Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ önnur sjónarmio Meira járnblendi og ál! Nú stefnir hraðbyri í að Grundar- tangi verði stærsta stóriðjusvæði landsins - járnblendið stækki og reist verði álver enda orkuverð hér lang- lægst í Evrópu og helmingi lægra en í Noregi. Ymsir kætast nú. Ríkisstjórnin og Alþingi hafa reiknað sig fram til þess að það borgi sig að selja raforkuorku á undirverði og ætla að „græða á umsetningunni". Og flottast er að hafa störfin sem skapast mjög dýr. Þetta er séríslensk þjóðhagfræði. Ekkert dútl í samþykktu svæðisskipulagi sveitafélaganna sunnan Skarðsheiðar Pdllborð I Oddur Benediktsson skrifar Hlýtt í gróðurhúsinu I skýrslu um loftmengun hérlendis 1996 sem utanríkisráðherra sendi Sameinuðu Þjóðunum segir að senni- lega muni hækkað hitastig á jörðinni hafa góð áhrif á íslandi (- það getur jú verið svo déskoti napurt hér á skerinu.) Að vísu muni hækkuð sjáv- arstaða hafa neikvæð áhrif í einhverj- um sjávarþorpum hérlendis en hvað um það. Það er því ráðlegast fyrir okkur að kostum þess að álver á Grundartanga losi brennisteinssýru út í andrúms- loftið sem nægir á 8,000 bílgeyma á dag. Því það er ekkert að gera annað en að safna regnvatninu og að setja að beint á geymana. Hver nennir þá að stússa í skógrækt? Ýmsir vatnalíffræðingar telja að það mundi virkilega bæta bragðgæði laxins ef hann væri súrari. Þá þyrfti að ekki að borða sítrónu með honum. Annars er miklu einfaldara að taka árnar í kælivatn fyrir stóriðju og segir að sækjast eigi eftir 10-50 manna iðnfyrirtækjum á Grundar- tanga sem falli vel að landi og um- hverfi. Þetta er auðvitað fásinna! Hver maður hlýtur að sjá, að það er miklu betra að reisa þar frekar stór álver. Við höfum jú nýverið séð þátt í ríkissjónvarpinu um að kúabúskapur í næsta nágrenni álvers gangi ekki bara mjög vel, heldur að mengunin auki nyt kúnna. Og þó að þýskir bændur hafi farið í mál við þessa sömu álverksmiðju þegar hún var í Þýskalandi (hún er jú svo lítið brúk- uð) þá er það bara enn eitt dæmið um óbilgirni bænda. Víða um lönd hefur flúor verið bætt í neysluvatn. Einn kosturinn við mikla álframleiðslu er að flú- orinn lendir sjálfvirkt og ókeypis í neysluvatn- inu. auka losun á gróðurhúsaloftegundum sem allra mest. Nú fá Danir það sem þeir eiga skilið. Maður sér fyrir hug- skotsjónum Danadrottningu sitjandi á eyjunni Himmelbjærg. Súrt regn Einhverjir skóræktarfíklar klifa á að súrt regn sem fylgir málmbræðslu hafi eytt skógum í Evrópu. Þeir virð- ast hreint ekki gera sér grein fyrir hætta þessu veiðistússi og flytja bara inn eldislax frá Noregi. Og margir túristar þola heldur ekki mosa. Það er því til mikilla bóta að mosinn er brunninn í stórum radíus kringum Straumsvík. Líka óþarfi að vera að mennta mosafræðinga. Flúor í vatni Víða um lönd hefur flúor verið bætt í neysluvatn. Einn kosturinn við mikla álframleiðslu er að flúorinn lendir sjálfvirkt og ókeypis í neyslu- vatninu. Margir jarðfræðingar telja að flúorinn sem fylgt hefur eldgosum hér ár og síð nauðsynlegur fyrir jarð- vegsmyndunina. Og þó að púddur hafi drepist úr gaddi í Straumsvík þá er það undantekningin sem sannar regluna. Ryk og reykur Islendingar eru vanir