Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 V i ð t Q I . » ■ * 1 ..IVIér finnst persóríuléga uti- lokaó að ganga í stjórnmála- samtök sem hefðu á stefnu- skra sinni að taka ekki af- stoðu til Evrópumálanna. Og hvernig a kosningabaratta slíkra samtaka að fara frain? ■ Valgerður Bjarnadóttir var stödd hér á landi fyrir skömmu til að flytja erindi um ísland og Evrópusambandið. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Valgerði og umræðuefnið var vitaskuld Evrópusambandið og íslensk stjórnmál Að vera eða vera ekki í Evrópusambandinu Stundum er eins og Islendingar séu smeykir við að taka fullan þátt í evr- ópskri samvinnu, það er nœstum eins og þeim finnist að f slfkri samvinnu felist nokkurs konar fullveldisafsal. “Já, þetta viðhorf er of algengt hér á landi og er byggt á miklum mis- skilningi. Heimurinn breytist mjög hratt, er sannarlega ekki sá sami og hann var fyrir hálfri öld, meira að segja ekki sá sami og fyrir áratug. Ný tækni í fjarskiptum á eftir að breyta honum enn meir. „Fullveldi“ er hug- tak sem á eftir að öðlast allt aðra merkingu en við höfum átt að venj- ast. En það er fjarstæða að halda því frarn að þjóðir afsali sér fullveldi þegar þær ákveða að vinna náið sam- an og taka sameiginlegar ákvarðanir. Spumingin er einfaldlega sú hvort ís- lendingar vilji taka upp nána sam- vinnu við þær þjóðir sem þeir eiga mesta samleið með eða hvort þeir kjósa fremur að vera einangraðir, sinnulausir eyjarskeggjar." Þú ert mikill Evrópusinni eins og alkunna er, en margir þeirra sem hafna aðild að Evrópusambandinu segjast fyrst og fremst gera það vegna fiskveiðistefnu sambandsins sem þeir telja vœgast sagt óaðgengi- lega. “Eg held að það dytti engum heil- vita íslendingi i hug að semja frá sér auðlindina. En eins og fiskveiðistefna sambandsins er í framkvæmd þá eru allar líkur á því að Islendingar myndu fá úthlutað sama kvóta og þeir veiða í dag. Við vitum náttúrlega ekki hvernig samningum við náum fyrr en við hefjum samningaviðræður. Ef þá kæmi í Ijós að niðurstaðan gæti ekki orðið aðgengileg fyrir okkar þá yrði ekki skrifað undir neina samninga. Svo einfalt er það. En ég vil ekki blanda fiskveiði- stefnunni of mikið inn í umræðuna um aðild að Evrópusambandinu. Menn byrja alltaf á því að tala um ómögulega fiskveiðistefnu og um leið nær umræðan ekki lengra. Ég vil að menn tali um Evrópusambandið eins og það er og spyrji sjálfa sig að því hvort þeir vilji að Island gangi í Evrópusambandið að því gefnu að viðunandi samningar náist um fisk- veiðar.“ Ví<3 skulum gefa okkur að viðun- andi samkomulag náist og þá spyr ég: Af hverju eigum við að ganga í Evrópusambandið ? “Ef ég á að segja þér eins og er, Kolbrún, þá finnst mér það svo sjálf- sagður hlutur að ég á í erfiðleikum með að útlista það. En ég skal reyna - og það sem ég segi, segi ég prívat og persónulega en ekki sem starfsmaður EFTA. Við eigum að ganga í Evrópu- sambandið vegna þess að hagsmunir þjóða eru samtvinnaðir og við eigum að vinna með öðrum þjóðum við að ákveða hvaða lög og reglur eiga að gilda á Evrópusvæðinu og móta þannig þróunina. Við eigum að vera fullgildir þátttakendur í því starfi, hluti af heild sem skiptir verulegu máli. Þá segja menn: EES-samningurinn færði okkur innri markaðinn og það nægir okkur. Ég svara: En við erum ekki þátttakendur í þeim ákvörðun- um sem eru teknar. Menn segja: Við erum svo lítil og smá og þátttaka okkar skiptir engu máli. Svarið við því er, að þjóð á að vera þátttakandi í því að móta fram- tiðina og jafnvel þótt lóð hennar sé lítið þá ber henni að leggja það á vog- arskálamar. Alþjóðasamvinna hlýtur alltaf að vera jákvæð. Hún tekur langan tíma og á að taka langan tíma. Það er við- kvæmt mál fyrir ólíkar þjóðir að samræma skoðanir sínar. Innan Evr- ópusambandsins æða menn ekki fram af ofsa. Það er staðreynd að þótt þar sé mögulegt að ljúka ákveðnum málum í atkvæðagreiðslu með mikl- um meirihluta atkvæða þá er sú leið mjög sjaldan farin. Menn kjósa frem- ur að setjast niður, semja um málið og komast að sameiginlegri niður- stöðu.