Alþýðublaðið - 30.05.1997, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðan Dýrkun hagvaxtarguðsins Hagvöxtur er dýrkaður af nútíma- manni „hins þróaða heimshluta" og má orðið líkja hagvextinum við guð - mammoon - sem ber að dýrka undan- bragðalaust með taumlausri neyslu svo hann sé nú sem stærstur og glæsilegastur og okkur öllum til sóma. Því meiri sem neyslan er því lukkulegri verður hagvaxtarguðinn. Hann verðlaunar okkur eftir ýmsum leiðum og nýjasta birtingarformið er fríkortið „hagkvæma“. Nú getum við safnað punktum og sýnt fram á það, svart á hvítu, hvað við erum dugleg og afkastamikil í neyslunni. I verð- laun er kvöldmáltíð á dýrindis veit- ingastað eða jafnvel utanlandsferð ef okkur tekst að eyða almennilega. Að Pallborð i Jóhanna Þórdórsdóttir skrifar ógleymdum öllum veraldlegu eign- unum sem við fjárfestum í. Ur hverju ætli þessi dýrindisguð sé búinn til? Mann langar voða mikið að snerta hann. Okkur er samt ekki vel við að allir dýrki hagvaxtarguðinn, erum svolítið eigingjöm á hann. Hugsum til þess með hryllingi hvað gerist ef allir jarðarbúar fara út í neyslu af svipaðri stærðargráðu og við í „þró- aða hlutanum". Hugsið ykkur ef kín- verjar fæm allir að nota klósettbréf. Hagvaxtarguðinn reynist vera bú- inn til úr verðmætasköpun hverrar þjóðar. Þjóðarframleiðslan (GNP) er grunnurinn, og allt sem telst verð- mæti, það er hefur krónutölu, fellur þar undir. Þar með er allt útilokað sem ekki er greitt fyrir með pening- um. Vinna kvenna inni á heimilum telst til dæmis ekki með, hvað þá ræktun kartaflna heima í bakgarðin- um. Sú mengun sem verðmætasköp- un veldur er heldur ekki inni í þjóð- arframleiðsluútreikningum. Aukin tækni og taumlaus hagvöxt- ur 20. aldarinnar hefur gengið mjög harkalega á náttúmauðlindir okkar jarðarbúa. Ekki er laust við að spurn- ingu um hvemig framtíð blasi við skjótist upp í hugann. Senn líður að lokum þessarar aldar og spennuhroll setur að manni þar sem maður stend- ur í dyragættinni og skyggnist inn í 21. öldina. Þama bíða milljónir manna í hinum „minna þróaða heimi“ eftir að lifa jafn neysluríku og glæstu lífi og íbúar „hins þróaða heirns". Óska sér einskis heitar en að geta hreiðrað um sig í eftirsóknar- verðu hyldýpi neyslunnar svo þeir geti svifið sem hæst í vímunni miklu eins og við. Vilja láta heilaþvo sig svo þeir geti upplifað alsæluna sem fylgir því að dýrka hagvaxtarguðinn - kaupa... kaupa... kaupa... Allt frá því að iðnbyltingin skall á hefur verið nokkur eining um að tak- markalaus hagvöxtur væri eina rétta leiðin til framtíðar. í seinni tíð hefur hins vegar komið í ljós að hagvöxtur er ákveðnum takmörkunum háður, náttúmauðlindimar em nefnilega ekki óþrjótandi. En við höldum áfram, vaðandi í villu og svima, því ekkert meðferðarúrræði hefur enn fundist við neyslusýkinni. Svo getum við líka búið til alls kyns hluti úr gerviefnum, við emm svo tækni- vædd, þannig að til hvers vera að finna einhver meðferðarúrræði, alltaf verður til nóg að kaupa... kaupa... kaupa... Framtíðin er í höndum okkar jarð- arbúa, við veljum hana. Þó ekki sé hægt að sjá fyrir framtíðina þá emm við með okkar daglegu athöfnum að velja og móta framtíðina. Mörgum finnst framtíðin í raun ekki koma sér við og lifa bara í nútímanum. Er það þá ekki eintóm hræsni að vera að fjölga mannkyninu ef framtíðin skiptir okkur ekki máli? Hin blinda dýrkun hagvaxtarguðs- ins er virkilegt áhyggjuefni, sér í lagi ef athugað er hvemig hann er sam- settur. Framtíðarkynslóðin stendur á þeim tímapunkti að verða að endur- meta hvað teljast verðmæti og hvað er lagt til gmndvallar við útreikning hagvaxtar. Við getum ekki endalaust verið svona eigingjöm á dýrkun hag- vaxtarguðsins, við verðum að deila honum saman allir jarðarbúar. Fram- tíðin byggir á sameiginlegri ábyrgð okkar allra og hún er samansett úr gjörðum gærdagsins og dagsins í dag. Hugsaðu um það. Hðfundur er stjórnnnálafræðingur. Framtíðarkynslóðin stendur á þeim tímapunkti að verða að endurmeta hvað teljast verðmæti og hvað er lagt til grundvallar við útreikning hagvaxtar. Við getum ekki endalaust verið svona eigingjörn á dýrk- un hagvaxtarguðsins... Réttarhöldum í máli ákæruvalds- ins gegn Hrafni Jökulssyni fyrrverandi ritstjóra Alþýðublaðsins, var frestað í gær um hálftíma og var það gert með samkomulagi dómara og ákæruvalds í samráði við verjanda Hrafns. Réttarhöldin áttu að hefjast klukkan tíu en eins og alþjóð veit var stór stund á Fróni þennan örlagaríka hálftíma, ekki minna en síðari hálfleikur í leik Islendinga og Ungverja, þar sem íslendingar voru því miður flengdir. Við hér