Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ó n a r m i ð Engin andarteppu- og þykjustuviðtöl “í samskiptum mínum við fjöl- miðlafólk á löngum tíma hef ég einatt haft fjölmiðlamenn að háði og spotti fyrir andarteppuviðtöl, fyrir þykjustuviðtöl, fyrir hroðvirknislega undirbúnar spumingar sem ekki er fylgt eftir, fyrir að gefa sér aldrei tíma til að halda þræði eða huga nokkurt mál til enda,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Helgarpóstinn. Jón Baldvin sér eins og kunnugt er um vikulegan þátt á Stöð 2 „í annan stað“ og viðtalið snýst um hlutverk þessara þátta. Jón Baldvin segir þættina ekki eiga að vera afþreyingu. „Hugmynd- in er að velja til viðtals mann sem hefur eitthvað að segja, getur haldið þræði í frásögn um það bil hálftíma og er, að mínu mati, líklegur til þess að standa fyrir máli sínu eða segja frá þannig að hann gæti gert málið áhugavert," segir Jón Baldvin. „Það hefur verið nokkuð vandasamt að fá fólk til þátttöku. Það hafa margir hafnað. Ýmsir héldu að fyrir mér vekti að hakka fólk í spað. Það orð fór víst af mér að ég væri illskeyttur í viðræðum. Aðrir töldu að þeir hefðu ekki nægilega mikið fram að færa. Sumir þora svo ekki að tjá sig vegna starfa sinna. Það er nú eitt sem hefur orðið mér umhugsunarefni. Mér finnst vera andskoti mikil skoðana- kúgun í þessu landi. Menn sem eiga eitthvað undir öðrum - fjármálakerf- inu, bankakerfinu, pólitíska kerfinu - hika við það að segja hispurslaust skoðun sína, jafnvel þótt þeir tjái sig afdráttarlaust í einkaviðræðum, vegna þess að þeir óttast að það bitni á þeim eða skaði þá að einhveiju leyti.“ Jón Baldvin segir þetta áberandi hjá ýmsum forsvarsmönnum í at- vinnulífi og ýmsum sérfróðum mönnum sem eru embættismenn eða starfa að verkefnum á vegum opin- berra aðila. “Menn sem eiga eitthvað undir öðrum - fjár- málakerfinu, bankakerfinu, pólitíska kerfinu - hika við það að segja hispurslaust skoðun sína, jafnvel þótt þeir tjái sig afdráttarlaust í einkavið- ræðum, vegna þess að þeir óttast að það bitni á þeim eða skaði þá að einhverju leyti.“ “Mér finnst ótti við að tjá sig og bæling frammi fyrir meintri skoðana- kúgun mest áberandi í viðskiptalíf- inu,“ segir Jón Baldvin. „Þar eru menn sem hafa mjög ákveðnar skoð- anir og eru oft ágætlega menntaðir en forðast að tjá sig opinberlega vegna þess að þeir gætu með því móti vak- ið styr og sætt gagnrýni, jafnvel ver- ið látnir gjalda þess beinlínis í fjár- hagslegum eða pólitískum fyrir- greiðslum." Undir lok viðtalsins segist blaða- maður Helgarpóstsins hafa góðar heimildir fyrir því að Jón Baldvin sé á leið til Bandankjanna til að taka við sendiherraembætti. “Þú ert nú ekki fyrsti maðurinn sem þykist hafa góðar heimildir fyrir því,“ svarar Jón Baldvin. „Ég hef ekki heimildir fyrir því svo ég get ekkert um það sagt. Ég hef sagt að ég ætla ekki að bjóða mig fram til þings næst og það er líka rétt að ég ætla að taka mér frí frá íslensku þjóðfélagi og skoða það svolítið úr fjarlægð." Menn velta því nú fyrir sér hvort farið sé að kólna á millum Jóns Ólafssonar á Stöð 2 og DV-veldisins, þar sem íslenska Útvarpsfélagið er drjúgur aðili. Nýlega réðu nefnilega feðgarnir Eyjólfur og Sveinn R. Eyjólfsson fyrrver- andi fréttastjóra Stöðvarinnar, Elínu Hirst til að hressa upp á fréttasíður DV. En brottför Elín- ar af Stöð 2 var ekki hljóða- laus einsog menn muna, og hún vandaði ekki Jóni Ólafs- syni kveðjurnar. Það sér hins- vegar strax á útliti og fréttatök- um DV að nýtt blóð streymir um æðarnar, og þó upphaflega hafi aðeins átt að hafa Elínu í tímabundnu verkefni upp í þrjá mánuði á DV, eru menn strax farnir að velta fyrir sér hvort dvöl hennar verði lengri en upphaflega var kynnt... egar Joe Boxer fyrirtækið kom hingað og kynnti framleiðslu næsta árs í flug- skýli 4 síðastliðið laugardags- kvöld var atburðinum gerð góð skil í