Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I rið dauðann, og þörfina fyrir að vera einn. í miðju stríði sem að leita hamingjunnar í hverfulum heimi minnar, alltaf önnum kafinn, ætíð umkringdur fólki. Nú er álagið enn meira. En þetta er starf mitt. Þama liggur ábyrgð mín.“ Þú býrð einn, ertu sáttur við það? “Ég bý ekki einn, en stundum langar mig til að búa einn. Ég er um- kringdur vinum og á stöðug sam- skipti við fólk. Ég er sjaldnast einn.“ Það hlýtur stundum að vera erfitt. “Það reynist mér stundum mjög erfrtt. I eðli mínu er ég ekki mann- blendinn. Ég hef ekki þörf fyrir að vera í sviðsljósinu. Ég nýt einveru. En löngun mín skiptir einfaldlega afar litlu máli. Ég hef ákveðnum skyldum að gegna sem málsvari þjóðar minnar. Mér voru ekki veitt friðarverðlaun Nóbels til að ég stingi af og færi í frí.“ Þú varst giftur, af hverju slitnaði upp úr hjónabandinu? “Ég giftist konu frá Tímor. Hún er “í eðli minu er ég ekki mannblend- inn. Ég hef ekki þörf fyrir að vera í sviðsljósinu. Ég nýt einveru. En löngun mín skiptir einfaldlega afar litlu máli. Ég hef ákveðnum skyld- um að gegna sem málsvari þjóðar minnar. Mér voru ekki veitt friðar- verðlaun Nóbels til að ég stingi af og færi í frí.“ uimiUH - þök lögfræðingur, mikilhæf kona, af- burða greind. Hún býr í Mósambik og vinnur þar hjá dómsmálaráðu- neytinu. Við eigum fallegt samband og erum trúnaðarvinir. Við skildum vegna þess að ég var flestum stund- um fjarverandi, að sinna starfi mínu, og það skapaði vandamál í samskipt- um okkar. Því fór sem fór. En ég trúi á mátt ástarinnar. Ég held að það sé augljóst að ég geri það. En ástin á mörg andlit. Ast milli karls og konu er ein tegund ástar. Ást foreldris til bams er önnur. Við hjónin eignuðumst dreng sem nú er átján ára, þroskaður einstak- lingur, sem býr yfir mikilli ábyrgðar- tifinningu og gríðarlegri sögulegri og pólitískri þekkingu. Mér þykir afar vænt um hann, en ég sé hann ekki mjög oft.“ Barátta þín hefur kostað þig ham- ingju (einkalíft, erþað ekki reyndin? “Að vissu marki, já. Ég segi að vissu marki vegna þess að það eru já- kvæðir þættir í lífi mínu. Vegna bar- áttu minnar hef ég komist í kynni við fólk víðs vegar að úr heiminum. Stuðningur þess hefur verið mér ómetanlegur og veitt mér styrk til að halda baráttunni áfram." Ertu ánœgður með þœr móttökur sem þú hefur fengið hér? “Mjög ánægður. Málstaður Aust- ur-Tímora virðist eiga greinilegan hljómgrunn meðal íslendinga og fyr- ir það er ég þakklátur. Ég er sérlega ánægður með fund minn með forset- anum sem hefur mikla þekkingu á högum Austur-Tímora. Ég hreifst mjög af honum. Hann er fágaður maður og hefur fas þjóðhöfðingja. Hann er greinilega mjög vel mennt- aður og þið ættuð að vera stolt af honum.“ ísiand er lítið land og í pólitiskri umrœðu heyrist stundum sagt að af- staða smáþjóða skipti ekki máli. Enginn hlusti. “Einstaklingar skipta máli. Martin Luther King skipti máli. Nelson Mandela skipti máli. Og ef einstak- lingar skipta máli hvemig er þá hægt að segja að 250.000 manna þjóð skipti ekki máli? Hver einstaklingur, hver þjóð verður að fylgja sannfær- ingu sinni. Afsakanir um að skipta ekki máli jafngilda því að flýja skyldu sína.“ Hvað er það erfiðasta sem þú hef- ur gert um œvina? “Ég hef ekki gert neitt sem hefur verið mér ofviða. Vinna mín hefur ekki verið erfiðari en sú barátta sem fer fram dag hvem hjá þjóð minni.“ Myndirðu skilgreina þig sem ham- ingjusaman mann ? “Ég held að Guð á himnum viti að ég er að leitast við að gera skyldu mína sem mannleg vera og vinna þjóð minni gagn. Ég hef hreina sam- visku. Sú vissa færir mér hamingju." Iifið annars vegna hugrekkis þáverandi utanríkisráðherra ykkar. Við höfum sannarlega unnið okkar sigra. Við eigum aldrei að gefast upp. Við megum aldrei glata voninni. Við eigum að berjast fyrir hugsjónum okkar og sá dagur kemur að draumar okkar rætast." Þú hefur sjálfsagt ekki haft mikinn tíma aflögu fyrir sjálfan þig si'ðan þú fékkst friðarverðlaun Nóbels. Fyllistu aldrei ákafri löngun til að fá að vera ífriði? “í mörg ár, löngu áður en ég fékk verðlaunin, var ég á stöðugum ferða- lögum að kynna málstað þjóðar Þróun byggðar á íslandi Þjóðarsátt um framtíðarsýn Ráðstefna haldin á Hótei KEA, Akureyri 22. og 23. apríl 1997 Haldin á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands ísl. sveitarfélaga og Byggðastofnunar Þriðjudagur 22. aprfl Ráðstefnustjóri: Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður Eyþings. 