Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Alþingismenn Alþýðuflokksins VIBTALS- TÍMAR í dag miðviku- daginn 30. apríl, verður Ásta B. Þor- steinsdóttir, varaformaður Alþýðuflokks- ins - Jafnað- armanna- flokks ís- lands, með viðtalstíma á skrifstofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10, frá klukk- an 16:00 til 19:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552-9244. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur býður félagsmönnum sínum kaffiveitingar á Hót- el Islandi, eftir útifundinn á Ingólfstorgi 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kosningavaka á Rauða Ijóninu Jafnaðarmenn, munið kosningavökuna vegna bresku þingkosninganna sem haldin verðir á Rauða Ijóninu frá klukkan tíu til tvö að kvöldi 1. maí. Beinar útsendingar frá BBC og íslensku sjónvarpsstöðvunum. Jakob Frímann Magnússon og Hreinn Hreinsson verða í beinu sambandi frá kosningavökum Verkamannaflokksins í Lundúnum. Mar Guðmundsson hagfræðingur, Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður og Össur Skarphéðinsson alþingismaður og ritstjóri bregðast við tíðindunum frá Bretlandi. Einar Karl Haraldsson og Hólmfríður Sveinsdóttir stjórna samkomunni. Fundur um samstarf á Akureyri Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar heldur áríðandi félags- fund að Skipagötu 18, sunnudaginn 4. maí kl. 14.00. Eina fundarefnið er erindi frá Alþýðubandalaginu á Akureyri um samstarf í komandi bæjarstjórnarkosningum. Áríðandi er að allir félagsmenn mæti á þennan fund. Að loknum félagsfundinum, eða kl. 15.00, hefst opinn og almennur stjórnmálafundur þar sem Sighvatur Björgvins- son formaður Alþýðuflokksins fjallar um komandi kosning- ar og samstarf jafnaðarmanna. Menntamálaráðuneytið Embætti skólastjóra íþróttakennaraskóla Islands er laust til umsóknar Sett verður í embættið frá og með 1. júní nk. til eins árs, sbr. 24. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Vakin er þó athygli á að fyrir Alþingi iiggur nú frumvarp til laga um Kennara- og uppeldisháskóla ís- lands, þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi íþróttakenn- araskóla íslands verði hluti af þeirri stofnun frá og með 1. janúar 1998. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjaranefndar, sbr. lög 120/1992, um Kjaradóm og kjara- nefnd, með síðari breytingum. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí 1997. Menntamálaráðuneytið, 29. apríl 1997 Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn þriðju- daginn 6. maí 1997 kl. 20.00 í Hreyfilshúsinu v/Grensás- veg. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting á sjúkrasjóði félagsins. 3. Önnur mál. Félagsmenn fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin 1. maí kaffi á Hótel Bopg Sameiginlegt 1. maí kaffi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og Alþýöubandalagsins í Reykjavík á Hótel Borg kl. 14.30. Dagskrá: Ávörp þingmanna Reykvíkinga, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar. Sigríður Kristinsdóttir flytur ávarp. Einsöngur: Inga Backman við undirleik Reynis Jónassonar. Karlakór alþýðunnar syngur nokkur alþýðulög. Formannadúett. Kaffi og meðlæti kr. 750 á mann. Gestur Ásólfsson formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík Rúnar Geirmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.