Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 6
f
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Úr alfaraleið
Zambískar fegurð-
ardísir voru svikn-
ar um verðlaunin
Umboðsmaður Miss Universe í Zambíu á yfir sér
málshöfðun vegna ógoldinna fegurðarverðlauna.
Eva Kazembe ásakar dísirnar um græðgi og
segir að laun heimsins séu vanþakklæti.
The Post, Zambia.
Eva Kazembe, sem er umboðs-
maður Ungfrú Alheimur í Zamb-
íu, segist vera orðin þreytt á eilífu
nöldri snoppufríðra stúlkna, sem
hafi lítið tii brunns að bera nema
stór brjóst og langa leggi, og sýni
henni ekkert þakklæti fyrir að hafa
komið sér á framfæri við módel-
stofur og kvikmyndaframleiðend-
ur í hinum stóra heimi. A blaða-
mannafundi í síðustu viku tárfelldi
hún yfir vanþakklæti heimsins, og
kvaðst jafnvel íhuga að gefa um-
boðsmennskuna frá sér.
Tildrög deilunnar eru þær, að
Tamara Kalube, íðilfögur dís sem
vann titilinn Ungfrú Zambía í
fyrra, segist ekki enn vera búin að
fá verðlaunin, sem henni höfðu
verið lofuð. Eva hafi þar að auki
krafist þess, að hún væri til reiðu
fyrir hverskonar viðskipti á henn-
ar vegum, og þetta hafi leitt til
þess að Tamara hafi hætt við að
fara í háskólann, einsog pabbi
hennar hafði þó heimtað. Allt hafi
það þó verið forgefms. Hún hafi
ekki einu sinni hitt Evu svo mán-
uðum skipti. Þessvegna hafi hún
nú brugðið á það ráð að fara með
raunir sínar í fjölmiðla, og síðan
hyggist hún höfða mál á hendur
Ezu Kazembe og krefjast hárra
skaðabóta. Pabbi Tamöru styður
hana dyggilega í stríðinu við Evu,
sem hann telur ekki sómakvendi.
Auk Tamöru, þá kveðst einnig
Kuso Kamwambi, sem er hand-
hafi titilsins í ár, ekki heldur hafa
fengið neitt greitt af þeim verð-
launum, sem lofað var. „Eg lofaði
aldrei neinum verðlaunum," segir
hinsvegar hin tárvota Eva. „Ég
lofaði aðeins því, að þær sem
ynnu, fengju að taka þátt í Miss
Universe keppninni í Las Vegas
og því fylgdu 200 bandaríkjadalir
í vasapeninga. Hversu margar
stúlkur hefi ég ekki tekið upp á
mína fátæku arma, þjálfað þær í
framkomu, og komið á framfæri
erlendis?" spurði að lokum angur-
vær Eva, og segir að stúlkumar
tvær séu gráðugar og vanþakklát-
ar.
Ekki em allar hinar fögm
þokkadísir sammála Tamöm
Kalube og Kuso Kamwambi. Dís-
imar, sem ekki unnu titilinn í ár en
vom þó með í keppninni, gáfu
sameiginlega út yfirlýsingu um að
þær eigi allan sinn frama Evu að
þakka, og Kuso og Tamara ættu að
sjá að sér, og vera heldur þakklát-
ar.
Þær hafa svarað því til, að
„frami“ hinna sé nákvæmlega
enginn, enda hafi þær ekki unnið
neina keppni, og ástæðan fyrir
því, að þær gefi út yfirlýsinguna
sé aðeins að þær vilji vera í mjúk-
num hjá Evu í þeirri von að fá að
keppa um titil á hennar vegum á
nýjan leik. The Post lofar lesend-
um sínum að upplýsa þá um hvort
Eva Kazembe borgar ógoldin feg-
urðarverðlaun, eða hvort hún ger-
ir alvöru úr hótun sinni um að
hætta í bjútíbransanum...