á Alþýðublaðinu trúum því og treystum að tap okkar manna gegn Ungverjum hafi ekki haft áhrif á skapferli dómarans þegar hann mætti aftur til starfa. Iblaðinu í gær var gluggað í nýju simaskrána og sérstaklega leitað eftir því hvernig ráðherrar ríkis- stjórnarinnar væru skráðir. Þar var fullyrt að Björn Bjarnason, ráð- herra menntamála væri ekki skráð- ur fyrir síma. Hið rétta er að Björn er skráður sem cand.jur í sfma- skránni og leiðréttist það hér með. Yfirlýsing Svanfríðar Jónas- dóttur um endalok Þjóðvaka hefur fengið mikla umfjöllun i fjöl- miðlum, en ekki finnst öllum sem Svanfríður hafi verið að flytja þjóð- inni fréttir. Geir Haarde alþingis- maður mun hafa haft að orði í góðra vina hópi, að hún væri ein- kennileg þörfin fyrir að tilkynna að líkið væri dautt. Þar sem mönnum ber ekki saman um dauðastund- ina, né heldur banameinið verða meint endalok Þjóðvaka sjálfsagt tilefni til frekari orðaskipta í fjölmiðl- um, og er það allt í lagi ef menn trúa á framhaldslíf en Þjóðvaki mun hafna í paradís sameinaðra jafnaðarmanna og rúlla Geir og fé- lögum hans upp í kosningum áður en hann nær að bylta sér í sinni hugmyndafræðilegu íhaldsgröf. Meðal forkálfa íþrótfafélaga á höfuðborgarsvæðinu er vax- andi umræða um sameiningu eða samvinnu félaga. Lengst er komin vinna í samvinnu KR og Gróttu. Þá eru Víkingar að ræða við HK og ÍR við Fjölni og í Hafnarfirði eru Hauk- ar og fimleikafélagið Björk í sam- ræðum. Það er ekki síst sí versn- andi fjárhagsstaða félaganna, eða einstakra deilda þeirra, sem rekur menn til að leita leiða til að gera reksturinn hagkvæmari. Þegar hef- ur tekist samkomulag um að KR og Grótta verði með sameiginlegt lið [ fyrstu deild kvenna í handbolta á næsta vetri. Það sem helst tefur umræður milli allra þeirra félaga sem hafa byrjað þær, eru tilfinning- ar félagsmanna, þar sem ást manna á íþróttafélögum virðist geta orðið sterkasta og traustasta ást sem til er. r nýútkomnu Sjómannablaðinu Víkingi eru forvitnilegar frásagnir frá sjanghætímabilinu, en fyrir þá sem ekki þekkja til, má geta þess að sjanghæ var það þegar mönn- um var gefið það mikið að drekka að þeir misstu meðvitund. Eftir það var farið með þá um borð i togara og siglt á miöin. Á árunum milli 1960 og 1970 var erfitt að manna togarana og var þá gripið til þess ráðs að sjanghæja þá um borð. Meðal þeirra sem rætt er við er fyrrverandi stýrimaður, Halldór Baldvinsson en hann er faðir söngvarans góðkunna Björgvins Halldórssonar. ■iniiiLtnj "FarSide" eftir Gary Larson Frank, ekki gera þetta! Gísli Sveinsson, nemi: “Já, en þeir hefðu getað gert betur.“ Gylfi Steingrímsson, nemi: “Já, þeir eru góðir.“ Oddný Sara Edwards, nemi: “Ég verð að segja að mér fannst vanta öryggi, þeir fóru of geyst.“ Guðmundur Gíslason, verkamaður: “Já, strákamir hafa staðið sig vel.“ v i t i m q n n “Svo er á það að líta að ég er með nánast sama mannskap- inn og í upphafi. Það er úti- lokað að hætta og kasta þeim út á guð og gaddinn.“ Jónas Jóhannsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Þórshöfn, í DV. “Ég er fjúkandi reiður. Eftir mínum fregnum er gengið er- inda Vinnuveitendasambands- ins. Ég vil ekki tjá mig um til- löguna efnislega þar sem reiðum mönnum hættir til að segja of mikið.“ Pétur Sigurðsson, verkalýðsforingi á ísa- firði, í DV um miðlunartillögu ríkissátta- semjara. “Það er síður en svo skemmti- legt að vera að druslast með pokann, sem er algjör byrði.“ Reynir Þór Reynisson, landsliðsmarkvörð- ur ( handboita, en Reynir Þór hefur ekki fengið að spila með f Heimsmeistara- keppninni, og því hefur komið í hans hlut að passa upp á boltapoka landsliðsins. Mogginn. “í þess stað virðist mannkynið allt, sökkva dýpra og dýpra í hvers konar spillingu og nið- urlægingu sem ekki er sæm- andi neinum sem vill kallast maður.“ Dagrún Kristjánsdóttir í Mogganum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur farið í kynskiptiað- gerð til að styrkja stöðu sína í íslenskri pólitík. Helgarpósturinn. Hann er verulega tilhafður en ósnyrtar neglur stinga í stúf. Dúi, frá Grenivík, verður tilefni vangaveltna blaðamanns DT í viðtali. Hann segist hafa greitt með barninu eins og það væri sitt eigið þrátt fyrir nagandi efa- semdir um að hann væri faðir- inn. Þá hafi hann fært því jóia- og afmælisgjafir í sam- ræmi við föðurskyldur sínar. Jóhannes Bjarnason „faðir," hefur fremur naumt skammtaðar hugmyndir um föður- skyldur. ummcB Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. Svínin unrgangast okkur sem jafningja. Winston Churchill.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.