ryki og reyk. Kári fór jú létt með að hlaupa úr brennunni forðum. Eldhúsin í torf- bæjunum bera líka vott um þetta. Það eru til mannfræðingar sem halda því fram að íslendingar þrífist ekki nema í reyk, brælu og sterku rafsviði. Virð- ist þetta eiga sérstaklega við íslensk- ar konur og skýrir að þær reykja nú meira en karlar. Engar læknaskýrslur eru til hér sem sýna að óhollt sé að vinna í álveri. Nema síður sé. í stað þess að leita að gölluðum genum ættu erfðafræðingar að snúa sér að því að finna reyk-, raf- og rykþols- genin í okkur til þess að einrækta svo álfinna í þúsunda tali og alla eins. Hér hlýtur að vera raunhæfur möguleiki á nýrri útflutningsgrein. Oddur Benediktsson er prófessor I tölvun- arfræðum viö Háskóla islands. Einsog þessi dálkur Alþýðu- blaðsins greindi frá í gær er Dagblaðið-Tíminn í miðri áskriftar- herferð þessa dagana, sem geng- ur afar vel. Ritstjórinn Stefán Jón Hafstein birtist á skjánum og lofar blað sitt fyrir að gera mannlífi í landinu góð skil. i auglýsingunum er sem betur fer lítið fjallað um nákvæmni í fréttaflutningi blaðs- ins, enda hefur blaðið verið örlítið óheppið með það upp á síðkastið. I gær var þannig aðalforsíðufrétt DT uppsláttur um að búið væri að semja við Dagsbrún og Fram- sókn. Þegar blaðið kom til les- enda morguninn eftir var hinsveg- ar liðinn næstum hálfur sólarhring- ur frá því samninganefndir félag- anna höfðu fellt samninginn... Einn vinsælasti Akureyringurinn þessa dagana er kratinn Al- freð Gíslason sem hefur ieitt KA til mikilla sigra á handknattleiks- sviðinu síðustu árin. Meðan hann lék suður i Reykjavík tók hann sæti neðarlega á framboðslista Alþýðuflokksins og lét þess þá getið í viðtali að hann gæti vel hugsað sér að hasla sér völl í stjórnmálum þegar tímar liðu fram. En hann er af sterkum krataættum, því faðir hans er enginn annar en Gísli Bragi Hjartarson sem er bæjarfulltrúi jafnaðarmanna, og einn mesti valdamaðurinn í núverandi meiri- huta þeirra og Framsóknarflokks- ins. Á Akureyri hafa menn um sinn horft hýru auga til hans sem mögulegs frambjóðanda í næstu þingkosningum, og talið að hann gæti aflað fylgis langt út fyrir raðir flokksmanna. Alfreð er nú á leið til útlanda næstu tvö árin til að þjálfa handknattleikslið í Þýskalandi. Áhugamenn um pólitík hafa hins- vegar reiknað út, að samningur- inn í Þýskalandi rennur út rétt áður en kosningabaráttan hefst, og Alfreð myndi því smellpassa í næstu kosningar... Það var einmitt Alfreð Gísla- son sem fékk til Akureyrar geysisterka handknattleiksmenn á borð við Kúbverjann Julio Dura- nona og Rússann Sergei Ziza. i kjölfar þess að Alfreð hverfur frá KA hyggja þessir tveir félagar líka til hreyfings. Hinn blóðheiti leik- maður úr Karabíska hafinu er sagður orðinn mjög þreyttur á snjóþunga Akureyrar, og er því að kanna möguleika sína á því að leika með liði í Evrópu á næstu leiktíð. í öllu falli mun hann harðá- kveðinn i því að vilja að minnsta kosti flytja suður og leika með reykvísku liði. Rússinn, sem hefur leikið ákaflega vel upp á síðkast- ið, er sagður á sömu buxum, og innan Vals er mikill áhugi á að fá hann til liðs við félagið. En með sleggjuna Duranona, og þá Ziza og Alfreð alla