Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Hver er árangurinn? Það er fróðlegt að fara yfir og skoða árangur af stjómun fiskveiða síðast- liðin 10 - 12 ár. Það sem er athyglis- vert og sætir mikilli gagnrýni er að yfirráð yfir kvótanum em komin í hendur nokkurra aðila að stærstum hluta, sjósókn hefur ekki verið meiri í annan tíma en nú er og brottkast fiskjar hefur nánast ekkert breyst. Stór hluti sjómanna em orðnir leiguliðar stórkvótahafanna og þorskvótinn hefur verið aukinn um 30 þúsund tonn á þrettán ára upp- Pallborð | byggingartíma. Er ástæða til að óska okkur til hamingju með það? Það er viðurkennt meðal sjómanna og margra útgerðarmanna að ofveiði er á karfa, humri, grálúðu og fleiri tegundum. Uthlutaður ufsa-, ýsu-, sfldar- og loðnukvóti hefur ekki náðst. Hvers vegna ekki? Hefur fisk- veiðistjómunarstefnan aukið vemd fiskistofnanna? Það er vandi að sjá það af framansögðu. En þarf þá ekki að stjóma fisk- veiðum? Það er nauðsyn að ákvarða hámarksafla úr hverjum stofni. Það er nauðsyn að búa til viðunandi leik- reglur. Það er því miður vart annað að sjá en að framkvæmd veiðistjómunar- innar hafi leitt til vaxandi úlfúðar sem berlega sést á hver staða samn- ingamála er í dag milli sjómanna og útvegsmanna. Baráttan varðar fiskveiðistjómun- arkerfi sem virkar ekki eins og ætlast er til. Leiguliðakerfið gengur ennþá vegna þess að ástand í atvinnumálum hefur verið þannig að ef sjómenn sætta sig ekki við að vinna sam- kvæmt því þá er þeim sagt að hirða pokann sinn, unnt að fá menn til sjó- mennsku, þeir bíði í röðum. Viðskipti - kvótabrask Stjómunarkerfi fiskveiða hefur kallað á svonefnt kvótabrask. Fínni orð um sömu aðgerð eru: Viðskipti með aflaheimildir. Ef viðskipti em á þann veg að þau leiða til skerðingar á kjömm sumra en hossa öðmm fyrir atbeina löggjafans þá er um brask og siðleysi að ræða og það er fráleitt að lögin hafi verið sett til að vinna þannig eftir þeim. Þessu tel ég að nauðsyn sé að breyta annars mun engin sátt rflcja. Menn selja sameign þjóðarinnar. Menn komast upp með að leggja skipum, segja upp áhöfnum, græða á kvótasölu, veðsetja sameign þjóðar- innar og jafnvel erfa hana. Allt þetta er vitað og látið viðgangast. Allt þetta viðgengst fyrir opnum tjöldum. Og þeir sem græða mest hæla sér af því án þess að löggjafinn grípi inn í atburðarrásina. Menn ero að tala um kvótaeign sína og þeir fara með hana eins og þeim sjálfum hentar án allra afskipta. Það var ekki markmiðið með lögun- um um fiskveiðistjómun, ef ég man rétt. Lögin áttu að vemda fiskveiði- stofnana og leiða til rneiri hag- kvæmni. Kerfið er gallað. Menn kaupa kvóta dýra verði. Menn leigja sér kvóta á ofurverði þegar þá vantar heimildir fyrir meðafla og oft er hon- um hent í sjóinn til að sleppa við refsingu fyrir að koma með veiddan afla að landi sem ekki er heimild fyr- ir. Það hefur komið fyrir að menn sem eiga nægar heimildir í ýsuafla hafi lent í því að fá netin full af þorski. Það er svo undarlegt að fiskteg- undir synda í hvaða net sem er og gera engan greinarmun á trolli eða snurvoð. Fiskurinn fer í veiðarfærið. Og ef ekki er heimild fyrir viðkom- andi skip fyrir meðaflanum er síðasta úrræðið, sem ærið oft er gripið til, að henda aflanum dauðum aftur í sjó- inn. Frumvörp og