Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 ú t I ö n d ■ Hveitibrauðsdagar hins nýja forsætisráðherra Noregs eru liðnir Jagland á í erfiðleikum Torbjöm Jagland tók við Verkamannaflokknum og norsku ríkisstjórninni af Gro Harlem Brundtland en ríkis- stjórn hans hefur lent í kröppum dansi. Pólitísk hneykslismál og afsagnir þriggja ráðherra á stuttum tíma hafa leitt til verulegs fylgistaps Verkamannaflokksins. Össur Skarphéðinsson veltir fyrir sér stöðu Torbjörn Jaglands og norskra jafnaðarmanna Gro Harlem Brundtland: „Norska þjóðin elskaði hana og dáði, og leit á hana sem hoidlega birtingarmynd þess stöðugleika sem ríkir í landinu." Alþingismenn Alþýðuflokksins VIBTALS- í dag, fimmtu- daginn 17. apríl, verður Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands og alþingis- maður, með viðtalstíma á skrifstofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10, frá klukk- an 16:00 til 18:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna f síma 552- 9244. Fylgi Verkamannaflokksins í Nor- egi hefur dvínað jafnt og þétt eftir að Gro Harlem Brundtland lét af emb- ætti forsætisráðherra, og við tók Tor- björn Jagland. Menn væntu mikils af honum, og sjálf kvað Gro Harlem hann langefnilegasta stjórnmála- manninn í Noregi þegar hún studdi hann sem eftirmann sinn. En óheppn- in hefur elt Jagland á röndum. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur þurft að segja af sér, og á stuttum tíma hef- ur fylgi flokksins hrapað úr 40 pró- sentum niður í 31,3 prósent í lok síð- asta mánaðar. Hin norska móðir Síðustu fimmtán árin var Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs í tíu ár. Norska þjóðin elskaði hana og dáði, og leit á hana sem hold- lega birtingarmynd þess stöðugleika sem ríkir í landinu. Aldur hennar og móðurlegt útlit gerði að verkum að hún var Norðmönnum annað og meira en stjómmálamaður. Hún náði þeirri sjaldgæfu stöðu að verða þjóð- inni tákn velgengni og samstöðu, sem var hafið yfir flokkspólitískar erjur. „Hin norska móðir“ sögðu erlendir blaðamenn, sem fylgdust með norsk- um stjómmálum, þegar þeir ræddu um forsætisráðherrann. Svo sterk var staða hennar í Noregi, að fáir mundu eftir, að ríkisstjómir Verkamanna- flokksins studdust aldrei við meiri- hluta á þingi. Sviplegur sonarmissir fyrir örfáum ámm leiddi líklega til þess að Gro Harlem Bmndtland tók að undirbúa brottför sína úr norskum stjómmál- um. Hún byijaði á því að láta af stöðu formanns Verkamannaflokksins fyrir nokkmm ámm, og studdi Torbjöm Jagland til valda. Engum duldist á þeim tíma, að hún var afráðin í að hætta pólitískum afskiptum innan skamms. Það var einungis spuming um tíma, hvenær brottförin yrði til- kynnt. Val hennar á Torbimi Jagland sem eftirmanni voru strax í upphafi talin mistök af mörgum innan Verka- mannaflokksins. Hann þótti gráleitur um augun og heldur litdaufur flokks- hestur, sem hafði allt frá bamæsku fetað sig þrep af þrepi upp metorða- stiga flokksins, án þess að þurfa nokkm sinni að sýna af sér sérstaka verðleika. Það má rifja upp, að eftir að ljóst var að Gro Harlem vildi hann sem eftirmann, var Torbjöm Jagland gestur á flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1994. Þar flutti hann ágæta ræðu um Evrópustjórnmál, og þótti falleg- ur piltur. En jörðin bifaðist ekki und- ir ræðu hans og persónutöfrar var ekki orðið sem skaut upp kolli undir ræðunni. Styrkur Jaglands liggúr hinsvegar í hæfileika hans til að búa til hugmyndir og leggja fram stefnu. Hann átti þannig mestan þátt í stefnu- skrá Verkamannaflokksins fyrir síð- ustu kosningar, og hefur á seinni ámm skinið skærar á himni pólitískra hugmyndasköpunar en aðrar stjömur norskra stjómmála. Brottför Gro