Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 1
MÞY9U6LMÐ Þriðjudagur 8. apríl 1997 Stofnaö 1919 43. tölublað - 78. árgangur Vaxandi gagnrýni hjá BSRB á verkstjórn í samningum Reiði með ríkissáttasemjara Samningamönnun BSRB finnst embættið ganga erinda fjármálaráðherra við að sniðganga heildarsamtökin. „Geðþóttalaun forstjóranna verði rædd við heildarsamtökin, en ekki einstök félög," segir BSRB. Hjá mörgum samninganefndar- mönnum BSRB er gremja og reiði í garð embættis ríkissáttasemjara, sem þeim finnst draga taum fjármálaráð- herra í þeim kjaraviðræðum sem hafa farið fram til þessa. Eftir fund með formanni BSRB og formönnum fé- laga þann 25. mars, þar sem lögð var áhersla á að mál sem snerta öll félög- in sameiginlega verði leyst á sameig- inlegu borði, hefur embættið eigi að síður boðað til sérstakra funda með samningamönnum ríkisins og ein- stökumfélöguminnanBSRB. ísam- tölum við Alþýðublaðið voru menn stóryrtir vegna þessa,- og töldu að með þessu væri embætti sáttasemjara ¦ Aldraðir og öryrkjar Missa24 milljónir Á miðju síðasta ári voru settar regl- ur um að skerða bótarétt almanna- trygginga en það hafði í för með sér að þeim sem njóta niðurfellingar af- notagjalda útvarps og sjónvarps fækkar verulega frá því sem áður var, eða um 2800 alls, og er þar um að ræða aldraða og öryrkja. Hér er því um að ræða nýjan skatt á þessar aðila sem nemur um 24.000 krónum á árí. Þetta kom fram í fyrirspurn frá Svav- ari Gestssyni á Alþingi. f svari menntamálaráðherra kom fram að sökum þessa ákvað Ríkisút- varpið að fresta gjaldtöku á þessa að- ila fram yfir áramótin 1996/7 og ákveðið var að fella gjaldtöku niður hjá þeim sem væru fæddir fyrir árið 1910 eða 800 manns. Ráðherra tók einnig fram að hluti hópsins greiddi enn sem fyrr ekki afnotagjöld þar sem aðstæður hefðu breyst, viðkomandi hefðu flust á vistheimili eða hæli sem nýtur undanþágu eða til ættingja þar sem aðrir greiða afnotagjöldin. beinlínis að draga taum samninga- manna ríkisins, sem vilja brjóta samningalið BSRB upp í sem smæst- ar einingar, ekki síst til í viðræðum um geðþóttalaunin svokölluðu. Innan BSRB sögðu menn við Al- þýðublaðið, að þeir séu vanir því að samninganefnd ríkisins reyni að brjóta skarð í múra BSRB með því að halda fundi með einstökum félögum, og reyna að sá fræjum sundurlyndis milli þeirra. „Við erum hinsvegar ekki vön því að sáttasemjari taki þátt í þeim leik, en því er ekkert að leyna að okkur finnst það í dag," sagði einn samninganefndarmaður við blaðið í gær. Hann kvaðst hafa tekið þátt í samningum einu sinni áður, og það virtust önnur vinnubrögð uppi núna. Á fundinum þann 25. mars, þar sem formaður BSRB og formenn fé- laga innan bandalagsins mættu var lögð áhersla á að gengið yrði frá ágreiningsmálum varðandi aðkomu félaganna að samningunum og geð- þóttalaun forstjóranna á sameigin- legu borði. En forstjórar ríkisstofnana hafa samkvæmt nýjum lögum rétt til að ákveða laun undirmanna sinna fram- hjá almennum samningum, og BSRB, sem eru geðþóttalaun for- stjóranna þyrnir í auga, vilja taka á þeim í heild. Eigi að síður voru samninganefndir einstakra félaga síðan boðaðar á nýja fundi undir stjórn sáttasemjara, og „að því er virtist bara til að endurtaka rulluna og draga samninga á langinn," sögðu viðmælendur blaðsins. Að sögn viðmælenda úr röðum BSRB hefur samninganefnd fjár- málaráðherra reynt undanfarna vikur og mánuði að komast hjá viðræðum við BSRB í einu lagi, og reynt að hefja samninga við einstök félög. Þetta hefur verið án árangurs, en þeg- ar sami leikur upphófst að tilstuðlan embættis ríkissáttasemjara fór að þykkna í mönnum, og mun hafa sleg- ið í brýnu á fundum vegna þessa. Það er margt broslegt í Hafnarfirði, en myndin var tekin þar. Sá til hægri er viðskiptavinur, en hinn þekkja allir. iinwun - e.ói. ¦ Bullandi ólga innan Dagsbrúnar og andófsmenn vilja fylgjast með kosning- unni og talningunni Vilja koma í veg fyrir allan vafa Þurfum þá ekki, segir Snær Karlsson á skrifstofu félagsins "Við bíðum eftir að sjá hvað gerist í atkvæðagreiðslunni, þá sjáum við hvernig púlsinn slær. Ég geri mér grein fyrir að það er uppgjafatónn í fólki. Það treystir ekki þessari for- ystu til að ná neinu fram. Við erum búin að gera vaktaplan þar sem gert er ráð fyrir að einn fulltrúi úr okkar hópi geti verið við atkvæðagreiðslu og annar við talningu. Við höfum far- ið fram á að fá að fylgjast með. Það er greinilegt að þeir sem eru í stjórn félagsins ætla að koma samningun- um í gegn með góðu eða illu. Þeir eru langt komnir með að nauðga þessum samningi í gegn. Við viljum vera