Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 1
MÞBUBLMÐ Þriðjudagur 11. febrúar 1997 Stofnað 1919 21. tölublað - 78. árgangur ¦ l^ðnusamningurinn á Austurlandi samþykktur með naumum meirihluta Ótrúlegur heilaspuni segir Sigurður Ingvarsson um umæli Eiríks Stefánssonar. Samningurinn milli Alþýðusam- bands Austurlands, fyrir hönd starfs- manna í loðnuverksmiðjunum á Eski- firði, Neskaupstað, Vopnafirði og Höfn, og Vinnumálasambandsins var samþykktur um helgina með 35 at- kvæðumgegn27. „Ég mælti með þessum samningi. Ég taldi að meira væri ekki hægt að fá með þessu hætti. Samningurinn var dæmdur á þennan hátt og niðurstaðan kemur mér ekki á óvart", sagði Sig- urður Ingvarsson, formaður Alþýðu- sambands Austurlands, í samtali við blaðamann. Þegar Sigurður var beðinn um hans skýringu á að munurinn var ekki mik- ill í atkvæðagreiðslunni svaraði hann: „Það er geysilega mikil breyting fólg- in í þessum samningi. Hann felur í sér mikinn niðurskurð á vinnutíma og einnig getur hann valdið lækkun helldarlauna ársins. Það er því eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér. Við stóðum frammi fyrir því að það er bú- ið að samþykkja hér tilskipun Evr- ópusambandsins um styttingu vinnu- tímans. Slagurinn stóð því um að reyna að koma í veg fyrir tekjulækk- un. Það tókst ekki fullkomlega eins og við stefndum að, en þetta er niður- staðan", sagði Sigurður. Þegar ummæli Eiríks Stefánssonar voru borin undir Sigurð sagði hann: „Þetta er ótrúlegur heilaspuni. Ekk- ert af þessu er rétt, en það má koma fram að Eiríkur Stefánsson var hér hringjandi daga og nætur út í þessar loðnuverksmiðjur að leggja að mönn- um að fella þennan samning. Eirikur hefði hvenær sem er getað fengið rétt- ar upplýsingar hjá mér. Ég óska Eiríki og öðrum félögum mínum í verkalýðshreyfingunni hins besta og að þeim verði vel ágengt í baráttunni og að þeir geti gert betri samning". Eiríkur Stefánsson, verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði, um samninginn við loðnuverksmiðjurnar. Þá var farið í baktjaldamakk ,3olabrögðin í þessu máli eru til skammar fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég ætla ekki að segja að það gildi um mennina sem voru að greiða atkvæði, því að þeir voru gerðir ringlaðir. Atkvæðagreiðslan var tafin í marga daga vegna þess að það var alveg ljóst í byrjun að hann yrði kolfelldur, og svo farið í bak- tjaldamakk", sagði Eiríkur Stefánsson, verkalýðs- leiðtogi á Fáskrúðsfirði, um samþykkt loðnuverk- smiðjusamningana á Austfjörðum. „Strákarnir í þessum fjórum verksmiðjum voru plataðir sitt á hvað. Það var verið að gera þeim alls konar yfirboð, undir borðið. Þessi samningur á að vera mótandi fyr- ir allar hinar verksmiðjurnar og þær verða neyddar til að taka sama samning. Ég hef öruggar fréttir af því að á Eskifirði hafi ver- ið höfð í frammi vinnubrögð að á síðustu mínútum fyrir afkvæðagreiðsluna hafi verið boðnir ákveðnir rdutír, sem ekki átti að setja inn í samninginn. Svo á að hafa verið sagt að ef eitthvað meira fengist á öðr- um stað, þá fáið þið það líka. Það er greinilega ekki hægt að greiða atkvæði í einum potti um svona samninga. Að samningurinn var samþykktur með 35 atkvæð- um gegn 27 sýnir okkur að það er gífurleg óánægja með samninginn. Mitt mat á samningnum var að hann væri gjör- samlega óaðgengilegur, þegar okkur var boðið að skrifa undir hann, því að það voru í honum svo mikl- ir ágallar að það varð að laga þá", sagði Eirfkur Stef- ánsson. ¦ Alþýðublaðsútgáfan ehf. tekur við Alþýðublaðinu Öbreytt útgáf a í hönd- um nýrrar stjórnar Eyjólfur Sveinsson: Blaðið tekur mið af sjónarmiðum jafnaðarmanna og sést einnig af því að ritstjóri er ráðinn af útgáfufélaginu og