Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Vinstri bylgjan er misskilningur íhaldinu, þó það virtist stýra þjóðar- skútunni þokkalega. Bretar vildi reyna eitthvað nýtt og kusu vinstri, á meðan Frakkar hræddust breytingar og kusu vinstri. Sósíalistaflokkur Lionels Jospin er ólíkur Verkamannaflokki Tony Blair. Sennilega eiga þessir flokkar um þessar mundir fátt sameiginlegt nema rósina í merkinu. Kosningalof- orð Jospins voru á einn veg. Það á að skapa 700.000 ný störf, þar af helm- inginn í opinbera geiranum. Það á að stytta vinnuvikuna úr 39 stundum niður í 35 án skerðingar kjara. Þetta á hvort tveggja að gerast án þess að auka útgjöld hins opinbera. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Meira verst settu. Franskir vinstri menn eru aftur á móti ekki róttækir. Þeir halda að rétta leiðin til að bæta atvinnuástandið sé að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Sú hugmynd gekk sér rækilega til húðar í gömlu Sovétríkjunum og leppríkjum þess. Það er æskilegt fyrir íslenska þjóð að sú jafnaðarmannahreyfmg sem nú er í burðarliðnum sæki sér fyrir- myndir til breskra jafnaðarmanna í þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er. I framtíðarsýn þeirra má merkja dagsbrún nýrrar aldar, en ekki drauga þeirrar sem er að líða. Hötundur er varaþingmaður Alþýöuflokksins I Reykjavik. Nagnús Árni Magnússon skrifar Það hefði líklega verið betra fyrir franska sósí- alista að Gaullistar hefðu sigrað svo þeir hefðu fengið ráðrúm til að endurnýja sig á sama hátt og breskir jafnaðarmenn. Tony Blair benda til að þar séu réttir menn á réttum stað. Fjármálaráðherr- ann, Gordon Brown, hefur nú þegar ráðist í breytingar á breska fjármála- markaðnum í frjálsræðisátt og gert það svo hiklaust og einbeitt að að græða, en of mikið frelsi getur þýtt að einhverjir aðrir græði. Vinstri menn í Bretlandi eru róttækir á þann hátt að þeir fagna frelsinu, því frelsið skapar auðinn og rneiri þjóðarauður eykur velmegun allra, .líka þeirra Nú liggur fyrir að sósíalistar hafa sigrað í kosningunum í Frakklandi, réttum mánuði eftir stórsigur Verka- mannaflokksins í nágrannaríkinu handan Ermasunds. Það mætti halda að einhverskonar vinstri bylgja væri að fara yfir álfuna. En þegar nánar er að gáð má sjá að sigur vinstri manna í Frakklandi er í eðli sínu ólíkur sigri Verkamannaflokksins í Bretlandi. Frakkar standa frammi fyrir veru- legum efnahagsþrengingum á meðan Bretland blómstrar efnahagslega. Frakkar eru ekki tilbúnir til að mæta þeim niðurskurði sem þarf til að koma landinu á beinu brautina, á meðan Bretar eru einfaldlega orðnir leiðir á hrokanum og spillingunni í Pallborð að segja Framsóknarflokkurinn bliknar við samanburðinn. Það hefði líklega verið betra fyrir franska sósíalista að Gaullistar hefðu sigrað svo þeir hefðu fengið ráðrúm til að endumýja sig á sama hátt og breskir jafnaðarmenn. Stundum þarf að taka eitt skref afturábak til að geta tekið tvö skref áfram. Við unga fólkið í þessum svoköll- uðu vinstri flokkum hér á landi, fullt af eldmóði og hugsjóninni um sam- einingu jafnaðarmanna, höfum stundum látið það fara í taugamar á okkur þegar eldra flokksfólk hefur talað um að sameiningin