við- staddir til að ekki komi upp spurn- ingar um óheil vinnubrögð eftir taln- ingu," sagði Bjarki Magnússon, Dagsbrúnarmaður, en hann, ásamt fleirum Dagsbrúnarmönnum, er afar ósáttur við vinnubrögð stjórnar fé- lagsins. "Það er ljóst að þetta eru tvísýnar kosningar og það er um að gera að eyða öllum vafa sem getur komið upp. Við erum búnir að nefna það áður, en það hefur verið gert hálfgert grín af okkur vegna þessa. Það er reynt að draga úr okkur og gera okk- ur að aðhlátursefni. "Mér skilst að þeir hafi boðið að leggja fram starfskrafta, en við vor- um búnir að manna þetta á laugar- dag. Við eigum þá upp á að hlaupa ef á þarf að halda. Hvað varðar talning- una þá telur kjörstjörnin og sátta- semjara hefur verið boðið að vera viðstaddur og fylgjast með. Ef okkur vantar mannskap þá er gott að eiga þá að," sagði Snær Karlsson á skrif- stofu Dagsbrúnar, þegar hann var spurður hvernig hefði verið tekið í málaleitan þeirra sem óskuðu að fá að vera viðstaddir. Félagsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar á sunnudag olli mörgum fundarmanninum vonbrigðum. Þrátt fyrir að fundurinn hafi staðið á fjórðu klukkustund voru aðeins fimmtán mínútur til almennra umræðna, þar sem það langan tíma tók að lesa upp samningana. Þegar tilkynnt var að ekki fleiri kæmust að og Halldór Björnsson, formaður félagsins, gerði sig líklegan til að svara þeim fáu sem komust að, gekk þorri fundarmanna út, en talið er að um 400 manns hafi sótt fundinn. Bjarki Magnússon seg- ir að á annan tug félagsmanna hafi verið á mælendaskrá þegar lokað var fyrir umræður, en Snær Karlsson segir þá hafa verið fimm. Ljóst er að óánægja og óeining er ráðandi innan félagsins. "Ég held að þeir ættu að fara sér hægt í að sameinast Framsókn og stækka félagið, þegar þeim er ofraun að halda því saman eins og það er í dag," sagði Bjarki Magnússon. Það er ekki bara atburðir síðustu daga sem stjórn Dagsbrúnar sætir ámæli fyrir, þegar stóra samninga- nefndin sagði hlutverki sínu lausu í miðjum samningaviðræðum byrjaði óánægjan fyrir alvöru og eftir því sem næst verður komist sést ekki fyr- ir endann á henni, svo er að heyra á þeim Dagsbrúnarmönnum sem rætt hefur verið við. ¦ Háskóli Islands 93 prósent prófessora eru karlar Kynjahlutföll kennara við Háskóla íslands eru konum mjög í óhag en 93 prósent allra prófessora við skólann eru karlar, 80 prósent dósenta, 53 prósent lektora og 66 prósent stunda- kennara. Konur eru 57 prósent allra nemenda við skólann. "Við höfum vakið athygli á þessu meðal annars hvað varðar hlutfall kvenna í prófessorsstöðum," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. „Við erum að fara af stað með verkefnið Háskólinn sem tilraunasamfélag en það er meðal annars unnið í sam- vinnu við Jafnréttisráð. Þar ætlum við að skoða háskólann sem smækk- aða mynd af samfélaginu en þar munum við gera ýmsar kannanir á jafnréttismálum og gera aðgerðarpl- an um hvernig snúa megi þessum hlutum við." Háskólinn hefur ekki sett sér neina fasta jafnréttisáætlun en með bréfi frá því í september síðastliðnum fól Háskólaráð millifundanefnd um jafn- réttismál að gera sérstakar tillögur um hvernig uppfyllt verði afmörkuð ákvæði í þingsályktun frá 1993 um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj- anna. Þar skyldi lögð áhersla á eftir- talin atriði: Að jafna aðstöðu og laun karla og kvenna innan Háskólans þar sem óréttmætur munur er fyrir hendi. Að jafna aðild kynjanna að stjórn Háskólans. Að móta leiðir til að taka á kynferðislegri áreitni. Að tryggja jafna aðstöðu karla og kvenna til náms. Blair með unga fólkið Verkamannaflokkurinn hefur gríðarlegt forskot á Ihaldsflokkinn meðal ungra kjósenda, eða slétt 40 pró- sent. Þetta kom fram í skoð- anakönnun, sem breska sunndagsblaðið News of the World birti nýlega. Fylgi flokkanna meðal kjósenda frá 18 til 27 ára aldurs var þannig, að Verka- mannaflokkurinn hafði 62 prósent, en Ihaldsflokkurinn næstum því aðeins þriðjung þess, eða einvörðungu 22 prósent. Talið er að þetta sé aðallega vegna þess hve vel Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fellur í kram ungs fólks í Bretlandi. í sömu könnun var forskot Verkamannaflokksins miðað við alla aldursflokka tekna saman um 25 prósent. Aðrar kannanir síðustu daga hafa sýnt frá 22 til 27 prósenta forskot Blairs og félaga. I dag er fjallað um stöð- una í breskum stjórnmálum og kosningarnar, sem þar verða 1. maí, f grein nýs pistlahöfundar, Auðar Eddu Jökulsdóttur, en hún mun skrifa frá Bretlandi um bresk stjórnmál og Evrópumál. Sjá bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.