Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 egara kosninganna a morgun. knum ríkjanna muni ekki nást í gegn á rétt- um tíma. Þá hafa talsmenn Ihalds- flokksins rakið áróður fyrir því að þegar komi að því að vemda hags- muni Bretlands í Evrópu, að þá muni ekki reynast nægilegar töggur í Tony Blair, formanni Verkamannaflokks- ins. I þessu samhengi hafa forsíður helstu dagblaðanna birt myndir af Blair, sitjandi eins og brúðu í fanginu á Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Jafnframt hafa Ihaldmenn leitast við að hræða kjósendur á því að Blair muni undirrita félagsmálalöggjöf Evrópusambandsins, sem muni gefa verkalýðsfélögunum aukin völd og knýja á um félagslegar umbætur í Bretlandi sem ógna góðu gengi efna- hagsmála í landinu. Ástand velferðarmála, sérstakleg á sviði heilsugæslu, menntamála, og lífeyrismála, hefur verið mikið til miðju í umræðunni síðastliðna daga. Verkamannaflokkurinn segist vilja áframahaldandi, en sveigjanlegra óg nútímalegra, velferðakerfi og hafnar algerlega tillögum íhaldsflokksins um frekari einkavæðingu í þeim efn- spað um. „Verkamannaflokkurinn skap- aði velferðakerfið, og honum er því betur treystandi til þess að breyta því nú“ er haft eftir Tony Blair, formanni flokksins. Jafnframt er íhaldsflokk- urinn sakaður um að hafa lítið að- hafst til að bæta ástand heilbrigðis- kerfisins, sem er að liðast í sundur. Uppstokkun h'feyrissjóðsmála er annað mikið hitamál sem stjómvöld hér, líkt og annarsstaðar á Vestur- löndum, standa andspænis þessa dagana. Forystumenn Verkamannaflokksins hafa hafnað algerlega nýjum tillögum fhalds- flokksins um að afnema lífeyris- tryggingu hins opinbera og einka- væða allt lífeyrissjóðskerfið. Þetta mál varð tilefni til þess að íhalds- þingmenn og John Major tóku stórt upp í sig nú í vikunni og kölluðu Tony Blair óprúttinn lygara, þar sem hann útfærði með eigin orðum stefnu íhaldsflokksins í lífeyrissjóðsmálum. Síðast en ekki síst eru það mennta- málin sent bæði Verkamannaflokk- urinn og íhaldsflokkurinn hafa verið sammála um að setja til miðju í yfirburðasigri þessari kosningabaráttu. Það er í raun fátt sem ber á milli stóm flokk- anna í þessum málaflokki, en þetta er í þó í raun eini málaflokkurinn sem Verkamannaflokkurinn hefur opin- berlega talað um að hann ætli að eyða meiru í á næsta kjörtímabili. Báðir flokkamir leggja áherslu á að ekkert muni stuðla meira að velferð og gengi þjóða á næstu áratugum en góð, nútímaleg og alþjóðleg mennt- un. Kosningabaráttan Kosningabaráttan hefur verið með nokkuð öðru sniði en áður og hlutur sjónvarps aldrei meiri. Þó þúsundir funda séu haldnir vítt og breitt um Bretland á hverjum degi, og fjöldi flokksleiðtoga ferðist um landið frá morgni til kvölds, þá virðist fundir og ferðalög snúast um lítið annað en að komast í sjónvarpið, enda horfa tugir milljóna á fréttir þar en í besta falli fáeinar þúsundir manna mæta á stærstu fundina. Það sem hefur þó vakið enn meiri athygli en áherslan á sjónvarp er fagmannleg barátta Verkamannaflokksins en henni er stýrt af slíkri nákvæmni og með slíkri tækni að gamalreyndir frétta- menn telja þetta slá út ýmislegt af því sem vakið hefur athygli í Bandaríkj- unum. Nú síðustu dagana hefur til að mynda sérstakur hópur manna tekið við æðstu stjórn baráttunnar en hóp- urinn er kallaður „hópur hinna síuðstu fimm daga“, sem sumurn þykir minna rneira á vísindaskáld- sögu en hefðbundna breska kosn- ingabaráttu. Forustumenn Verka- mannaflokksins hafa verið sakaðir um að vera lítið annað málpípur sem fá fyrirskipanir frá kosningastjórum í gegnum heymatæki þegar þeir koma fram opinberlega. Fyrir þá sem horfa á sýnist kosningabarátta Verka- mannaflokksins líka stundum vera eins og vel samsett sjónvarpsauglýs- ing sem á endanum virðist eiga lítið skylt við vömna sem hún á að selja. Tony Blair hefur borið