þingsá- lyktanir jafnaöarmanna Ágætu lesendur það virðist lítið ganga að koma í veg fyrir braskið, það virðist ganga takmarkað að koma í veg fyrir brottkast. Þessvegna flytjum við jafnaðar- menn fmmvarp til laga sem lýtur að þessum þáttum stjómunar fiskveiða bæði hvað varðar brottkast fiskjar, eða réttara væri að ræða um heimild- ir til að koma í land með veiddan fisk með því að rýmka heimildir. Við jafnaðarmenn flytjum einnig fmmvarp um breytingu á lögum sem varðar takmörkun á framsali það mun takmarka braskið, það verður sennilega ekki afnumið nema í áföngum. Það er nefnilega Ijóst að stjómarflokkamir vilja ekki breyta veiðistjómunarkerfinu þannig að fullkomlega verði komið í veg fyrir brask. Við flytjum einnig þingsályktunar- tillögu um að skipa nefnd til að út- færa á hvem hátt má setja á veiði- gjald, það er að greitt verði fyrir það að hafa leyfi til að landa ákveðnu magni af fiski. Þessi þrjú mál em hér ykkur til kynningar og urnræðu. Ég má til með að koma að því sem ég tel vera skammsýni útgerðar- manna varðandi veiðigjald Komum fyrst að gróða útgerðar- manna. Þeir fengu í upphafi kvótana gefins, en eins og flest takmörkuð gæði eru kvótar verðmætir. Ymsir út- gerðarmenn hafa hagnast vemlega á þessu. I kjölfar framsals á kvótum hafa verulegar fjárfúlgur færst milli útgerðarmanna, og greiðslugeta margra þeirra á meðal virðist í góðu lagi. Menn geta kallað andúð fólks á þessu réttlætiskennd eða öfund, allt eftir smekk. Hinu skulu menn átta sig á, að kvótakerfið er háð því, að það sé fyrir hendi pólitískur vilji hjá þjóðinni til að halda þessu kerfi úti. Það er alls ekki nóg, að kerfið sé skil- virkt og hagkvæmt, það verður líka að vera sæmilega réttlátt. Það særir réttlætiskennd flestra, að menn séu að hagnast á verðmætum, sem þeir hafa fengið gefins og reyndar em skilgreindar sem þjóðareign. Séð í þessu ljósi, verður það að teljast furðulegt, hve andsnúnir margir útgerðarmenn em veiðigjald- inu svokallaða. Það er hvorki útgerð- armönnum né þjóðarheildinni í hag, að kvótakerfmu verði kastað fyrir róða eða framsali kvóta settar svo þröngar skorður, að það skili litlum sem engum árangri. Það þjónar að öllum líkindum langtímahagsmunum útgerðarmanna að sættast við þjóðina á hæfilegt veiðigjald. Sumum for- ystumönnum útgerðarmanna er þetta löngu ljóst; fyrir tveim ámm eða svo gerðist Ámi Vilhjálmsson prófessor talsmaður einmitt þessarar lausnar. Meginmálið er að núverandi fisk- veiðistjómunarkerfi er orðin ófreskja sem ekki er hægt að una við hvorki fyrir þjóð né þing. Það era aðeins þeir sem hafa getað sölsað undir sig kvóta sem era ánægðir með kerfið. Því þeir em hinir raunvemlegu sæ- greifar með leiguliða á jötu sinni sem þeir skammta eftir geðþótta hverju sinni. Öllu því braski sem ég hef vikið orðum að fylgir löglegt undanskot frá skatti, vegna þess að ef sjómenn- imir fengju hlut úr raunveralegu aflaverðmæti skilaðist eðlilegt hlut- fall tekna sér til ríkissjóðs. En í skjóli mjög rúmra heimilda fyrir milli- færslu á tapi hjá útvegsfyrirtækjum milli ára tapar ríkissjóður verulegum tekjum, þó svo að hæstvirtur fjár- málaráðherra vilji ekki skilja það. Höfundur er alþingismaöur. Mörgum Framsóknarmönnum þykir Finni Ingólfssyni hafa fat- ast flugið og vera í hálfgerðu óstuði