Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 6
I 6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 Hveriir eiga Granda Mikil umsvif Granda bæði hérlendis og erlendis Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri eins stærsta fyrirtækis landsins sem bæði hérlendis og erlendis. Grandi var stofnaður í nóvember 1985 þegar ísbjörninn hf. og Bæj- arútgerð Reykjavíkur voru sam- einuð. I september 1990 samein- uðust Grandi hf. og Hraðfrysti- stöðin í Reykjavík hf.. Á árinu 1995 störfuðu að meðaltali 420 starfsmenn hjá Granda hf. miðað við heilsársstörf. Grandi er eitt stærsta eða næst stærsta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins með gífurlegt umfang og rekstur. Það þykir afar faglega og vel rekið og stendur vel á mörkuðum. Upplýs- ingamar um fyrirtækið á þessari síðu eru m.a. unnar úr heimasíðu fyrir- tækisins á netinu. Hagnaður Granda og dótturfyrir- tækis þess, Faxamjöls, nam 215 m.kr. á fyrstu sex mánuðum sl. árs. Árið áður var hagnaðurinn 141 m.kr. fyrir sama tímabil. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrra árs- helmingi 1996 námu 2.209 m.kr. og er það um 3% aukning frá sama tímabili árið áður. Stórfyrirtæki með fjöl- þættri eignaraðild Mörg öfl koma saman í Granda. Sumir vilja halda því fram að Grandi sé dæmigert „kolkrabbafyrirtæki“ í sjávarútvegnum, þ.e. fyrirtæki sem sé í raun í eigu voldugustu klíkunnar og ættanna sem eiga ísland. Aðrir telja að þvert á móti sé Grandi í eignalegri andstöðu við harðasta kjamann í kolkrabbanum, þ.e. í kringum Eimskipsklíkuna. Hlutafé félagsins nam 1.194,5 m.kr. þann 30. ágúst s.l. og þá var íjöldi hluthafa 822. Eftirfarandi er yfírlit yfir 10 stærstu hluthafa og hlutfallslega eign þeirra þann 30. ágúst 1996: Vogunhf. 28,14% Haf. hf. 13,56% Hampiðjan hf. 11,49% Sjóvá-Almennar Tryggingar 5,44% Olíuverslun íslands hf. 3,72% Ingvar Vilhjálmsson sf. 3,33% Lífeyrissjóður Verslunarmanna 2,81 % Hlutabréfasjóðurinn hf. 2,41% Fiskveiðihlutafélagið Venus 2,37% Olíufélagið Skeljungur 1,76% Stærsti hluthafinn í Granda er Vog- un hf. sem er félag í eigu Hvals hf.. Hvalshluthafar höfðu forgöngu undir forystu Áma Vilhjálmssonar prófess- ors, að kaupa hlut Reykjavíkurborgar í Granda á sínum tíma. Aðrir eigend- ur vom þá Isbjöminn hf. en með Hval komu nýir hluthafar, - hefð- bundin félög í sjávarútvegi s.s. Hampiðjan og Sjóvá -Almennar. Þegar Grandi og Hraðfrystistöðin sameinuðust breikkaði hópurinn enn. Nú eru tæplega þúsund hluthafar og margt af starfsfólkinu á hiut í Granda. Grandi þykir nútímalegt og fram- sækið fyrirtæki sem sést t.d. á þátt- töku í öðmm fyrirtækjum. Sérvinnsla fyrirtækisins er í karfa og er það langstærsta framleiðslufyrirtæki á karfa hérlendis. teygir anga sína um víðan völl, Stjórnendur fyrirtækisins Stjómarmenn endurspegla hverjir em stærstu hluthafamir í fyrirtækinu. Aðalmenn í stjórn eru: Árni Vil- hjálmsson formaður , Ágúst Einars- son, Benedikt Sveinsson, Gunnar Svavarsson, Grétar Br. Kristjánsson og Jón Ingvarsson. En varamenn í stjóm em: Bjami Bjömsson, Bragi Hannesson, Halldór Vilhjálmsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ingi Ú. Magnússon Framkvæmdastjóri er Brynjólfur Bjamason, fjármálastjóri er Kristín Guðmundsdóttir, Sigurbjöm Svav- arsson er útgerðarstjóri, Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri og Gunnar Sæmundsson er forstöðu- maður tæknideildar. Víðtæk eignaraðild að öðrum fyrirtækjum Grandi hefur komið víða við heima og erlendis eins og hin stærstu félögin í sjávarútvegi á síðustu miss- emm. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins á alnetinu em dóttur- og hlutdeildarfélög þessi: Fiskimjölsverksmiðja dótturfyrirtæki Dótturfyrirtæki Granda hf. er Faxamjöl hf. sem stofnað var 1989. Á Siglufirði starfar Þormóður rammi með um 200 starfsmenn. Grandi á 23% í þessu öfluga fyrirtæki. Pad tekur adeins einn virkan dag.. ...að koma póstinum þínum til skila t PÓSTUR OG SÍMI HF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.