Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐiÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 f r q t t i r ■ Óánægja með tilhögum Framsóknarfundar á Hótel Borg 1,100 krónur fyrir fund með heilbrigðisráðherra - segir gömul kona, sem komst ekki á fundinn. Ólafur Örn Haraldsson: “Fyrir misskiln- ing voru veittar rangar upplýsingar. En þetta var opinn fundur og allir velkomnir.” “Ég er örg og reið yfir því að Framsóknarflokkurinn skuli leyfa sér að halda fund um málefni okkar gamla fólksins, og selja aðgang fyrir 1100 krónur. Hvemig á fátækt gam- alt fólk að geta farið á svoleiðis fundi? Ekki við vinkonumar, sem ætluðum sko al- deilis að spyrja Ingibjörgu Pálma- dóttur hvort að hún gæti lifað af lið- lega fimmtíu þúsund krónum á mán- uði,” sagði sárreið gömul kona í til- efni af fundi sem Framsóknarflokks- ins í Reykjavík, stóð fyrir á föstudag, þar sem Ingibjörg Pálmadóttir var gestur. Gamla konan, sem vildi síður að nafn hennar kæmi fram af því hún þarf að sækja aðstoð til hins opin- bera, sagði að þegar þær stöllur fundu út að það kostaði 1.100 krónur inn á fundinn, þá hefði hún hringt fyrir þær, og spurt hvort það væri ekki hægt að komast fyrir minna. Kurteis ung manneskja hefði talið að það hlyti að vera, en kvaðst þó ætla að leita upplýsinga. Hún hefði svo komið heldur kindarleg í símann, og sagt að svarið væri nei. Það væri því miður ekki hægt. Ólafur Öm Haraldsson alþingis- maður kannaðist ekki við að fólk hefði ekki komist inn á fundinn, en hafði síðar samband við Alþýðublað- ið, og hafði þá kannað málavöxtu á Hótel Borg. Hann kvað um misskiln- ing hafa verið að ræða af hálfu starfs- fólks gagnvart umræddri konu. “Sannleikurinn er sá að það komust allir inn án þess að greiða og fengu sæti,” sagði Ólafur Öm Haraldsson alþingismaður og forsvarsmaður fundarins. “í auglýsingum um fund- inn kemur fram að allir vom vel- komnir, en þeir sem vildu málsverð þyrftu að greiða fyrir hann ellefu hundrað krónur. Það kom fólk á fundinn sem ekki vildi borða og það fékk stóla og sat fundinn. Ég vil að það komi fram að hvorki starfsmenn hótelsins né nokkur annar hafði sam- band við mig um neitt annað. Mér fmnst leitt ef það hefur orðið mis- kilningur milli starfsmanna og kvennanna sem hefur valdið því að þær hafi haldið að það kostaði inn á fundinn og ekki treyst sér þess vegna, ég er alltaf tilbúinn að ræða við þessar konur og aðra um málefni aldraðra.” ■ Nýjung í landbúnaði Hálft tonn af sauðaosti Búðdælingar hafa sett á markað tvær tegundir sauðaosta. Kinda- mjólkin sem notuð var við ostagerð- ina fékk mjólkursamlagið í Búðardal frá Hvanneyri, þar sem kindur vom mjaltaðar sérstaklega fyrir verkefnið. Alls fengust þúsund lítrar kinda- mjólkur. Ur þeim vann mjólkurbúið 480 kíló af ostum. Mjólkursamlagið í Búðardal hefur getið sér gott orð fyrir nýjungar, og fyrst um sinn er kindamjólkin notuð til að gera tvær tegundir sauðaosta, Fetaost og Yiju. Þær em líka fram- leiddar úr kúamjólk, svo gott færi gefst til samanburðar. Búðdælingar og Hvanneyringar bíða nú spenntir eftir viðbrögðum neytenda, og framhaldið ræðst af því. Sigurður R. Friðjónsson, samlags- stjóri, reiknar með að bændur fái talsvert hærra verð fyrir sauðamjólk- ina, eða 15-20 prósent, verði af áframhaldandi framleiðslu. Próteinin í sauðamjólkinni þola meiri hita án þess að umbreytast og ýmsir sem hafa ofnæmi fyrir kúa- mjólk geta því neytt afurða úr sauða- mjólk án þess að nokkuð beri á ónæmi. Þess má geta, að í mörgum löndum er gríðarleg framleiðsla á osti úr kindamjólk. Frakkar ffam- leiða til dæmis úr tíu sínnum meira magni en nemur allri kúamjólk á Is- landi. ■ Sverrir Hólmarsson skrifar frá Kaupmannahöfn Hápólitískur ölvunarakstur Á miðvikudagskvöld í vikunni sem leið héldu þingmenn íhalds- flokksins danska út á veitingastað til að eta og drekka eftir erfiðan vinnu- dag. Að langvarandi borðhaldi loknu settist Hans Engell, formaður flokks- ins, upp í bifreið sína og ók heim á leið eftir