megi ekki verða sameiningarinnar vegna. Það þurfi að sameinast um málefni. Það er laukrétt. Það er verr af stað farið en heima setið ef út úr slíkri samein- ingu kemur eitthvert afstyrmi sem lofar að láta ámar renna uppímóti. Ef útúr slíkri sameiningu kemur flokkur sem telur að lögmál markaðarins gildi ekki á Islandi og hér sé hægt að eyða án þess að afla. Ef út úr þeim bræðingi kemur flokkur, sem í nafni jöfnuðar, seilist svo djúpt í vasa skattgreiðenda, að þeir sem hæsta borga skattana og em jafnframt hreyfanlegasta vinnuaflið, hafa sig úr landi og láta áttahagabundinni milli- stéttinni eftir að greiða reikninginn. Fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjómar íhaldssamir hægrimenn hafa kveink- að sér. Eðlilega. Forréttindastéttin stendur fyrir frelsi hennar sjálfrar til Innan Sjálfstæðisflokksins telja menn að yfirlýsing Ingu Jónu Þórðardóttur um framboð gegn Árna Sigfússyni til efsta sætis lista Sjálfstæðismanna í borginni hafa verið mikið frumhlaup. Snjallir áróðursmenn Reykjavíkurlistans hafa þegar gengið á lagið, og Al- freð Þorsteinsson birti til dæmis kraftmikla grein í Morgunblaðinu, þar sem hann taldi að erfitt yrði fyrir Reykvíkinga að treysta lista með Árna Sigfússyni í efsta sæti meðan samstarfsmenn hans á borð við Ingu Jónu teldu af fenginni reynslu að hann væri ekki nægilega sterkur forystumaður. Grein Alfreðs er að- eins talin forsmekkurinn að þvi sem koma skai, og í garð Ingu Jónu gætir því vaxandi reiði meðal stuðningsmanna Árna, sem þeir telja að hafi rétt andstæðingunum vopn upp i hendur. Þeir hugsa henni því þegjandi þörfina þegar kemur til prófkjörs í haust, svo vera má að ferill baráttukonunnar Ingu Jónu Þórðardóttur sé nú þegar bú- inn að ná hámarki innan borgar- stjórnar Reykjavíkur... r Aróðurssnillingar Reykjavíkurlist- ans eru farnir að leita í kring- um sig eftir ungum manni eða konu, sem gæti orðið fulltrúi þess unga fólks, sem er nauðsynlegt að listinn laði til fylgis við sig ætli hann að ganga með sigur af hólmi að ári. Helst er staðnæmst við þrjá unga menn, sem taldir eru hafa vaxið af verkum sínum í stúdentapólitíkinni og eru allir burðarásar í kynslóðinni sem Bessastaðabóndinn herra Ólafur Ragnar Grímsson gaf á þingmennskudögum sínum nafn- giftina Röskvukynslóðin. Þetta eru þeir Dagur Eggertsson, lækna- nemi og tíðindamaður Ríkisút- varpsins úr heimi vísindanna, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson sem er í stjóm Grósku og var einsog Dagur formaður Stúdentaráðs , og loks Skúli Helgason dagskrárgerðar- maður íslenska Útvarpsfélagsins. Allsendis óvíst mun hinsvegar vera um vilja þremenninganna, enda er Dagur á fullu í læknisfræðinni, Vil- hjálmur flæktur í myrkviðum lag- anna og Skúli unir sér einkar vel sem umferðarstjóri Þjóðbrautar Bylgjunnar.... Það er einkennilegt afsláttartíl- boðið sem Hans Petersen er með. Á stórum standi í miðri verls- uninni í Bankastræti er tilboð á 100 asa filmum. Það stendur skýrum stöfum að ef keyptar eru þrjár film- ur á 990 krónur spari viðskiptavin- urinn sér 660 krónur. Þegar allt kemur til alls er spamaöurinn alls ekki 660 krónur, heldur er hann 525 krónur. Þetta kemur greinilega fram á