Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 1
MMMBLMÐ Föstudagur 11. apríl 1997 Stofnaö 1919 45. tölublað - 78. árgangur Mosraf með nýstárlegan innflutning Ránflugur og vespur Útrýma húsflugum úr svínahúsum, hænsnahúsumn og fjósum, segir Ingvar Sverrisson "Við erum byrjaðir á að flytja inn sérstaklega ræktaðar ránflugur sem útrýma húsflugum ír svínahúsum og við erum að sækja um innflutning á sérstökum vespum sem er ætlað að útrýma húsflugum úr fjósum og hænsnahúsum," sagði Ingvar Sverr- isson hjá Mosraf, en fyrirtækið fær báðar þessar flugnategundir frá Dan- mörku. Ránflugurnar eru þegar „teknar" til starfa hér á landi, en það tekur sex til átta vikur að útrýma öllum hús- flugum úr svínahúsum. "Húsflugurnar angra dýrin og eins menn sem vinna við hirðingu. Ránfl- ugurnar hafa þann eiginleika að leita í myrkur og hita og fara því í flórin, en þar verpa húsflugurnar. Þær verpa ¦ Jóhann Sigurjónsson Veit ekki hvað Magnús meinar "Ég veit ekki hvað Magnús er að fara. Það sem við sögðum hefur allt staðist tímans tönn," sagði Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur, þegar Alþýðublaðið bar undir hann fullyrðingar Magnúsar Skarphéðins- sonar hvalavins í blaðinu á miðviku- dag. Þá sagði Magnús meðal annars að skýrslurnar sem Halldór Ásgríms- son lagði fyrir Alþjóða hvalveiðiráð- ið hafi verið ónýtir og auðvelt hafi verið fyrir andstæðinga Islendinga að skjóta ráðherrann á kaf. Magnús sagði að meðal annars vegna lélegra vísindaraka hafi íslendingar tryggt að hér verði ekki framar veiddir hvalir. Jóhann sagði, í samtali við blaðið, að þær rannsóknir sem unnar voru á árunum 1986 til 1989 og síðar hafi sýnt, til dæmis, að hrefnustofninn hafl verið margfalt stærri en fram hafi verið haldið og ljóst sé að hrefn- an og fleiri tegundir þoli umtalsverð- ar veiðar. „Um þetta atriði er engin ágreiningur meðal vísindamanna í dag," sagði Jóhann. í egg húsflugurnar og koma í veg fyr- ir að þær fjölgi sér og með því tekst þeim að koma í veg fyrir að húsflug- urnar geti lifað í svínahúsunum," sagði Ingvar. Alls tók um eitt ár að fá öll tilskil- in leyfi fyrir innflutningi ránflugn- anna og nú hefur Mosraf sótt um að fá að flytja inn sérstaklega ræktaðar vespur sem er ætlað að vinna sama verk og ránflugunum, en í fjósum og hænsnahúsum. "Húsflugur er ekki bara þreytandi fyrir dýr og menn, það eru til dæmi um að þær hafi flutt smit milli dýra." ¦ Mogginn Kærður fyrir guðlast Rfkissaksóknara hefur borist kæra vegna greinar í Morgunblaðinu frá ár- inu 1995.1 bréfi kærandans, Sigurðar Þórðarsonar ásatrúarmanns, til Hall- varðar Einvarðssonar ríkissaksóknara segir: „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum landsins hafið þér gengið óhikað fram fyrir skjöldu gegn guð- lasti eftir fund yðar með biskupi Is- lands í einu af baðhúsum borgarinnar. Öllu réttsýnu fólki er ljós nauðsyn þess að sporna við guðlasti og hvet ég yður til að láta ekki deigan síga." Sigurður segir um að ræða grófasta guðlast sem hann hefur séð, og hann vitnar orðrétt í Morgunblaðið frá 29. júlí 1995, en þá var eftirfarandi texti í orði dagsins: „Þeir sem búa til goða- líkneski, eru hver með óðrum hégóm- inn einber, og dýrindissmíðar þeirra eru að engu liði. Vottar slfkra guða sjá eigi og vita eigi, til þess að þeir verði sér til skammar." Sigurður segir þessi orð hafa sært trúartilfinningu sína og að á heimili hans séu mörg goðalíkneski. I niður- lagi bréfsins segir: „Til að auðvelda embættinu að setja sig í spor þeirra er undir ámælinu sitja getið þér sett orð- ið kristlfkneski í stað goðalfkneski og guð í stað slfkra guða og er þá augljóst að ákært hefur verið og dæmt af minna tilefni." Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagðist kannast við að málið hefði borist embættinu. Autt blokkarhúsnæði í Grafarvogi skapar slysahættu Óþolandi ástand fyrir íbúa í hverfinu "Þetta er hið versta mál," segir Óli Kr. Björnsson lögreglumaður í Graf- arvogi en blokkin við Berjarimi 20 til 30 hefur staðið auð um langan tíma, fleiri en einn byggingaverktaki hefur komið að verkinu en ekkert gerist. Árið 1991 fékk Hans Ragnar Þor- steinsson byggingarleyfi fyrir hönd Húsasmíði sf en síðla árs 1992 tók Axel Ragnar Ström við verkinu, en í febrúar árið 1993 var Guðmundur Már Ástþórsson húsasmiður skráður fyrir hluta hússins, eða 20 til 22. "Við höfum skrifað bunka af skýrslum um þetta ástand og marg- talað við borgaryfirvöld en ekkert gerist," segir Oli Kr. „Það virðist vera í hers höndum hverjir eigi að ganga frá þessu, það hafa fleiri en einn byggingaverktaki komið að þessu en farið jafnharðan á hausinn. Börn hópast þarna saman, þetta er spennandi leiksvæði en skapar mikla slysahættu, síðast í gær höfðum við afskipti af börnum á þaki hússins og stugguðum við þeim. Þetta er óþol- andi ástand fyrir fbúa hverfisins að horfa upp á þetta mánuðum og árum saman. Þetta er ljótt og hættulegt en það er fyrst og fremst borgaryfir- valda að aðhafast í málinu. Það er ákveðinn tími sem fólk fær til að klára samkvæmt byggingaskilmálum og þegar svona fer verður borgin að grípa inn í. En þetta er ekki einu dæmin um hús í Grafarvogi sem svona hefur verið ástatt um, "Ibúðablokkin við Berjarima var í hræðilegu ástandi," segir Fjóla Guð- jónsdóttir fulltrúi hjá Slysavarnarfé- laginu sem gerði úttekt á húsnæðinu árið 1995. „Unglingar voru búnir að gera sér þarna samkomustað og höfðu verið að kveikja í og annað. Það var hægt að stökkva af svölum milli íbúða og þetta var eitt það versta sem ég hef séð á mínum ferli. Þetta var mikil slysahætta og í fram- haldi af þessu hafði ég samband við Magnús Sædal byggingafulltrúa og það var reynt að bregðast eitthvað við, negla fyrir glugga og hreinsa upp glerbrot. Þetta var þó bara lítil- ræði og þeir sem ætluðu inn létu það ekki aftra sér," segir Fjöla Guðjóns- dóttir. und setdi vörubíll á Islandi Höfum alltaf til afgreiðslu með skömmum fyrirvara ýmsar stærðir og útfærslur af MAN- vörubílum. Höfum einnig til afgreiðslu strax ýmsar stærdir af PESCI bílkrönum. KRAFTURehf. VAGNHÖFÐA 1 • 112 REYKJAVfK SÍMI 567 7100 • FAX 567 7106

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.