hraðbrautinni til norðurs. En hann komst aldrei alla leið. Mikl- ar framkvæmdir em í gangi á þessari hraðbraut og nálægt Lyngby var um- ferðinni beint inn á aðra akrein. En Hans Engell láðist að taka vinstri- beygju, ók á nokkra plaststauta og hafnaði síðan á steinsteypustólpa, eyðilagði bflinn og pólitíska framtíð sína. Blóðsýni sem tekið var skömmu seinna sýndi að áfengis- magn í blóði hans var 1,37 prómill, allmiklu hærra en leyfilegt hámark sem er 0,8 prómill. Þetta hefði verið talsverður skellur fyrir hvem sem er. En Hans Engell er ekki hver sem er, hann er nefnilega hugsanlegur forsætisráðherra eftir næstu kosningar. Og nú var spum- ingin sem brann á mörgum daginn eftir: Getur maður sem verður svona hrikalega á í messunni orðið forsæt- isráðherra? Það einkennilega var að fyrsta viðbragð flokksbræðra hans var að það væri öldungis í lagi og að þeir styddu hann áfram. Og það var ekki fyrr en á föstudaginn að Hans Éngell lýsti því sjálfur yfir að hann mundi segja af sér flokksfor- mennsku. Nú stóð íhaldsflokkurinn frammi fyrir þeim vanda að velja eftirmann Engells. Það var sérlega erfitt vegna þess að Engell hafði ekki útnefnt neinn krónprins. í fyrstu virtist Anne Birgitte Lundholt, fyrrverandi iðnað- arráðherra og allhörð fijálshyggju- kona, hafa mesta möguleika, en fljót- lega risu úfar gegn henni þar sem mörgum þótti sýnt að hún yrði nánast toppfígúra sem Hans Engell gæti stjómað bak við tjöldin. Eftir harð- vítuga valdabaráttu varð Per Stig Möller ofan á. Engell verður formað- ur þingflokksins en það embætti hef- ur verið skorið niður og pólitískt vægi þess skert. Per Stig Möller hefur stundum verið sakaður um að vera krati í sauðargæru, eða jafnvel eitthvað enn verra. Hann er doktor í bókmenntum og hefur skrifað nokkrar lærðar bæk- ur, nú síðast rit um stjómmál þar sem hann leggur áherslu á ábyrgð ríkis- valdsins gagnvart lítilmagnanum í samfélaginu. Hann er sumsé miðleit- inn stjómmálamaður sem ekki hefur bara hom í síðu ríkisvaldsins, eins og ýmsir harðlínumenn í Venstre. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framgöngu hans í þessu nýja forystu- hlutverki. Hans Engell var virtur maður og vinsæll á þingi og spámenn hafa oft- lega gert úr því skóna að hann ætti nokkra möguleika á að verða forsæt- isráðherra ef hægri flokkamir næðu I raun þýðir fall Engells að mögu- leikar á hægristjórn eftir næstu kosningar hafa rýrnað til muna. góðri kosningu næst, enda þótt Ven- stre sé mun stærri flokkur en íhalds- flokkurinn. Ástæðan er sú að það em í reynd litlu miðjuflokkamir sem ákveða hver verður forsætisráðherra í Danmörku hveiju sinni (Radikale Venstre, Centrum Demokrateme og Kristeligt Folkeparti). Þessir flokkar mundu aldrei sætta sig við formann Venstre, Uffe Elleman Jensen, sem forsætisráðherra _ til þess er hann alltof mikill harðlínumaður og frekjuhundur. Það er þess vegna ekk- ert sérstakt ánægjuefni fyrir Uffe að Engell skuli vera úr leik og hann eini raunvemlegi keppinautur Poul Nyr- ups um forsætisráðherratignina. í raun þýðir fall Engells að möguleik- ar á hægristjóm eftir næstu kosning- ar hafa rýmað til muna. Að lokum get ég ekki stillt mig um að vitna í gríndálkinn ATS á baksíðu Politiken á laugardaginn. Þar vom birtar tölur úr nýjustu skoðanakönn- un: Venstre 28,6 prósent. Konservative 1,37 prómill. ■ Vatnsvígslur Þorláks biskups stökktu brc gervi stórra músa, en lét undan síga fyrir h Skarphéðinsson sem grúskar í gömlum riti Síðastliðið haust vora tíðar ffegnir af miklum músagangi norðanlands. I kjöl- farið hefur hafísinn lagst að landinu. Það kemur ekki á óvart. Svo virðist nefni- lega, þegar graflað er í gamla annála, að mýs boði mjög oft komu landsins foma fjanda, hafíssins. Á miklum snjóavetr- um einsog þeim sem nú ríkir, gerast mýs jafnan ágengar í híbýlum manna. I gömlum sögnum er víða greint frá því að með kuldum og fannfergi þyrpist þær heim að bæjum og leggist jafnvel á skepnur. Þjóðtrúin hefur fyrir satt, að sókn