Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ viotal kjólamál þegar ég gerðist þingfor- seti. Þá fengu konur tækifæri til að segja hingað og ekki lengra. Þær gerðu það ekki og þess vegna tek ég ekki mark á hjali um samstöðu kvenna í pólitík. Aldrei. Þótt ég sé síðust allra til að vera langrækin þá situr þetta mál ennþá eins og blý í maganum á mér. Margt má um mig segja en óheiðarleg er ég ekki." Tími stjórnmála- foringjanna liðinn Hver finnsí þér mesti stjórnmála- maður landsins ídag? "Nú er stórt spurt. Ég get ekki séð að við eigum neinn yfirsnilling. Það stæði í mér að nefna íslenskan stjórn- málamann sem hefur framtíðarsýn og setur allt undir til að vinna sam- kvæmt henni. Annars veit ég alveg að þú æflast til að ég segi Jón Baldvin. En Það Olafur Ragnar Grímsson. „Af hverju Ólafur Ragnar var að skipta sér af þessu skil ég ekki því hann var þá fyrir löngu búinn að ákveða að verða forseti ísiands." geri ég ekki. Hann er ekki vitlaus, er reyndar að mörgu leyti stórgreindur maður. Ég hef hins vegar aldrei áttað mig á honum Jóni. Mér fmnst hann líta á stjórnmála sem skemmtilega refskák og hann er duglegur í henni. En ég veit ekki hvað bærist innan í skrápnum á honum af heitum hug- sjónum." Þú efast um að þœrfinnist? "Mér finnst ég ekki hafa séð þær. Hann hefur allavega ekki verið að Gunnar Thoroddsen. „Mér fannst hann merkilegur maður, kúltúr manneskja, snjall og klókur stjórn- málamaður." flagga þeim." Jæja. Hvað segirðu þá um Ingi- björgu Sólrúnu, er hún ekki með merkari stjórnmálamönnum okkar í dag? "Hún er harðdugleg og harðgreind en mér finnst stundum eins og hún sé meiri embættismaður en pólitikus. En við vorum að leita uppi stjórn- málamenn með framtíðarsýn. Mér finnst bók Svavars Gestssonar Við sjónarrönd vera heiðarleg tilraun stjórnmálamanns til að líta til fram- tíðar. Svavar er vissulega skynugur stjórnmálamaður og Hjörleifur Gutt- Það er nefnilega þannig í stjórnmálum að maður er allra hugljúfi meðan maður er efnilegur, ég tala nú ekki um þegar maður sankar einhverj- um atkvæðum að flokkn- um og er ung og sæmi- lega snotur kona. En þegar konan gerist metnaðargjarnt hrukku- dýr og þykist hafa vit á stjórnmálum þá er ástin úti. ormsson er það svo sannarlega lfka." Eru þeir ekki menn fortíðarinnar? "Nei, nei, það eru bara kratar sem halda því fram. En það má vera að tími stjórnmálaforingjanna sé liðið. Stjórnmálamenn, eins og Ólafur Thors sem leiddi heilan flokk á fund- um með landsmönnum, eru ekki lengur til. Fjölmiðlarnir hafa þarna tekið við feiknamiklu hlutverki og geta á óhugnanlegan hátt ráðið veru- lega um hvernig til tekst í stjórnmál- um. En þá kemur auðvitað til kasta stjórnmálamanna að sjá við því og starfa samkvæmt breyttum tímum. Þetta breytir auðvitað ekki því að Vilmundur Gylfason. „Eg man ekki eftir neinu þingi þar sem ekki hef- ur verið minnst á Vilmund í um- ræðum. Það er ótrúlegt hvað situr eftir af því sem hann gerði, eins skamman tíma og hann hafði til umráða. hver stjórnmálaflokkur þarf að hafa öfluga forystu, en einn maður dugar ekki lengur til að halda heilum flokki saman, þar þarf fleira fólk að koma að." Þar sem Svavar Gestsson og Hjör- leifur Guttormsson eru íþínum huga menn með framtíðarsýn þá geri ég ekki ráðfyrir að þú sért hrifin afEvr- ópusambandinu ? "Ég hef miklar efasemdir um að Fyrir mér skiptir engu hvort fólk sem ræður engu sameinast eða ekki. Ég vil helst að það fólk sem ræður einhverju sameinist. Þess vegna finnst mér brýnna að stjórnmála- menn taki völdin til sín áður en þeir fara að tala um að sameinast. ESB eigi framtíð fyrir sér. Vandi Evr- ópusambandsins