Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 a I I b o r ð Svikist undan merkium, 2. grein Þóra Arnórsdóttir hefur nú undaskilið sig frá þeirri vinnu. Hún virðist ekki skilja að ef sigur vinnst ekki í dag verðum við að hafa þrek og þor til að endast í baráttu morgundagsins. Fimmtudaginn 24. apríl síðastlið- inn skrifaði Þóra Amórsdóttir, annar varaformaður SUJ og félagi í Al- þýðuflokknum, grein undir fyrir- sögninni „Svikist undan merkjum". I þessari grein segir Þóra að hún muni ekki vinna með Alþýðuflokknum einum og sér í næstu kosningum. Hart er ef satt reynist. En Þóra verður að eiga það við sjálfa sig að mála sig út í horn gangi það ekki eftir að stjómarandstöðu- flokkamir bjóði fram sameiginlega í næstu kosningum. Ungt fólk og óþolinmæði í stjómmálum kann ekki góðri lukku að stýra. Segjum svo að af sameiginlegu framboði verði ekki fyrir næstu kosningar. Hvað þá, á bara að leggja hendur í skaut og segja góð tilraun? Nei, þvert á móti að bretta upp ermamar, boða fagnaðarerindið með enn meiri þunga og áherslu og um- fram allt vera þolinmóður, því það er ekki spuming um hvort núverandi stjómarandstöðuflokkar bjóði fram saman, heldur hvenær. En Þóra bætir um betur í grein sinni því hún segir jafnframt að „ólíklegt verði að kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins muni njóta krafta þeirra sem nú em í forystu SUJ“. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng, því þeir meðlimir í framkvæmda- stjóm SUJ sem undirritaðir hafa rætt við yfir helgina komu af fjöllum og könnuðust ekkert við að þeir hafi sagt að stuðningi þeirra við Alþýðu- flokkinn væri lokið, verði ekki af sameiginlegu framboði stjómarand- stöðunnar í næstu kosningum. Þessir sömu meðlimir í framkvæmdastjóm SUJ sögðu að þeirra markmið væri að efla jafnaðarstefnuna og þess vegna væm þeir meðlimir í Alþýðu- flokknum. Þeir sem em í forystu SUJ hafa tekið þá ákvörðun að þeir vilji vera þátttakendur í mótun íslensks samfé- lags. Til þess verks hafa þeir valið Alþýðuflokkinn, jafnaðarmanna- flokk íslands. Það val var miðað við núverandi flokkaflóm. Ef ekki tekst að sameina jafnaðarmenn fyrir næstu kosningar mun forystusveit SUJ ekki leggja árar í bát, heldur halda áfram að berjast fyrir betra þjóðfélagi. Þóra Amórsdóttir hefur nú undaskilið sig frá þeirri vinnu. Hún virðist ekki skilja að ef sigur vinnst ekki í dag verðum við að hafa þrek og þor til að endast í baráttu morgundagsins. Til þess að slíkt takist þarf að passa sig á því að segja ekkert í dag sem kemur í bakið á manni á morgun. Gróska er merkilegt fyrirbrigði. I áratuga baráttu fyrir sameiningu jafnaðarmanna hefur aldrei fyrr verið til félagsskapur sem hefur tengsl inn í alla vinstri flokkana. Það skilur Grósku frá öllum „hinurn" samtök- unum sem hafa haft sameiningu jafn- aðarmanna að leiðarljósi og ekki tek- ist. Vísasta leiðin til að eyðileggja sérstöðu Grósku er sú sem Þóra Am- órsdóttir hefur nú valið. Eyðilegging á trúnaði og trausti inn í gömlu flokkunum með tilgangslitlum yfn- lýsingum og hótunum. Það má ekki verða og undirritaðir munu leitast við að tryggja að svo verði ekki. Gróska er að ná árangri. Sá árang- ur byggist á því að allir sem að starfi hennar koma vinni að fullum heilind- um innan vébanda sinna gömlu flokka og innan Grósku. Markmið okkar allra er samfylking jafnaðar- manna. Sú samfylking krefst þess að eytt verði áratuga gömlu eitri tor- tryggni og óvildar. Takist það, þá verður sameiginlegt framboð að veraleika. Verkið er hafið, og það er trú okkar að sameinaðir jafnaðar- menn muni bjóða fram til Alþingis fyrr en síðar. Gestur G. Gestsson , formaóur SUJ Gunnar Alexander Ólafsson, 1. varaformaöur SUJ Kolbeinn Einarsson meöstjórnandi SUJ v i t i m q n n “Forystumenn verkalýðsfélag- anna og starfsmenn þeirra þurfa lítiö fyrir lífinu að hafa.“ Víkverji Moggans. “Við sáum ekki til sólar frá fyrstu mínútu." Theódór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvenna ( handbolta eftir 26 marka tapa liðs síns, í Mogganum. “Reyndar var þetta orðið svo að við vorum nánast með einn tannbursta í ferð sem er auð- vitað fáránlegt en það sýnir hvað vel hefur farið á með okkur.“ Guðni Bergsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, að tala um sig og Ólaf Þórðarson Skaga- mann í Mogganum. “Það verður oft á tíðum mjög skondin barátta og marklaus." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að tala um prófkjör sfns flokks í DT. “Sums staðar á landsbyggð- inni eru til fulIkomnar bifreið- ar en jafnvel enginn sem kann með þær að fara.