Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL1997 v i ö t a I ■ José Ramos-Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels, ræðir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um beyg sinn v skekur þjóð hans hefur hinn landflótta hugsjónamaður ekki tapað trúnni á mátt ástarinnar og nauðsyn þess j Eg vil ekki kveðja José Ramos-Horta hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1996, ásamt Dom Ximenes Belo biskupi, vegna baráttu sinnar fyr- ir sjálfstæði Austur-Tímor. Horta er fæddur árið 1949 og hóf ungur afskipti af stjórnmálum. Hann varð utanríkisráðherra Austur-Tímor þegar þessi forna nýlenda Portúgala lýsti yfir sjálfstæði árið 1975. Sælan varð skammvinn því í desember sama ár gerðu Indónesar árás á landið. Horta var þá stadd- ur erlendis og hefur ekki átt afturkvæmt til heimalands sfns. Á þeim tuttugu og tveimur árum sem liðin eru frá innrásinni hafa um þriðjungur íbúanna verið drepnir. Horta býr í Ástralíu en er á stöðugum ferðalögum um heim- inn til að kynna málstað Austur-Tímora. Þú hlýtur að vera orðinn þreyttur á þessum endalausu fundum við fjöl- miðlamenn, en ég kem frá málgagni jafhaðarmanna á Islandi og það er við hœfi þar sem þú ert einn af for- ystumönnum jafhaðarmanna í Aust- ur-Tímor. “Já, þetta er rétt. Eg er jafnaðar- maður og ég er þreyttur og verð stundum enn þreyttari þegar ég þarf að tala við aðra jafnaðarmenn. Þeir er ekki áreiðanlegasta fólk sem hægt er að ræða við.“ Afhverju segirðu það? “Mér hefur einfaldlega virst að meðan jafnaðarmenn eru á höttunum eftir valdastólum þá loft þeir öllu fögru en um leið og þeir öðlast völd svíkja þeir loforðin miskunnarlaust. Þessi orð mín eiga sannarlega við um Verkamannaflokkinn í Ástralíu, en svo ég lækki aðeins niður í mér þá eru þau líklega ekki sanngjöm gagn- vart jafnaðarmönnum á Norðurlönd- um sem ég held að vinni heiðarlega. En hvað um það, ég hef verið jafn- aðarmaður frá því ég man eftir mér. Jafnaðarstefnan er öfgalaus, ólíkt kapítalisma og kommúnisma. Hún er sú pólitíska stefna sem einna helst byggir á hugsjón um réttlæti og um- bætur, þótt hún jafngildi ekki full- komnun. Ég stóð fyrir stofnun jafnaðar- mannaflokks á Austur-Tímor. Við tókum síðan ákvörðun um að leggja hann niður og ganga til liðs við Fret- lin hreyfinguna. Jafnaðarmenn eru þar mikils ráðandi í dag og jafnaðar- stefnan nýtur mikils fylgis í heima- landi mínu. En ég átti líka marxista að vinum í upphafi baráttunnar. Þó skoðanir okkar færu ekki saman er ég þakklátur fyrir að hafa þekkt þá. Þeir voru hugaðir menn og reiðubún- ir að láta lífið fyrir sannfæringuna. Þeir voru fyrstir í eldlínuna og þeir dóu fyrstir." Hvaða eiginleikar eru það í fari stjómmálamanna sem þú metur mest? “Ég hef alltaf borið mikia virðingu fyrir tveimur foringjum jafnaðar- manna, þeim Olof Palme og Willy Brandt, sem ég tel hafa verið heiðar- lega og góða menn. Ég nefni Martin Luther King, Nelson Mandela, John F. Kennedy og Robert Kennedy. Þessir einstakfingar eiga ýmislegt sameiginlegt: þrautseigju, næmni, trú á mannlega reisn og frelsi einstak- lingsins. Þetta eru eiginleikar sem ég met umfram aðra.“ Hvaða persóna hefur haft mest áhrifá þig og hugmyndir þínar? “Það er erfitt að segja, en líklega er það móðir mín. Hún er sjötug og nær ólæs. Hún er full af orku og býr yfir gnægð af sjálfstæðri hugsun. Það er reisn yfir henni. Hún er hugrakkasti einstaklingur sem ég hef kynnst og hún hefur orðið að þjást. Hún eignaðist eliefu böm. Fjögur þeirra myrtu Indónesar. Þau voru öll ung, ekki mikið meira en táningar. Tveir synir létust í skotbardaga við Indónesa. Þeim þriðja var byrlað eit- ur meðan hann lá á spítala. Ein dóttirin, sem var kennari, lést í loft- árás. Móðir mín missti mikið en hún hefur aldrei gefist upp. Hún býr á heimili mínu á Ástralíu og mætir á hvem einasta fund sem haldinn er til stuðnings frelsishreyfingu Austur- AÐALFUNDUR SAMSKIPA 1997 Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl kl. 16.00 í Ársal, Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins um aðalfundi. 2. Breytingar á samþykktum félagsins sem snúa að niðurfellingu á ákvæðum um forkaupsrétt vegna sölu á hlutum og sérákvæðum um arðsúthlutun. 3. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, ársreikningur félagsins, endanlegar tillögur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöf um til sýnis viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Samskipa hf. SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg • Slmi 569 8300 Tímora. Hún er ætíð elsta konan í hópi samkomugesta." Breytti dauði systkina þinna við- horfum þínum til lífsins? “Dauði þeirra hafði mikil áhrif á mig og herti mig í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði lands míns. Það kom aldrei neitt annað til greina en að berjast. Ég held að hver einasti íbúi landsins hafi gert sér grein fyrir því. Við vissum að einhverjir okkar myndu falla, en við vissum ekki ná- kvæmlega hver það yrði. Kannski yrði það ég, kannski bróðir minn eða nánasti vinur minn. Við lifðum í ná- vígi við dauðann og viðurkenndum þá staðreynd." Systkini þín dóu í þágu málstaðar isma. Þeir börðust gegn Víetnam stríðinu. Gegn kjamorkuvopnum og kynþáttahatri. Vesturlandabúar eru ekki hugsjónalausir. Það er ósann- gjamt að stilla þeim upp sem sljóum og vélrænum íbúum tæknivæddra þjóðfélaga." Ef einstaklingur trúir á œðri gildi, sem vert er að fóma lífinufyrir, hlýt- ur hann ekki þá um leið að trúa á œðri forsjón og hfeftir dauðann? “Satt að segja hef ég aldrei velt því mikið fyrir mér hvort líf sé eftir dauðann. En ég vona það svo sannar- lega því ég vil halda áfram að lifa. Ég ann lífinu svo mjög að ég þoli ekki tilhugsunina um dauðann. Þessi beygur við dauðann snýst að helga líf mitt þessum málstað. Eðli mitt er einfaldlega þannig. Frá því ég var bam hef ég trúað á réttlæti og frelsi. Það að helga líf sitt málstað sem maður þarf hugsanlega að gjalda fyr- ir með lífi sínu er ekki auðveld ákvörðun. En samt auðveldari en sú að lifa við smán og svívirðingu. Það er heldur ekkert líf. Það er einungis kvöl.“ Og tilgangur hfsins er sá að berj- ast fyrir framgangi þess góða og lifa með reisn? “Já, að halda virðingu sinni hvað sem á gengur." Heldurðu að til sé fólk sem beri í sér hreina illsku, sé beinlínis alvont? sem þú ert enn að berjast fyrir. Þú hlýtur að hafa spurt þig að því hvort þú vœrir reiðubúinn að deyja fyrir málstaðinn? “Auðvitað er ég reiðubúinn til þess. Ég get ekki sæst á að lifa við smán. Heiður, virðing, skylda, ábyrgð - þetta eru ekki bara orð. Ef einstaklingur vill lifa samkvæmt þessum gildum, ef honum finnst þau einhverju varða, þá verður hann að vera tilbúinn til að kaupa þau dým verði, með lífi sínu ef nauðsyn ber til.“ Þjóð þín berst fyrir tilverurétti sín- um. Því er stundum haldið fram að velmegunin hafi gert Vesturlandabúa sljóa og hugsjónalausa, þeir nenni ekki lengur að berjast í nafni frelsis og mannréttinda. “Á Vesturlöndum berjast menn í nafni frelsis og réttlætis þegar þörf er á. Þeir börðust gegn fasisma og nas- ekki um óttann við að líða þjáningar fyrir dauðann, vegna hugsanlegra pyntinga eða áverka. Það þungbæra er að verða að segja skilið við allt sem manni er kærast. Kveðja vini, foreldra, ættingja, Að yfirgefa jörð- ina og dásemdir hennar. Ég nýt þess að horfa á sólina, tunglið, hafið. Virða fyrir mér fólk á gangi. Heyra hlátur bama. Hlusta á tónlist. Borða góðan mat. Lífið hefur upp á svo margt að bjóða og ég vil njóta þess alls. Ég vil ekki kveðja líf- ið.“ En samt ertu reiðubúinn að taka áhœttuna á því að glata þessu öllu. Þú mátt teljast heppinn að vera enn á lífi og efþú hefðir verið fangelsaður vegna baráttu þinnar hefðirðu ekki einu sinni fengið að njóta þess að horfa á sólina. “Já, þá hefði ég verið sviptur öllu því sem veitir mér unað. En ég varð “Þessi beygur við dauðann snýst ekki um óttann við að líða þjáningar fyrir dauðann, vegna hugsanlegra pyntinga eða áverka. Það þung- bæra er að verða að segja skilið við allt sem manni er kærast. Kveðja vini, foreldra, ættingja, Að yfirgefa jörðina og dásemdir hennar.“ “Vitaskuld, og ég skal nefna þér nokkra einstaklinga sem em sönnun þess: Hitler, Sadam Hussein, Li Peng, Suharto. Þetta eru hrokafullir, grimmlyndir geðsjúklingar. Þeir drepa.“ Við erum alltaf að berjast við harðstjóra og vinnum svo sjaldan sigur. “Það er ekki rétt. Allflestir harð- stjórar í Suður-Ameríku hafa verið flæmdir frá völdum. Sovétríkin hmndu. Berlínarmúrinn féll. Eystra- saltsríkin hlutu sjálfstæði, meðal

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.