eftir ágæta byrjun í ráðherrastól. Þannig finnst flokksmönnum hann ekki hafa tekið launahækkanir bankastjóranna nógu föstum tök- um, en hann lét nægja að segja að málið yrði skoðað þegar bankarnir yrðu gerðir að hlutafélögum. Málið var rætt á fundi í þingflokknum fyrr í vikunni og þar lagði einn nýju þingmannanna fram mótaða tillögu um að þingflokkurinn óskaði eftir því við bankamálaráðherrann að hann tæki upp opinberar viðræður viö formenn bankaráða um að greiðslur til bankastjóra yrðu lækk- aöar. Þingmaðurinn mun meðal annars hafa lagt til að horfið væri frá því að greiða þeim sérstaklega fyrir setu í stjórnum fyrirtækja. Til- lagan var ekki afgreidd, þar sem Finnur Ingólfsson gat ekki mætt sökum anna á Grundartanga. Sá sem bar hana fram var Gunnlaug- ur Sigmundsson. Hann er með nútímalegri þingmönnum Fram- sóknarflokksins, sem er trygging fyrir því að frami hans í flokknum verður aldrei mikill... Eins og við sögðum frá í gær er meirihluti Alþýðuflokks og tví- menninganna Jóhanns Bergþórs- sonar og Ellerts Borgars Þor- valdssonar sem klufu sig frá Sjálf- stæðisflokknum búinn að skipta út öðrum af tveimur fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í tveimur lykilnefnd- um bæjarins, skólanefnd og hafnar- nefnd. En þó kosið sé til fjögurra ára, og kjörtími nefndanna ekki úti fyrr en við sveitastjórnarkosningar á næsta ári, þá er fordæmi fyrir endurkjöri nefnda samkvæmt úr- skurði félagsmálaráðuneytisins, er svipað mál kom upp fyrir skömmu á Húsavík. Fulltrúar tvímenning- anna voru kosnir í báðar nefndir í stað Sjálfstæðismannanna, en menn úr liði Alþýðuflokksins munu fá formennskuna. Talið er fullvíst að Hallgrimur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, verði formaður skólanefndar en meiri óvissa ríkir um hafnanefndina, sem samkvæmt hefð er afar mikilvæg í bænum. Tveir koma helst til greina. Margir telja Tryggva Harðarson eiga til- kall til nefndarinnar, því hann er bæjarfulltrúi en ekki formaður í neinni þungri nefnd. Vegur hans hefur þar að auki vaxiö innan meiri- hlutans. En Eyjólfur Sæmunds- son er einnig þungavigtarmaður í flokknum í Hafnarfirði, og hann var formaður nefndarinnar árin 1990- 1994. Það er því ekki sjálfgefið að Tryggvi gangi inn í formennskuna. En Eyjólfur er hinsvegar líka for- maður stjórnar heilsugæslustöðvar og það styrkir Tryggva. i stöðunni veðja menn því á hann... Fáir úr forsætisnefnd þingsins þykja hafa jafn góð tök á óstýri- látum þingmönnum jafnaðarmanna og Guöni Ágústsson enda upp- haflega kominn af fátæku tómthús- fólki á Eyrarbakka sem leit á Al- þýöuflokkinn sem bjargvætt. Fyrr í vikunni var hörð umræða um frum- varp hinnar sívinsælu Ingibjargar Pálmadóttur um réttindi sjúklinga. Fáum þótti frumvarpið nægilega gott og teygðist úr umræðunni. Þegar bæði Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéð- insson ætluðu enn að setja á ræð- ur um málið leiddist Guöna þófið, hallaði sér að þeim úr forsetastól og sagöi: “Látiði ekki svona drengir, stelpan á afmæli í dag!" Báðir hættu við ræður sínar í tilefni af þessum merku tímamótum... 'FarSide" eftir Gary Larson láð'enni Staffan! Hún er greinilega af Vespula- tegund Jón Pétursson lögreglu- Agúst Felix Gunnarsson Anna Guörún þjónn: bakari í Boston: Konráösdóttir nemi: Æsa Bjarnadóttir afgreiðslumaður: Freydís Ólafsdóttir verslunarmaöur: “Eg er hættur að spila í happ- drættum og fór meira að segja í lottóbindindi urn áramótin.