músa heim að bæjum boði harðan vetur, og þarmeð hafís, enda fylgdi hon- um fyrr á öldum grasleysur og harðæri. Mörg dæmi era úr annálum og sögn- um fyrri alda um mikinn músagang þeg- ar vetur gerðust illskeyttir, og jafnvel til þess vitnað að mýs hafi lagst á sofandi menn. Stundum dugðu engin ráð önnur en heita á helga menn, eða fá vígt vatn til að stökkva burt hinum nagandi mein- vættum, sem engu eirðu matarkyns. Silfrastaðaskottur Hafís gerði til dæmis grimmilega vart við sig veturinn 1880- 1881. Þor- valdur Thoroddsen segir í bók sinni Árferði á íslandi, sem kom út í Kaup- mannahöfn 1916, að árið 1881 hafi verið “mikill ísavetur og hinn mesti frostavetur.” í annarri viku janúar gerði ofsalega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfirði, og hafísinn, sem lónað hafði utan við strendur, varð á örskömmum tíma landfastur. Hann fraus saman við lagnaðarísa, enda gríðarleg frost samfara hafísn- um. f lok janúar var til dæmis hægt að aka og ríða út eftir Eyjafirði, og síðar mældist ísinn í Akureyrarhöfn þriggja álna þykkur. Hafísinn rak meðal ann- ars austur íyrir, og loks vestur um Homafjörð. Bjamdýr fylgdu ísnum, og þess má geta að þijú þeirra tóku land í Vestur- Skaftafellssýslu, og eitt hélt alla leið upp í Núpsstaðaskóg. Það var raunar ekki í fyrsta sinn á nítj- ándu öldinni, sem bjamdýr komu sunnanlands. Um miðja öldina vora drepin hvorki meira né minna en fimm bjamdýr í Skaftafellssýslunum. Áður en hafísinn varð landfastur fyrir Norðurlandi hafði hann lónað upp undir land í nóvemberlok, fyllti að vísu vflcur og voga á Ströndum skamma hríð um jól og íshroða rak aftur á firði norðanlands. f blábyijun árs bar ísinn hinsvegar aftur á haf út. Um haustið, löngu áður en hafísinn varð landfastur fyrir Norðurlandi, hafði hins vegar uppbyrjast einhver gríðarlegasti músagangur nyrðra, sem menn hafa sögur af. Víða um Norður- land leituðu mýsnar heim á bæi, og svo svarf að þeim hungrið að þær lögðust á hvaðeina, sem tönn festi á. Þennan vetur era margar sagnir um að þær haft ráðist að sauðfénaði og hross- um jafnvel á sofandi menn. Til marks um mergðina má nefna, að einungis á Silfrastöðum í Skagafirði vora þennan vetur fram að nýári drepnar tvöþúsund mýs! Eins og fyrr segir, þá fylgdi í kjölfar músafaraldursins afar þungur ísavetur, sem lengi var í minnum hafð- ur. Þær veslu Hólamýs Annað dæmi, þar sem músagangur var sannanlega fyrirboði hafíss, má finna skömmu síðar. Haustið 1890 var þannig óvenjulega mikill músafarald- ur á Vestfjörðum, einkum innarlega við Djúp. Víða lögðust mýs þá á kind- Kannski hinar merku ísspár Páls Ber músavísitölu hvers hausts. ur. Þann vetur lónaði hafís úti fyrir Ströndum og Norðurlandi, rak í febrú- ar inn á Húnaflóa, og var í mars búinn að fylla firði alla á Ströndum vestur. Selveiðimenn kváðu að það vor hefði verið samfelld ísrönd frá Jan Mayen til Langaness. Kannski hinar merku ísspár Páls Bergþórssonar verði ekki fullkomnaðar, fyrr en hann er búinn að taka inn í þær músavísitölu hvers hausts! Músagangs er stundum getið í gömlum sögum, jafnvel þannig að óhug slær á lesanda. Menn höfðu eng- in sérstök meðul til að bægja frá sér hinum smávöxnu nagdýram, sem í hallæram sóttu í mat, föt og fénað; raunar allt sem tönn á festi. Helsta ráðið var að kalla til sendimann æðri máttarvalda. í sögu Þorláks biskups segir þannig frá því að Þorlákur bisk- up blessaði vatn, sem varð fyrir vikið að ótrúlegu töframeðali. “Vatnsvígslur hans vora merkilegar,” segir þar, “svo að bæði fékk bót af menn og fénaður.. Ef mýs gerðu mein á mat eða klæðum, þá kom fall í þær, eða hurfu allar af vatninu ef því var yfir stökkt...” í Þorláks sögu biskups er að finna eftirfarandi sögu af því hvemig hann barg bændum ffá músafári, þar sem lá við auðn vegna ágangs hinna smá- gerðu meinvætta: “Á bæ þeim sem í Viðey heitir spilltu mýs komum og ökmm, svo að varla mátti við búa ~tg er Þorlákur biskup gistir þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.