Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasimi 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Bók er barns gaman íslendingar stæra sig með réttu af því að hér á landi var alþýða manna læs og skrifandi meðan að einungis örfáir kunnu að draga til stafs með nágrannaþjóðunum. Þessi sérstaða varð grunnur sagnaþjóð- arinnar, sem ekki einvörðungu skráði á skinn sögur og ljóð úr eigin ranni, heldur var sótt af erlendum herkonungum til að greypa í letur af- rek þeirra fyrir komandi tíma. Bóklestur og bókagerð er því meðal burðarstoða undir sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Bóklesturinn hefur ekki aðeins leitt til sérstöðu okkar sem sagna- þjóðar, heldur gegnum aldimar aukið burði kynslóðanna til að ráða fram úr aðsteðjandi vandamálum. Rannsóknir síðari tíma hafa nefni- lega sýnt fram á, að bóklestur á æskuskeiði örvar ímyndaraflið, og eykur vitsmunalega fæmi. Fjöldi rannsókna hafa þannig sýnt fram á greinilega fylgni á milli bóklesturs í tómstundum og námsárangurs bama. Bóklestur, hvort heldur bamið sjálft les eða foreldramir fýrir það, auðveldar máltökuna og eykur málskilning. Því meira sem lesið er fyrir böm, eða þau sjálf örvuð til lestrar, því meiri verður andleg fæmi bamanna. Samhliða aukast auðvitað möguleikar þeirra á því að takast á við lífið. Skólakerfið stendur sig vel í að örva bóklestur bama. Margvíslegu starfi er í þeim tilgangi haldið úti í skólakerfinu, og líklega ekki allt metið að verðleikum. Sú gnótt vísna, söngva og ljóða sem nýtalandi böm læra á skammri stundu á leikskólum bendir til að gífurlega gott starf sé unnið þar í kyrrþey, og til fárra fiska metið ef miðað er við launakjör þess ágæta fólks, sem þar starfar. En heimilin gegna þó lyk- ilhlutverki í að kynda undir áhuga bamanna á sagnaheimi bókanna. Lestrargeta og málskilningur bamsins ræðst að vemlegu leyti af því, hvort foreldramir gefa sér tóm til að lesa fyrir það, og ferðast með því gegnum ævintýraheiminn sem birtist bamshuganum ljóslifandi við lesturinn. Lestur foreldranna sjálfra skiptir máli, því um það gildir hið fomkveðna, að ungur nemur það sem gamall temur. Það eitt, að bam sjái foreldra sína lesa reglulega, sjái að bókum sé lyft til öndveg- is á heimili sínu, er mikilsvert til að skapa í huga þess virðingu fyrir bókinni, og lestrinum. Þróunin lofar hinsvegar ekki góðu. Kannanir sýna, að færri íslend- ingar fengu bók í jólagjöf um síðustu jól, heldur en jólin þar áður. Við fáum jafnframt að meðaltali færri bækur í gjafapökkunum en áður. Það er líka sláandi, að foreldramir em að bregðast. Það era nefnilega aðrir en þeir, sem gefa bömunum bækur, - aðallega afi og amma. Þetta bendir því miður til, að bókaeign heimilanna gæti dvínað hratt þegar afarnir og ömmumar í dag, hinar hraðlæsu kynslóðir sem ólust upp svo að segja á trosi og bókum, hverfa fyrir sláttumanni tímans. Hvemig á að bregðast við þessu? Félag íslenskra bókaútgefenda hefur sýnt lofsvert fmmkvæði í samvinnu við höfunda, með því að standa fyrir miklu lestrarátaki meðal bama síðustu daga. En betur má ef duga skal. Skólakerfið verður að taka betur á málinu, og æðstu stjómvöld menntamála verða að leggjast fastar á sveifína. í þessu efni gilda markaðslögmálin einsog annars staðar. Bækur eru dýrar. Ein leið til að draga úr dýrleika þeirra er að fella niður virðisaukaskatt á bók- um. Hversvegna ekki? Þá hugmynd ætti menntamálaráðherrann að bera undir Óla lokbrá, næst þegar hann dettur inn í draumaheiminn yfir góðri bók. s k o ð q n i r Flateyjarbókin, gerðu I aprílmánuði árið 1971 varð einhver ánægjulegasti atburður Islandssögunn- ar. Þá hófst heimsending íslensku handritanna frá Kaupmannahöfn. Eng- inn, sem var viðstaddur þann atburð, mun gleyma honum: Þegar danska herskipið „Vædderen" sigldi inn á Reykjavíkurhöfn og sjóliðsforingjar gengu á land með þrjú fyrstu handritin, sem Danir afhentu okkur úr Ámasafni í Kaupmannahöfn. Þegar Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, veitti þeim viðtöku á sviðinu á Háskólabíói og tók við hinu fyrsta þeirra úr höndum danskra stjómvalda við þau yfirlætis- lausu ávarpsorð „Flateyjarbókin, gerðu svo vel.