Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 skoðanir Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Sameiginlegt framboð jafnaðarmanna Félagsvísindastofnun Háskóla íslands birti fyrir helgi könnun á fylgi stjómmálaflokka. Ein af niðurstöðunum var sú að væm þrír listar í kjöri, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og jafnaðar- menn þá fengju jafnaðarmenn 46% fylgi, Sjálfstæðismenn 36% og Framsóknarmenn 18%. Þetta staðfestir þá gerjun í þjóðfélaginu að kjósendur vilja sjá sameiginlegt framboð jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks í næstu alþingiskosningum. Alþýðuflokkurinn tók af- dráttarlaust afstöðu með samvinnu jafnaðarmanna á flokksþingi sínu síðastliðið haust. Þjóðvaki hefur unnið að þessu og sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka í þingflokk jafnaðarmanna var eðlilegt skref í þessu ferli. Kvennalistakonur ræða mikið um sín á milli hver verði framtíð þeirra og margt bendir til þess að þær muni standa að þessu eins og aðrir flokkar. Alþýðubandalagið hefur verið varkárt í yfirlýsingum sínum. Tveir af forystumönnum vinstri manna fluttu athyglisverðar ræður fyrir skömmu um sameiginlegt framboð. Svavar Gestsson talaði um útlínur slíkrar samvinnu 1. maí og Sighvatur Björgvins- son flutti merka ræðu á Akureyri þar sem markmiðinu um sameig- inlegt framboð var lýst. Hann kynnti tíu áhersluatriði sem gætu myndað ramma að stefnuskrá. Svavar bætti um betur í eldhúsdags- ræðu í þinglok þar sem hann dró enn skýrar fram málefni slíkrar samvinnu. Þetta liggur því í loftinu og Alþýðublaðið fagnar þessari þróun. Eitt málið sem hefði getað orðið erfitt í samstarfínu er af- staðan gagnvart veiðileyfagjaldi en undirtektir við það á nýlegum miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins sýna að þar er samstarfsflöt- ur í viðkvæmu máli. Ef ekki tekst að bjóða fram sameiginlega þá verða 4-5 framboð í næstu kosningum. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag verða í 3. og 4. sæti, eins og oftast áður og Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson endumýja ríkisstjórnina á örfáum dögum. Vinstri menn munu því ekki hafa nein áhrif og völd ef þeir fara fram í tveimur eða þremur fylkingum í næstu Alþingiskosningum. Unga fólkið hefur skilið þetta eins og sést vel á stofnun og starfi Grósku. Röskva í Háskólanum er skýrt dæmi um árangur af samstarfi. Þessi hugsun, hversu nauðsynlegt sé að bjóða fram saman, kem- ur einnig fram í ýmiss konar samstarfi fyrir sveitarstjómakosning- amar. Þannig eru viðræður í Borgarbyggð, Reykjanesbæ, Akureyri, Kópavogi, Hafnarfirði og víðar milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags um sameiginlega lista í sveitarstjómarkosningunum. Sameiginlegt framboð til Alþingis gæti leitt til stærsta þing- flokks landsins og það væri þá í fyrsta sinn á öldinni sem jafnaðar- menn og félagshyggjufólk réðu hvers konar ríkisstjóm yrði mynd- uð eftir kosningar. Alltof lengi hafa vinstri menn látið sér nægja að tína upp molana sem hafa fallið af borði Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Það kom glöggt fram í könnuninni að margir kjósendur Fram- sóknar munu kjósa hinn nýja lista jafnaðarmanna. Sjálfstæðisflokk- urinn er einnig að breytast í harðsvíraða vemdara fyrir þá sem völd- in hafa í þjóðlífinu. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir Vinnnuveit- endasambandið, stóru fákeppnisfyrirtækin í viðskiptalífmu og sæ- greifa Kristjáns Ragnarssonar. Alls staðar ver Sjálfstæðisforystan sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna. Um þetta munu næstu kosningar snúast og þess vegna er nauðsynlegt að sameigin- legt framboð jafnaðarmanna verði að veruleika. Stjómmálaflokkar verða að ná völdum til að geta hrint stefnu- málum sínum í ffamkvæmd. Það að vera 3. eða 4. stærsti flokkur- inn hefur ekki skilað miklu. Sameiginlegt framboð er þannig besta leiðin fyrir jafnaðarmenn til að jafnaðarstefnan setji skýrar mark sitt á þjóðfélagið. Skoðanakönnunin sýnir að fólkið bíður eftir þessu. Það hvílir mikil ábyrgð á forystumönnum vinstri flokkanna að bregðast ekki þessum væntingum fólksins. Nýju fötin keisarans Snemma á þessari öld voru útgefin ævintýri og sögur eftir danska skáld- ið H.C. Andersen, er þýtt hafði Stein- grímur Thorsteinsson. Allt eftir- minnileg verk. Meðal frásagna var ein sem var nafn yfirskriftar þessa pistils. Segir þar frá keisara sem var glysgjarn og stjómaðist mest í lífi sínu af að klæðast fallegum fötum. Var hann sagður hafa verið meir við fataskápinn en stjóm landsins. Tveir vefarar