er einfaldlega sá að það er engin hugsjón á bak við það. Það snýst um flutning á fjármálum, flutning á vinnuafli, vörum og þjón- ustu, en byggist ekki á hugsjón um velferð fólksins í Evrópu. Fyrr eða síðar springur allt þetta Evrópusam- bandsdæmi í loft upp af því það byggist ekki á virðingu hins stóra fyrir hinu smáa. I Norðurlandasam- starfi var unnið á jafnréttisgrundvelli og með velferð Norðurlandabúa að markmiði. Bandaríki Norður Amer- íku hafa hangið saman, svo ótrúlegt sem það er, á hugsjón um frelsi. Við getum haft skoðun á hvernig það frelsi er í framkvæmd en við trúum því sjálf að þar eigi frelsið heima. Þetta vantar í þessa Evrópusýn, sem er því engin sýn. Svo treysti ég ekki Frökkum og Þjóðverjum til að vinna þarna í heilagri einingu mjög lengi." En nú sagði Böðvar Guðmundsson Steingrímur Hermannsson. „Hann er kannski ekki með stórbrotnustu stjórnmálamönnum en afskaplega laginn að vinna með öðru fólki og hefur barnslegan sjarma sem af- vopnaði æstasta fólk þegar allt var að fara fjandans til." í Alþýðublaðinu að Evrópusamband- ið vœri friðarbandalag og það vœri Islendingum hollt að gerast aðilar. "Getur það haft eitthvað að gera með rollubúskap hans í Danmörku?" Hvernig líst þe'rþá á sameiningar- umrœðuna? "Mér finnst sú umræða ekki vera svo brýn. I þessu þjóðfélagi ráða allt önnur öfl en stjórnmálaöflin. Það er Ölafur Jónsson. „Hann var kannski ekki mikið að hugsa um hvað heiðarleg gagnrýni getur orðið sumu fólki erfið, og þá kannski helst fólki sem hefur enga sjálfsgagnrýni til að bera." eins og stjórnmálamenn hafi ekki tekið eftir því að völdin eru að færast í auknum mæli frá þeim. Þau öfl sem ráða yfir fjármagni þjóðarinnar koma með tilbúin mál og leggja í hendur ríkisstjórnarinn. Fyrir mér skiptir engu hvort fólk sem ræður engu sameinast eða ekki. Ég vil helst að það fólk sem ræður einhverju sameinist. Þess vegna finnst mér brýnna að stjórnmála- menn taki völdin til sín áður en þeir fara að tala um að sameinast. Þeir þurfa að skilja hvernig málum er komið og hætta að láta stjórnast af valdhöfum sem enginn hefur kosið." Finnst þér að þér hafi verið ýtt út úr pólitík? "Það er búið að reyna það síðan 1978. Það tókst ekki rétt vel í byrjun því ég fór alltaf ofar og ofar á listann í hverju forvali, tókst meira að segja að ýta út eitt kjörtímabil núverandi forseta lýðveldisins - og þarf nú tölu- vert til. Það er nefnilega þannig í stjórn- Fyrr eða síðar springur allt þetta Evrópusam- bandsdæmi í loft upp af því það byggist ekki á virðingu hins stóra fyrir hinu smáa. málum að maður er allra hugljúfi meðan maður er efnilegur, ég tala nú ekki um þegar maður sankar ein- hverjum atkvæðum að flokknum og er ung og sæmilega snotur kona. En þegar konan gerist metnaðargjarnt hrukkudýr og þykist hafa vit á stjórn- málum þá er ástin úti. Þegar kom að kosningunum 1995 heyrðust raddir þess efnir að nú þyrfti að endurnýja á listanum. Um leið og sú umræða hófst vissi ég að það myndi enda með því að ég yrði að víkja. Ég þekkti mína menn. Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Einar Karl Haraldsson vissu að þeir réðu lítið við að ýta fyrrverandi ráðherrum úr þingsætum sínum og sáu í hendi sér Jón Baldvin Hannibalsson. „Mér finnst hann líta á stjórnmál sem skemmtilega refskák og hann er duglegur í henni. En ég veit ekki hvað bærist innan í skrápnum á honum af heitum hugsjónum." að þægilegast væri að eiga við mig. Þeir hefðu getað sparað sér ómakið vegna þess að ég vissi á undan þeim að ég myndi bjóðast til að færa mig til. Af hverju Ólafur Ragnar var að skipta sér af þessu skil ég ekki því hann var þá