Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 2
 MMDVBLMB Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgátufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Umbyltingin hefst í grunnskólum Á liðnum misserum hefur verið mikil og öflug umræða í þjóð- félaginu um skólamál. Það er að vonum því framtíð okkar sem þjóðar veltur á því hvemig við tökum á þessum málaflokki. Um- ræðan markar ákveðna byrjun á á ferli sem leitt gæti til meiri far- sældar, jöfnuðar og blómlegrar menningar í landinu. Það er umhugsunarefni hversu mikla aukna áherslu mennta- og skólamál hafa fengið hvarvetna á Vesturlöndum. Þetta er sérlega áberandi í þeim löndum þar sem gengið hefur verið til kosninga á síðustu árum. Mönnum er að verða sífellt ljósara að velferð í fram- tíðarþjóðfélaginu veltur á því hvemig þjóðunum tekst til í þessum málaflokki. Jafnaðarmenn hafa hvarvetna lagt mikla áherslu á vaxandi menntunarþörf og umbyltingu sem er framundan. Undir gunnfána menntamálanna hafa vinstri menn og frjálslyndir unnið mikla kosningasigra víða í löndum. Islenskir jafnaðarmenn hafa með margvíslegum hætti gefið tóninn hérlendis í þessari umræðu. Það má margt þarft og spennandi læra af því hvemig aðrar þjóðir hafa tekið á skólamálum sínum. Við íslendingar þurfum auðvitað að taka mið af reynslu annarra en ekki herma gagnrýnislaust eftir þeim. Auðvitað hafa aðrar þjóðir einnig gert mistök í menntamál- um sem hægt er að læra af. Við Islendingar höfum ríkulega ástæðu til að setja markið hærra en fjölmennari þjóðir, auk þess sem taka þarf tillit til margvíslegr- ar sérstöðu fámennrar eyþjóðar. Það er freistandi að setja markið á að þróa lýðræðislegasta velferðarþjóðfélag í heimi, þjóðfélag sam- hjálpar og ábyrgðar, góðrar grannmenntunar og mannréttinda, þjóðfélag sem virðir og styður einstaklinganna og tekur virkan þátt í samstarfí og samfélagi þjóðanna á alþjóðavettvangi. Sú umbylting sem þarf að gerast í menntakerfmu hefst í grann- skólunum. Nú þegar sjást ýmiss merki mikillar umbyltingar í skólakefxnu. En menntun er samstarfsverkefni margra aðila; rrkis- valds, sveitarfélaga, kennara og foreldra. Segja má að foreldrar hafr verið andvaralausir en eru að vakna til vitundar um ábyrgð og skyldur gagnvart grunnskólanum. Með foreldraráðum og vaxandi starfi í foreldrafélögum er að verða mik- il breyting á inma starfi skólanna. Hins vegar virðast margir skólar og jafnvel sveitarfélög eiga erfitt með að aðlagast breytingum. Sér- staklega virðist mörgum stofnunum erfitt að rísa undir vaxandi kröfum um upplýsingaskyldu og samráð við foreldra. í því ágæta faglega vinnuferli sem nú fer fram við endurskoð- un aðalnámskráa á vegum menntamálaráðuneytisins er afar mikil- vægt að reynt verði að marka ramma með ákvæðum um upplýs- ingaskyldu, samábyrgð þeirra sem mynda skólasamfélagið og rétt- indamál nemenda. Ágreiningsmál þurfa að hafa ákveðinn farveg þannig að allir geti með greiðum hætti leitað réttar síns telji fólk á sér brotið innan vébanda skólans. Skólasamfélagið þarf að gera sér sáttmála um þvíumlík atriði. Með þeirri auknu áherslu sem samfélag okkar verður að setja á skólamálin er nauðsynlegt að samfélagið allt sýni störfum er lúta að uppeldi og kennslu meiri virðingu. Það þarf að sjást bæði félags- lega og beinlínis í launakjörum fólks sem vinnur við uppeldis- og kennslustörf. Því miður eru dæmi um skeytingaleysi gagnvart nemendum og vinnu kennara í sjálfu menntakerfinu. Við framkvæmd samræmdra prófa í 10. bekk grunnskólans á dögunum voru gerð leið mistök, þar sem