Alþýðublaðið - 09.04.1997, Page 2

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MmiBIMD Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun (safoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Erfiðleikar verkalýðs- hreyfingarinnar Síðustu kjarasamningar hafa leitt margt í ljós og eru verkalýðs- hreyfingunni tilefni til að endurmeta stöðu sína. Lögin frá því í vor breyttu engu um vinnubrögð. Það var þæft í marga mánuði og síð- an byrjuðu vökunætur sólarhringum saman. Þetta vinnulag er vita- skuld aftan úr fomeskju, en svona vilja menn hafa þetta og virðist ekki skipta máli hvemig lögum er breytt til að koma í veg fyrir það. Miðstýringavaldið í VSÍ er geysisterkt og hefur eflst mikið á síðustu tíu áram. Gagnvart verkalýðshreyfíngunni hefur VSÍ hins vegar tekist vel í þeim áróðri að vekja þá trú að vinnuveitendur séu dreifðstýrðir en verkalýðshreyfingin miðstýrð. Þessu er í reynd þveröfugt farið. Launþegahreyfingin er svo veik að hún lætur meira að segja bjóða sér ár eftir ár yfirlætisfulla og hrokafulla framkomu af hálfu talsmanna vinnuveitenda sem tala niður til verkalýðshreyfmgarinn- ar. Verkalýðshreyfingunni tókst aðeins að hluta að knýja almennt fram vinnustaðasamninga sem er eina raunhæfa leiðin til kjarabóta og eðlilegt framhald af þjóðarsáttarsamningunum. Engin rótæk uppstokkun hefur átt sér stað frá 1990. Þessi hugmyndaskortur er alvarlegur. Framleiðni fyrirtækja sem stendur undir bættum kjömm launafólks er enn með því lægsta sem þekkist innan OECD ríkja. Krafa verkalýðshreyfingarinnar um kjarabætur í skattamálum gagnvart stjómvöldum er gamaldags og röng stefna. Þannig losna vinnuveitendur undan því að hækka launin. Skattalækkunum er mætt af þessari ríkisstjóm með því að skera niður í mennta-, vel- ferðar- og heilbrigðismálum. Þannig greiða launþegar í reynd sjálf- ir fyrir þessar ,kjarabætug. Það er athyglisvert í sambandi við tekjuskatt einstaklinga og bætur að einungis 70.000 af 200.000 framteljendum greiða tekju- skatt. Byrðin á þessum einstaklingum er þung en þetta er aðallega millitekjufólkið. 40.000 manns fá endurgreitt, þ.e. þeir sem era á lágum launum og búa við langan vinnudag. 90.000 framteljendur em tekjuskattlausir, aðallega námsmenn og ellilífeyrisþegar. Við höldum uppi lífskjömm okkar með því að vinna um þriðj- ungi lengur en gert er í nágrannalöndunum. Hvenær ætlum við að hætta að vinna 15 tíma aukalega í hverri viku eingöngu vegna rangs kerfis? Launþegahreyfingin er í kreppu og þessi samningslota mótast ekki af hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar. Samspil ríkisstjóm- ar og vinnuveitenda gekk algerlega upp og það samstarf mun halda áfram. Varla er launþegahreyfingin búin að gleyma því hversu auð- veldlega breytingar á vinnulöggjöfinni vom knúðar í gegn af ríkis- stjórninni fyrir ári síðan, þrátt fyrir andstöðu launafólks og stjóm- arandstöðu. Þar gekk ríkisstjórnin og flokkar hennar, sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, hönd í hönd með vinnuveitendum og hafði fullan sigur. Verkalýðshreyfingin verður að hugsa málin meira út frá póli- tískum forsendum og breyttum aðstæðum í þjóðlífmu. Sá sem reynir lausnir gærdagsins við vandamál dagsins í dag mun ekki ná árangri á morgun. Samkeppni um grunn- skólanemendur? Fátt getur vakið upp jafn harðar pólitískar deilur og fyrirkomulag menntakerfisins. Það er ekki ein- kennilegt þegar litið er til þess að nú er rétt tæp öld síðan skólaganga fór að standa öllum almenningi á Vestur- löndum til boða og fáir vilja í raun hverfa aftur til þess tíma er fjárhagur foreldra réði menntunarmöguleikum bams. Þess vegna vekja hugmyndir sem miða að því að samkeppni verði milli opinberra skóla og einkaskóla hörð viðbrögð. Pollborð | Magnús Árni Magnússon skrifar í Bandaríkjunum er ástandið í menntamálum þannig að margir op- inberir skólar, sérstaklega í innbæj- um stórborganna, geta vart gert til- kall til þess að heita skólar. Eitur- lyfjasala tíðkast á skólalóðunum, nemendur koma vopnaðir skotvopn- um í skólann og andrúmsloftið er þannig að einstaklingurinn kemur í besta falli lítt skaddaður út úr því. Það er því ekki óeðlilegt að Banda- ríkjamönnum sé umhugað um að finna leiðir út úr þessu