Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 ú t I ö n d ■ Auður Edda Jökulsdóttir skrifar frá Bretlandi um bresku þingkosningarnar Verkamannaflokkurinn fer með himinskautum Spilling og mútuþægni þingmanna íhaldsflokksins er John Major þung í skauti. Þrátt fyrir vaxandi byr í efnahagsmálum virðist fátt geta komið í veg fyrir að Tony Blair leiði Verkamannaflokkinn til valda. Stjómmálaskýrendur helstu fjöl- miðla Bretlands spá nú vatnaskilum í breskum stjómmálum í kjölfar þingkosninganna þann 1. maí næst- komandi. Verkamannaflokkurinn hefur undanfama mánuði mælst með yfír 20 prósenta forskot á íhalds- flokkinn í skoðanakönnunum. Ef síðustu kosningaspár myndu ganga eftir fengi Verkamannaflokkurinn 474 þingsæti en íhaldsflokkurinn, sem stjómað hefur Bretlandi í 18 ár, 142. Þó fáir reikni með svo miklu hmni Ihaldsflokksins í kosningunum hefur orðið ótvíræðri fylgissveifla frá hægri til vinstri í breskum stjómmál- um. Sigur Thatcher fyrir 18 ámm markaði upphaf að nýjum tímum í stjómmálum Vesturlanda. Sú spum- ing virðist áleitin, hvort vænta megi vemlegra breytinga í stjómmálum Bretlands með sigri Verkamanna- flokksins. Fylgishrun íhaldsflokksins Þrátt fyrir að pólitískir mótvindar standi nú beint í fang John Majors og flokks hans, þá er hann ófús að við- urkenna ósigur sinn fyrirfram. Máli sínu til stuðnings bendir hann á þá staðreynd að efnahagsástandið í landinu sé nú með besta móti í mörg ár, verðbólga er lítil, atvinnuleysi hefur minnkað vemlega og lífskjör í landinu hafa batnað á undanfömum ámm. Um leið og gífurlegt atvinnu- leysi og almennur doði einkennir efnahagslíf margra meginlandsþjóða njóta Bretar nú mikils hagvaxtar, sterks gjaldmiðils og nýsköpunar í atvinnulífi. Að auki, minna íhalds- menn á þá staðreynd að þeir vom langt á eftir Verkamannaflokknum í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar en höfðu þó sigur sem dugði þeim til þingmeirihluta í fimm ár. Fylgi fhaldsflokksins meðal kjós- enda byijaði hins vegar að hrynja fljótlega eftir síðustu kosningar. Þar komu einkum til meint mistök í hag- stjóm og óeining meðal ráðherra flokksins. Sfðustu misserin hefur enn grafið undan fylgi og þá ekki síst vegna mikils fjölda spillingarmála sem upp hafa komið innan flokksins. Óeining, sérstaklega í afstöðu til samrana í Evrópu hefur einnig orðið flokknum til vandræða og sömuleið- is hefur misheppnuð einkavæðing, sem almenningi finnst nú hafa geng- ið of langt, svert ímynd flokksins. Það era án efa hneykslismálin inn- an íhaldsflokksins sem einna mesta athygli hafa vakið í íjölmiðlum víða um heim. Þessi mál spanna vítt svið, allt frá framhjáhaldi þingmanna til pólitískra afglapa ráðherra. Einkalíf þingmanna íhaldsflokksins hefur orðið forsíðuefni dagblaða um heim allan og í Bretlandi hafa ferskar frá- sagnir af kynlffi íhaldsþingmanna verið nánast daglegt fréttaefni. Sá ríflega þrjúhundmð manna hópur sem fyllir þingflokk íhaldsflokksins virðist öllu litríkari í þessum efnum en grátt yfirborð fomstumanna flokksins gæti gefið til kynna. Þessi mál hafa fyrst og fremst orðið að skemmtiefni fyrir dagblaðalesendur en um leið hafa þau rýrt tiltrú flokks- ins með því að gera hann hlægilegan. Ríkisstjóminni stafar þó sennilega öllu meiri hætta af meintri mútþægni nokkurra þingmanna flokksins, sem hefur ýtt undir þá ímynd hans að flokkurinn sé fyrst og fremst vígi óprúttinna eiginhagsmunaseggja. Margir telja þó að flokkurinn hafa beðið enn meiri hnekki af hverju at- vikinu af öðm þar sem ráðherrar flokksins hafa ekki sýnst vera starfi Stjórnmql | Auður Edda Jökulsdóttir skrifar þetta sé ekki nýtt í breskum stjóm- málum á svo opin fjandskapur á milli leiðandi manna tæpast hliðstæðu í síðari tfma sögu Ihaldsflokksins. Ógæfu flokksins má þó ekki síst rekja til breytinga á því sem kalla mætti almenna stemmingu í stjóm- málum. Thatcher var fyrsti leiðtogi á Vesturlöndum til að ráðast í einka- væðingu og niðurskurð á velferðar- kerfinu. Það vill gleymast að margt af því sem þykja sjálfsagðir hlutir í stjómmálum víðast á Vesturlöndum þóttu byltingarkenndar og hættulegar hugmyndir þegar Thatcher reið á vaðið. Margt af þessu virðist hins vegar hafa runnið sitt skeið í Bret- landi. