Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 JJLfJlil eir séu í varnarstöðu iga - sem þóttu ekki i sem voru með fyrirlestra á Söguþinginu undir nafninu Kyn og saga kenni og væntingar.“ Það eru það allir, ekki bara kon- ur? Er þetta bara ekki ofsahrœðsla og stundum ofskilgreiningar? „Konur eru margbreytilegar en við hljótum að skoða völd,“ segir Unnur Dís. „An þess að tala um fóm- arlömb eða velta því upp að kynin séu ólík. Sem femínisti hef ég áhuga á því að skoða völd.“ En segðu mér aðeins frá þessari karlafrœði Ingólfur? “Það sem er markverðast við kynjarannsóknir er áherslan og um- ræðan um aðferðir, hvemig við skoð- um hlutina. Ég var til dæmis á fyrir- lestri hér í morgun, þar sem heim- ildarýni var nánast engin. Það er sjónarhomið sem er svo mikilvægt. Til hvers er sagnfræði? Það er at- hyglisvert að í inngangi var talað um post- modemismann sem ég kýs að nefna poststrúktúalisma en aðalfyrir- lesari þingsins kaus að tala um marxískan poststrúktualisma og mála hann upp sem hræðilegan óvin en sleppa femínistunum," segir Ingólf- ur. “Það fannst mér athyglisverð gleymska. Sérstaklega í ljósi þess að þar sem ég lærði menntunarffæði, í Bandaríkjunum, heillaðist ég af femínískum rannsóknum vegna þess að marxismi er vanþróaður þar en feminisminn sú fræðigrein sem hefur kannski mest tengsl við pólitíkina. Ég hef ekki sökkt mér ofan í karla- fræði út frá þessu „gender" hugtaki fýrr en núna. En ég var glaður að fá tækifæri til að tala hér með þessum ágætu sagnfræðingum og mannfræð- ingum sem hér eru. Flest okkar sem erum viðriðin þessar kynjarannsóknir erum þeirrar skoðunar að skilin milli karla og kvennafræðinnar eigi að vera tiltölu- lega óljós. Það kom eiginlega í minn hlut að fjalla um karlafræði á sama hátt og Unnur Dís ætlar að gera um kvennafræði. Margir segja að það sé ástæða til að gruna karlafræði um græsku, þetta sé bara áhugamál nokkra hvítra millistéttarkarla. En það er ástæða til að tala um stráka sem fórnarlömb til dæmis í skóla- kerftnu, strákar sem eiga undir högg að sækja eru fómarlömb ef við vilj- um horfa á það þannig, en ef allir eru orðnir fómarlömb hvar emm við þá.“ Er ekki bara ástœða tii að kenna fómarlambafrœði við Háskólann? “Victimólógía, er það ekki til?“ segir Ingólfur. En hefur það ekki verið gagnrýnt að femínisk frœðimennska skili sér að ákaflega litlu leyti út í kvennabar- áttu? “Ég er ekki virk í kvennabaráttu," segir Unnur Dís, „Ég er fyrst og fremst fræðimaður en kannski er það að vera aktívur á sinn hátt.“ En nú segja fréttir frá nýrri sænskri könnun, þar sem fram kemur að Svíar séu hættir að lifa kynlífi? “00H, það er náttúru- lega konum að kenna,“ segir Ólöf. “Já, ætli það verði ekki næsti debatt, hvort að femínisminn leiði til þess að við deyjum öll út,“ segir Sigríður. En gæti allur þessi jöfn- uður leitt til algerrar kyndeyfðar? “Eitt af viðfangsefnum femínismans er líkaminn og kynlíf, ástir og hjóna- bönd og annað sem snertir samlíf,“ segir Unnur Dís. En gætum við þá farið að tala svo mikið að við hefðum ekki lengur tíma til að gera það? “Ég sé ekki tengslin þarna á milli, “ segir Unnur Dís. “Við emm auðvitað líka að beijast úti í þessu sama samfélagi í dagleg- um samskiptum, segir Olöf. „ “Hvað er aktívismi og hvað em fræði, segir Ingólfur. „Er ekki kennsla aktívismi. Ég held að skilin milli pólitíkur og