13:00 Setning: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 13:10 Ávarp: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Framtíðarmöguleikar í nýtingu mannauðs og náttúruauðlinda 13:30 Auðlindir - mannauður - þjóðartekjur - samkeppnis- staða: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóhagsstofnunar. • 13:45 Orkan og orkufrekur iðnaður: Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjun. 14:00 Búið með landinu: Drífa Hjartardóttir, hreppsnefndarm. Rangárvallahreppi, Keldum. 14:15 Hafið - útgerðin - byggðin: Andri Teitsson, deildarstjóri Verðbréfadeildar íslandsbanka Akureyri. 14:30 Umræður. Umræðustjóri: Valtýr Sigurbjarnarson, Byggðastofnun á Akureyri. 15:00 Kaffihlé. Breytingar í byggð 15:30 Hvert stefnir byggðin? - Sögulegt yfirlit og skýringar: Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar. 15:45 Orsakir búferlaflutninga: Stefán Ólafsson, prófessor Há- skóla íslands. 16:00 Stefnumótun og afleiðingar - Stefnumótun flutt heim í hérað?: Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öxarfjarðar- hrepps. 16:15 Byggðastofnun á breyttum tímum: Egill Jónsson, formað- ur stjórnar Byggðastofnunar. 16:30 Umræður. Umræðustjóri: Stefán Gíslason, sveitarstjóri Hólmavík. 17:00 Kaffihlé. Gestafyrirlesari 17:15 Atvinnuþróun í dreifbýii Skotlands: Dr. Kenneth Mac- Taggart Director of Strategy í Highlands and Islands Enter- prise. 18:00 Fyrirspurnir. 18:30 Móttaka í boði Bæjarstjórnar Akureyrar. Miðvikudagur 23. apríl Ráðstefnustjóri: Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Breytt alþjóðaumhverfi, - nýir möguleikar 9:00 Staða fslands í breyttum heimi: Albert Jónsson, deildar- stjóri alþjóða- og öryggismáladeildar í forsætisréðuneytinu. 9:15 Nýja samskiptatæknin - möguleikar og takmarkanir í samskiptum innanlands og við útlönd: Hólmar Svans- son, deildarstjóri Innkaupadeildar SH á Akureyri. 9:30 Ferðaþjónusta og umhverfismál: Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsráðs Borgarness. 9:45 Umræður. Umræðustjóri: NN. 10:15 Kaffihlé. Úrsiitaatriði í samkeppnisstöðu íslands um fólkið 10:30 /Eðri menntastofnanir - og mikilvægi nýrra menntunar- tækifæra: Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólanum á Ak- ureyri. 10:45 íbúaþróun - hlutverk höfuðborgarsvæðisins: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Reykjavík. 11:00 Hvernig höldum við í hæfasta fólkið? Sigurður Tómas Björgvinsson, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. 11:15 Umræður. Umræðustjóri: Björn Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs Sauðárkróks og form. SSNV. 12:00 Hádegisverður Þjóðarsátt um framtíðarsýn 13:00 Hlutverk og staða atvinnufyrirtækjanna í breyttu um- hverfi: Þorkell Sigurlaugsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Eimskipafélags íslands. 13:15 Opinber þjónusta í héraði: Magnús Pétursson, ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneyti. 13:30 Þéttbýli—dreifbýli: samherjar eða andstæðingar?: Guð- rún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. 13:45 Mikilvægi sköpunar verkefna heima í héraði: Gísli Sverr- ir Árnason, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar. 14:00 Aukin verkefni sveitarfélaga - framtíðarsýn: Drífa Sig- fúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. 14:15 Umræður. Umræðustjóri: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri á Nes- kaupstað. 15:00 Samantekt, meginniðurstaða: Arnar Páll Hauksson, RUV Akureyri. 15:30 Ráðstefnuslit: Guðmundur Malmquist. Skráning: Ráðstefnugjald er kr. 4500,- Skráning fer fram hjá Byggðastofnun á Akureyri i síma 461-2730, fax 461-2729. Vinsamlegast takið fram við skráningu, greiðslumáta eða hvert skuli senda reikning.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.