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti skattgreið- enda er nú tilbúinn til að greiða hærri skatta í skiptum fyrir betra mennta- kerfi og bætta heilsugæslu. Það er niðurrif velferðarkerfisins, frekar en of mikil umsvif hins opinbera sem veldur kjósendum áhyggjum. Meiri- hluti kjósenda kvartar líka undan síð- ustu tilraunum íhaldsmanna til einka- væðingar, þó að þorri manna telji að margt af því sem flokkurinn gerði fyrst í þeim efnum hafi skilað ár- angri. Flokkurinn sætir vaxandi gagnrýni í þessum efnum fyrir að fylgja kennisetningum frekar en praktískum lausnum. Hvers má vænta af Verkamannaflokknum? Verkamannaflokkurinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveim- ur áratugum, fyrst undir stjóm Neil Kinnocks og frá árinu 1994 af Tony Blair, núverandi formanni flokksins. Tony Blair verður líklega best lýst Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti skattgreið- enda er nú tilbúinn til að greiða hærri skatta í skiptum fyrir betra menntakerfi og bætta heilsugæslu. Það er niðurrif velferðarkerf- isins, frekar en of mik- il umsvif hins opinbera sem veldur kjósendum áhyggjum. um það hefur t.a.m. gamalt og um- deilt ávæði um þjóðnýtingu nú loks- ins verið fellt út úr stefnuskrá flokks- ins, en þetta ákvæði fældi marga kjósendur frá honum. Sem dæmi um þær breytingar sem gerðar hafa verið er að dregið hefur verið stórlega úr áhrifum skipulagðrar verkalýðs- hreyfingar á flokkinn, en kannanir hafa sýnt að ekkert fældi fólk meira frá flokknum á síðasta áratug en ótt- inn við að flokkurinn væri undir hæl sterkra verkalýðsleiðtoga. Einn helsti frasi flokksins í þessum kosningum er ,Bretland á betra skil- ið,, en þetta kjörorð er ágætlega lýsandi fyrir flokk sem hefur kvatt áherslur stéttabaráttu og vill kom fram sem flokkur framsækinna afla af öllum sviðum þjóðlífsins. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á Verkamannaflokkurinn hefur reyndar verið sú að hann þykir vera orðinn of líkur fhaldsflokknum eftir margra ára ferðalag inn á miðju breskra stjórnmála. f sumum mála- flokkum er heldur vart hægt að greina mun. Aherslur flokksins eru því frekar á ferskleika, heiðarleika og samstöðu, þá hluti sem síst þykja einkenna fhaldsflokkinn, en á ein- stök stefnumál. Flokkurinn hefur þó sínu vaxnir. Sem dæmi um nýlegt mál af því tagi má nefna mál Dou- glas Hoggs, landbúnaðarráðherra, sem er sakaður um að hafa haldið með ólíkindum illa á kúariðumálinu svonefnda, og að hafa leynt þingið mikilvægum upplýsingum. Skoðana- kannanir hafa gefið til kynna að tveir af hverjum þremur Bretum telji ríkis- stjómina hafa beinlínis vera óheiðar- lega í þessu máli. Um leið hefur djúpstæður innanflokksárgreiningur orðið til þess að rýra tiltrú beskra kjósenda á að flokkurinn geti stjóm- að landinu úr því sem komið er. Þetta á sérstaklega við um málefni sem tengjast Evrópusambandinu og nú síðast um myntbandalag Evrópu- ríkja. Fullkominn fjandskapur hefur myndast innan flokksins á milli nokkurra fomstumanna og þó að Fullkominn fjandskap- ur hefur myndast innan íhaldsflokksins á milli nokkurra forustumanna og þó að þetta sé ekki nýtt í breskum stjórn- málum á svo opinn fjandskapur á milli leiðandi manna tæpast hliðstæðu í síðari tíma sögu flokksins. sem sérlega vel giftum og fimum stjómmálamanni, sem lætur sér fátt um finnast þótt hárgreiðsla hans hafi orðið tilefni mikillar fjölmiðlaum- ræðu á undanfömum mánuðum. Að öllu gamni slepptu, þá má segja að á síðustu missemm hafi Tony Blair ásamt skuggaráðuneyti sínu, tekist að auka mjög á trúverðugleika Verkamannaflokksins sem raunveru- legan og jafnvel spennandi valkost í augum breskra kjósenda. Formaður- inn hefur hinsvegar ítrekað varað flokksmenn sína við að fara ekki í sigurvímu löngu fyrir kosningar vegna góðs fylgis í skoðanakönnun- um. Undir forystu Tony Blair hefur á síðustu ámm hefur verið unnið að því að endurskoða stefnuskrá hins nýja Verkamannaflokks og til marks afmarkað sig skírt frá íhaldsflokkn- um í nokkmm málaflokkum. Það er athyglisvert að í beinum hugmynda- legum ágreiningi við íhaldsmenn stilla forsvarsmenn Verkamanna- flokksins sínum sjónarmiðum upp sem hinum praktísku lausnum sem komi þjóðinni betur en þjónkun íhaldsmanna við fölnaða hugmynda- fræði. Fáeinir stjómmálaskýrendur hafa gengið gegn þeirri almennu skoðun að Blair muni verða laus við róttækni á valdastóli og það eru ekki einungis talsmenn Ihaldsflokksins sem gruna Blair um að vera meiri róttækling en hann vill vera láta. Róttækni Blairs, ef hún sýnir sig, mun hins vegar að öllum líkindum falla illa að hefð- bundinni skiptingu á milli hægri og vinstri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.