fræða séu tiltölu- lega óljós, það er kosturinn við femínismann." “Eða er það að vinna í jafnréttis- ráði eða fara í kröfugöngur, segir Sigríður. “Eða bara að tala við jafnöldrur sínar,“ segir Ólöf. Mérflnnst þetta vera útúrsnúning- ur. Frœðileg urnrœða er í alit öðrum farvegi heldur en staða kvenna býð- uryfirleitt uppá, mér finnst hún dálít- ið húmorsiaus og veruleikafirrt? “Það er spurning um hvort fólk skilur það sem við emm að pæla,“ segir Unnur Dís. “Við emm að pæla í völdum, segir Sigríður. „Það er ekki það vin- sælasta, karlar sitja I öllum valda- stöðum og konur reka sig fljótt á veggi. Víða er erfitt að sýna fram á þetta, það er erfitt mál að koma þessu í aktívt plan.“ “Við viljum breyta hugmyndum fólks um vald, segir Ingólfur. „Fólk vill fremur hafa fómarlömb, það er miklu þægilegra en hitt. En fórnar- viðeigandi lömbin em þátttakendur í þessu valdakerfí því þau neita að gera sér grein fyrir ábyrgðinni. En við verð- um að gæta þess að þetta er stétt- bundið. Það em tiltölulega fáir karlar sem hafa völd. Þegar konur krefjast þessara stóm valda þjappa þeir sér saman. En þetta er valdanet smárra tengsla þar sem allir eiga þátt því flestir karlmenn hafa ekki völd í þessum stóra skilningi." “Þegar maður rekur sig á það sem ung kona að á flestum heimilum jafnaldra manns bera konumar ábyrgð á öllum heimilisstörfunum þá hlýtur maður að spyrja sig afhverju erum við ekki komin lengra," segir Ólöf. Einmitt, afhverju erum við ekki komin lengra? Hvert leiðirþessi um- rœða? “Auðvitað leiðir hún fyrst og fremst til aukinnar þekkingar og sköpunar, það er markmið fræðanna, segir Unnur Dís. „Þetta er spuming um að skoða vemleikann um á nýtt.“ En það eru þó nýir fletir á sama teningnum? “Þetta er sagan, vemleikinn er breytilegur eftir því frá hvaða hliðum hann er skoðaður." Ekki veruleikinn, aðeins sýn okkar áhann? “En þetta snertir pólitík að stóm leyti," segir Ingólfur. „Við getum hugsað okkur sem svo að verkaskipt- ing inni á heimilum ráðist að ein- hverju leyti að því að karlar fái betur launuð störf og þeirra vinnuframlag sé því frekar fyrir utan heimilið. Ég held að það sé ekki síður réttlætismál fyrir karla en konur að þetta breytist. Ég álít að karlar að eigi að sannfæra hver annan um það að báðum kynj- um sé þetta fyrir bestu.“ En það sem ég er kannski að gagn- rýna er það að heimsmynd fólks hef- ur ekki breyst að jafn miklu marki, þó svo aðfrceðin sem slík hafi tekið ýms- ar koildýfur. Kannski er femi'nisminn ekki nœgilega aktivur í því að gera sig skiljanlegan. Að vera þáttur í daglegri umrœðu? “Mér fínnst ég verða vör við þessa skoðun hjá fólki sem er ekkert að pæla í þessu,“ segir Unnur Dís. Einu sinni kom fram í könnun að háskólakonurpipri frekar en að hefja sambúð með manni sem hefur minni menntun að baki, það hlýtur að segja okkur sitthvað um sjálfsmynd og sjálfstceði jafnvel vel menntaðra kvenna. Að þœr leiti í átorítet eða séu einar annars? “Kannski hugsa þær sem svo að það sé of mikið álag að skipta sér á milli fræða, manns og heimilis," seg- ir Ólöf. Já, en það kom ekkifram íkönnun- inni nema það sé minna álag að þvo leppana af manni sem er doktor en hinum sem hefur bara BA próf? Við verðum að virða val kvenna, þær hafa kosið að giftast ekki,“ segir Ólöf. „Er það ekki jafn virðingarvert val og hvert annað. Ég hugsa að við allar hérna inni vinnum tólf tíma á dag.