Harlem Það var hinn komungi Jens Stol- tenberg sem af mörgum var álitinn heppilegri valkostur í embætti for- manns. Hann hafði þá fátt um þrítugt, er af þekktri ætt stjómmálamanna, enda sonur Thorvald Stoltenberg, sem var varnarmálaráðherra Norð- manna og reyndist íslendingum haukur í homi þegar hann varð síðar utanríkisráðherra. En Gro Harlem var annarrar skoðunar. Vera má að hún iðrist þess í dag, en þó ber að geta, að sem fjármálaráðherra í núverandi rík- isstjóm Jaglands hefur hinn ungi Stoltenberg sótt undir högg, og tap flokksins er rakið að einhveiju leyti til þess, að hann hafí ekki fremur en Jagland staðið undir væntingum. Gro Harlem ætlaði að líkindum ekki að hverfa svo fljótt úr embætti forsætisráðherra, sem raun bar vitni. En vitjunartími stjómmálamanna kemur jafnan fyrr en þeir ætla sjálfír og vorið og sumarið 1996 lenti hún í talsverðum mótbyr. Verulegra þreytu- merkja tók að gæta gagnvart henni meðal kjósenda. Deilur spunnust meðal annars um ábyrgð Verka- mannaflokksins á njósnum, sem inn- anríkislögreglan hélt uppi fyrir nokkmm áratugum um vinstri sinn- aða Norðmenn. Sumir voru raunar fé- lagar í Verkamannaflokknum, og það bætti ekki stöðu málsins meðal félaga í flokknum. Svor Gro Harlem vom satt að segja slök. „Skaðaðist einhver á eftirlitinu?" sagði hún í sænskum sjónvarpsþætti, og allt ætlaði um koll að keyra. Um svipað leyti birtist bók eftir virtan samflokksmann urn stefnu hénnar um innflytjendur, þar sem hún var sökuð um að hafa látið stundar- hagsmuni Verkamannaflokksins meðal kjósenda ráða meim en prinsip. Gro Harlem komst ekki klakklaúst frá málinu. Svo virtist sem hún væri að missa hin frægu tök sín á fjölmiðlum og fréttamönnum. Trú- verðugleiki hennar var í vaxandi mæli dreginn í efa. Gro Harlem hefur alltaf haft gott tímaskyn í pólitík og síðla sumars 1996 var henni orðið ljóst, að gæfu- hjólið snérist ekki með henni líktog Sumargleði Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði halda sumargleði mið- vikudaginn 23. apríl n.k. (síðasta vetrardag) í Hraunholti, Dalshrauni 15. Miðaverð kr. 2.200. Dagskrá: Kl. 19.00 Húsið opnar 20.00 Sest að snæðingi - hlaðborð hússins (nóg að borða) Hátíðin sett Málmblásarakvintettinn Þeyr skemmtir Gunnar Svavarsson stendurfyrir uppákomu, en hvað??? Söngur - glens - gaman Kl. 23.00 Hljómsveitin Hvos leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Veislustjóri er engin önnur en stórkratinn Ásthildur Ólafs- dóttir. Sjáumst hress og kát síðasta vetrardag og gerum kvöldið ógleymanlegt. Skráning og allar upplýsingar hjá skemmtilegu nefndinni: Vala s. 555 1920 Jóna Ósk s. 565 4132 Hafrún Dóra s. 565 1772 Guðfinna s. 555 2956 Brynhildur s. 565 1070 - í Alþýðuhúsinu s. 555 0499 þriðjudaga og föstudaga e.h. Kópavogsbúar- Opinn fundur með Sighvati Björgvinssyni Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, verður á fundi í Alþýðuflokksfélagi Kópavogs n.k. mánudags- kvöld 21. apríl klukkan 20:30 í húsnæði félagsins, Hamra- borg 14a. Allir velkomnir, heitt á könnunni. F.h. stjórnar, Magnús Árni Magnússon, formaður Kópavogsbúar- Sumarhátíð í tilefni sumars blæs Alþýðuflokksfélag Kóþavogs til sum- arhátíðar í nýuþpgerðu húsnæði félagsins, Hamraborg 14a, föstudaginn 25. apríl kl. 20:00. Matast verður í upp- hafi hátíðar og um kvöldið verður hægt að nálgast léttari veitingar. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í matnum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnar- manna, ellegar tala inn á símsvarann á skrifstofu félags- ins í síma 554-4700 og láta vita. Allir velkomnir - fögnum sumrinu saman með glæsibrag. F.h. stjórnar, Magnús Árni Magnússon, formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.