Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 skoðanir Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hanes hjónin og mannúð íslendinga Allir eru jafnir fyrir lögunum. Það er meginreglan í íslensku réttarfari. Gyðja réttlætisins er blind, og stjómarskráin segir skil- yrðislaust, að jöfnuður fyrir lögunum eigi að gilda fyrir alla. Líka ameríska mormóna. Reynsla Hanes hjónanna, sem hingað leituðu einsog farfuglamir að hæli í ólgusjó lífsins, bregður hinsvegar skugga efasemda yfir það. Saga Hanes hjónanna er saga ótrúlega dapurra örlaga, þar sem hið raunvemlega fórnarlamb sem flækist í vef örlaganomanna er lítið og saklaust bam. Dóttir Hanes hjónanna lenti í erfiðleikum, og móðir hennar tók að sér bamabamið, og ættleiddi það að lokum. En kynmóðirin sá sig um hönd, og í kjölfarið sköpuðust illvígar deilur sem leiddu til þess, að Hanes hjónin flúðu til Islands með bamið. Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að taka afstöðu í slíkri forræð- isdeilu. Það kann vel að vera, að Hanes hjónin hafí brotið af sér. Niðurstaðan hér heima á íslandi var alltént sú, að bamið var tekið af hjónunum, og afhent sendiherra Bandaríkjanna sem fulltrúa síns ríkis hér á landi. Hann lét bamið þegar í stað í hendur móðurinnar, sem komin var til landsins í fylgd erlends sjónvarpsliðs, sem breyta óhamingju af þessu tagi í féþúfu. Sakleysi eða meint sekt Hanes hjónanna í málinu breytir því ekki, að þau eiga stjómarskrárvarinn rétt til að skjóta máli sínu til æðsta stjómvalds íslendinga, Hæstaréttar. Sá réttur var brotinn. Það var búið að taka af þeim bamið, og flytja það úr landi, áður en Hæstiréttur kvað upp sinn úrskurð. Bamið hvarf inn í algerlega nýja veröld, og eftir lá veröld Hanes hjónanna í fullkominni rúst. Af því tilefni er rétt að rifja það upp, að Hæstiréttur felldi mjög þungan áfellisdóm yfír dómsmálaráðherra vegna meðferðarinnar á Hanes hjónunum. Harðar umræður urðu um málið á Alþingi. Tveir þingmenn, úr sitt hvomm stjómmálaflokknum, töldu dómsmála- ráðherra hafa orðið á mjög alvarlega glöp. Annar þeirra, Lúðvík Bergvinsson, velti því jafnvel upp, hvort kalla ætti saman landsdóm vegna málsins. Fyrir þau tætingslegu brot sem enn em eftir af lífi Hanes hjón- anna hér á landi skiptir í dag litlu, afhverju dómsmálaráðherra tók með þessum hætti á málum þeirra. Hann hefur án efa talið sig vera að gera rétt, þó aðrir líti á verknað hans sem gróf mistök. Fram- koman gagnvart Hanes hjónunum gerir það hinsvegar að verkum, að íslensk stjómvöld standa að minnsta kosti í mikilli siðferðilegri skuld gagnvart þeim. Okkur, hinu íslenska samfélagi, ber því djúp skylda til að bregða skildi til vamar þeim, og aðstoða þau eftir mætti við að koma lífi sínu í eins bærilegt horf, og kostur er. Nú hefur borist krafa um framsal hjónanna. í dag bendir allt til þess, að þau verði send úr landi, aðskilin um leið og þau koma á bandaríska jörð, og síðan flutt í fangabíl þvert yfír Bandaríkin - í jámum - í fylgd lögreglumanna. Þvínæst verða þau látin dúsa í ill- ræmdu fangelsi í Arizona. Þetta ber að lesa með hliðsjón af því að Hanes hjónin em trúaðir mormónar, sem hafa aldrei komist í kast við lögin. Niðurlægingin sem bíður þeirra verði