alltof viðamikið próf í stærðfræði var lagt fyrir nemendur. Afleiðingarnar voru m.a. þær að fjöldi ungmenna varð fyrir áfalli og framkvæmd prófsins fór víða forgörðum. Nemendumir voru niðurlægðir og sömuleiðis kennarar þeirra. Rannsóknarstofnun í uppeldis og menntamálum, RUM, á að vera ábyrg fyrir gerð þess- ara prófa. Það skýtur því heldur skökku við er menntamálaráðherra felur þeirri stofnun, RUM, að fjalla um eigin sök í þessu máli. Eðli- legra væri að ráðherra skæri sjálfur úr og ógilti þetta próf. Það er hins vegar eðlilegt að gerð séu mistök í skólamálum eins og í öðrum mikilvægum málaflokkum í mannheimum. Mestu skiptir að hægt sé að draga rétta lærdóma af mistökum. Samræmda prófið í stærðfræði er dæmi um slík mistök. Menntun er svo sann- arlega samstarfsverkefni, sem byggir á starfí kennara, foreldra, nemenda og stjómvalda. Fátt er verra en sinnuleysi hins almenna borgara í mikilvægum málum. Möguleikar okkar til að stefna að fögru velferðarsamfélagi byggir á því hvemig til tekst í skólakerf- inu. Það verkefni hefst í grunnskólunum. ''’i 'W.. -"'‘. v.V,, ■■■ ‘C>v>rr' -n-' f '-V ,:yf} ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 skoðanir Mikilvægt stefnuatriði Þessu þarf líka að breyta I umræðum um velferðarríkið á næstu öld í Borgartúni 6 á laugar- daginn var mikil samstaða meðal þeirra sem þar tóku til máls um flest grundvallaratriði. Fram kom hug- mynd um að unnið verði í framhald- inu að tillögum um þjóðfélagssátt- mála sem gæti heitið Sáttmáli um fé- lagslegt réttlæti. Er vissulega mikil- vægt að þau mál verði könnuð ræki- lega og lögð alúð og rækt við að skapa samstöðu um grundvallaratriði í framhaldi af ráðstefnunni. Ekki eru öll mál útrædd frekar en fyrri dgainn. Hér nefni ég eitt til umhugs- unar; það eru þjónustugjöld. Lengi hafa verið lögð á þjónustugjöld. Það eru gjöld fyrir veitta þjónustu ríkis- ins en þau eru líka eins konar dul- nefni ftyrir skattlagningu. í því sambandi verður að minna sérstaklega á þá staðeynd að á síðasta kjörtímabili voru gjöld á sjúklinga Pallborð I Svavar Gestsson pi V;' skrifar hækkuð mjög verulega og þá voru í fyrsta sinn lögð á skólagjöld. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins og óháðra lét það verða sittt fyrsta verk sl. haust að flytja frumvarp um að af- nema komugjöld í heilsugæslunni. Það mál var stöðvað eins og önnur mál stjómarandstöðunnar sl. vetur. En það verður flutt aftur. Um skólagjöld Andstaðan gegn skólagjöldum beinist gegn gjöldum sem em inn- heimt til þess að standa undir rekstri skóla. I framhaldsskólalögunum var bannað að taka gjöld af nemendum til að standa undir launum og öðmm rekstrarkostnaði framhaldsskólanna. Engu að síður vora þessi gjöld lögð á á síðsta kjörtímabili; ég taldi þá og tel reyndar enn að það hafi verið ólögleg skattheimta. Framsóknar- menn snemst auðvitað gegn þessu á síðasta kjörtímabili en Alþýðuflokk- urinn studdi þessi mál með harm- kvælum og kom það greinilega fram að það fór illa ofan í kokið á mörgum Alþýðuflokksmanni. Ekki heyrist nú hósti né stuna í þeim efnum frá Framsóknarflokknum. I þessu samhengi er ég ekki að tala um gjöld sem em greidd eins og til að staðfesta inritun nemenda, 1000 krónur á mann eða svo. Ég er heldur ekki að tala um gjöld sem em inn- heimt til þess að standa undir kostn- aði við félagsstarf nemenda. Ég er heldur ekki að tala um efnisgjöld sem enn em greidd en ætti auðvitað að afnema og setja reglur um. Ég er að tala um skólagjöld sem em notuð til að borga almennan rekstrarkostn- að skóla. Og ég er