Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sumargleði Alþýðuflokksins Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði halda sumargleði mið- vikudaginn 23. apríl n.k. (síðasta vetrardag) í Hraunholti, Dalshrauni 15. Miðaverð kr. 2.200. Dagskrá: Kl. 19.00 Húsið opnar 20.00 Sest að snæðingi - hlaðborð hússins (nóg að borða) Hátíðin sett Málmblásarakvintettinn Þeyr skemmtir Gunnar Svavarsson stendur fyrir uppákomu, en hvað??? Söngur - glens - gaman Kl. 23.00 Hljómsveitin Hvos leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Veislustjóri er engin önnur en stórkratinn Ásthildur Ólafs- dóttir. Sjáumst hress og kát síðasta vetrardag og gerum kvöldið ógleymanlegt. Skráning og allar upplýsingar hjá skemmtilegu nefndinni: Vala s. 555 1920 Jóna Ósk s. 565 4132 Hafrún Dóra s. 565 1772 Guðfinna s. 555 2956 Brynhildur s. 565 1070 - í Alþýðuhúsinu s. 555 0499 þriðjudaga og föstudaga e.h. Kópavogsbúar- Opinn fundur með Sighvati Björgvinssyni Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, verður á fundi í Alþýðuflokksfélagi Kópavogs n.k. mánudags- kvöld 21. apríl klukkan 20:30 í húsnæði félagsins, Hamra- borg 14a. Allir velkomnir, heitt á könnunni. F.h. stjórnar, Magnús Árni Magnússon, formaður Kópavogsbúar- Sumarhátíð í tilefni sumars blæs Alþýðuflokksfélag Kópavogs til sum- arhátíðar í nýuppgerðu húsnæði félagsins, Hamraborg 14a, föstudaginn 25. apríl kl. 20:00. Matast verður í upp- hafi hátíðar og um kvöldið verður hægt að nálgast léttari veitingar. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í matnum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnar- manna, ellegar tala inn á símsvarann á skrifstofu félags- ins í síma 554-4700 og láta vita. Allir velkomnir - fögnum sumrinu saman með glæsibrag. F.h. stjórnar, Magnús Árni Magnússon, formaður Kristján Ragnarsson kraföist þess að bankastjórinn bæðist afsökunar. ■ Útvegsmenn óánægðir Hótuðu Stefán Pálsson bankastjóri baðst afsökunar og kom sér undan málssókn. banka- stjóra málssókn - vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu LÍÚ hótaði Stefáni Pálssyni, bankastjóra Búnaðarbankans, máls- sókn tæki hann ekki aftur orð sem birtust, höfð eftir honum, í Morgun- blaðinu. Útgerðarmennimir buðu Stefáni að draga orðin til baka í blaði LÍÚ, Útvegi, að öðrum kosti yrði honum stefnt til að fá orð hans dæmd ómerk. Stefán þáði ekki boð LÍÚ. Mánuði síðar skrifaði Stefán LÍÚ bréf þar sem hann sagði að í frétt Morgunblaðsins væri ekki haft rétt eftir sér. Útgerðarmenn þrýstu á Stef- án að birta leiðréttingu í Morgun- blaðinu, að öðmm kosti yrði honum stefnt. Tveimur mánuðum síðar, eða 18. mars, kom leiðrétting í Morgun- blaðinu. I hinni umdeildu frétt í Morgun- blaðinu er haft eftir Stefáni: „Stað- reyndin er að þetta er eign einstak- linga og það er fjöldi manns, sem gerir ekki neitt og á bát og leigir kvótann og lifir í vellystingum." I blaði LÍÚ segir að þessi ummæli séu ærameiðandi, ekki síst þar sem þar tali forsvarsmaður einnar öflugustu lánastofnunar í landinu. í síðbúinni leiðréttingu í Morgun- blaðinu segir: „Að gefni tilefni skal tekið fram, að þótt ummæli hafi fall- ið efnislega á þennan veg í samtali blaðamanns og bankastjórans voru þau að hálfu hins síðamefnda ekki ætluð til birtingar og alls ekki með þeim hætti að um alhæfmgu væri að ræða, heldur sagt að dæmi væri um, að menn ættu kvóta og gerðu út á að leigja hann.“ Útvegsmönnum þykir Morgun- blaðið en eiga eftir að byðjast afsök- unar á að hafa unnið upphaflegu fréttina. Útgvegsmenn era ekki sáttir við hversu lengi leiðréttingin beið á rit- stjóm Morgunblaðsins, en blaðið segir það hafa orðið vegna handvammar. Aðalfundur 1997 Þormóöur rammi hf Aðalfundur Þormóðs ramma hf. verður haldinn að Hótel Læk, Siglufirði, föstudaginn 25. apríl n.k. kl. 15:30. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Heimild félagsins til að eiga eigin hluti. 3. Tillaga um sameiningu Þormóðs ramma hf. við Sæberg hf., Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. og Dalberg hf. 4. Breytingar á samþykktum félagsins. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt en hyggjast gefa umboð þurfa að gera slíkt skriflega. Stjóm Þormóðs ramtna hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.