þau framseld mun líklega endanlega brjóta líf þeirra í mola. Islensk stjómvöld synjuðu þeim lögskilins réttar síns. Sömu stjómvöldum ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur, þarmeð talið að neyta persónulegra sambanda við bandarísk stjómvöld, til að koma í veg fyrir enn meiri harmleik. Gleymum því ekki, að 16 ára unglingur hjónanna er líka búsettur á íslandi, og stundar nám með jafnöldrum sínum. Hver yrðu örlög hans hér á landi, með for- eldra sína í mulningsvél bandaríska fangelsiskerfísins? Islensk stjómvöld mega ekki gera hann að fórnarlambi líka. Alþýðublaðið styrkir stöðu sína Um síðastliðinn mánaðamót urðu þau tíðindi að útgáfufélagi Alþýðu- blaðsins bættist liðsauki. Forystu- menn Þjóðvaka tóku þá ákvörðun að hætta útgáfu Þjóðvakablaðsins, sem komið hefur út reglulega í um það bil tvö ár, en ganga þess í stað til liðs við útgefendur Alþýðublaðsins. Þessi ákvörðun þýðir meðal annars að hlutafé Alþýðublaðsútgáfunnar ehf., sem gefur út Alþýðublaðið sam- kvæmt samningi við Alþýðuflokk- inn, verður aukið. Þjóðvaki fær vara- mann í stjóm útgáfufélagsins, en að- alstjóm þess skipa áfram Sveinn R. Eyjólfsson, Eyjólfur Sveinsson og formaður Alþýðuflokksins. Þá munu Þjóðvakamenn taka höndum saman við forsvarsmenn Alþýðublaðsútgáf- unnar og Alþýðuflokkinn um söfnun nýrra áskrifenda og þeir, sem skrif- uðu áður í Þjóðvakablaðið, munu ljá Pqllborð | Björgvinsson Alþýðublaðinu starfskrafta sína. Engar breytingar voro hins vegar gerðar á samningi Alþýðublaðsútgáf- unnar ehf. og Alþýðuflokksins, þar sem meðal annars er kveðið á um að blaðið sé og verði rödd Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefhunnar, leiðarar blaðsins túlki þá stefnu og ritstjóri verði ráðinn í samstarfi flokks og útgáfufélags. Össur Skarp- héðinsson verður áfram ritstjóri blaðsins og fastráðnir starfsmenn á ritstjóm þeir sömu og verið hafa. Blað í sókn Ekki em nema örfáar vikur frá því mikil óvissa ríkti um rekstur Alþýðu- blaðsins. Alprent h.f., sem gefíð hafði blaðið út frá byrjun níunda ára- tugarins, hafði tilkynnt Alþýðu- flokknum að um áframhaldandi út- gáfu á þess vegum gæti ekki verið að ræða. Tilraunir til þess að safna nægilegu hlutafé meðal Alþýðu- flokksmanna til þess að tryggja áframhaldandi útkomu blaðsins höfðu ekki skilað nægilega góðum árangri, enda höfðu margir flokks- menn áður verið búnir að taka á sín- ar herðar fjárhagsábyrgðir vegna reksturs blaðsins frá fyrri tíð. Á ell- eftu stundu tókust hins vegar samn- ingar við aðila, sem gefið höfðu blaðið út með góðum árangri í upp- hafi áttunda áratugarins, um að gera alvarlega úrslitatilraun með blað- reksturinn. Sú tilraun fór vel af stað. Blaðið fékk nýtt húsnæði og stór- Alþýðublaðið gegndi lengi því hlutverki að vera blaðamannaskóli íslands. Á þeim vinnustað skóluð- ust margir, jafnvel flestir sem síðan hafa orðið merkustu fréttamenn ís- lands. bætta starfsaðstöðu, aukið rekstrarfé sem gefur tækifæri til aukinna um- svifa og liðsinni reyndra kunnáttu- manna í blaðaútgáfu. Aðild Þjóð- vakafólks að útgáfunni miðar að því að styrkja hana enn frekar og gefa Alþýðublaðinu fleiri möguleika. Þegar svo vel er róið í fyrirrúminu má skuturinn ekki eftir liggja. Vel- unnarar Alþýðuflokksins, Þjóðvaka og jafnaðarstefnunnar þurfa nú að sýna hug sinn í verki. 