Alþýðublaðið - 04.03.1997, Qupperneq 8
Þriðjudagur 4. mars 1997
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
29. tölublað - 78. árgangur
■ Skuldir heimilanna eru nú rúmlega 350 milljarðar króna
Aukast um 100 milljónir á dag
og hafa gert í tíð núverandi ríkisstjórnar
“Skuldir heimilanna hafa hækkað
um 100 milljónir króna á dag frá því
þessi ríkisstjóm tók við, en heimilin
skulda nú yfir 350 milljarða króna,”
sagði Ágúst Einarsson, þingmaður
jafnaðarmanna í samtali við Al-
þýðublaðið.
Ágúst vakti athygli á þessu þegar
umræða um verðtryggingu var á Al-
þingi. “Um aldamót á að banna
verðtryggingu á innlánum. Fyrst á
að gera það, segi ég eðilegt og sann-
ísbirnir á
Þingvöllum
Lars Emil Johansen, formaður
grænlensku landsstjórnarinnar,
lauk opinberri heimsókn sinni til ís-
lands með því að þiggja hádegis-
verðarboð forsætisráðherra í bú-
stað hans á Þingvöllum á laugar-
dag. Með honum á myndinni er
séra Heimir Steinsson, staðarhald-
ari, og Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra og formaður Þing-
vallanefndar, og ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, sem einnig situr í Þing-
valianefnd. Séra Heimir handleikur
afar haganlega útskorið ísbjarnar-
höfuð, sem Lars Emil færði honum
að gjöf fyrir leiðsögn um snævi
þakta Þingvelli. ísbjörninn er tegld-
ur úr tönn náhvelis, en hún getur
orðið á annan metra að lengd. Frú
Ástríður Thorarensen, forsætisráð-
herrafrú, fékk annan ísbjörn að
gjöf, sem skorinn var úr tönn búr-
hvelis af grænlenska listamannin-
um Pétri Rosen. Hvítabjörninn er
einkennisdýr Grænlands. Mynd
Gunnar G. Vigfússon.
gjamt að banna verðtryggingu á út-
lánum. Það hlýtur að vera mikil-
vægt að komast út úr verðtrygging-
unni, við verðum að læra að treysta
stöðugleikanum. Verðtryggingin er
bam síns tíma. Við höfum búið við
stöðugleika í sjö ár, og þó það sé
ekki langur tími verðum við að
vinna út frá því að hér er stöðug-
leiki.”
Árið 2000 verður verðtrygging
innlána bönnuð, en breytingamar á
verðtryggingu útlána verða með á
allt annan veg. Nú er bannað að
verðtryggja lán sem em til þriggja
ára eða skemmri tíma, 1998 verður
bannað að verðtryggja lán sem
verða til 5 ára og árið 2000 verður
bannað að verðtryggja lán sem em
til sjö ára, eða skemmri tíma. Nú em
um 90 prósent af skuldum heimil-
anna í verðtyggðum lánum og þrátt
fyrir þær breytingar sem fyrirhug-
aðar em á næstu ámm, taka þær
ekki til þeirra lána sem helst er
stofnað til, það er lífeyrissjóðslána
og húsnæðislána.
“Verðtrygging þekkist varla er-
lendis. Þar sem á að banna verð-
tryggingu á innlán, vil ég að sam-
ræmist sé gætt og að verðtrygging
verði þá líka bönnuð á útlánum.
Óverðtryggðir vextir myndu hækka
eitthvað fyrst um sinn, við verðum
að komast út úr verðtryggingunni.”
■ Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans hunsar
ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytisins
Ráðuneytið tekur þátt
í áróðursstríðinu
Ráðstefnan á að vera eitt hallelúja með stefnu ráðherrans
“Ég er ekki ánægð með þessa ráð-
stefnu. Ég fagna því að Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra efni
til ráðstefnu um sjávarútvegsmál.
Það virðist sem ekki eigi að taka til
umfjöllunnar það sem helst er deilt
um, til dæmis framsal veiðiheim-
”Við emm í samkeppni við Ríkis-
útvarpið, og ég sé ekkert að því að
við auglýsum Bylgjuna á samtengd-
um auglýsingatímum RÚV,” sagði
Hallur Helgason, dagskrárstjóri
Bylgjunnar, sem sjálfur bjó til og fór
með auglýsingar um vinsælan spjall-
þátt á Þjóðbraut Bylgjunnar síðast-
liðinn föstudag.
Meðal starfsmanna Ríkisútvarps-
ins örlaði á óánægju með að íslenska
Útvarpsfélagið skyldi með þessum
hætti auglýsa sig á samtengdum rás-
ilda, það að byggðarlög missa lífs-
viðurværi og veiðileyfagjald svo
eitthvað sé nefnt.
Þetta á ekki að vera til umræðu,
þetta er viðleitni en ekki tilraun til
þeirrar umræðu sem þarf. Það virð-
ist sem ráðstefnan eigi að sýna;
um RÚV. “Við hljótum að geta þetta
einsog hverjir aðrir viðskiptavinir
sem vilja notfæra sér þjónustu RÚV,”
sagði Hallur og harðneitaði að hafa
gert þetta til að stríða hinu ríkisrekna
útvarpi.