“ “Engu, ég er búsettur erlendis og hef annað við peningana að gera.” “Því litla sem ég eyði fer í spilakassa.” “Ekki einni einustu krónu.” “Eg hef trú á því að það sé milli þrjú og fjögur þúsund krónur á ári.” m c n n Víkverji fékk orð í eyra fyrir að hafa hent tómri flösku í ruslafötu sem einungis átti að taka við papparusli og honum var bent á að við svona broti væru ákveðnar sektir ef upp kæmist. Hvenær skyldum viö ná þessu stigi í flokk- un sorps spyr Víkverji dreyminn. Mogginn í gær. Séra Jakob sagði klukkahringing- una hafa verið kveðju sem tákn um langa samleið iögmannastétt- ar og kirkju í íslenskri sögu. Aö beiðni laganema var klukkum dómkirkj- unnar hringt þegar þeir gengu frá Alþingis- húsinu að Hótel Borg. Mogginn í gær. Hún gagnrýnir lágar fjárveitingar tii rannsóknar sjóslysa og sé til að mynda rannsóknarnefnd sjó- slysa aðeins úthiutað sjö milljón- um króna á ársgrundvelli, sem renni nær alfarið í skrifstofuhald, launagreiðslur og greiðslur fyrir nefndarsetur, þannig að ekkert fé sé aflögu til eiginlegra rann- sókna. Kolbrún Sveinsdóttir missti eiginmann og fööur þegar Æsa ís - 87 fórst, en hún hef- ur ritaö bréf til ráðherra og þingmanna, þar sem hún biður um aö fjármunum verði veitt til að lyfta flakinu af hafsbotni. Mogg- inn í gær. Hann segir að þeir Vestur-íslend- ingar sem nú eru í blóma lífsins séu fullir forvitni og sjálfstrausts gagnvart upprunalandinu og megi sjá merki þess meðal annars í því að hugtakið Vestur íslendingur sé á undanhaldi en við taki hugtak- ið, „fslenskir Kanadamenn," eða „lcelandic Canadians," og sam- svarandi hugtak í Bandaríkjunum. Mörður Árnason varaþingmaður í Þing- flokki Jafnaðarmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að komið verði á fót skrifstofu, svokallaðri Stephansstofu, sem sinni málefnum Vestur- íslendinga, ís- lenskra ríkisborgara og annars fólks af ís- lenskum ættum sem býr erlendis. Mogginn í gær. Rikisstjórnin ákveður stundum eins og títt er um slíkar að láta eitthvað gott af sér leiða. Hún kallar saman tugi sérfróðra manna og lætur semja fagrar stefnuskrár á ýmsum sviðum. þegar búið er að litprenta bæk- lingana eru þeir hátíðlega kynntir í Rúgbrauðsgerðinni. Þannig var í fyrrasumar smíðuð stefna ríkisstjórnarinnar í máium upplýsingasamfélags nútímans. Og í vetur var ákveðið að hætta notkun fíkniefna á íslandi upp úr aldamótum. Hvort tveggja er afar fagurt og göfugt og ráðherrar verða andaktugir í Rúgbrauðs- gerðinni. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Vel kýldir karlmenn eru ekkert fyrir augað. Sérstaklega ef þeir fara svo að dansa líka. Þá hlæja íslendingar eins og frumbyggjar. Hlín Agnarsdóttir fjallar um listina að njóta þess sem maöur skilur ekki í skemmtileg- um pistli. DT í gær. s Nú undrast ég það, þar sern einn ég í skugganum vaki að mín æska er liðin, er horfin, og langt mér að baki, á einfaldan hátt, eins og auðfarinn spölur á vegi, og þó undrast ég mest að ég gekk þar, og vissi það eigi. Úr Ijóðinu Raddir sem aldrei hljóðna eftir sólarskáldið Guðmund Böðvarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.