500 nýir áskrif- endur munu tryggja framtíð blaðsins. 500 nýir áskrifendur er ekki „stór steinn", en sá steinn sem þessari þúf- unni veltur. Velkomin til liðs við Al- þýðublaðið, Þjóðvakafólk. Við Alþýðuflokksmenn væntum okkur góðs af samstarfinu við ykkur um útgáfu Alþýðublaðsins. Framtíð blaðs Málgögn flokka áttu sinn tíma. Blöð, sem höfðu það eina markmið að boða „stóra sannleik" eins stjóm- málaflokks. Þau áttu sitt erindi og sínar stóm stundir. En þeir tímar em liðnir. Miklu fleira þarf nú til. Lipra penna. Liðugt mál. Ferska hugsun. Frjóa gagnrýni. Slíkt blað á erindi, jafnvel þó það sé gefið út í tengslum við flokk eða flokka. Svo lengi sem því er ekki sagt fyrir verkum. Alþýðublaðið gegndi lengi því hlutverki að vera blaðamannaskóli Islands. Á þeim vinnustað skóluðust margir, jafnvel flestir sem síðan hafa orðið merkustu fréttamenn fslands og starfa nú á öllum fjölmiðlum landsins. Þeim er enn hlýtt til síns gamla blaðs. Meðal annars vegna þess, að þrátt fyrir alla erfiðleikana í rekstri blaðsins hefur það aldrei orð- ið hlutskipti þess að standa ekki við félagslegar og ljárhagslegar skuld- bindingar sínar. Greiða ekki það sem til þess friðar heyrði. Skilja eftir sig slóð vandræða og vanskila í bönkum og hjá skattayfirvöldum eins og orð- ið hefur með þau flokksblöð önnur sem nú hafa dáið drottni sínum. Nei, þetta gamla blað lifir enn - á sínum eigin forsendum og hefur engum valdið tapi né tjóni. Þess vegna þarf enginn að skammast sín fyrir Al- þýðublaðið. Þó það sé lítið, fátækt og smátt hefur það ekkert af öðmm haft. Það dó ekki drottni sínum með lest- ina fulla af líkum. Þvert á móti, þá lifir það enn án nokkurra líka í sinni lest. Velkomnir heim, strákar í síðasta tölublaði Þjóðvakablaðs- ins er sérstaklega þakkað tveimur mönnum sem með sjálfboðastarfi lögðu grundvöllinn að fyrsta tölu- blaði þess blaðs og hafa verið burða- rásar þess allt til síðasta tölublaðs. Þessir tvímenningar em Jónas Ást- ráðsson og Marías Sveinsson. Gam- alkunnugir þeim sem þetta skrifar. Jónas Ástráðsson var formaður Fé- lags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík með undirritaðan sem ritara hjá sér þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni á vegum Alþýðu- flokksins. Samverkamenn vomm við ekki bara hjá FUJ heldur einnig við utankjörfundarkosningar fyrir Al- þýðuflokkinn í mörgum kosningum og brölluðum þar margt saman. í lífi Jónasar hafa skipst á skin og skúrir ein og hjá okkur öllum. Nú erum við aftur orðnir samverkamenn. Marías Sveinsson er annar ung- kratinn til. Lika fyrmm forystumaður í FUJ í Reykjavík. Af annarri kyn- slóð en gamall samverkamaður engu að síður. Velkomnir heim, strákar. Velkomin til liðs við Alþýðublað- ið, Þjóðvakafólk. Við Alþýðuflokks- menn væntum okkur góðs af sam- starfinu við ykkur um útgáfu Al- þýðublaðsins. Þessa eina dagblaðs sem vinstri hreyfingin á íslandi á eft- ir. Fleiri fylgja vonandi í ykkar fót- spor. Eða eins og góðbændur sögðu á Nýársnótt: „Komi þeir sem koma vilja - mér og mínum að meina- lausu.“ Höfundur er formaöur Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.