og vestur- ströndina, stærsta og feitasta þorsk í heimi. Útgerðarmaður á Vestfjörðum fær 70-80 kr. fyrir hvert kíló af 4-7 kg þorskinum sem þar veiðist. Og þó fiskimið Vestfirðinga séu gjöful þá getur aldrei borgað sig að veiða þár ef jafn mikið fæst fyrir veiðiréttinn til stórþorskveiða við Reykjanes. í náðarfaðm ESB? „Það getur svo sem vel verið að sjávarbyggðimar séu svo niðurlægðar og hjálparvana gagnvart íslenska léns- veldinu að þær muni hreinlega lognast út af, en hitt er víst að Evrópusam- bandið samþykkir ekki óskapnaðinn innan sinna vébanda. Og eins og mál- um er nú komið þá hefur almenningur á Islandi engra hagsmuna að gæta, kvótaleiga í eigu hlutafélaga, hvort sent heimili þeirra er á Islandi eða annars staðar, hverfur þeim að skað- lausu. Ef sjávarbyggðunum á Islandi væri hins vegar tryggt jafnræði innan ESB til nýtingar íslenskra veiðistofna þá ættu sjávarbyggðimar við ströndina mikiu meiri möguleika en nú þegar aðgangurinn er einokaður af stómm verksmiðjuskipum og allur gróði er soginn burt úr greininni gegnum veiðiréttinn. Hins vegar væri létt verk fyrir íslensku byggðimar að sækja bú- seturétt til fiskimiða við ströndina inn- an ESB. Jaðarbyggðir norðursins em nefnilega heilagar kýr í huga ríkjandi valdhafa á meginlandi Evrópu. Höfundur er byggingamaöur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.