“ Björn Gislason, fráfarandi formaður Landssambands sjúkraflutningsmanna, f DT. “Það hlýtur að vera erfitt á stundum að réttlæta fyrir sjálf- um sér ranglætið og spilling- una. Kannski venst maður þessu eins og öðru þegar kaupið er gott.“ Elín G. Ólafsdóttir í DT, að ræða banka- stjóra ríkisbankanna í DT, en hýn kýs reyndar að kalla bankastjórana gullrassa. “Það er skrítið hvernig þessir blaðamenn geta misskilið mann!“ Páll Þórólfsson, handboltakappi úr Aftur- eldingu, í DT. “Það á að brjóta alla smærri karla í þessu samfélagi, en Garðar Björgvinsson er of sterkur fyrir þá, hann verður ekki brotinn.“ Garðar Björgvinsson trillukarl í Alþýðublaðinu. Hverjir era þeir, sem vinna að friði í þjóðfélaginu? Það er alþýða landsins, sem vill útrýma þeim mis- rétti, er skapast hefir við það, að völdin í atvinnu, verzlunar- og fjár- málum þjóðarinnar hafa færst á fáar hendur. Útrýma togstreitu millistétt- anna, á þann hátt sem unnt er, með því að útrýma stéttamismuninum, skapa samvirkt þjóðfélag vinnandi stétta. Úr bæklingi Félags ungra jafnaöarmanna 1937 Fátt virðist geta stöðvað Karl Sigurbjörnsson frá því að öðl- ast titilinn herra innan skamms, því ótrúlegt er talið að nokkur skáki honum í væntanlegu biskupskjöri. Ræður hans af prédikunarstóli hafa vakið athygli upp á síðkastið, en þar hefur hann tekið á ýmsum grundvallarmálum kirkjunnar, og í rauninni lagt fram einskonar stefnuskrá sína verði hann biskup. Karl hefur verið á ferðalagi norðan- lands, og verið tekið mjög vel með- al presta... Rúnar Geirmundsson hefur sem formaður Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur beitt sér fyrir margvíslegum nýjungum, og ásamt Gesti Ásólfssyni, formanni Al- þýðubandalagsfélagsins í Reykja- vfk komið á koppinn sameiginleg- um hátíðahöldum félaganna á Borginni þann fyrsta maf. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli, enda gott innlegg í sameiningarferli flokkanna. í dag, miðvikudags- morgun klukkan ellefu, mun þannig hin góðkunna útvarpskona og sjón- varpsþula Sigríður Arnardóttir hafa við þá félagana viðtal í þættin- um Samfélagið í nærmynd, sem vísast er að mörgum mun þykja forvitnilegt. Gestur og Rúnar eru gamlir kunningjar, og eiga sameig- inlegan áhuga á söng, og kynntust fyrrum í kór. Eitt helsta númerið á Hótel Borg þann fyrsta maí, fyrir utan ræður þeirra höfðingjanna Svavars Gestssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar verður einmitt tvísöngur þeirra Gests og Rúnars. Nýi formannadúettinn, segja gárungarnir... Kaupþing hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir frábæra tíma- setningu á útrás sinni á erlendum peningamörkuðum, en fyrirtækið hóf að markaðssetja ísland og ís- lensk verðbréf einmitt í þann mund sem erlendir fjárfestar voru að upp- götva hátt vaxtarstig hér á landi. Síðan hefur ekki linnt fyrirspurnum til verðbréfafyrirtækja innanlands. Sá sem einkum stendur fyrir út- rásinni er Sigurður Einarsson, sem er sonur fyrrverandi mektar- manns í Framsóknarflokknum, Einars Ágústssonar heitins, sem var vel metinn utanríkisráðherra á sínum tíma. Sigurður er aðstoðar- forstjóri Kaupþings, en auk hans hefur Bjarni Ármannsson, forstjóri þess, einnig lagt gjörva hönd að verki. Hann er tengdasonur Guð- rúnar Helgadóttur fyrrum þing- manns Alþýðubandalagsins. Gár- ungarnir segja, að það sem Kaup- þing sé einkum að selja erlendis séu verk þeirra tvímenninganna Jóns Sigurðssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eru traust og stöðugt efnahagslíf og frjálsræði í fjármálum íslend- inga... Að kveldi fyrsta maí verður Tony Blair heiðursgestur á Rauða Ljóninu á Eiðistorgi, en þá halda jafnaðarmenn kosningavöku í tilefni bresku kosninganna. Rit- stjóri okkar á Alþýðublaðinu Össur Skarphéðinsson mun ásamt jafn- aðarmönnunum Má Guðmunds- syni hugmyndafræðingi Seðla- bankans og Svanfríði Jónasdótt- ur þingmanni spá í stöðuna og skýra úrslitin, eftir því sem þau ber- ast um gervihnött. Svanfríður hefur sérstöðu í þessum hópi því hún fékk að taka í höndina á Tony fyrir skömmu þegar hún var á ferð i Bretlandi. Búist er við skemmtilegri kosningavöku, en ekki er gert ráð fyrir því að Tony Blair sjái sér fært að skjótast á Rauða Ijónið þetta kvöld... hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson f i m m forntim vegi Ætlar þú í kröfugöngu á morgun, 1. maí? Selma Rut Magnúsdóttir, fulltrúi: “Nei, ég er ekki vön því og fer ekki að breyta því úr þessu.“ Elísabet María Hálfdáns- dóttir, setjari: “Nei, ég reikna ekki með því.“ Sverrir Ægisson, grafískur hönnuður: “Nei, ekki núna.“ Isak Örn Sigurðsson, blaðamaður: “Eg hef aldrei farið í kröfu- göngu og byrja ekki á því núna.“ Þórður Aðalsteinsson, tæknimaður: “Nei, ég er að hugsa um að vinna 1. maí.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.