Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1
HLPBUBIMD Miðvikudagur 30. apríl 1997 Stofnað 1919 54. tölublað - 78. árgangur ¦ Ágúst Einarsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárfestingabanka Til að tryggja áhrif - þegar farið aö ræöa um hver fær hvaða stöðu "Þetta er gamaldags aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar, allsstaðar í kring- um okkur er verið að fella starfsemi fjárfestingalánasjóða inn í viðskipta- banka, sem við hefðum viljað gera. Frumvarpið gengur út að sameina þrjá fjárfestingasjóði í eigu ríkisins, Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og Iðn- þróunarsjóð, í einn fjárfestinga- banka, rfkisbanka. Þetta er óhag- kvæm endurskipulagning á fjár- magnsmarkaðinum," sagði Ágúst Einarsson, þingmaður jafnaðar- manna, um frumvarp ríkisstjórnar- innar um fjárfestingabanka. Stjórnar- andstaðan er á móti frumvarpinu. En hvers vegna? "Við hefðum viljað taka þetta sam- hliða uppstokkun í ríkisviðskipta- bönkunum, það hefði orðið árangurs- ríkara og meira í takt við það sem er verið að gera í nágrannalóndunum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar miðar hins vegar að því að tryggja betur völd Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í banka- og fjárfestingalána- heiminum. Það sést best á því að einu ítarlegu ákvæðin í frumvarpinu eru um hvernig á að skipa í stjórnir, en þar eru leiddir til öndvegis fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og iðnaði. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að tryggja hin flokkslegu áhrif, en ekki haft að leiðarljósi heil- brigð uppstokkun í bankakerfinu. Það eru að losna nokkrar feitar bankastjórastöður. Stjórnarliðar eru að tala um það sín á milli hver fær hvaða stöðu." Er kannski verið að tala um að stöðurnar se' œtlaðar einhverjum þeirra sem nú skipa ríkisstjórn? "Ég veit það ekki, en óneitanlega er orðrómur um að fararsnið sé á ein- hverjum ráðherrum. Ég hef ekkert fast í hendi um það." Ágúst segir alla stjórnarandstöð- una hafa verið sammála varðandi frumvarpið um fjárfestingabanka og Rétt hjá Sævari í leiöara Alþýðublaös- ins er tekið undir kröfur um endurupptöku Geir- finnsmálsins. Ásakanir Sævars Ciecelski um meint harðræði í Síðu- múlafangelsinu á sínum tíma verður að rannsaka opinber- lega, segir Alþýðublaðið í leiðar í dag. Vitnisburður fyrrverandi fangavarðar og fangelsisprests gefa til kynna, að íslenskir fangar hafi sætt meðferð í íslensku fangelis, sem í fljótu bragði virðast falla undir pyntingar. Grun af slikum toga er ekki hægt að þola, og því verður að rannsaka málið, segir í leiðaranum. Réttarríkið þolir ekki, að kröfu hans um endurupptöku málsins verði synjað," segir að lokum í leiðara Alþýðu- blaðsins. hún stóð saman að nefndaráliti. "Nýsköpunarsjóðurinn, sem er eitt af þessum frumvörpum, er að okkar mati vanhugsað mál, ef það á að verða atvinnulífinu að gagni. Það er sama markinu brennt, það er verið að tryggja flokkslega hagsmuni valda- kerfis helmingaskiptastjórnarinnar, en það gengur eins og rauður þráður gegnum öll þessi stjórnarfrumvörp. Það sést líka best á því að þeir stjórn- arliðar sem mest vit hafa á málum at- vinnuveganna, eins og Pétur Blöndal og Gunnlaugur P. Sigmundsson, eru andvígir flestum þessara frumvarpa. Þetta er engu að síður keyrt í gegn í krafti meirihluta. Það er einkennandi einnig að ekkert tillit er tekið sjónar- miða starfsfólks, hvorki í þessum málum né þeim sem varða ríkisvið- skiptabankanna, það er valtað yfir starfsfólkið. Það sýnir vel viðhorf ríkisstjórnarinnar," sagði Agúst Ein- arsson. "Umgengni um verk Ásmundar til skammar og allt viðhald þeirra," segir Hallsteinn Sigurðsson mynd- höggvari og bróðursonur Ásmundar Sveinssonar en hrörlegt ásigkomulag verka í garði Ásmundarsafns vekur athygli margra sem eiga leið fram hjá safninu meðal annars blaðamanns sem átti leið um safnið á dögunum. Tugir þúsunda útlendinga leggja leið sína um safnið á ári en núna standa yfir miklar endurbætur á lóð safnsins en enn sem komið er sitja viðgerðir á verkunum sjálfum á hakanum. "Ég er mjög ánægður með það framtak borgarinnar að laga lóðina og það er löngu tímabært," segir