flestum fjölmiðlum. Rit- stjóri Dags-Tímans, Stefán Jón Hafstein skrifaði heilsíðu um nærbuxur Joe Boxer, önn- ur blöð gátu kynningarinnar dyggilega, sömuleiðis útvörpin og meira að segja Ríkissjón- varpið gerði kvöldinu góð skil. Einn af aðstandendum og hvatamönnum kynningarinnar hér á landi var Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndaframleið- andi í Hollívúdd, og kona hans, Sigríður Þórisdóttir, setti kynninguna með ræðu. Með tilliti til þess að Sigurjón er einn aðaleigandi Stöðvar 2 þótti mönnum því kyndugt, að eini fjölmiðillinn sem gat tæp- ast um kynningu Joe Boxer hér á landi var einmitt Stöð 2... Ahugamenn um hvalveiðar ná ekki upp í nef sitt af reiði vegna loðinnar afstöðu ríkisstjórnarinnar í málinu. Hver ráðherrann á fætur öðr- um hefur lýst yfir að hvalveið- um verði fram haldið, en efndir eru engar. Sérstök nefnd á vegum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra hefur ný- lega skilað af sér skýrslu, en niðurstaðan þótti svo klén að farið er með skýrsluna sem mannsmorð. Fylgjendur hval- veiða hugsa sér nú til hreyf- ings, og snemma í morgun, föstudag, héldu þeir lokaðan fund með nokkrum þingmönn- um, sem vilja hvalveiðar. Þar var rætt um hvernig á að reyna að aka ríkisstjórninni til einhverra aðgerða... Ríkisstjórnin er raunar þegar farin að óttast gagnrýni vegna afstöðuleysis í hval- veiðimálunum og í dag er áformað að halda fund með formönnum stjórnarandstöð- unnar, þar sem efni skýrslunn- ar er kynnt. Þegar er búið að senda þeim skýrsluna í trún- aði, og mun eiga að leita ráða og liðsinni stjórnarandstöðunn- ar í málinu. Mönnum þar á bæ þykir það heldur seint í rassinn gripið, og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lítinn áhuga á að ýta ríkisstjórninni af skerinu sem hún er kyrfilega föst á í málinu.... hinumcgin "FarSido" eftir Gary Larson Guðmundur Símonarson, sölumaður: “Já, þar sem það á við.“ Sigurbjörn Björnsson, standsetningamaður: “Nei, og hef ekki hugsað mér að gera það.“ Davíð Ólafsson, standsetningamaður: “Nei, það hef ég ekki gert.“ Sigurjón Þór Skúlason, standsetningamaður: “Nei, það hef ég aldrei gert.“ Skúli Kristinn Gíslason, vélfræðingur: “Ég nota það þegar svo ber undir.“ v i t i m e n n “Við teljum okkur vera svo mikið með á nótunum sem við erum alls ekki.“ Daöi Guðbjörnsson myndlistamaður, í Mogganum. “Ég hef alltaf reynt að vera á undan lóunni.“ Bergur Hallgrímson I DT. “Annars er ekki allt með felldu með þessa sýningu mína. Það eru hér myndir sem ég kannast ekkert við að hafa málað. Þær eru merktar mér en eru sennilega danskar, ef ekki franskar." Grétar Hjartarson við opnun sýningar sinn- ar, f Mogganum. “Það er að minnsta kosti auð- veldara fyrir fátækt fólk að út- vega sér eina bjórdós í stað sex.“ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, í DT, þegar hann var spuröur hvort rétt sé hjá ÁTVR að selja bjórdósir I stykkjatali. “Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ Georg Árnason, starfsmaður Áburðarverk- smiðjunnar, í Mogganum. Þetta hefur heyrst áður, ekki rétt? “Og Ijósastaurarnir sveifluð- ust - eins og strá í vindi.“ Sigrún Kristjánsdóttir, á Kópaskeri, að minnast jarðskjálfta, í DT. “Að halda í íslenskuna er bara þrjóska og geðveiki. “ Júlíus Kemp kvikmyndagerðamaður, i DT. “Sá sem nú er félagsmála- stjóri þekkir sama og ekkert til í bænum og kemur ókunnugur að sunnan. Það er einhver lenska að ráða aðkomumenn í allar toppstöður og þetta fólk er aldrei við á stnum vinnu- stað og oftast fyrir sunnan, þar sem það á heima í raun og veru.“ Gísli Hjartarson á ísafirði I HP. iross c Sárt er að skilja, gráti gelzt gleðin þiggðu kossa mína! Rétt sem örskot tæpur telst tíminn mér við kossa þína, Jónas Hallgrímsson I Kossavlsu, þýöingu á kvæði þýsk/franska skáldsins Adelbert Von Chamisso.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.