Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 12
í MMMMMHI Föstudagur 30. maí 1997 69. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Sjómannatextar voru áberandi fyrir nokkrum árum. Mörg af vinsælustu dægurlögunum vorum með slíkum textum Bláum köldum höndum wommme exmœs Nýtt aðalnúmer 5351100 wúmiywm zxpfms Nýtt aðalnúmer 5351100 segir í einum texta Gylfa Ægissonar, sem gjörbreytti sjómannatextunum, hann samdi texta sem voru raunsærri en áður hafði þekkst, enda var Gylfi vanur sjómaður og þekkti því vel til Sagt hefur það verið um Suður nesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sœkja hann enn. Þannig er upphaf fyrsta íslenska sjómannatextans, en hann samdi Ólína Andrésdóttir skömmu eftir aldamótin og um miðjan þriðja ára- tuginn gerði Sigvaldi Kaldalóns lag við textann, texta sem allur þorri Is- lendinga kann í dag. Sem fyrr segir var þetta fyrsti sjómannatextinn. Margir textar voru samdir um miðjan öldina. Bar þá mest á léttum textum sem oftar en ekki sýndu róm- antískahlið á sjómanninum og störf- um til sjós. Skoðum brot af texta eft- ir Núma Þorbergsson. Sigurður var sjómaður, sannur vesturbœingur, alltafer hann upplagður, út að skemmta sér. Dansar hann við dömurnar, dásamaður allstaðar, út á gólfiðfer. Dansar hann á tá og hœl. Vínarpolka, vals og rœl, þolir ekki vol og vœl, vaskur maður er. Séra Arelíus Níelsson sá fyrir sér hættumar sem fylgja starfi sjómanns- ins. Hann samdi: Þú leggur nú á hafið og heldur brottfrá mér en heilladísir vorsins ég bið að fylgi þér og mundu að djúpið dökka yfir hundrað hœttum býr og huldar nomir blanda þar seið og œvintýr. Og síðar segir: Já, kceri sonur, hafið býryfir hund- rað hœttum en mundu að pabbi flyt- ur þér hljóða bæn. Á frívaktinni Það var á árinu 1956 að áhöfnin á Guðrún Erlendsdóttir var fyrsti stjórnandi þáttarins Á frívaktinni. Kristín Anna Þórarinsdóttir hafði umsjón frá 1960 til 1961. Sigríður Hagalín leikkona var Á frívaktinni frá 1961 tii 1965. togaranum Júlí frá Hafnarfirði sendi skeyti til Ríkisútvarpsins þar sem óskað var eftir óskalagaþætti fyri sjómenn. Erindi þeirra var vel tekið og þátturinn A frívaktinni varð til. Fyrsti umsjónarðurmaður þáttarins var Guðrún Erlendsdóttir, nú hæsta- réttardómari, og var hún með þáttinn í fjögur ár. Eins og margir muna varð þátturinn mjög vinsæll og mun fleiri en sjómenn hlustuðu á þáttinn. A frí- vaktinni hætti 1990. Þrír sjóarar Þessir „shiphoj“-textar eru blekk- ing. Lífið á sjónum er ekki hvítir mávar, jóðlandi góðglaðir hásetar í tandurhreinum stakk að steppa við þorskinn á meðan eiginkonan, um- kringd bústnum sjómannsefnum, lít- ur upp frá uppvaskinu og hotfir dreymandi augum út um eldhús- gluggann á hafsins hetjur skríða á drekkhlöðnum öldufákum inn lygnan fjörðinn. Raunveruleikinn er miklu beiskari... Þetta sagði Bubbi Morthens í Helgarpóstinum 1980. Bubbi var ekki fyrstur til að semja raunsærri texta. Jónas Amason og síðar Gylfi Ægisson vom fyrri til. Gylfi var starfandi sjómaður þegar hann hóf að semja texta sem urðu vinsælir með þjóðinni. Einn þeirra heitir; „íslensku sjómennimir". Þar segir Gylfi: Um sjómanninn á íslandi, það segja má með sann, að sitthvað hefur hann af hendi leyst. 1 norðan byl og stórsjó, oft staðið hefur hann, hugrakkur þó stormar hafi geyst. Bláum, köldum höndum oftfarið hef- urfisk, fisk sem fólk í landi borðar ylvolg- an af disk. Og síðar í sama texta: Eg, sjómenn, vil að lokum þakka ykkur, þeim er þreyttir blautir kaldir okkur fœrið auðinn heim “. STEFANSBLOM Það hvað við nýjan tón þegar Bubbi Morthens sendi frá sér sína fyrstu plötu, ísbjarnarbiús, sem kallaður var gúanórokk. Lögaðilar - framtalsfrestur Framtalsfresturfyrir lögaðila rennur út 31. maí nk. Lögaðilar hafa nú fengið sent áritað nýtt skattframtal rekstraraðila RSK 1.04. I ár geta lögaðilar valið um hvort þeir telja fram með sama hætti og áður eða telja fram á nýja framtalsforminu RSK 1.04. Þeir sem telja fram á RSK 1.04 geta skilað framtalinu á tölvutæku formi með sérstöku framtalsforriti. Það fæst afhent endurgjaldslaust hjá skattstjórum. Forritinu fylgja leiðbeiningar um uppsetningu og notkun. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá ríkisskattstjóra og skattstjórum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 3lack

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.