“ íslendingar og Danir Engin þjóð getur tekið við dýrmæt- ari gjöf úr höndum annarar en það, sem hún á sjálf. Verðmætustu þjóðareign ís- lendinga, íslensku handritunum, var forðað úr umsjá eigendanna á þeim tíma, þegar þeir vom sjálfir ógn við þá eign sína. Það voru íslendingar, en ekki kynslóð drukku með móðurmjólkinni. Björgun menningar- verðmæta Svokallaðar „nýlenduþjóðir" hafa bjargað mörgum menningarverðmæt- um frá eyðingu. Vissulega hafa þær kastað eign sinni á það, sem þær eiga ekki, en það breytir ekki því, að mörg menningarverðmæti hefðu ekki verið lengur til ef ekki væri fyrir þeirra til- verknað. Því verður ekki á móti mælt af sanngimi. Hvað, sem allri þjóð- rembu líður. Þannig hefur mörgum menningarverðmætum verið bjargað í þágu mannkynsins alls. Engin slfk þjóð hefur hins vegar sýnt þann rausnarskap, sem Danir sýndu ís- lendingum, að skila slíkum menningar- verðmætum aftur til þess sem á, þegar eigandinn var þess um kominn að sinna um eign sína. Afhending ís- lensku handritanna til eigenda þeirra er einstæð í samskiptum þjóða. Það varð ekki í krafti þjóðarréttar eða fýrir at- beina lögfróðra manna, heldur vináttu- bragð frændþjóðar. Pólitísk ákvörðun stjómvalda, en ekki fræðileg niður- MHtafg I Afhending ísiensku handritanna til eig- enda þeirra er einstæð í samskiptum þjóða. Það varð ekki í krafti þjóðarréttar eða fyrir Danir, sem sniðu skinnbækumar í bæt- ur á skófatnað sinn og skinnföt. Það voru íslenskar kellíngar, en ekki dansk- ar, sem geymdu skinnbókarhandritin í botnunum á fletunum sínum. Það vom íslendingar, en ekki bara Danir, sem komust að niðustöðu um, að perlur ís- lenskra bókmennta væru betur geymd- ar meðal vísinda- og menntamanna í Danmörku en meðal landsmanna sjálfra. Það var með fulltingi Dana, sem þessir gripir vom skráðir, varð- veittir, rannsakaðir og kynntir um- heiminum í fyrstu útgáfum. Án þeirrra væm handritin okkar ekki lengur til. Að minnsta kosti ekki mörg hver. Og síðari tíma sagnffæðingar hafa greint okkur frá því, að sú fátækt og áþján, sem íslendingar áttu að mæta á þeim tímum þegar þeir sjálfir ekki gerðu sér fulla grein fyrir þeim verðmætum, sem íslensku handritin vom, hafi í meira mæli mátt rekja til innlendra valds- manna en sjálfrar „herraþjóðarinnar". Innlendir valdsmenn vora þjóðinni verstir. Öfugt við sagnfræði Jónasar frá Hriflu, sem ungir íslendingar af minni atbeina lögfróðra manna, heidur vináttu- bragð frændþjóðar. Pólitísk ákvörðun stjórnvaida, en ekki fræðileg niðurstaða og enn síður iögfræðileg. Ákvörðun, sem á eng- an sinn líka. staða og enn síður lögfræðileg. Ákvörðun, sem á engan sinn líka. “Hvað græði ég á því?“ fslendingum hættir til þess að leggja fjárhagslegt verðmætamat á alla hluti. „Hvað græði ég á því?“ I beinhörðum peningum talið. Þannig er því varið um samskipti okkar við aðrar þjóðir. „Hver er minn svo vel“ gróði?“ „Hvað græði ég á norrænni samvinnu?" „Fæ ég ódýrari fargjöld?" „Fæ ég ókeypis menntun?" „Fæ ég fyr- irhafnarlausan aðgang að „sósíaln- um“?‘‘ „Græði ég eitthvað á því?“ Hvað græðir sú þjóð á þeirri sam- vinnu, sem fær að gjöf það eina, sem hún átti og verðmæti getur talist: Menningu sína og sögu á gulnuðum blöðum? Hvers virði er það? íslendingum, sem voru viðstaddir afhendingu fyrstu handritanna í apríl- mánuði árið 1971, þótti það meira virði en allt annað. Hvað um íslendinga 25 ámm síðar? Hvers virði em þeim hand- ritin íslensku tuttugu og fimm ámm síðar? Hvað veit Unga ísland um þau? Hvað vill Unga ísland um þau vita? “Flateyjarbókin, gerðu svo vel“ “Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós“, segir í Biblíunni. íslend- ingar em þjóð, sem lengi í myrkri gekk. Sagan, íslensku handritin, vom hennar ljós. Hversu sterkt er það ljós eftir að sólin rann loksins upp? Græðir hún ekki lengur neitt á því? Vísindamennimir okkar í Ámastofn- un em hógværir menn og af hjarta lítil- látir. Stefán Karlsson með sitt hvíta skegg; álútur, með blik í auga yfir inn- sigluðum bókapökkunum eins og ábóti í Þingeyrarklaustri. Eða Jón Helgason í Kaupinhafn: „Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti / utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti...“ Eins og það var stjómmálamann- anna að ákveða flutning handritanna aftur heim er það líka þeirra að hjálpa til að kynna verðmæti þeirra fyrir kyn- slóðum borgarsamfélagsins með gný sinn og læti. Greiða fyrir því að gera þau að lifandi menningarverðmætum. Styðja Ámastofnun og visindamenn okkar til þess verks, að gera dönsku gjöfina, íslenska menningararfleifð, að þeim nauðsynlega þætti í daglegu lífi landsmanna, sem hún þarf að vera ef á að varðveita samhengi kynslóðanna þannig að: „... kveiking frá hugskoti handan við myrkvaða voga / hittir í sál minni tundur og glæðist í loga ..“ ' Mikið vantar á, að íslensk stjómvöld hafi sinnt þessari skyldu sinni eftir að þau veittu viðtöku „dönsku gjöfmni". Varðveislunni er vel sinnt. Lífið er hins vegar sú líðandi stund. Og hver segir við Islending á þeirri Iíðandi stund, tuttugu og fimm áram eftir að þjóðin fagnaði fyrstu heimkomunni: „Flateyj- arbókin, gerðu svo vel“? Höfundur er formaöur Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.