kassakvittun og ekki síður í fari starfsfólks, þar sem því varð á að draga 660 krónur frá upphaflega verðinu og þá stefndi útkoman alls ekki við það verð sem í boði var, heldur var upphæðin 855 krónur. Verlsunin gaf sinn hlut ekki, inn- heimti 990 krónur og staðfesti þar sem að auglýstur aflsáttur væri alls ekki sá afsláttur sem var látið I veðri vaka að væri í boði. Einföld blekking þetta... Eeftir að flest stéttarfélög höfðu gert kjarasamninga var búist við verðhækkunum í verisunum og víðar. Sú hefur orðið raunin. Einna mesta hækkunin hefur orðið í Bæj- arins bestu, pylsusöluskúmum víð- fræga. Þar hefur minnsti skammtur hækkað um nærri 25 prósent, úr 210 krónum í 260 krónur. Fyrir þá sem borða þar oft er launahækkun- in því fljót að fara... Fyrirgefið frú! Nágrannar þínir segjast ekki hafa séð eigin- mann þinn um hrið, svo við þurfum bara svör við nokkrum spurningum. Siðan geturðu snúið þér aftur að niðursuðunni. fimm ó förnum v c g i Eru launakröfur verkafólks á Vestfjörðum of háar? Steinn Júlíusson ellilífeyrisþegi: „Nei, þetta fólk á skilið hærri laun.“ Ingólfur Sigurðsson sjómaður: „Síður en svo.“ Geir Guðsteinsson blaðamaður: „Miðað við þróun launamála eru þær það.“ Sigurður Páll Ebeneser fjölskyldumaður: „Ég er ekkert inni í þessum mál- um.“ Júlíus Þorbergsson atvinnurekandi: „Það mundi ég halda.“ v i t i m q n n “Við erum einfaldlega búnir að semja en þeir eru sjálfir með sína samninga." Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, í Mogganum. Björn Grétar er að ræða um félaga sína á Vestfjörðum, sem hafa sagst lítinn stuðn- ing hafa fengið frá höfuðstöðvunum. Kannski var það þetta sem Vestfirðingina vantaði. “Maður áttar sig ekki á hvern- ig þetta er hugsað allt saman, hvernig menn ætla að horfast í augu við þann veruleika sem þarna er. Þetta er alveg grát- legt ástand." Davíð Oddsson í DT, að ræða verkfallið á Vestfjörðum. “Menn eru að fella miðlunar- tillöguna vitandi vits og það eru skiiaboð um að menn vilji áframhaldandi verkföll og reyna samningaleiðina til þrautar. Það verður þá svo að vera.“ Davíð Oddsson að ræða verkfalliö fyrir vestan, í DT. “Okkur fannst líka vera góður stuðningur við Örn Bárð. Þannig að þetta er einhver skilaboð sem ég veit ekki hvernig ber að skilja. Vonandi verður sátt og allir kátir.“ Magni Sigurhansson í Mogganum. Magni var einn þeirra sem hóf undirskriftaherfð- ina til að koma Erni Bárði að i Garöasókn, með árangri sem öllum er kunnur. Vonandi eru Magni og Örn Bárður kátir. “Að láta þessa viðbótarúthlut- un þorsk- og rækjukvóta bæta hundruðum milljóna króna við eignir fyrirtækja eins og ÚA, Samherja, Þormóðs ramma, Skagstrendings hf. eða Síldar- vinnsiunnar nær engri átt.“ Jón Sigurðsson, í járnblendinu, í Moggan- um. “Yfirleitt megi segja að ísland sé í tízku hjá ungu fólki víða um lönd.“ Víkverji Moggans. “Ungu fólki frá öðrum löndum þykir töluvert til Reykjavíkur koma“. Víkverji Moggans. “Unga fólkið á íslandi heldur að grasið sé grænna hinum rnegin." Vfkverji Moggans. Enginn myndi minnast miskunn- sama Samverjans ef hann hefði ein- ungis viljað vel. Hann hafði líka peninga. Margaret Thatcher.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.