Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 8
MMUBLMD Þriðjudagur 15. apríl 1997 46. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Þingmenn jafnaðarmanna með frumvarp um atvinnulýðræði Aðild starfsmanna að stjórnun hefur vantað segir Ágúst Einarsson, sem er fyrsti flutningsmaður “Við í þingflokki jafnaðarmanna teljum að sé mjög brýnt að innleiða atvinnulýðræði hér á landi, eins og er víða erlendis. Við höfum lagt fram frumvarp á Alþingi, sem er fyrsta skrefið að því, þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn kjósi fulltrúa í stjómir félaga sem em á Verðbréfa- þingi, en þar em 35 af stærstu fyrir- tækjum þjóðarinnar. Þetta er fyrsta skrefið til að auka árhif starfsmanna innan fyrirtækja, en það hefur verið mjög lítið um það hér á landi. Starfs- menn hafa ekki fengið að koma að stjómun fyrirtækja, en það tíðkast mjög erlendis. Hér á landi hafa starfsmenn haft einhvem rétt í sam- ræðum um vinnutilhögun, vinnu- tíma, aðbúnað og kaup og kjör. Aðild starfsmanna að stjómun, völdum og samráð hefur vantað gjörsamlega og frumvarpið er lagt fram til að lagfæra það,“ sagði Agúst Einarsson, þing- maður jafnaðarmanna, en hann er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi, sem allir þingmenn jafnaðarmanna, hafa lagt fram á Alþingi um atvinnu- lýðræði. I fmmvarpinu er gert ráð fyrir að innan þeirra fyrirtækja sem eru skráð á Verðbréfaþingi Islands skuli eiga sæti einn stjómarmaður sem kosinn er á almennum fundi starfsmanna. Fulltrúi starfsmanna skal kjörinn á fundi þar sem allir fastráðnir starfs- menn eiga seturétt, atkvæðisrétt og eru kjörgengir til stjómar og skal fulltrúinn kosinn til eins árs í senn. Gert er ráð fyrir að fulltrúi starfs- manna, í stjóm, hafi sömu réttindi og sömu skyldur og aðrir stjómarmenn. Jafnaðarmenn gera ráð fyrir að aukið atvinnulýðræði bæti starfsanda, veiti stjómendum aðhald, bæti kjör og auki lýðræðislega stjómunarhætti. Þá gera þingmenn- imir ráð fyrir að aukið atvinnulýð- ræði sé góð aðferð til að styrkja fyr- irtæki, auka framleiðni og hækka laun, auk þess sem það eykur eftirlit, sem er nauðsynlegt í heimi vaxandi samkeppni. Þó eigendur fyrirtækja fari vissu- lega með hið formlega vald, þá hafa áhrif og völd æðstu stjómenda aukist verulega á síðustu ámm. Þingmenn jafnaðarmanna gera ráð fyrir að auk- ið atvinnulýðræði vinni gegn óeðli- legri valdasamþjöppun æðstu stjóm- enda fyrirtækja. Heildammsvif 35 fyrirtækja á Verðbréfaþinginu, árið 1995, vom yfir 110 milljarðar króna. Starfsmenn þeirra vom yfir 10 þúsund. Mark- aðsvirði fyrirtækjanna var 110 millj- arðar. Þrjú öflugust fyrirtækin eru Eimskip, fslandsbanki og Flugleiðir, en hluthafar þessara þriggja fyrir- tækja eru um 25 þúsund. En gerir Ágúst ráð fyrir, verði frumvarpið að lögum, að fyrirtœkin mun eflast? “Já, við gerum ráð fyrir að breyt- ingamar styrki fyrirtækin, þetta mál mun ekki einungis styrkja starfs- menn, heldur einnig fyrirtækin. Það mun skapast meira samráð og sam- staða innan fyrirtækja, sem mun leiða til aukinnar framleiðni sem skilar sér í hærri launum og betri stöðu fyrirtækjanna." elta pottinum Umrædcfustu samskomu .staðir iandsins þessa dag- ana eru heitu pottarnir. Hér er Árni Bergmann, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans sáluga, í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. Það getur verið vissara að vera (WIHLMHl -GVA ■ Ríkisstjórnin og Samkeppnisráö Verður lögunum breytt? Lúðvík Bergvinsson, spurði Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráð- herra, á Alþingi í gær varðandi úr- skurð Samkeppnisráðs í máli Flugfé- lags íslands. í svari ráðherrans kom fram að ekki er útilokað að lögum verði breytt til að Flugleiðir og Flug- félag fslands geti látið fyrirætlanir um Flugfélag íslands verða að veruleika. “Það virðist vera sem þessi úr- skurður hafi ýtt það hressilega við ráðherrunum að þeir séu tilbúnir að gera lagabreytingar. Það var ekki ann- að að heyra á ráðherranum. Það er umhugsunarefni að þegar úrskurðir ganga gegn meintum hagsmunum til- tekinna fyrirtækja þá sé málið tekið upp, það skoðað og hugleitt hvort endurskoða eigi lögin. Ef þessi úr- skurður hefur orðið til þess að til standi að endurskoða lögin er ég undrandi. Reyndar var ráðherra loðin í svörum, en þrátt fyrir það var ekki annað hægt að skilja á honum en þeir séu reiðubúnir að athuga lagabreyt- ingar.“ STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771 AÐALFUNDUR Sjóvá-Almennra verður haldinn 29.apríl 1997 aðj Hoitel Söqu Fundurinn verður í Ársal á 2. hæð og hefst kl. 16.00 síðdegis. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál löglega borin upp. Aðgöngumiðar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Kringlunni 5,5. hæð, frá 22. apríl til kl. 12.00 á fundardag. SJOVADIdALMENNAR Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Sími 569 2500

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.