ófremdará- standi. Gary S. Becker, Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði og Prófessor við Chicagoháskóla, heldur því fram í grein sinni Public Schools Need a Little Peer Pressure sem birtist í Business Week, 18. nóvember 1996 að opinberir skólar þyrftu á virkri samkeppni af hálfu einkaskóla að halda til að fá hvatann til að bæta sig. Til að stuðla að slíkri samkeppni vill Becker að hið opinbera láti skóla- böm fá inneignamótur, eins konar skólastyrki, sem síðan megi nota til að greiða fyrir menntun þeirra hvor sem er í einkaskóla eða opinberum skóla. Andstæðingar þessarar hug- myndar halda því fram að þetta myndi veikja opinbera skóla og að íraun yrðu þar einungis eftir óstýri- látir nemendur, áhugalausir og and- lega fatlaðir. Þessu er Gary Becker ósammála og segir að þar sé gert ráð fyrir að opinberir skólar bregðist á engan hátt við samkeppninni. Hann heldur því fram að opinberir skólar séu ekki slæmir vegna þess að þeir fái ekki nægt fjármagn, það hafi tvöfaldast hlutfallslega síðustu 30 ár, heldur séu þeir það vegna ónógrar samkeppni frá einkaskólunum, sem hafi haft bundnar hendur í sam- keppninni sökum niðurgreiðslu á skólagöngu í opinberum skólum. Ef þessari samkeppni væri gefinn laus taumurinn þá myndi pressan á stjóm- endur opinberra skóla og kennara að standa sig í samkeppninni um góða nemendur aukast til muna. Becker nefnir máli sínu til stuðn- ings byltingu í bandarískum skólum á háskólastigi sem varð upp úr síðari heimstyrjöld. Þá var fyrrum her- mönnum gefinn kostur á styrkjum til að nema við æðri menntastofnanir sem þeir annars hefðu ekki haft efni á. Þetta olli mjög aukinni samkeppni um nemendur og gæði bandarískra háskóla, einkarekinna, sem og opin- berra jukust til mikilla muna. Þessa vel heppnuðu tilraun vill Becker yfir- Eiturlyfjasala tíðkast á skólalóðunum, nem- endur koma vopnaðir skotvopnum í skólann og andrúmsloftið er þannig að einstakling- urinn kemur í besta falli lítt skaddaður út úr því. Það er því ekki óeðlilegt að Banda- ríkjamönnum sé um- hugað um að finna leiðir út úr þessu ófremdarástandi. færa á grunnskólana og er sannfærð- ur um að hún muni skila sama ár- angri á því skólastigi. Það er Ijóst að ef öllum fjölda for- eldra yrði gefinn kostur á því að velja milli skóla, einkarekinna sem opin- berra, frjálsum markaði þá myndi það leiða til aukinna gæða í skóla- starfi. Það er eðli samkeppninnarað menn leitast við að verða ekki undir og reyna því að bæta það sem miður er. Því skyldi maður ætla að ef opin- Ef við lítum hinsvegar á það umhverfi sem menntakerfið á íslandi býr við, þá er langt í það að hugmyndir- Beckers nái fram að ganga hér á landi. Grunnskólar á íslandi eru hverfisskólar og ræður búseta fjöl- skyldu því hvar börnin ganga í skóla. berir skólar byggju við silyrði virkr- ar samkeppni við einkaskóla myndu þeir taka sig á til að missa ekki alla bestu nemenduma yfir í það kerfi. Þannig myndi aðsóknin að einka- skólum vera mælikvarði á gæði opin- berra skóla og veita upplýsingar um rektur þeirra. Ef spurt er hvort að það væri hægt að ná fram markmiðum Beckers án þess að taka upp mikinn einkarekstur skólakerfis, þá væri það sjálfsagt hægt, þó ekki í sama mæli. Þó hér skuli opinberum starfsmönnum ekki ætlað að þeir kappkosti ekki að vinna hart fyrir laununum sínum, þá sýnir reynslan að menn leggja sig fremur fram þegar þeirra eigin fjármunir eru í húfi, það er, þegar menn vinna að vexti og viðgangi síns eigin fyrirtæk- is. Ef við lítum hinsvegar á það um- hverfi sem menntakerfið á íslandi býr við, þá er langt í það að hug- myndirBeckers nái fram að ganga hér á landi. Grunnskólar á íslandi eru hverfisskólar og ræður búseta fjöl- skyldu því hvar bömin ganga í skóla. Þannig er virk samkeppni þeirra á milli ekki möguleg að sama marki og ef foreldrar gætu valið skóla bam- anna sinna að vild. Yfirfærsla gmnn- skólanna frá ríki til sveitarfélaga hef- ur þrengt þennan kost enn frekar, þar sem nú þurfa heimasveitarfélög barna sem ganga í gmnnskóla í öðm sveitarfélagi að greiða með þeim og því em grunnskólanemendur í átt- hagafjötrumlögheimilis foreldra. Magnús Árni Magnússon er varaþingmaöur jafnaðarmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.