Alþýðublaðið - 09.04.1997, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Síða 7
i MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1997 _____ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 c r I q n t Eftirlifendur Helfararinnar og af- komendur þeirra bera vitni fyrir bandarískri rannsóknarnefnd nú í Desember. Konurnar fyrir miðju eru Alice Fisher og Gizella Weiss- haus. mundi bamanna á svissneska banka- reikninga til að koma þeim í öruggar hendur meðan á stríðinu stæði. Fisher sagðist einnig hafa heyrt að móðir sín hefði verið meðal þeirra lánsömu í Auscwitz sem voru valin til að vinna í búðunum en hún var ófáan- leg til að yfirgefa nt'u ára gamlan son sinn. „Hún vildi ekki að hann dæi einn svo hún fylgdi honum í gasklefann." Alice Fisher er eini eftirlifandinn af fjölskyldu sinni en hún segist ekki hafa þegið neinar skaðabætur sem að boðn- ar voru fómarlömbum helfararinnar. „Ég þigg ekki neinar þýskar bætur,“ segir hún. „Eg vil ekki þeirra peninga en þetta em mínir peningar og sviss- neskir bankar hafa engan rétt á því halda þeim frá mér.“ “Við fengum alla okkar peninga af bankareikningum í París og London,“ segir Estelle Sapir, dóttir pólsks banka- stjóra sem slapp lifandi með hjálp frönsku andspymuhreyfingarinnar úr fangabúðum nasista í nágrenni Marseille. Hún fór tvær ferðir til Sviss til að reyna að fá aðgang að banka- reikningum föður síns þar. Hún fékk þau svör að hún fengi ekki aðgang nema að framvísa dánarvottorði. Hún hélt aftur til Parísar tómhent en gerði aðra tilraun árið 1957 og hafði þá með- ferðis skjöl um reikninga föð- ur síns. Þau vom ekki tekin gild, aðeins dánarvottorð yrði tekið gilt. „Hvar á ég að fá dánarvottorð," segist Sapir hafa æpt. „Hjá Hitler eða Himmler." Hún .segir að bankastjóramir hafi ekki látið í ljós samúð eða mælt fram nein huggunarorð við þessar kringum- stæður. í dag leigir hún herbergi á gisti- heimili og deilir baðherbergi með öðr- um einstaklingum í Belle Harbour í Queens í Englandi. Snúið við til Þýskalands Flestir sagnfræðingar em sammála um að það hefði ekki þjónað neinum tilgangi fyrir Hitler að ráðast inn í Sviss, hann og samverkamenn hans hafi haft allt það gagn sem þeir þurftu að hafa af þjóðfélaginu, aðgang að bankareikningum og lestarteinum. I maí árið 1995 bauðst Villinger for- seti Sviss til að biðjast opinberlega af- sökunar á framgöngu þjóðar sinnar í stríðinu því það vom nefnilega Sviss- lendingar en ekki Þjóðverjar sem fengu þá hugmynd að öll vegabréf Gyðinga yrðu framvegis merkt með stóm rauðu Joði, svo auðveldara væri fyrir Sviss- nesku lögregluna að bera kennsl á þá. Um það bil 33.000 Gyðingum á flótta var neitað um inngöngu í Sviss sem leiddi til dauða flestra. Svissneska lögreglan kom einnig upp um fjöl- marga sem báðust hælis í landinu og lestarverðir höfðu fyrir reglu að láta Gyðinga og aðra stríðsfanga á flótta aftur í hendur á Gestapo. Það em þó aðgerðir Sviss- lendinga eftir stríðið sem hafa vakið upp StCVfcS mesta reiði. Nýlega sýndu áður leynileg minnisblöð njósn- askjala að á ámnum 1947 og 48, buðu Svissneskir embættismenn, auðugum nasistum upp á lúxus flóttapakka fyrir stjamfræðilegar upphæðir, og var inni- falið í því vegabréf, miði með SwissA- ir, KLM eða AirFrance og dvalarleyft í nasistanýlendu að eigin vali, venjulega Argentínu eða Brasilíu. Sumir banka- stjórar gengu svo langt að flytja mikla fjármuni fyrir nasistana í farmi með diplómatísku innsigli. Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst að hluta af ránsfeng nasista var smyglað til Argentínu bæði fyrir og eftir stríðið þar sem skötuhjúin Juan og En vondu fréttimar halda áfram að versna fyrir Sviss. Nokkur listaverkauppboð sem vom haldin í Luceme á fimmta áratugnum em sögð hafa verið haldin til að losa Nasista við listaverk sem tekin höfðu verið eignamámi. I stríðinu rakti leyni- þjónusta Bandaríkjanna slóð fjölda listaverka til Sviss, sem tilheyrðu svo- kallaðri úrkynjaðri list, þeirra á meðal verk eftir Renoir og Matisse, en flutn- ingamir vom á vegum Hermanns Goerings. Árið 1945 sagði þáverandi stjómandi Metropolitans safnsins í New York að Nasistaverkin í Sviss væm að verðmæti um tveggja til n4w‘wT»»*«**iUf , <*♦•*>•* •—siwaBaJTr-Sff ’rj,, . «4 ... . .1 **7E:**i u *«<***• fV**« i sses(ð ••'Air... "5.'» J Hermann Goering við Nurnberg réttarhöldin. Eva Perón sáu til þess að hann kæm- ist aftur í hendur ólögmætra eig- enda. «m •* **«tf«*« •^**r^* %&!»