Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
7
og hvað á Grandi?
Árnes í Þorlákshöfn er eitt umfangsmesta fyrirtæki í Sunnlendingafjórðungi. Grandi á fjórðung í Árnesi.
Á árinu 1995 var 4,3 milljón króna
hagnaður af rekstri Faxamjöls hf.
samanborið við 19,6 milljón króna
tap árið áður. Starfsmenn Faxamjöls
hf. voru að meðaltali 22 á síðasta ári.
I marsmánuði 1996 var gerður
samningur um smíði nýrrar fisk-
mjölsverksmiðju við hlið þeirrar
gömlu sem taka á til starfa í ársbyij-
un 1997. Núverandi verksmiðja er of
lítil til að sinna bræðslu á loðnu og
loðnuúrgangi. Með tilkomu nýju
verksmiðjunnar mun afkastageta
Faxamjöls aukast úr 100 tonnum í
500 tonn á sólarhring og verður hún
búin tækjum til framleiðslu á há-
gæðamjöli (LT-mjöli). Meðal nýj-
unga í verksmiðjunni verða raf-
magnsknúin eimingartæki, þau
fyrstu sinnar tegundar hér á landi en
við val á búnaði var tekið tillit til ýtr-
ustu krafna um mengunarvamir.
23% í Þormóði ramma
Hagnaður Þormóðs ramma var á
árinu 1995 202 m.kr., samanborið
við 126 m.kr. árið áður. Hagnaðurinn
á sl. ári var 10% af veltu fyrirtækis-
ins og arðsemi eiginfjár 26%. Heild-
arveltan var 1.971 m.kr. og eru
rækjuafurðir um 78% af heildartekj-
um félagsins. Félagið gerir út frysti-
togara, tvo ísfisktogara, rekur frysti-
hús, rækjuverksmiðju, saltfiskverkun
og reykhús. Um 200 manns unnu að
jafnaði hjá fyrirtækinu á síðasta ári.
Eignarhlutur Granda í fyrirtækinu er
23%.
Fjórðungur í Árnesi
Ámes hf. gerir út fjóra báta og
rekur frystihús í Þorlákshöfn og á
Dalvík. Að auki er rekin humar-
vinnsla á Stokkseyri. Hlutur Granda í
Ámesi hf. er um 25%.
Heildartekjur félagsins vom 1.285
m.kr. 1995 og drógust saman um
14% á milli ára. Samdrátturinn
skýrist fyrst og fremst af áhrifum sjó-
mannaverkfallsins 1995 og áhrif
þess á veiðar og vinnslu humars og
annarra fisktegunda. Ámes var rekið
með tapi á árinu 1995 að fjárhæð
47 m.kr. Hjá félaginu störfuðu á síð-
asta ári að meðaltali um 220
starfsmenn.
40% hlutdeild í
Bakkavör
Bakkavör hf. var stofnað 1986 en
aðalstarfsemi félagsins er fullvinnsla
á hrognaafurðum til útflutnings. Inn-
vegið magn hrogna var um 800 tonn
1995 og helstu tegundir vom þorsk-,
loðnu-. ufsa- og ýsuhrogn. Á síðasta
ári störfuðu að meðaltali 25 tarfs-
Skipastóllinn hvílir á traustum
grunni og félagslegri hefð.
Togararnir bera m.a. nöfn
alþýðuforingjanna Ottós N.
Þorlákssonar og Jóns
Baldvinssonar.
menn hjá félaginu. Eignarhlutur
Granda í Bakkavör er 40%.
22% í fyrirtæki í
Mexíkó
Pesquera Siglo í Guaymas,
Mexíkó var stofnað 1995. Stofnend-
ur vora Þormóður rammi, sem á
28%, GRANDI með 22% og heima-
menn eiga 50%. Starfsemi fyrirtæk-
isins er á sviði útgerðar og á það 10
báta, sem em 22 - 25 metra langir.
Þeir em gerðir út til veiða á stór-
rækju. Allur afli er frystur um borð
en flokkaður og pakkaður í landi.
Afurðir em síðan seldar á Banda-
*
ríkjamarkað. Rekstur fyrirtækisins
hófst í september 1995 og hefur ver-
ið ráðinn íslenskur framkvæmda-
stjóri, enda líta íslensku hluthafamir
á það sem hlutverk sitt að leggja
fram þekkingu og reynslu við veiðar
og vinnslu. Við veiðamar eru að
mestu notuð íslensk veiðarfæri.
Mexíkósku meðeigendumir hafa í
samvinnu við Þormóð ramrna og
Granda stofnað nýtt félag Nautico
til smokk- og bolfiskvinnslu.
20% í stórfyrirtæki í
Chile
Hagnaður var á rekstri Friosur á
árinu 1995 að fjárhæð 11 m.kr. Fé-
lagið gerir út 4 togara, rekur frysti-
hús og laxeldisstöð og er eigið fé
þess 1.030 m.kr. Á síðastliðnum
misseram hefur farið fram mikil end-
umýjun á togaraflota félagsins. Á
síðasta ári vom keyptir tveir togarar
frá Kanada, smíðaðir 1981. Gert er
ráð fyrir að reksturinn batni á þessu
ári, bæði vegna fjölgunar úthalds-
daga hjá togumm Friosur og vaxandi
fiskeldis.
Söluverð á laxaafurðum og lýsing
hefur lækkað nokkuð á þessu ári.
Heildarafli 1995 var um 6 þúsund
tonn, framleiðsla eldislax var tæp-
lega þúsund tonn og hráefni frá öðr-
um var tæplega 2 þúsund tonn.
-óg