Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11 FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r é t t i ■ Pólitíkin hefur verið skrautleg í Vesturbyggð, en Nú er allt fallið í Ijúfa löð og nýr bæjarstjóri kominn segir Kristín Jóhanna Björnsdóttir, bæjar- stjórnarmaður í Vesturbyggð. „Lítil vinna er á Bíldudal, engin vinnsla hvorki í Rækjuvinnslunni né Trostan. Rækjubátamir eru nýbyrjaðir, en rækjunni er landað á Bfldudal en hún er svo flutt yfir á Bijánslæk, þar sem Trostan hefur einnig vinnslu. Hér á'Patreksfirði hefur vinna verið glopp- ótt, meðal annars vegna þess að Núp- urinn er í slipp. Núna er einhver vinna í saltfiski og eitthvað er verið að vinna í írystihúsinu líka. A Tálknafirði hefur verið vinna, Guðrún Hlín hefur landað þar og aflinn er unninn í Hraðfrysti- húsi Tálknafjarðar," sagði Kristín Jó- hanna Bjömsdóttir, bæjarstjómarmað- ur í Vesturbyggð, þegar blaðið spurði tíðinda þaðan að vestan. „Pólitíkin hefur verið talsvert skrautleg hér hjá okkur að undan- fömu, en það er nú yfirstaðið, ég held að allt sé fallið í ljúfa löð. Við höfum fengið nýjan bæjarstjóra, Jón Gauta Jónsson, sem var á Súðavík, mjög góður maður. Hann verður hér að minnsta kosti í þrjá mánuði og það væri best fyrir okkur að við fengjum að hafa hann áfram, en ég get ekki sagt um það nú hvort svo verður. Fyrr- verandi bæjarstjóri og núverandi for- seti bæjarstjómar fengu þriggja mán- aða JeyftÆamú>erfarið að vinuu eins og við Alþýðuflokksmenn vildufn allt- af að væri unnið, búið að gera fjár- hagsáætlunina og leggja hana fyrir í bæjarráði til fyrri umræðu og það er farið að vinna mjög vel á skrifstofúnni núna. Hvað mannlífið snertir er ýmislegt að gerast. Þjóðin veit um átökin um veitingama'nninn, svo ég læt það liggja inilli 'hluta'nú'. én'deilan við h'anh hef- ur óneitanlega haft svolítil áhrif á bæj- arlífið. En það er fleira íféttnæmt. til dæmis átti Tálknafjarðarkirkja níutíu ára vígsluafmæli um síðustu mánaða- mót. Þar var mikil samkoma sem um hundrað og sextíu manns sóttu. Kór- amir á svæðinu æfðu saman og sungu við athöfnina og almenn ánægja ríkti með þessa samkomu. Björgunarsveitin Blakkur og Slysa- vamadeildin Unnur standa fyrir spum- ingakeppni, sem hófst í október hér á svæðinu, þar sem tuttugu og fjögur lið hófu keppni. Nú eru tólf lið eftir og þau keppa í útsláttarkeppni sem úrslit eiga að fást úr í apríl. Þessi keppni hefur lyft mannlífinu mjög mikið og dregið að fólk, allt upp í hundrað sjö- tíu og fimm manns, þar á meðal suma sem aldrei fyrr höfðu komið inn á Felgu, þar sem keppnin er háð. Þessi keppni er liður í fjáröflun þar sem Björgunarsveitir em að safna fyrir nýj- um bfl, sem væntanlega verður afhent- ur bráðlega. Keppnin hefur verið mjög skemmtileg og yfirleitt er hér líflegt félagslíf, þorrablót hafa verið haldin á Tálknafírði, Bfldudal, á Barðaströnd- inni og á Örlygshöfn var þorrablót núna um helgina, en hér var því frest- að vegna deilunnar um samkomuhús- ið. Samkórinn hélt tónleika á Bíldudal um mánaðamótin, hann er ákaflega góður, það liggur við að maður komist í vímu við að hlusta á hann. Stjómand- inn er enskur, Sandy Miles, og hann er skólastjóri tónlistarskólans. Á Bfldudal hefur verið opnuð fé- lagsmiðstöð fyrir unglinga og einnig er búið að opna Sæbakka, þar sent er aðstaða fyrir aldraða. í janúar náðist sá áfangi að skólinn hér á Patreksfirði -varð'eiesetinn og þar er F. bekkur framhaldsskóla. Við höfum fengið nýtt blóð hingað að skólanum, þar sem eru hjónin Finnur Friðriksson og Kristín Björnsdóttir. Þau eru mjög áhugasamt íþróttafólk og hafa hrint af stað bylgju íþróttaiðkunar hér á