“ Nú segja framsýnir menn hér á landi að það sé einung is tímaspurs- mál hvenœr við göngum í Evrópu- sambandið, en málið er ekki á dag- skrá ríkisstjómarinnar og það er eins og hún kceri sig ekki um umrceð- una. “Alþingismenn verða að hafa ann- að viðhorf en það að málið sé ekki á dagskrá. Það er ólýðræðislegt að halda málinu utan umræðu. Alþýðuflokkurinn hefur rætt þetta mál og komist að niðurstöðu. Mér finnst merkilegt að Alþýðubandalag- ið ákvað að setja umræðu um Evr- ópumálin á dagskrá. Formaður Fram- sóknarflokksins segir öðru hvoru að rnenn verði að fylgjast vel með þró- uninni. En Sjálfstæðisflokkurinn, sem fram að samningnum um EES var leiðandi afl í utanríkismálum landsins, vill ekki ræða málið. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst kostulegt að sá flokkur hafi ekki sett málið á dagskrá." Alþýðuflokkurinn tók á sínum tíma skýra afstöðu í málinu en nú virðist sem flokkurinn sé jaflivel reiðubúinn að leggja málið til hliðar til að ná fram samfylkingu á vinstri vœng. “Mér finnst rnjög slæmt ef það verður niðurstaðan en flokkurinn verður auðvitað að ákveða hvað hann vill. Ég er ekki í Alþýðuflokknum en það er ekkert launungarmál að ég kaus flokkinn í síðustu kosningum vegna stefnu hans í Evrópumálum. Það er ljóst að ef flokkurinn leggur þá stefnu til hliðar þá kýs ég hann ekki aftur.“ Segjum tvœr. En félagshyggju- raddir segja að það sé allt í lagi að jafnaðarmenn séu ósammála um Evrópumálin, einmitt þannig sé það í stóru jafhaðarmannaflokkunum úti í heimi. “Já, já, en samt sem áður hafa þeir jafnaðarmannaflokkar haft það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB. Mér finnst persónulega útilokað að ganga í stjórnmálasamtök sem hefðu á stefnuskrá sinni að taka ekki afstöðu til Evrópumálanna. Og hvemig á kosningabarátta slfkra samtaka að fara fram? Er það ætlunin að einn frambjóðandi tali fyrir því að tekin sé afstaða í Evrópumálum og annar frambjóðandi tali gegn því?“ Ætli menn myndu ekki ná sam- komulagi um að segja að málið vœri ekki komið á dagskrá og að afstöðu til þess yrði að rœða sfðar. “Og um leið er verið að blekkja kjósendur. Það er dónaskapur að segja við þá: Kjósið okkur og við ræðum málefnin einhvem tímann seinna.“ Nú hugleiða félagshyggjuöflin sameiginlegt framboð í kosningum, hvernig líst þér á? “Fjölmargir vinir og kunningjar mínir em Sjálfstæðismenn og að mörgu leyti á ég samleið með því fólki. En það kemur alltaf að því í samræðum okkar að einhver hlær og segir við mig: Þú ert svo mikill krati. Ég tel mig vera miðjumanneskju í pólitík. En ef áherslan í sameining- unni verður með meiri vinstri slag- síðu en hægri þá kæri ég mig ekki sérlega um að vera í þeim félagsskap. Þó einhverjir segi að ég sé krati þá er ég ekki svoleiðis krati. Vinstrimennska hefur alltaf verið kennd við mikil ríkisafskipti, það hefur eitthvað breyst en ekki nægi- lega til að ég geti kunnað vel við mig á þeim væng. Tilhneigingin er enn sú að hafa vit fyrir fólki. Ég kæri mig ekki um slíkt batterí. Mér hefur alltaf fundist að fólk eigi að fá að hafa vit fyrir sér sjálft."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.