hagnýttu sér þennan veik- leika keisarans og kváðust geta saumað á hann föt úr efni sem tæki öllum efnum fram. Var boði þeirra tekið. Tekið var fram að þeim sem ekki myndi líka vefnaður þessi, teld- ust vart hæfir í stjórn landsins. Hófst nú vefnaðurinn. Vefaramir kröfðust þess að fá silki og annan dýrindis efnivið til að vefa út. Stálu því, en þóttust alltaf vera að vefa eigi að síður. Keisari lét sína bestu menn fylgjast með vefnaðin- uni. Eitthvað kom á þá en enginn þeirra vildi þó láta um sig spyrjast að þeir væm svo skyni skroppnir, að pqllborð | þeir skynjuðu ekki fegurð vefnaðar- ins og vildu fyrir engan mun missa embætti sín. Þegar svo vefaramir höfðu lokið sínum vefnaði og saum- að fötin á keisarann kom að því að keisarinn skrýddist klæðum þessum. Að venju gekk hann út á meðal al- mennings í skrúðgöngu til að sýna sig og nýju fötin. Þótti öllum dýrð sú mikil og vegsömuðu keisarann og föt hans. Þar til ómálga bam kvað upp úr með að keisarinn væri nakinn. Bam- ið hafði að sjálfsögðu engu að tapa, en bamsleg kennd sannleikans sagði þar til sín. Mér datt þessi saga í hug við þing- lok Alþingis íslendinga. Ríkisstjóm Islands hefur, eins og keisarinn, látið vefa fyrir sig dýrind- is vefnað að undanfömu, afhent vef- umm alls kyns efnivið, sem þeir hafa hirt og situr eftir sem keisarinn, nak- inn meðal almennings. Þannig hefur ríkisstjómin knúið fram launasamninga víðast hvar og allir sæst á rök hennar um að mátu- lega hafí verið samið. Kaupmáttar- aukning sé tryggð fram á næstu öld og svo framvegis. Þannig hefur ríkisstjómin í fyrsta sinn tryggt að fjárlög séu hallalaus. Aðeins eitt sé vandamál, semsé við- skiptahallinn við útlönd. Það er stórt orð: Hákot. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar og embættismönnum finnst þetta allt í lagi. Innsigla ástandið hver sem bet- ur getur með lofi og prís. Menn deila um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki og greinir á, helst með þeim rökum að hænan verði til á undan egginu. Sama gegnir um myntina Euro. Hvort þessi kenning er grundvallar- atriði eða aðalásteitingarsteinninn í deilum í stærsta stjómmálaflokki landsins um landsins gagn og nauð- synjar minnir um of á stjómspeking- ana í fyrrgreindri dæmisögu. Það er Ríkisstjórn íslands hef- ur, eins og keisarinn, látið vefa fyrir sig dýr- indis vefnað að undan- förnu, afhent vefurum alls kyns efnivið, sem þeir hafa hirt og situr eftir sem keisarinn, nakinn meðal almenn- ings. auðskilið að forsætisráðherra slái um sig með slíkum frösum. Hann má ekki til þess hugsa að íslenskt „auð- vald“ verði innlyksa í „heimsauð- valdinu“. Til þess em þeir of smáir og reyndar eins og pappírstígrisdýr. Er það eiginlega síðasta hálmstráið sem hann hefur sjálfstæði um. En verður þessi þróun stöðvuð? Em menn ekki komnir of langt í frjáls- hyggjunni til að snúið verði með góðu móti til baka? Eða er það kannski ekki neins virði? Snemma í þessum mánuði féll vígi frjálshyggjunnar í Bretlandi, að því er talið er. Þó greinir menn á um þetta. Sumir segja þetta boða nýja stefnu jafnaðarmannaflokka, en aðrir telja að stolið hafi verið frjálshyggju- hugmyndum frá þeim sem séu raun- verulegir ftjálshyggjumenn. Thatcher fagnar þessum sigri Breska jafnaðarmannaflokksins inn við beinið. Skynjar í honum einhvem fingurbrjót. Auðvitað er hverjum manni ljóst hver sá fingurbrjótur er, ef grannt er skoðað: Bank of England og sterlingspundið. Að þessu leyti er forsætisráðherra kannski sannspár þegar hann uppgötvar allt í einu að það þurfi hænu til að verpa eggjum. Þvf sé rétt að bíða átekta og vita hvort eggið verði ekki bara fúlegg. Frestur er á illu bestur. Vefaramir em þó enn við sína iðju. Þeir vefa og vefa og heimta góðan efnivið. íslensk stjómvöld em gjaf- mild að venju þegar um útlendinga er að ræða. Þannig tjúka þau upp til handa og fóta og taka lán til stór- virkjana til þess að selja orkuverð langt undir markaðsverði á heims- mælikvarða. Þannig fá vefaramir sitt. Hvenær bamið, íslenska þjóðin, skynjar að keisarinn er nakinn eftir allt, er spuming sem hún ein getur svarað. Hvort hún fær til þess tæki- færi og ber til þess gæfu er stór spuming, sem varðar hana meir en hvort halda eigi iðnsýningu á 1000 ára afmæli kristnitöku á Islandi. Eða hvort reisa eigi búddamusteri í Álfta- neshreppi við hliðina á Bessastöðum. Hvers vegna em Bessastaðir orðnir svona helgir staðir. Það hef ég aldrei skilið. Margt gerði Sigurður fyrrver- andi forstjóri ÁTVR snjallt annað en að éta túlípana á Hótel Borg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.