Hall- steinn. „En það verður þó að segjast eins og er að þrátt fyrir að forsvarsmenn safnsins segi á hverju ári í fjöl- miðlum að það sé hugsað fjarskalega vel um styttur bæjarins, þá er það ekki raunin. Meðan safnið heyrði undir Garðyrkjustjóra borgarinnar gekk þetta sjálfkrafa fyrir sig en eftir að Ásmundarsafn varð sjálfstæð stofn- un hefur ástandið ekki verið gott." "Það er klárt mál að það þarf að gera við stytturnar og það er mikið áhugamál mitt og stjórnar safnsins að koma málum Ásmundarsafns í gott horf. Framkvæmd- ir við lóð safnsins komust á gott skrið í fyrra og þeim verður haldið áfram í ár, jafnhliða því sem gert verður við stytturnar," segir Guðrun Jónsdóttir formaður menningarmálanefndar borgarinnar." „Eg sendi borgarstjóra bréf í október 1995 og hún brást vel við, og það fékkst fjárveiting til viðgerða í fyrra en þar sem ekkert var gert við hana er hún sjálf- sagt gengin til baka," segir Hallsteinn Sigurðsson. „Þetta er það versta sem hægt er að gera gamalli stein- steypu, það gengur ekki að trassa viðhald eins og gert er en fólk er orðið vant því að sjá myndirnar í þessu ástandi og þetta fær að viðgangast árum saman." "Hallsteinn var beðinn um að taka af sér viðgerðir en hafði ekki tök á því," segir Guðrún Jónsdóttir. „Það varð til þess að þetta dróst. Það þarf að færa stytturnar til og við hófum því ákveðið að láta þetta haldast í hendur þannig að gert verði við stytturnar þegar þær eru komnar á endanlegan stað í garðinum. En við vilj- um gera allt sem í okkar valdi stendur fyrir Ásmundar- safn og höfum reynt að leita ýmissa leiða í því sam- bandi." „Verkin voru voru stækkuð á árunum 1962 til 68 og þetta er orðinn allt of langur tími," segir Hallsteinn Sigurðsson. "Það var gert við myndirnar síðast árið 1987 en það er löngu orðið tímabært að gera þetta aftur. Það má nefna að Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur kom með þá hugmynd að leggja heitavatnslögn að myndun- um og kynda þær þannig upp til að hindra skemmdir en enn sem komið er hefur ekki verið tekið mið af þeim tillögum. Þetta er ekki spurning um háar upphæðir heldur er þetta trassaskapur og veldur því að skemmdirnar verða dýpri og vatnið kemst lengra og lengra inn. Síðan þenj- ast sprungurnar út í frosti. Það verður að fylgjast vel með þessu og fara í þetta á eins til tveggja ára fresti svo að þetta verði ásættan- legt." ¦ Héðinn Jónsson í fiskvinnslunni Bjargi á Patreksfirði Borgar 93 þúsund - það borgar enginn þennan helvítis 70 þúsund kall "Það er ekki hægt að borga fólki í fiskvinnslu minna. Það borgar eng- inn þennan helvítis 70 þúsund kall. Þoli fyrirtækið mitt ekki að borga þessi laun, þá er sjálfhætt og ég get þá lokað," sagði Héðinn Jónsson, eigandi fiskvinnslunnar Bjargs á Pat- reksfirði, en Héðinn hefur samið við Verkalýðsfélag Patreksfjarðar. Lág- markslaun samkvæmt samningnum eru 93 þúsund krónur. Alls starfa átta manns í vinnslunni hjá Héðni. "Það er góður karl sem á þetta fyr- irtæki, Héðinn Jónsson, en hann er gamall skipstjóri sem eru kominn í land og verkar fisk. Hann vill borga sínu fólk góð laun," sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, um samninginn sem Héð- inn hefur gert. Verði þeir kjarasamningar, sem Al- þyðusamband Vestfjarða og vinnu- veitendur að lokum gera, lægri en samningur Héðins og Verkalýðsfé- lags Patreksfjarðar stendur samning- urinn, verði væntanlegur samningur hins vegar hærri, hækka laun starfs- manna Héðins sem því nemur. Kosn- inga- vaka á Rauða Ijóninu f tilefni bresku þingkosn- inganna verður kosninga- vaka á Rauða ljóninu á Eiðistorgi frá tíu til tvö að kvöldi 1. maí. Þar verður fylgst með beinum útsend- ingum breska sjónvarpsins BBC og íslensku sjónvarps- stöðvanna, auk þess sem Jabob Frímann Magnússon og Hreinn Hreinsson verða í beinu sambandi við Rauða ljónið frá kosningavökum Verkamannaflokksins í Lundúnum. Már Guðmundsson hag- fræðingur, Svanfríður Jón- asdóttir alþingismaður og Össur Skarphéðinsson al- þingismaður og ritstjóri munu bregðast við tíðindum frá Bretlandi og segja álit sitt á kosningabaráttunni, stefnumálum og áhrifum kosningaúrslitanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.