Alþýðuflokknum í sameiningu". „Við leituðum til flokksmanna eftir framlögum, sem þurftu að vera allhá, til þess að við gætum haldið áfram að gefa blaðið út á vegum flokksins, en fengum ekki undir- tektir við það", sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, þegar Alþýðublaðið óskaði eftir að hann segði frá aðdraganda og ástæðum þess að nú hefur Alþýðu- blaðsútgáfan ehf. tekið við útgáfu blaðsins úr höndum Al- prents hf. „Að undanförnu höfum við verið að leita leiða til að halda áfram útgáfu blaðsins, gera úrslitatilraun til að láta út- gáfuna standa undir sér. Við leituðum til Alþýðublaðsút- gáfunnar ehf. sem gaf blaðið út snemma á áttunda áratugn- um og samningar tókust um að hún mundi taka við því verki aftur. Á þeim tíma starfaði ég með þessu félagi sem ritstjóri og ég hafði af því mjög góða reynslu. Eg vona að þetta gangi vel", sagði Sighvatur. ,FJns og lesendur Alþýðublaðsins hafa orðið varir við í umræðunni að undanförnu, hefur Alþýðublaðið verið rekið með halla og eigendur blaðsins voru komnir nálægt ákvörðun um að leggja blaðið niður", sagði Eyjólfur Sveinsson, stjórnarmaður í Alþýðublaðsútgáfunni ehf., þegar blaðið leitaði eftir hans umsögn. „Með hliðsjón af því að við tefjum að hvergi sé hægt að gefa blað út hagkvæmar heldur en í samstarfi við Frjálsa fjölmiðlun, vegna þeirra tækja, aðstöðu og ýmislegs annars sem þar er fyrir hendi, var ákveðið að gera þessa úrslitatilraun með útgáfu Al- þýðúblaðsins. Því var ákveðið að Alþýðublaðsútgáfan tæki útgáfuna að sér, Alþýðuflokknum að kostnaðarlausu, um ákveðinn tíma, og svo verður málið skoðað aftur á haust- dögum eða undir lok árs. Það er auðvitað von okkar að þessi tilraun muni takast", sagði Eyjólfur. Aðspurður um ritstjórnarstefnu meðan á tilrauninni stendur svaraði Eyjólfur: „Það er rætt um að hún verði óbreytt, sem felur í sér að blaðið tekur mið af sjónarmiðum jafnaðarmanna og sést einnig af því að ritstjóri er ráðinn af útgáfufélaginu og Al- þýðuflokknum í sameiningu". I fréttatilkynningu sem hefur verið gefin út um breyting- arnar segir meðal annars að Alþýðublaðsútgáfan ehf. sé í meirihlutaeigu Frjálsrar fjöimiðlunar, en einnig séu meðal hluthafa fólk úr forysturöðum Alþýðuflokksins. Stjóm fé- lagsins skipa Sveinn R. Eyjólfsson, Eyjólfur Sveinsson og Sighvatur Björgvinsson. Síðastliðinn laugar- dág hélt þingflokk- ur jaf naðarmanna ráðstefnu um laun- in og réttlætið á ís- landi. Þar ræddu þingmenn við f ram- ámenn f samtökum iaunaf ólks og hag- fræðinga. Rætt er við nokkra f undar- gesti í blaðinu í dag og birtar myndir frá fundinum. Sjá bls. 5. Össur ritstjóri Alþýðublaðsins Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, hefur tekið við sem ritstjóri Aiþýðu- blaðsins um óákveðinn tíma, frá og með deginum í dag að telja. Eins og fram kemur annars staðar hér á síðunni tók Alþýðublaðsútgáfan ehf. við rekstri Al- þýðublaðsins í gær. Með þessum tímamótum og aðkomu nýs ritstjóra er gerð úr- slitatilraun til að tryggja útgáfugrundvöll Alþýðublaðsins en árangurinn verður metinn á hausti komanda. Össur er þrautreyndur í blaðaútgáfu og hefur komið að útgáfu ýmissa fjölmiðla undanfarin 20 ár. Starfsfólk Alþýðublaðsins fagnar komu Össurar og væntir mikils af samstarfi við hann. ,Fg geng glaður að þessu verki," sagði Össur í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Alþýðublaðið á sér glæsta sögu, ekki síst undanfarin ár, og mikilvægt er að kappkosta að halda merki þess á lofti. Ég hef áður komið að útgáfu þessa blaðs fyrir nokkrum árum en það endaði með þeim ósköpum að það kviknaði í blaðinu. Vonandi tekst betur til nú enda hin nýju húsakynni blaðsins vel búin slökkvitækj-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.