Leiðrétting
í grein sem undirritaður birti í Al-
þýðublaðinu sl. miðvikudag um at-
vinnuleysi - þar sem spurt var í fyrir-
sögn hvort allir væru að sofna - varð
til meinleg prentvilla við frágang
handrits og skrifast hún algerlega á
greinarhöfund en ekki blaðið. Þess er
hins vegar óskað að Alþýðublaðið
birti eftirfarandi hluta greinarinnar
eins og hann er réttur:
Til skamms tíma var gefið út tíma-
ritið Gegn atvinnuleysi. Þetta var gott
og fróðlegt tímarit. En mikilvægast
var þó að þama var á ferðinni nánast
eina lífsmarkið í landinu um að menn
sættu sig ekki við atvinnuleysi. í blað-
inu var haldið uppi stöðugum áróðri
gegn þessu þjóðfélagsmeini og sú
krafa reist að atvinnuleysisvofunni
yrði vísað á dyr í íslensku samfélagi.
Blaðinu var haldið úti af miklum
dugnaði og eljusemi en svo fór að
lokum að útgáfunni var hætt.
An efa hefur peningaskortur og
sofandleg viðbrögð valdið mestu um
enda ekki hægt að ætlast til þess að
menn reki atvinnustarfsemi í hugsjón-
inni einni. En þetta segir okkur tals-
vert um afstöðu manna til atvinnu-
leysis.“
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB.
Lagabreytingar -
Aukaflokksþing -
Akranes
Laganefnd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís-
lands hefur lokið störfum. Tillögur nefndarinnar hafa verið
sendar formönnum allra aðildarfélaga. Hægt er að vitja
þeirra þar eða á skrifstofu flokksins.
Einnig má nálgast breytingarnar á heimasíðu flokksins,
Stjórnmálavefnum (httþ:/www.solver.is./democrat/.)
Aðrar einstakar tillögur til lagabreytinga, sem áður höfðu
verið lagðar fram, verða lagðar fram á aukaþingi óbreytt-
ar.
f r q t t i
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
r
■ Ræða Jónasar Garðssonar, formanns Sjómannafélags Reykja-
víkur, við hátíðarhöld sjómannadagsins í Reykjavík, vakti athygli
Skaut föstum skotum á
útgerðarmenn og ríkið
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, talaði fyrir
hönd sjómanna við hátíðarhöldin
vegna sjómannadagsins í Reykjavík.
Jónas var gagnrýnin í ræðu sinni og
hefur hún vakið athygli. Hér á eftir er
meginhluti af ræðu Jónasar.
“Það em ekki ný sannindi þegar
sagt er að Island er eyríki og að aðal-
atvinnuvegur Islendinga er sjávarút-
vegur. Þjóð sem þannig hagar til hjá
hlýtur að vera mikilsvert að eiga góða
sjómenn. Því er óásættanlegt að sjó-
menn þurfi að standa í endalausum
átökum til að verja hlut sinn. Það er
ekki viðunandi að trygginga- og at-
vinnumál farmanna séu í óvissu og
það er heldur ekki þolandi að fiski-
menn okkar skuli vera neyddir til að
leggja æ stærri hlut launa sinna til
þess eins að halda rétti til vinnunnar.
Verja tekjur sem
engar eru
Við emm eyþjóð og því háð ömgg-
um samgöngum til og frá landinu. Það
er því ótrúlegt að aðeins skuli tvö
skip, sem stunda siglingar til og frá
landinu, skráð hér á landi. Öll önnur
skip eiga lögheimili hér og þar um
heiminn. Það er kannski ekki furða,
þar sem hér á landi em skráningar-
gjöld skipa með því hæsta sem þekk-
ist. Stjómvöld hafa ekki viljað taka á
þessu máli og lækka skráningargjöld-
in vemlega eða afnema þau með öllu.
Það einkennilega er að stjómvöld telja
sig vera að missa af tekjum, en þar
sem eigendur skipanna kjósa að skrá
þau í öðmm ríkjum, til að forðast há
skráningargjöld, gjöld sem þar með
skila ekki tekjum hvort eð er.
