Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997
f r « t t i r
■ Haildór Björn Runólfsson skrifar um höggmyndalist Louise
Bourgeois
Líkaminn sem
höggmynd
Það er óhætt að fullyrða að það
hafí tekið fransk-bandarísku listakon-
una Louise Bourgeois alla ævi að
springa út og blómstra. Allt frá því
hún tók að sýna verk sín í hinum
ýmsu listhúsum New York-borgar -
hún hélt sína fyrstu einkasýningu í
lok heimsstyrjaldarinnar síðari - hafa
starfsfélagar, sérfræðingar og áhuga-
menn vitað af henni einhvers staðar í
bakgrunni listasögu liðinna áratuga.
Ef til vill er það vegna þess að hún er
kona að hún varð að bíða til elliár-
anna með að “slá í gegn”. Þá voru
flestir samferðarmenn hennar af karl-
kyni löngu búnir að skipa sér í hóp
hinna þekktu og dáðu.
En það var ekki einasta kynferðið
sem hamlaði framgangi Louise Bour-
geois: Stíll hennar, aðferðir, áherslur
og inntak gengu þvert á viðurkennd
og venjubundin gildi. A meðan form-
ræn gildi voru allsráðandi í evrópskri
og amerískri list og áhorfendur gættu
öðru fremur að lögun listaverka, rök-
rænu sköpunarferli þeirra, áferð og
litrófi virtist Bourgeois sniðganga
alla skipulega samkvæmni. Samsetn-
ingar hennar úr viði frá fimmta og
sjötta áratugnum virtust lítið eiga
sameiginlegt með gipsverkum hennar
á sjöunda áratugnum. Hins vegar
virðast þau eiga litla formræna sam-
leið með marmaraverkum hennar eft-
ir að hún komst í kynni við marmara-
námumar í Pietrasanta á Italíu, 1967,
og fór jafnframt að steypa ýmis verk
sín í brons í málmbræðslu staðarins.
Það er einungis á síðustu tíu til
fimmtán árum sem mönnum er að
verða ljóst hvert Louise Bourgeois
var að fara á ámnum áður. Það sem
samferðarmenn hennar í stríðslok
misskildu sem heldur hrákalt og nær-
göngult kvenmannsvæl, of losaralegt
til að kallast meistaralegt, reyndist
vera undanfari nútíma líkamslistar.
Hin fleygu orð hennar: í mínum aug-
um er höggmynd líkaminn... Líkami
minn em höggmyndir mínar,” gefa til
kynna þekkingu hennar á uppmna
nútíma höggmyndalistar eins og hún
birtist í verkum Rodins. Líkaminn
verður þar mælistikan sem ákvarðar
umfang og áhrifamátt listaverksins.
Enda gat engum dulist að höggmynd-
Aðalfundur
Islandsbanka hf.
Aðalfundur íslctndsbanku hf. 1997 verður luildinn
í Súlnasul Iíótel Sögu mánudaginn 17. mars 1997
og hefst kl. 14:00.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein
samþykkta bankans.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út
þriðjudaginn 11. mars n.k. kl. 17:00.
Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð,
13. og 14. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá
kl. 9:15 - 12:00.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins
fyrir árið 1996 verður hluthöfum til sýnis á sama stað
frá og með mánudeginum 10. mars 1997.
Illuthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja
aðgöngunriða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00
á hádegi á fundardegi.
4. ntars 1997
Bankaráð íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI
ir hennar bjuggu yfir einhverjum
undurmögnum kynngikrafti.
Það var einfaldlega ekki venjan að
listamenn gengju jafnnærri sjálfum
sér og sálrænum vandkvæðum sínum
og Louise Bourgeois gerði. Hún bjó
yfir sorg sem mátti rekja til æskuár-
anna þegar faðir hennar gerði hana
samábyrga í framhjáhaldi sínu með
enskukennara bama sinna og hálf-
gerðri ráðskonu á æskuheimili hins
verðandi myndhöggvara. Faðirinn
var óábyrgi helmingur foreldranna.
Móðirin, hinn ábyrgi aðili, var hins
vegar farin af heilsu eftir spænsku
veikina og mátti sín því lítils í hús-
haldinu á þeim viðkvæmu árum sem
Louise Bourgeois.
Verk eftir Louise Bourgeois. Stíll hennar, aðferðir, áherslur og inntak þóttu ganga þvert á viðurkennd og venju-
bundin gildi.
Louise var að vaxa úr grasi.
Það er heiftin út í föðurinn og
Sadie, ensku kennslukonuna, sem
hvarvetna brýst fram í dramatískum
verkum Bourgeois. Það gilþir hana
einu þótt hún giftist og flyttist með
<
ii'öaifi'N
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200
BEINN SÍMI 553 1236
eiginmanni sínum, bandaríska list-
fræðingnum Robert Goldwater, til
New York og eignaðist þar þrjá syni;
sárindin frá æskuárunum hafa aldrei
yfirgefið hana. Það eru þau sem
liggja til grundvallar höggmyndum
hennar, óvenjulegum innsetningum
og fádæma frumlegum tjáningarmáta
sem meðal annars lýsir sér í þörf fyr-
ir að mölbrjóta alla skapaða hluti,
strauja dagblöðin og háma í sig sultur
og marmelaði.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynn-
ast nánar þessari mikilhæfu listakonu
skal á það bent að í kvöld kl. 20:30
mun undirritaður, Halldór Bjöm Run-
ólfsson listfræðingur, halda um hana
erindi ásamt litskyggnusýningu - á
frönsku og íslensku - í húsakynnum
Alliance franáaise, Austurstræti 3 -
gengið inn frá Ingólfstorgi. Aðgangui
er ókeypis og öllum heimill meðar
húsrúm leyfir.