af sér ásaknir um innihaldslausa auglýs- ingamennsku og um sammna á stefnumálum flokkana. I síðustu viðtölunum fyrir kosningar sem hafa verið að birtast síðustu dagana í dag- blöðum Bretlands hefur hann haldið því fram að hann muni verða róttæk- ari á valdastóli en flestir álíti. Hug- sjónimar hafa ekki tekið breytingum, segir Blair, heldur þjóðfélagið. Hann hefur vitnað til nokkurra forvígis- manna sósíalisma í Bretlandi og sagst hafa sömu tilfinningar til sam- félagsins og stjómmála og þeir, hann búi hins vegar í allt öðm samfélagi en hinir gengnu forystumenn og því séu áherslur, stefnumið og baráttuað- ferðir með öðrum hætti. “Verkamannaflokksins en henni er stýrt af slíkri nákvæmni og með slíkri tækni að gamalreyndir frétta- menn telja þetta slá út ýmislegt af því sem vakið hefur athygli í Bandaríkj- unum... Forastumenn Verkamannaflokks- ins hafa verið sakaðir um að vera lít- ið annað málpípur sem fá fyrirskip- anir frá kosningastjórum í gegnum heyrnatæki þegar þeir koma fram op- inberlega.“ Kjarkur og hugmyndaauðgi Það fer ekki milli mála að þeg- ar kjarktxr og hugmyndaauðgi fara saman má mikils vænta. Eft- ir aldamót voru þeir all nokkrir smiðirnir sem litu til framtíðar og sáu þá möguleika sem sjálfrenni- reiðin bauð uppá. Einn þeirra var William Morris en hann hóf fram- leiðslu bfla sem báru eftirnafn hans árið 1913. Hann gerði sér grein fyrir að millistéttin væri vænlegasti kaupendahópurinn og til þess að ná markaðsfótfestu meðal hennar yrði að leggja áherslu á smíði vandaðra bíla á hóflegu verði. Ágæt hönnun og metnaðafullir smiðir sem skildu eðli verkvöndunar, skilaði sér í vaxandi eftirspurn eftir Morris bílum. Fyrr en varði reyndist verksmiðja hans Morris Garage of lítil því eftirspurn var langt umfram framleiðslugetu og reyndist nauðsynlegt að færa út kvíar. Aðalverksmiðjur Morris voru færðar og staðsettar í Ox- ford og Cowley og þar var haldið áfram að framleiða hentuga bíla fyrir þann kaupendahóp sem lagt hafði verið upp með. Ekki þótti við hæfi að loka Morris Garage og til að byrja með var þar unnin ýmis þjónustu- og hönnunar- vinna. Einn samstarfsmanna William Morris Cecil Kimber að nafni tók að sór rekstur Morris Garage og hann gerði sér fljótiega grein fyrir þeim möguleikum sem hönnun Morris vélanna bauð uppá. Hann fékk fullt frelsi til þess að breyta þeim og þróa og fyrr en varði var ný og öflug topp- ventlavél tilbúin til notkunar. Nýja vélin var með yilrliggj- andi kambás og reyndist það vel frá fyrsta reynsludegi að menn fóru að velta fyrir sér framieiðslu á fleiri bílgerðum en Morris hafði framieitt til þessa. Meðal almenn- ings voru Morris bílarnir þekkir fyrir sparneytni og gangöryggi. Ekki þótti rétt að leggja orðstýr Morris undir á meðan reynsla kæmi á nýju vélina og var því ákveðið að setja nýtt bílmerki MG á markað. Fyrstu bílarnir sáu dagsins ljós árið 1924 og þar sem sjálfs er höndin hollust voru grunnhlutir sóttir í verksmiðju Morris bíl- anna. Þar sem Iitið var til fram- tíðar var áhersfa lögð á hraða- viðbragð og Iúxus þegar bíllinn var kynntur. Nýja bflnum var vel ekið en markaðurinn beið samt eftir sportlegri bfl sem fáanlegur væri á viðráðanlegu verði. Allt hefur sinn tíma og það liðu fimm ár þar til tókst að verða við þeim óskum. Árið 1929 sló MG eftir- minnilega í gegn en þá kom MG Midget á markað og nú var kylf- unni kastað. MG Midget vakti óhemju eftir- tekt ekki síst vegna vélbúnaðar og þeim möguleika sem liann bauð uppá. Menn vöknuðu upp við þá staðreynd að meðal Jóninn átti nú möguleika á að vinna sér nafn á hinum ýmsu keppnis- brautum álfunnar. Aksturkeppnir og sá ljómi sem þeim fylgdi hafði til þessa eingöngu verið á færi auðmanna og fyrirtækja. Sem fyrr stóð William Morris við bakið á sínum mönnum þeir héldu sínu sjálfstæði og afrakstur þess fór fram úr björtustu vonum. MG keppnisbflar