Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 MMDIIMJDII) Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjóm Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hvar eru ríkisfjöl- miðlarnir? Þegar sótt er að hinum opinberu fjölmiðlum ríkisins er jafnan viðkvæði verjenda þeirra, að ríkisfjölmiðlar séu óhjákvæmilegir til að tryggja hlutlausa umfjöllun um atburði líðandi stundar, sem miði fyrst og fremst að því að upplýsa og skýra þá fyrir fólkinu í land- inu. Skjaldborgin um rfkismiðlana grípur aftur og aftur til staðhæf- inga um að frjálsu miðlunum sé ekki treystandi til hlutlægrar um- fjöllunar. Oft tekst ríkismiðlunum vel upp í viðleitni sinni til að skýra flókna atburði. En stundum miður. Það eru Ifka dæmi þess, að þeir kolfalli á prófinu eins kyrfilega og hægt er. Nýlegt, og óskiljanlegt dæmi þess, eru mjög alvarlegar ásakanir á hendur fíkniefnalögregl- unni. Hvernig stendur á því, að ríkismiðlarnir skjóta sér hjá því að fjalla ítarlega um sakargiftir með því að ganga á þá sem ábyrgðina bera, og leyfa borgurum landsins að hlusta á viðbrögð þeirra og andsvör við ásökunum? Er það ekki hlutverk ríkismiðlanna? Tímaritið Mannlíf sakaði fíkniefnalögregluna um að halda hlífi- skildi yfir einum umfangsmesta ffkniefnasala landsins. í mjög ít- arlegri umfjöllun voru lagðar á borðið mjög harkalegar ásakanir, studdar rökum, sem á venjulegan lesanda verka afar sannfærandi. Því er haldið fram, að á sama tíma og stjórnvöld skrifa undir hverja samstarfsáætlunina á fætur annarri um að uppræta fíkniefni á ís- landi, þá sé útbreiðsla ffkniefna eigi að síður stunduð í skjóli sömu stjórnvalda. Því er haldið fram, að meintur höfuðpaur fíkniefnasölu á íslandi hafi losnað úr fangelsi fyrir tilstilli fíkniefnalögreglunnar, sem í ofanálag reyndi að fá fyrir hann byssuleyfi með því að mæla sérstaklega með honum sem ábyrgum borgara landsins!! Þessum ásökunum hefur tímaritið komið á framfæri við þjóðina í óvanalega sterkum auglýsingum, sem eru hannaðar til að skekja taugakerfi fólks. Ef þær eru á rökum reistar er það mesta áfall sem löggæslan í landinu hefur orðið fyrir. Það yrði lfka mikið áfall fyr- ir borgarana, sem hafa litið á fíkniefnalögregluna sem haldreipi. Borgararnir vilja svör, og það er hlutverk ríkismiðlanna að gera að minnsta kosti tilraun til að afla þeirra svara. Hvers vegna er það ekki gert? Dómsmálaráðherra hefur að sönnu ákveðið að láta fara fram op- inbera rannsókn á ásökunum tímaritsins Mannlífs, og á hrós skilið fyrir viðbrögð sín í málinu. En forvígismenn ríkismiðlanna geta ekki skotið sér á bak við það, og sagt að umfjöllun sé ekki tímabær, fyrr en að rannsókn lokinni. í málinu komu nefnilega fram aðrar, og ekki síður alvarlegar ásakanir, sem ríkismiðlarnir hafa gersam- lega horft framhjá. Það er þeim mun óskiljanlegra, þegar litið er til þess, að ásakanirnar voru settar fram af þingmanni, og úr ræðustól Alþingis. Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, kvaðst geta nefnt fjölmörg dæmi þess, að fíkniefnalögreglan hefði farið offari, lítillækkað og niðurlægt fólk að nauðsynjalausu. Þing- maðurinn rakti dæmi, þar sem fíkniefnalögreglan hefði sent flugvél fulla af lögreglumönnum, og auk þess fengið aðstoð löggæslunnar á staðnum, til að rannsaka konu í smáþorpi úti á landi, þegar nægt hefði einn lögreglumann með húsleitarheimild. Hún sakaði hana ennfremur um að hafa brotið lög með því að hafa gert húsleitir án heimildar. Sigríður Jóhannesdóttir klykkti út með því að segja, að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að ffkniefnalögreglan mis- beitti valdi sínu áfram. Hver voru viðbrögð ríkismiðlanna við þess- um ótrúlega hörðu ásökunum? Þeir sögðu ekki einu sinni frá þeim. Jafnaðarmenn á villigötum Ég er einn þeirra eldri borgara, sem fylgist með umræðum á Alþingi í sjónvarpi, eftir því sem tök eru á, og þakka fyrir að við sem áhuga höfum á geti átt þessa kost. Við það hafa augu mín opnast enn betur en áður fyrir því hversu langt einstaka flokkssystkini