-Er þetta til marks um nýja sókn
Bylgjunnar, spurði Alþýðublaðið og
Hallur kvað vel koma til álita að
halda áfram að auglýsa einkastöðina
á rásum RÚV. “Þeir hljóta að gefa
okkur góðan afslátt ef við auglýsum
nógu mikið.”
hallelúja, þetta er fín stefna sem við
erum með.”
Guðný, sem á sæti í sjávarútvegs-
nefnd Alþingis, ætlar ekki að mæta
á ráðstefnu sem sjávarútvegsráðu-
neytið heldur í dag.
Meðal annars vegna þess sem
henni þykir vanta í umræðuna sem
boðið er upp á.
“Það er áhugaverð skýrsla til um-
ræðu um mat OECD á aðferðum við
fiskveiðistjómun, en við erum búin
að fá þá skýrslu sem er áhugaverð,
svo ég tel mig ekki eiga erindi á ráð-
stefnuna. Það er athyglisvert að út-
vegsmenn efna til hverrar ráðstefn-
unnar á eftir annarri, það er í gangi
áróðursstríð um hvaða sjónarmið
verða ofan á. Þeir eru að verða und-
ir, meirihluti þjóðarinnar vill heft
framsal og að sett verði á veiði-
leyfagjald. Sjávarútvegsráðuneytið
tekur nú þátt í þessu áróðursstríði
útvegsmennanna.”
f nýlegum skoðanakönnunum
hefur komið fram að almenningur
virðist vilja breytingar frá því kerfi
sem nú er, og þá sérstaklega hvað
varðar fijálst framsal veiðiheimilda.
Ráðherra í
gervi Guðs
f leiðara er rætt um
áfellisdóm Hæstaréttar yfir
Þorsteini Pálssyni dómsmála-
ráðherra vegna máls Hanes
hjónanna: “Harðari áfellisdóm
getur ráðherra tæpast fengið.
Hverer ábyrgð ráðherra? ... Er
það mögulegt að Hæstiréttur
kveði upp úrskurð sem í raun
felur í sér, að ekki er hægt að
treysta dómgreind dómsmála-
ráðherrans, - án þess að nokk-
uð gerist?
Niðurstaða Hæstaréttar kall-
ar á opinbera umræðu um mál
af þessu tagi.”
Sjá síðu 2
Bylgjan auglýsir á RUV
Samkeppnir þekkir engin takmörk, segir dag-
skrárstjórinn
Ráðist að
okkur með
skítkasti
- segir Halldór B.
Runólfsson um við-
brögð listfræðinga
við skrifum Gallerís
Foldar í fréttabréf,
gallerísins.
“Það var beint ráðist að okk-
ur og okkar stéttarfélagi með
skítkasti,” segir Halldór B.
Runólfsson listfræðingur um
“stríðsrekstur” listfræðinga á
hendur Gallerí Fold en blaðið
sagði frá því fyrir skömmu er
þeir tóku sig saman og báðu
um að vera teknir út af boðs-
lista gallerísins ásamt þeim
listasöfnum og ríkisstofnunum
sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Ymsum þótti nóg um að þeir
væri að beita fyrir sig ríkis-
reknum stofnunum í því skyni
að ná sér niðri á forsvarsmönn-
um stofnunarinnar.
“Við höfum þagað þetta af
okkur þangað til að núna var
látið til skarar skríða. Við get-
um ekki skilið hvað þessi list-
munasala hefur út á okkur að
setja. Engin okkar, að ég best
veit, hefur ráðist að þessari
starfsemi. í Listapósti Foldar
er enginn borinn fyrir fréttum,
enginn skrifar undir. í þessari
grein sem um ræðir er sagt að
það sé kominn tími til að reka
listfræðinga þar sem þeir gabbi
stjómendur fyrirtækja og láti
þá kaupa ómögulega list? Hér
heima hefur það tíðkast, og
gerist hjá bestu fyrirtækjum
svo sem bönkunum, að láta
húsverðina sjá um listaverka-
kaup. Það er í lagi þegar um er
að ræða einkafyrirtæki en því
miður þá eru mýmörg dæmi
um að ríkisfyrirtæki sólundi
fjármunum skattborgarana í
neðanmálslist sem að heldur
engan veginn verðgildi sínu. í
sjálfu sér má kannski segja að
það hefði mátt fara fínna í hlut-
ina, en þetta lýsir kannski við-
brögðum lítils félags sem hefur
fengið nóg af ómaklegu skít-
kasti. Staðreyndin er sú að hjá
Listmunasölunni Fold em eng-
in listræn viðmið höfð í heiðri
heldur tala peningamir einir,
þar ægir saman list eftir
óþekkta eða lítt þekkta áhuga-
menn og okkar þekktustu lista-
menn og virðast forsvarsmenn
gallerísins leggja þetta að
jöfnu þegar kemur að verð-
lagningu.”