Pat- reksfirði, sem var veruleg þörf á, vegna þess að hér hefur lengi verið deyfð yfír íþróttum, en nú eru hjólin farin að snúast af fullum krafti. Veðráttan hér er ósköp svipuð og í Reykjavík, það hefur verið ágæti tíð til landsins, nema þessi mikla rigning sem gerði um daginn og olli flóðunum á Bfldudal. Sem betur fer urðu engin meiðsli né manntjón af þeim og lítið eignatjón, jafnvel minna en óttast var í upphafi. En það hefur gefið illa á sjó í vetur og þar af leiðandi hefur lítill afli komið á land,“ sagði Kristín Jóhanna Bjömsdóttir á Patreksftrði. Frá Patroksfirði. í vetur hefur gefið illa á sjó og lítill afli komið á land. Breiðfirðingur 1996 kominn út Tímaritið Breiðfirðingur 54. ár- gangur kom út skömmu fyrir jól, en hann er elsta núlifandi átthagarit landsins. Meðal efnis í þessu hefti er greinin Göngukona á grýttri slóð eftir Jón Marinó Samsonarson um eina síð- ustuförukonu áíslandi, Þjóðhildi Þor- varðsdóttur frá Leikskálum, sem dvaldist um hríð í Vesturheimi. Tóm- BREIÐFIRÐINGUR as R. Einarsson tónlistarmaður gerir grein fyrir síra Friðrik Eggerz í Akur- eyjum og deilum höfðingja á Skarðs- strönd í samantektinni Ihaldssamur bardagaklerkur. Birtar em minningar Kristjönu V. Hannesdóttur skólastýru: Um námsferð um Norðurlönd árin 1925 og 1926. Einar G. Pétursson skrifar um hinn dularfulla dýrling í dölum: Góði maðurinn Þórður. Hulda Skúladóttir skrifar um Skólahald í Neshreppi utan Ennis 1910 - 1946. Friðjón Þórðarson greinir frá nýsettum lögum og nefnd um vernd Breiða- ijarðar. Birt em tvö ljóð ásamt lögum eftir Ólaf Magnússon frá Hellissandi og hugvekja um minjasöfnun eftir Sæ- mund Björnsson frá Reykhólum. Langt er nú komið að setja saman skrár yfir efni Breiðfirðings frá upp- hafi og verður hún væntanlega gefin út í sérstöku hefti. Enn er þó leitað að nokkrum höfundum efnis. Ritstjórar Breiðfirðings em Ami Bjömsson og Einar G. Pétursson. ■ Össur Skarphéðinsson spyr umhverfisráðherra um flórgoða- stofninn Fugl í útrým- ingarhættu „Þetta er fyrst og fremst umhyggja fyrir þessum fugli sem er í útrýming- arhættu", sagði Óssur Skarphéðinsson, alþingismaður, um fyrirspurn sem hann hefur beint til umhverfisráðherra um ástand flórgoðastofnsins. Fyrirspumin er í sjö liðum um þró- un stofnstærðar flórgoða, hvar á land- inu hann er nú að fínna, hvað er vitað um þróun stofnsins á Suðurlandi, hverjar taldar eru helstu skýringar á fækkun tegundarinnar, hvort fyrirhug- að sé að rannsaka sérstaklega áhrif minks á tegundina, hvaða aðrar rann- sóknir á flórgoða em fyrirhugaðar og hvort fyrirhugað sé að gera sérstaka vemdaráætlun fyrir tegundina. „Þessi fugl lifir á votum svæðum, sem hafa látið mjög undan síga fyrir framræsluáráttu Islendinga. Hann var all fjölmennur á Suðurlandi en er að hverfa þaðan, það vom hundroð para á Mývatni og það er mál manna að þar sé hann á vemlegu undanhaldi. Eg hef löngum verið þeirrar skoðunar að hnignun hans á seinni árum standi í sambandi við framrás minksins og að það sé nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að vernda fuglastofna á borð við flórgoðann", sagði Össur Skarphéð- Össur: Nauðsynlegt að gera ráð- stafanir til að vernda fuglastofna á borð við flórgoðann. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1, flokki 1995 1. flokki 1996 - 21. útdráttur -18. útdráttur -17. útdráttur -16. útdráttur -12. útdráttur -10. útdráttur - 9. útdráttur - 6. útdráttur - 3. útdráttur 2. flokki 1996 - 3. útdráttur 3. flokki 1996 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 11. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS L3 HÚSÖRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.