“ “Astin spyr ekki um menntun fólks,“ segir Ingólfur. Nú er ástin þá algerlega náttúru- legt val en ekki félagslegt? “Ég hugsa að fólk sem sækir í frama lendi frekar í árekstrum og áföllum og það getur valdið slitum," segir Ingólfur. “Það er kannski líklegra að konur sem séu menntaðar leyfi sér að velja,“ segir Unnur Dís. „Ég held þó að við séum að tala um eitthvað sem við vitum ekki um. “Karlar á framabraut eiga auðveld- ara með að ná í maka sem er tilbúinn að sjá um þá og heimilið meðan þeir sinna sínum frami. Það eru ótal kon- ur tilbúnar í slíkt hlutverk, en hversu margir karlar?" Nú er Sviþjóð rnikið jafnréttisríki, og fyrirmynd hvað margt snertir. “Já, þeir hafa búið við svo gott efnahagsástand, það spilar inn í,“ segir Ólöf. En nú segja fréttir frá nýrri sœnskri könnun, þar semfram kemur að Sviar séu hcettir að lifa kynlífi? “OOH, það er náttúrulega konum að kenna,“ segir Ólöf. “Já, ætli það verði ekki næsti debatt, hvort að femínisminn leiði til þess að við deyjum öll út,“ segir Sig- ríður. En gœti allur þessi jöfnuður leitt til algerrar kyndeyfðar? “Eitt af viðfangsefnum femínism- ans er líkaminn og kynlíf, ástir og hjónabönd og annað sem snertir sam- líf,“ segir Unnur Dís. En gætum við þá farið að tala svo mikið að við hefðum ekki lengur tíma til að gera það? “Ég sé ekki tengslin þama á milli," segir Unnur Dís. En er áhugi mikill fyrir femínisma í dag. Nú hefur Kvennalistinn beðið mikið afhroð að undanfömu? “Já, ég veit það ekki. Mér finnst áhuginn þó vera að vakna aftur “Kvennalistinn og femínismi er ekki eitt og það sama. Mikið af fólki sem hefur áhuga á femínisma hefur engan áhuga á Kvennalistanum,“ segir Unnur Dís. “Það er hægt að skapa heilmikinn áhuga í kringum þessa umræðu, um- ræðu um karlmennsku, hetjudýrkun- ina og annað,“ segir Ingólfur. „Nú hafa strákamir okkar verið að prfla fjöll og spila handbolta. Hvar em stelpumar? Það er kannski komið að blaðamanninum að svara fyrir það afhverju það er aldrei fjallað til dæm- is um kvennaíþróttir." “Það er annars merkilegt að við sitjum hér og réttlætum fræðigrein sem er þó 20 til 30 árd gömul,“ segir Ólöf. “Og séum í vamarstöðu," segir Unnur Dís. „Það er yfirleitt ekki spurt um aðrar fræðigreinar, hvert þær leiði eiginlega.“ Nú afhverju ekki? Er það ekki bara ein leið til að velta upp hlutun- um. Er umrœðan kannski að hluta til í lágmarki vegna þess hversu sjálfs- viðkvœmar konur eru þegar þœr lenda í hringiðunni? Ef það er ekki búið að spyrja þessarar spurningar, afhverju þá ekki núna? “Jú, það getur verið að þetta sé rétt að einhverju leyti," segir Sigríður. “Ég er sátt við að þú spyijir, en þetta er viðhorf sem ég hef fundið fyrir innan sagnfræðinnar," segir Ólöf. „Það er meiri andstaða við kvennarannsóknir en aðrar greinar, þær em sagðar vera tískubóla og della. Kynferði er hluti af mínum greiningartækjum, en það kemur ým- islegt annað þar við sögu.“ “Þetta er spurning um aðferðir, hvemig við nálgumst viðfangsefn- in,“ segir Unnur Dís. „Við sköpum þekkinguna með spurningum. Femínisminn velti þessu upp, fyrir þær sakir er hann kannski einna mest spennandi fræðigreinin. Hann hefur leitt til þess að aðrir minnihlutahópar hafa farið að skoða söguna uppá nýtt og spyrja nýrra spuminga. Þetta vom áður ekki viðeigandi spurningar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.