*** SECHtT fo hi ttiíj** .L ,n lí te! ,í j< xatift&’WiV 1 Svisslendingar eru ekki þeir einu sem skjálfa á beinunum i þessu heilaga stríði, því rannsóknaraðilar eru farnir að opna Gestapo skjöl sem sýna svo ekki verður um villst, slóð glæpamannanna, frá svissneskum bönkum til Suður Ameríku. Nýlega sýndu áður ieynileg bandarísk minnisblöð njósnaskjala að á árunum 1947 og 48, buðu Svissneskir embættismenn, auðugum nasistum upp á lúxus flóttapakka fyrir stjarnfræðilegar upphæðir, og var Innifalið í því vegabréf, miði með SwissAir, KLIVI eða AirFrance og dvalarleyfi í nasistanýlendu að eigin vali, venjulega Argentínu eða Brasilíu. Sumir bankastjórar gengu svo langt að flytja mikla fjármuni fyrir nasistana í farmi með diplómatísku innsigli. t\'eggja hálfrar billjónar bandaríkja- dala. Svissnesk yfirvöld gerðu hræðilegt glappaskot þegar þau ákváðu að 1,6 milljón bandaríkjadala, sem sögð var vera innistæða látinna Pólverja, þar af flestra Gyðinga, til kommúnistastjóm- arinnar í Póllandi. Síð- an þá hefur komið á daginn að hluti þeirra íjármuna var endur- greiddur af kommúnistum til Sviss sökurn eignatjóns svissneskra ríkisborgara við þjóðnýtingu eigna þeirra í Póllandi. Það sama endur- tók sig gagnvart ungverskum yftrvöldum og virtist þá, þeg- ar óvitjaðir reikningar með gyðinganöfnum vom opnaðir í skjóli samkomulagsins, að lög um leynd yfir bankareikningum mættu sín lítils. Grundvöllurinn er Nasistagull “Grundvöllur auðsældar okkar er nasistagull,“ segir Jean Ziegler þing- maður Sósíalista í Svissneska þinginu sem var refsiengill Svissneska banka- kerfisins löngu áður en nýjustu skandalamir blossuðu upp. Nú hefur hann gert hið ófyrirgefanlega, hann hefur borið fram tillögu að lagabreyt- ingu í Svissneska þinginu sem er rædd um þessar mundir, og miðar að því að nema úr gildi bankaleyndina. „Fyrir stríðið var Sviss fátækt land en nú emm við annað ríkasta ríki í heimin- um,“ segir Ziegler. Daniel Guggenheim er svissneskur Gyðingur, fæddur af fjölskyldu sem kaus að vera um kyrrt í Genf í stríðinu. „Astandið var hræðilegt fyrir Gyðinga í Sviss allt fram til loka síðustu aldar. Þeir höfðu ekki kosningarétt, né heldur vom þeir kjörgengir og þeir gátu ekki valið sér búsetu sjálfir fyrr en árið 1866. Árið 1940 áttu Gyðingar ekki neinar valdastofnanir, ekkert ísraelsríki og sannleikurinn var sá að enginn kærði sig sérstaklega um þá.“ Faðir Daniels, Paul Guggenheim al- þjóðlegur lögfræðingur, var einn af þeirn fyrstu til að láta Franklin Ros- evelt vita af helförinni en upplýsing- amar fékk hann hjá Carl Buchardt sem var formaður alþjóðadeildar Rauða Krossins í stríðslok. „Faðir minn skrif- aði viðvömn til Rosevelt gegnum bandaríska konsúlinn en hann kaus að virða hana að vettugi. Guggenheim tel- ur sjálfur að afneitun Bandaríkjamanna á helförinni sé tilkomin vegna andgyð- inglegra ráðgjafa sem áttu greiðan að- gang að forsetanum. Eftir stríðið var Paul Guggenheim einn þeirra sem reyndi að fá því fram- gengt að reikningar fómarlambanna yrðu gerðir aðgengilegir. „Faðir minn fór í Dómsmálaráðuneytið um miðjan fimmta áratuginn og bað þá um að opna reikningana sem þeir og gerðu árið 1962,“ segir hann. Rannsóknar- menn fundu þá 9,5 milljónir sviss- neskra franka. Upphæðin hlaut að lúta þeirri staðreynd að bankamir fram- kvæmdu rannsóknina sjálfir. Það er annað upp á teningnum í dag.“ Guggenheim dregur þó óbilgimi Bronfmans í efa. “Við verðum að vera sanngjöm. Það vom margir hugrakkir Svisslendingar á stríðstímanum og 25.000 gyðingar fengu þar hæli. Faðir minn orðaði það gjaman þannig að það væri auðveldara að vera réttsýnn í dag en það var árið 1939. Amerískir Gyðingar hafa slæma samvisku því þeir gerðu ekkert fyrir evrópska meðbræður sína í stríðinu," segir Guggenheim og játar því að hann hafi vissar efasemdir um það að kokka upp sektarkennd meðal Svisslendinga. „Framtíð Gyðinga veltur ekki á þessu, hún veltur á því hvort það takist að tryggja frið í Mið - Austurlöndum. Þetta er eins og með Waldheimmálið. Þú notar ekki pólitísk völd til að breyta samvisku fólks, þú notar þau til að knýja frani lagabreytingar."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.