mín í Al- þýðuflokknum eru úti að keyra nú til dags í þessum málum. Svipað er að segja um „málgagn" flokksins, Al- þýðublaðið. Sem gamall flokksmað- ur geri ég mér grein fyrir að skoðan- ir, viðhorf og aðstaða breytist í tím- ans rás, en viss atriði sem flokkurinn grundvallast á eru óbreytt. Til dæmis það að Alþýðuflokkurinn er félags- hyggjuflokkur, ekki einstaklings- hyggjuflokkur eins og Sjálfstæðis- flokkurinn. Að hlusta til dæmis á fyrrum for- mann flokksins Jón Baidvin Hanni- balsson ræða einkavæðingarmálin er sorglegt. Það sama má raunar segja um nokkra af fyrrverandi flokksfé- lögum Jóns úr öðrum flokkum. Af hverju bíða þessir menn með að fara pqllborð | Stefán Gunnlaugsson skrifar yfir í Sjálfstæðisflokkinn? Ástæða væri til þess að færa ítar- leg rök fyrir þessum orðum. Það yrði of langt mál. Drepið skal þó stuttlega á eitt atriði í sambandi við fyrirhug- aða einkavæðingu tveggja ríkis- banka, eitt af áhugamálum nokkurra jafnaðarmanna, auk Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Við Hafnfirðingar bjuggum við eina bankastofnun um árabil - Spari- sjóð Hafnarfjarðar - sem stjórnað er af Sjálfstæðismónnum og hefur sú stjórn í raun gengið í erfðir að mestu til þessa. Arður af rekstri hefur að hluta gengið í fjárfestingu í húsnæði, sem ekki hefur verið þörf fyrir vegna rekstursins. Það hefur meðal annars leitt til þess að grundvöllur hefur orðið fyrir bankaútibú í Hafnarfirði á vegum Landsbanka, Búnaðarbanka og Islandsbanka. Sagt er að vel gangi hjá þeim. Stjórnendur Sparisjóðsins hafa flestir verið starfandi eða fyrr- verandi stjórnmálamenn Sjálfstæðis- flokksins, það er ráðherra, alþingis- menn og bæjarfulltrúar. Ég get séð fyrir mér að svipað fyrirkomulag yrði í framkvæmd við skipun stjórna hlutafélaga bankanna þegar þeir komast á koppana. Tvö önnur mál: Hið fyrra er tillaga til þingsályktunar um sölu afla á fisk- mörkuðum. Flutningsmenn nokkrir jafnaðarmenn. Þar er lagt til „að all- ur sjávarafli sem seldur er innanlands skuli seldur á fiskmörkuðum. Vægast sagt er þetta hin sérkenni- legasta tillaga. Að skikka útgerðar- Að skikka útgeröar- menn með eigin fisk- verkun í landi að setja afla eigin fiskiskipa á fiskmarkað áður en þeir fá hann til vinnslu erfásinna. menn með eigin fiskverkun í landi að setja afla eigin fiskiskipa á fiskmark- að áður en þeir fá hann til vinnslu er fásinna. Auðvitað eru til betri og hag- kvæmari leiðir til að tryggja sjó- mönnum rétta og sanngjarna verð- lagningu fiskafla. Hinir ágætu flutn- ingsmenn hefðu átt að gera tillögu um að allur sá fiskur, ferskur, sem fyrirhugað væri að selja á erlendum mörkuðum fengi fyrst sölumeðferð á innlendum fiskmörkuðum. Þannig stuðluðu þeir að auknu magni til vinnslu innanlands, það er meiri vinnu fyrir fólk í landi og minnkun á útflutningi óunnins afla. Hitt málið eru leiðaraskrif Alþýðu- blaðsins: Engu líkara er stundum en að aðeins tveir ritstjórar hafi verið ritstjórar á þeim árum sem blaðið kom út - báðir andstæðingar Alþýðu- flokksins. Svo mikið er þeim hamp- að. Sá fyrri sem nefndur hefur verið margoft í blaðinu á nokkrum liðnum árum, nánast einskonar guðfaðir ís- lenskra blaðamanna, er Finnbogi Rútur Valdimarsson, bæjarstjóri og alþingismaður á vegum Alþýðu- bandalagsins. Hinn sem nefndur hef- ur verið er Gísli Ástþórsson, blaða- maður á Morgunblaðinu. Af þessu tilefni er ritstjóri Alþýðu- blaðsins minntur á, að mjög hæfir menn hafa einnig ritstýrt Alþýðu- blaðinu í gegnum árin. Skulu þessir nefndir: Einn helsti frumhetji jafnað- arstefnunnar og Alþýðuflokksins, Ólafur Friðriksson, Stefán Pétursson, Helgi Sæmundsson og Benedikt Gröndal, forystumaður flokksins um árabil. Er ekki kominn tími til að minnast þeirra traustu og góðu Alþýðuflokks- manna sem stutt hafa flokkinn í gegnum þykkt og þunnt í stað þess að taka eilíft þá í guðatólu sem flakka milli flokka eftir því hvernig vindar blása? Höfundur er fyrrverandi alþingismaöur. Q I I Q t í « i n q r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.