sérstaklega að tala um svívirðu eins og fallskattinn sem Bjöm Bjamason er að leggja á. Því verður að linna. Það er okkar skoðun að þessa skatta eigi að afnema og við munum ganga eftir því við myndun nkis- stjómar að tekin verði ákvörðun um að fella niður þessa skatta. En ekki er allt sem sýnist um jafnrétti til náms; munum líka Lánasjóðinn sem verður að laga. Ennfremur verður að nefna hér til sögunnar hróplegt rang- læti bama og unglinga í dreifbýli sem verða að borga fullum fetum fyrir vist í skólum og heimavistum án nokkurrar aðstoðar. Um sjúklingagjöld Hér em lagðir á skattar þegar fólk leitar læknis hvort sem það er á Það má aldrei leggja skatt á veikan mann þannig að hann komis ekki til læknisþjón- ustu. Það á alltaf að leita annarra úrræða fyrst áður en lögð eru á komugjöld og þjón- ustugjöld af því tagi sem hér um ræðir. heilsugæslustöð eða hjá sérfræðing- um. Hér em einnig tekin mjög há gjöld fyrir lyf; hærri sem hlutfall af lyfjaverði enn annars staðar á Norð- urlöndum. Þessi gjöld em ekkert annað en skattlagning og þau þurfa að hverfa. Þessi gjöld, það er komu- gjöldin og þjónustugjöldin í heil- brigðisþjónustuni nema nú um 2000 miljónum króna. Hvað á að koma í staðinn? I staðinn fyrir þessi gjöld eiga að koma gjöld sem lögð eru á fólk eftir efnum og ástæðum og gjöld sem lögð era á fyrirtæki. Skattar fyrir- tækja hér á landi em nú með því lægsta sem gerist. Það er fráleitt meðan jafnhá gjöld em lögð á sjúk- linga og námsmenn og raun ber vitni um. Aldrei - en ef illa árar? Má þá aldrei leggja á svona skatta hvemig sem árar? Það má aldrei leggja skatt á veikan mann þannig að hann komis ekki til læknisþjónustu. Það á alltaf að leita annarra úrræða fyrst áður en lögð em á komugjöld og þjónustugjöld af því tagi sem hér um ræðir. Leiðimar til að mæta vanda geta verið þessar - í þessari röð; 1. Að endurskipuleggja þjónust- una og reyna þannig að knýja fram ódýrari úrræði. 2. Að afla annarra tekna. 3. Að safna skuldum sem er slæm leið en getur verið réttlætanleg um hríð fremur en að víkja sjúkling- um frá þegar erfiðleikar steðja að. 4. Að leggja á gjöld sem mega aldrei vera hærri en svo að það muni í raun ekkert um þau fyrir viðskiptamenn heilbrigðiskerfisins þó einhveiju geti munað fyrir hið opinbera þegar margt safnasat saman. Þessi gjöld má þó aldrei leggja á né hækka fyrr en leiðimar á undan hafa verið þraut- kannaðar. Og það gildir ekki sem málsástæða - í samsteypustjómum með íhaldinu - þó að íhaldið heimti þessa niðurstöðu. Séu svona gjöld lögð á verður að hafa skýrar reglur. Mín skoðun er sú að það eigi alltaf að vera ókeypis að leggjast inn á spítala, alltaf að koma inn á heilsu- gæslustöð eða til heimilislæknis, en að það megi kosta eitthvað - lítið! - að koma til sérfræðinga vegna lækn- ishjálpar eða greiningar. Semsé gjöldin eins og þau em nú þarf að fella niður. Þá þarf um leið að taka upp gamla tillögu undirritaðs um að veittur sér skattaafsláttur fyrir tannlæknaþjónustu þannig að hún verði ódýrari fyrir neytandann og um leið verði tryggt betur að allt sé gef- ið upp. Og það þarf að taka upp greiðslur fyrir gleraugu, einkum bama, sem verða að hafa gleraugu og við þetta má bæta tannréttingum. Þennan lista ætti að fara fyrir; raða verkefnum í forgangsröð og gmnd- vallatatriðið verði þetta: Engin þurfi að neita sér um nám eða læknisgrein- ingu vegna lítilla efna. ENGINN. Þetta er málefnalegt grundvallatriði. Höfundur er formaöur þingflokks Alþýöu- bandalagsins og óháöra i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.