fyrir löngu búinn að Eyjólfur Konráð Jónsson. „Hann var ótrúlega framsýnn maður að mörgu leyti og hugsjónamaður. En einhvern veginn naut hann sín aldrei. Flokkurinn gat aldrei leikið með honum." ákveða að verða forseti íslands. En ég var einum of bjartsýn og einum of stórtæk. Ég hefði átt að láta mér nægja að færa mig niður í fjórða sæt- ið, en vegna þess að ég kom inn á þing í fjórða sætið á sínum tíma fannst mér vera flott að endurtaka leikinn. En það fór eins og það fór og við því er ekkert að segja." Stóra ástin Segðu mér nú sem kona við konu, þú ert tvi'gift og tvískilin, eruþað ekki vonbrigði? "Auðvitað er það erfitt en það er samt betra en að vera í hjónabandi sem maður getur ekki varið fyrir sjálfum sér. Ég lærði mjög snemma að reyna að hafa stjórn á eigin lífi, taka mínar ákvarðanir og ég er þannig að þegar ákvörðun er tekin þá verður ekki frá henni snúið. Þess vegna hef ég aldrei haft hala af sár- indum á eftir mér. Það er nú einu sinni svo að það er sársaukalausara að slíta góðu hjóna- bandi en vondu. Hins vegar verð ég að játa það, og ég býst við að flestar konur sem lenda í hjónaskilnaði geti tekið undir það, að það koma augna- blik þegar maður öfundar ekkjurnar. Það hafa ekki margir samúð með þeim sem skilja við maka sína." Hvað er það erfiðasta sem hefur hentþig? "Tilfinningar eru afskaplega flók- inn hlutur. Það er ekki alltaf þannig að fólk giftist manneskjunni sem því þótti vænst um." Þannig að stóra ástin var maður sem þú giftist ekki? "Hvaða bækur hefur þú verið að lesa? Stóra ástin? Það er ekki hægt að lifa langa ævi án þess að eiga meira en eina ást, fjárinn hafi það." En er það ekki þannig i' líflflestra að ein ást er öðrum sterkari? "Kannski hleypur maður aldrei frá fyrstu ástinni og þá vegna þess að hún er órafjarri öllum raunveruleika og dásamleg sem slfk. En lfklega má maður þakka guði fyrir að svo fór sem fór." Finnst þér þú hafa kastað frá þér stóru ástinni eða misstirðu hana? "Það var svo margt sem kom til. I raun og veru missir maður enga ást nema maður kasti henni frá sér. Ást er flókið samspil þess að gefa og þiggja. Nái fólk ekki jafnvægi í því þá fer illa. Það sem er kannski sárast við að fyrsta ástin skuli misheppnast er auðvitað að enginn er sekur um neitt. Maður er svo mikið dauðans barn og hefur engan þroska til að rækta eitt né neitt. Eitt get ég þó sagt þér, ef þú ert að fiska eftir slúðri sem þú ert, að mér hefur gengið afskap- lega illa að losna við þessar ástir mínar. Þær eru fyrsta fólk í öllum fjölskyldusamkvæmum. Eg get vel hugsað mér að halda upp á níræðisaf- mælið mitt með því að fara í ferðalag í rútubíl með mönnunum sem ég hef elskað. En þeir verða þá örugglega allir dauðir svo þessi huggulega hug- mynd verður líklega ekki að veru- leika." En hverju hefðir þú viljað breyta ( lífi þfnu? "Það er erfitt að segja til um það því maður gerir það sem maður telur rétt á hverjum tíma. Eg held samt að ég hefði átt að vera frekari, trúi því nú hver sem vill. Það er nefnilega hægt að vera hrokagikkur án þess að vera frekur. Það tók mig of langan tíma að taka þær ákvarðanir sem ég raunveruleg vildi taka og krefjast þess sem ég hafði unnið fyrir. Ég var alltof góð stelpa alltof lengi. En mér finnst ég hafa lifað mjög auðugu lífi. Mér finnst einfaldlega mjög gaman að vera til. Karen Bl- ixen sagði einu sinni að sorgina gætu menn borið en leiðindi væru óbæri- leg, og ég held að það sé mikið til í því. Sorgina tekst maður á við en við leiðindum er ekkert hægt að gera. Ég hef verið heppin í lífinu því mér hef- ur aldrei leiðst."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.