unnu sigur á hinum ýmsu brautum álfunnar. Þróunarvinnu var haldið áfram og vélsmiðir lögðu sig fram um að auka öryggi og afl toppventlavél- arinnar. MG varð vörumerki sig- ursælla ævintýra og keppnis- manna. Að sjálfsögðu voru það fleiri en keppnismenn sem óku MG bflunum en þessi ímynd karl- mennskunnar kom þeim að sjálf- sögðu til góða. Það virtist því fátt geta komið í veg fyrir þá upp- sveiflu sem var orðinn hjá MG en færri komust í tæri við keppnis- bfla fyrirtækisins en vildu. Á bflasýningu í London árið 1935 var nýr MG bfll kynntur. MG SA Saloon gull fallegur 4 dyra lúxus bfll sem bauð upp á gott innrarými. Bfll þessi hafði alla burði til þess að slá í gegn, lúxus stærð afl framúrstefna og þægindi. Hann hafði allt til að bera sem hinn almenni kaupandi gat gert sér vonir um. Það eina sem háði var nafnið, bfllinn nefndist MG. Menn sáu sér til mikillar skelf- ingar að ímynd hinnar hráu karl- mennsku myndi undan láta þegar þægindasófi sem þessi liði um götur. Menn skildu ekki hví orð- spori MG keppnisbflsins væri teflt í hættu, og um leið sölu möguleik- um sportbflanna fyrir þessi ósköp. Hvort staðreyndin hafi verið sú að Wiiiiam Morris hafði verið aðlaður og kallaðist nú Lord Nuffield hafl skipt þar einhverju var ekki vitað en líklegt má telja að það hafl ráðið úrslitum. Hvað um það Lord Nuffield hafði selt Morris Motors Ltd MG verksmiðjurnar, og eftir það varð skammt stórra högga í milli. Að- dáendur MG bflanna voru ekki búnir að jafna sig á tilkomu SA bflsins þegar tilkynning kom um að fyrirtækið væri hætt stuðning við keppnislið þau sem höfðu gert garðinn frægan. í framhaldi var sagt frá því að þróunarvinna MG bflanna færi nú fram á vegum Morris Motors þar sem hagræð- ingar væri þörf. Þetta kallaði á breytingar á vélbúnaði og litlu 4 og 6 strokka toppventla vélarnar með yflrliggjandi kambás viku nú fyrir þrautreyndum Morris sleggjum sem meðal annars höfðu verið notaðar x Wolseley bflana með góðum árangri. Þessar staðreyndir drógu nokkuð úr framkvæmdahug Cecil Kimber og hans manna en fljót- lega löguðu þeir sig að aðstæðum og einbeittu sér að SA bflnum. Árið 1937 kynntu þeir aðeins minni útgáfu af honum gerð VA og ári síðar kom WA á götuna. Þrátt fyrir þá staðreynd að bfllinn þætti góður og skemmtilegur til aksturs létu aðdáendur 2 sæta MG bflsins sér fátt um fmnast og vildu ekkert af sófanum vita. Þeir héldu tryggð við þann litla þó hann væri nú meira sem blend- ingur Morris og Wolseley og kall- aðist MG - TA og TB. Aðrir tóku bflnum betur, og sættu sig við að teljast ekki gjaldgengir meðal eldri MG eigenda. Af sófanum voru framleiddir 5514 bflar, kaupendur voru menn á besta aldri menn sem vildu geta ekið greitt, kærðu sig lítið um vindgnauð og náttúrulegan hár- blástur og töldu ímynd sinni bet- ur borgið í ylnum og þægindun- um sem stóri MG bfllinn veitti. Myndin af MG SA bflnum sem hér birtist sýnir velheppnaðan fallegan bfl sem bauð upp á íjöl- marga möguleika. Stærðin er mátuleg fyrir þann sem kominn er á besta aldur lengd er 4,89 m hjólhaf 3,12 m þyngd 1425 kg. Hámarkshraði var 140 km og úr kyrrstöðu í 100 km var hann ekki nema rétt rúmar 19 sek. Þó nú- tíma manninum þyki ekki mikið til hámarkshraða hans og enn síður til viðbragðs koma þá var þetta mikið tæki. Toppventla vél- in var 6 strokka sérútgáfa af Wol- seley 18/80 2322 cm3 (69,5 X 102 mm). Fjöðrun var blaðfjöðrun og var bíllin búinn jafnvægisstöng- um sem náðu út í grind. Bfllinn var leðurklæddur að innan, mælaborð úr harðviði og athygli vakti hversu vel stutt gírstöngin féll í hendi. Þó ekki færi hátt og alls ekki viðurkennt af eigendum litlu MG bílanna þá var SA bflhnn hörku keyrslubfll og stöku menn lögðu hann í keppni en á lengri leiðum náði hann ágætum ár- angri og oftar en ekki var honum ekið til sigurs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.