horfna í brautu er mikil vá fyrir dyrum KA á næst- unni... Steimgrímur St. Th. Sigurðs- son hefur opnað enn eina sýninguna, nú í M.A., það er í gamla húsinu. Steingrímur segir gott að vera á Akureyri, sérstak- lega þar sem Simmi hoffmeistari, hafi breytt miklu, allt sé hlýlegra en áður var. Steingrímur sagði Binna var mikinn gáfumann, enda kominn af sjóreknum Fransmönn- um. Hann segir Simma snilling í eldhúsinu, maturinn sé likastur því að vera handeraður á (talíu eða Frakkalndi. Þá er Steingrímur ekki síður ánægður með Tryggva Gíslason skólameistara, sem hann segir vera sérlega þægileg- an og skapa gott andrúmslofi þar sem hann er... hinumegirt "FarSide" eftir Gary Largon Á meðan Jón bóndi brá sér af bas, komust kyrnar í eidhús- ið og skemmtu sér kónunglega - þar til Huppa í granda leysi sínu uppgötvaði... f i m m fornum vegi Saknar þú Stöðvar 3? Víðir Eðvarðsson, nemi: "Nei, ég sá hana bara eini sinni eða tvisvar." Erling Pétursson, verslunarmaður: "Já, ég vil hafa meiri keppni á markaðnum." Halldór Guðmundsson, tæknifræðingur: "Nei, ég horfði aldrei á hana." Sigurður Albertsson, verkamaður: "Nei, ég sakna ekki þess sem ég veit ekki hvað er." Kristín Þorgeirsdóttir, Ijósmóðir: "Já, alveg heilmikið." v 111 m e n n "Enginn af forystumönnum flokksins úr byggðinni var á fundinum. Enginn af þei sem mest hafa barist fyrir Johnsen og Steina í bænum sáust. Fundurinn var aldrei settur og aldrei slitið." Eggert Haukdal, að tala um fyrrum sam- þingsmenn sína, í Mogganum. "Ég er ekki endilega að tala um að vera Bjartur í Sumar- húsum - þótt ég hafi snertingu af honum - einsog allir aðrir." Sigurður Baldursson, bóndi á Þáfastöðum í Skagafirði, í DT: "Þarna voru atriði sem ekki vöktu almenna kátínu og er ég þar að tala um almenna kaup- taxtann." Björn Grétar Sveinsson í Mogganum. "Ef við höldum okkur við „Halló Akureyri" þá liggur Ijóst fyrir að það var ýmislegt sem mátti betur fara en eins var margt vel gert." Guðmundur Hreiðarsson, forstöðumaður Upp'ýsingamiðstöðvar ferðamála á Akur- eyri, að velta sér enn og aftur upp úr hinni stórkostlegu útihátíð þeirra Akureyringa, í DT. "Auk þess hefur Össur á seinni árum gerst slík fjöl- skylduvera að hann slær Árna Sigfússon margfalt út sem hinn mjúki pabbi." Garri í Tímanum að ræða um ástsælan rit- stjóra Alþýðublaðsins. "Svo ég tali líkindamál þá tekst maður á við konuna sína um uppeldi barnanna, en maður segir henni ekki upp." Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, I DT. "Þetta var það eina merkilega sem ég gerði í leiknum en það var mikilvægt." Páll Þórólfsson, handboltamaður í Aftur- eldingu, en hann gerði sigurmark í kapp- leik þegar þrjár sekúndur voru eftir af leik- tímanum. Mogginn. "Já, það er sorglegt hversu íslendingar eru að miklu leyti fáfróðir og þröngsýnir. Verst er að þjóðfélaginu getur staf- að hætta af." Guðrún Helga Sigurðardóttir í DT. Harða, blíða, heita sterka sál hjarta þitt var eldur, gull og stál ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað. Matthías Jochumsson orti Ijóö um Þorbjörgu Sveinsdóttur, eftir dauöa hennar og þar kemur meöal annars fyrir þetta erindi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.