Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 ALPÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ UJJIItM ■ Tolli opnar sýn- ingu í Blómavali Sigtúni á föstu- daginn. Tolli: Blómin standa fyrir sig sjálf, en við notum þau þegar okkur skortir orð. Þau eru mæður allra lita, hið mjúka alheimsafl og fylgja okkur frá vöggu til grafar. Tolli Morthens: “Ég er ekki að skilgreina blóm, það er ekkert vitsmunalegt á ferð- inni. Viðfangsefni mitt er einfaldlega fegurð. “Þetta er litagleði heimsins í ein- um vendi,” segir Þorlákur Morthens myndlistarmaður sem opnar sýningu í Blómavali, Sigtúni á föstudaginn. “Heimsvöndur. Ég er að sýna stórar vatnslitamyndir, en vatnslitir fara vel saman við blóm. Viðfangsefnið er Interfloran, hún kom á undan Inter- netinu. Blómin standa fyrir sig sjálf, en við notum þau þegar okkur skort- ir orð. Þau eru mæður allra lita, hið mjúka alheimsafl og fylgja okkur frá vöggu til grafar. “Ég sýni blómamyndimar í 300 fermetra skála en ég hef haldið mig undanfarið fyrir utan þessa hefð- bundnu sýningarsali og sýndi til dæmis í Kringlunni á sínum tíma. Þá sagði einn Iistgagnrýnandinn að hann hefði aldrei séð sýningu í jafn menn- ingarfjandsamlegu umhverfi. I dag er komin hefð á að vera með sýningar í Kringlunni. Ég tók líka þátt í að halda menningardagskrár með rithöf- undum og söngvurum, og myndlist- armönnum á bifreiðaverksstæðinu Svissinum uppi á Höfða en það var almennt ekki talið að menningin gæti dafnað í verksmiðjuhverfi. Það hefur þó haft þau áhrif að aðr- ir í þessu sama verksmiðjuhverfi eru famir að fá til sín listamenn til að fremja einhverja gjöminga. Ég hef líka þurft að búa til sýningarsali út á landi eins og til dæmis í Félagsheim- ilinu á Eyrabakka. A Selfossi sýndi ég fyrir rúmu ári síðan í bíóhúsinu sem stendur á árbakkanum, það var reist sem kvikmynda og leikhús en hefur staðið autt og myrkvað. Þetta var magnað sýningarrými og ég hef trú á því að markaðstorg blómanna í Blómavali geti orðið vettvangur fyrir uppákomur af ýmsu tagi því um leið og hægt er að sýna fram á að þetta sé gerlegt er hægt að gera þetta oftar en einu sinni. Þama inni í Blómvali er rnaður í snertingu við ftmmþúsund manns, em það þykir gott að fá þrjú til fimm- hundmð manns á sýningu í venju- legu galleríi. Það er einmitt mikið rætt í dag hvort myndlistin sé ð ein- angrast frá fólkinu en Hannes Sig- urðsson hefur mikið reynt að rjúfa þessa einangran í sínu starfi eftir að hann sneri frá New York. Það þarf ekki að vera á kostnað gæðanna þó listamaður sé í snertingu við fjöld- ann, en það getur skapað honum lífs- skilyrði,” segir Tolli að lokum. Pablo Neruda XVII Hugsandi, hnýtandi skugga, í hyldjúpri einverunni Þú ert svo fjarri, fjarri fjarlœgari en nokkur. Hugsandi, frelsandi fugla, formum hlutanna sundrandi, leggjandi Ijósker í jörðu. Klukkuturn þarna íþoku, ó hversu hátt uppi’ í hœðum! kœfandi harmakveinin, myljandi vonirnar myrku, malarinn orðvana þú, á andlit þéryfir þig nóttin langtfrá borginni fellur. Undarleg er þín návist, einsog ókunnur hlutur Ég íhuga, leggferðir langar um lífmitt fyrir tíð þína. Lífmittfyrir tíð nokkurs, mitt stranga æviskeið. Hrópað í átt að hafi, hrópað innan um grjótið, æðandi’ á hamslausum hlaupum, ýrður sœdrifi strandar. Gremjuleg reiðin, ópið, einmanaleiki hafsins. Ærður, ofsafenginn, með armana teygða mót himni. Ljóðið er hið sautjánda í kvæðabálkinum Tuttugu Ijóð um ást, úr bókinni, Tuttugu Ijóð um ást og einn örvænting- arsöngur sem Háskólaútgáfan gaf út nú fyrir jólin.Þýðendur Ijóðanna eru Karl Guðmundsson, sem sér um bragþýðingar og Guðrún Tulíníus sem sér um beinar þýöingar. Viðtalstímar á flokksskrifstofu Nú er að mestu lokið við fyrsta áfanga endurbóta, sem unnið hefur verið að á skrifstofu Alþýðuflokksins á annarri hæð í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. í framhaldi af því verða teknir upp fastir viðtalstímar forystumanna á flokksskrifstofunni. Formaður Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, verður með viðtalstíma á flokksskrifstofunni næstkomandi föstudag, 21. þessa mánaðar kl. 10-12 fyrir hádegi. Síminn á skrifstofunni er 552-9244. Alþýöuflokkurinn Fundur á Húsavík Alþýðuflokksfélag Húsavíkur efnir til almenns stjórnmálafundar á Hótel Húsavík sunnudaginn 23. þessa mánaðar kl. 16:00. Gestur fundarins verður Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn félagsins Fundur á Akureyri Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar boðar félagsmenn til fundar næstkomandi laugardag, 22. febrúar, kl. 12.00 á hádegi í veit- ingasalnum “Stássið” á Akureyri. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið og flokksmál. Gestir fund- arins verða Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, og Magnús Nordal, formaður framkvæmdastjórnar. Stjórn félagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.