Hafa borgað sama
og aðrir
Afleiðing þessa er meðal annars sú
bitra staðreynd að ekkjur sjómanna
standa í baráttu við stjómvöld til að fá
bætur eftir menn sína. Islenskir sjó-
menn sem em á hentifánaskipum, hafa
borgað sömu álögur til þjóðfélagsins
og aðrir þegnar þess. Því er einkenni-
legt að opinberar ekna- og bamabætur
skuli ekki vera greiddar, fyrir það eitt
að skipin sem þeir vinna á em skráð
annarsstaðar í veröldinni. Skipin bera
íslensk nöfn, þau eru rekin af íslensk-
um fyrirtækjum og sjómennimir því í
þeirri trú að sömu lög gildi um þá og
alla aðra. Það er krafa sjómanna að
stjómvöld búi svo um hnútana að fysi-
legt sé að skrá skip hér á landi og þar
með megi eyða óvissu sjómanna,
maka þeirra og bama.
Ákall til heiðarlegra
útgerðarmanna
Eitt af lánum þjóðarinnar eru heið-
arlegir og framsæknir útgerðarmenn.
Það er því miður ekki hægt að segja
um þá alla. Meðal útgerðarmanna er
að finna menn sem gera allt sem þeir
geta til að hafa fé af sjómönnum. Það
sem er enn verra er að félagskapur
þeirra, það er LIU, hvetur þá til að
hafa rangt við. Það hafa fallið dómar
og úrskurðir þar sem ótvírætt hefur
komið fram að kvótabraskið stenst
ekki lög, ekki samninga og alls ekki
siðferði sem er nauðsynlegt milli
manna. Samt em til menn, og það
undir forystu hálnauðra starfsmanna
heildarsamtaka útgerðarmanna, sem
gefa sig hvergi og með valdi arðræna
sjómennina. Það er von mín að þeir
útgerðarmenn sem hafa skammir á
þeim félögum sínum gangi í lið með
okkur sjómönnum í þeirri baráttu sem
við eigum í. I áratugi hafa kjör fiski-
manna byggst upp á hlutaskiptakerfi,
það er í stórhættu með þessu fram-
ferði. Það er ekki hægt að segja í dag,
á sjómannadag, að við eigum bestu
sjómenn í heimi, og halda áfram á
morgun að stela af þeim laununum.
Störfin í hættu
Ágætu áheyrendur. Ég vil að lokum
benda ráðamönnum þjóðarinnar á, að
ef ekki verður veruleg breyting á hög-
um sjómanna, þá kemur að því að ungt
fólk fæst ekki til að starfa til sjós. Það
á bæði við farmenn og fiskimenn. Það
er staðreynd að það kostar til dæmis tíu
sinnum meira að mennta hvem leikara
en hvem stýrimann. Er þetta hægt?
Sumarþing
AljDýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks
Islands á Akranesi, dagana 7.-8. júnf
Lagabreytingar
(sjá gögn frá síðasta þingi, auk viðbótar frá nefnd)
Sjávarútvegur
(Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú...?)
Sameiningarmál
(Hvað er að gerast, og hvert stefnir)
Tölvukennsla - Tölvupóstur/lnternet
(Kennsla í notkun tölvupósts og grunnatriðum internetsins)
Ævintýraferð út í óvissuna
(Fyrir þá allra hugrökkustu)
Dansæfing á laugardagskvöldinu
(Hátíðarkvöldverður með dansleik)
Golfmót jafnaðarmanna (Enginn vinnur)
(Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Harðarson, Hafnarfirði)
Flokksþingsfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að láta skrifstofu flokksins vita eins fljótt
og auðið er hvort þeir ætla að mæta eður ei, svo hægt verði að kalla inn varamenn í þeirra
stað.
Skrifstofa flokksins veitir allar nánari uþþlýsingar um ferðir, gistingar og annað er viðkem-
ur sumarþinginu. Auk þess má finna uþþlýsingar á Stjórnmálavefnum, heimasíðu Alþýðu-
flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. (http:/www.solver.is/democrat/).
Sími á skrifstofu Alþýðuflokksins er 552-9244 og fax 562-9155.
4